Fréttablaðið - 17.05.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 17.05.2002, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 10 17. maí 2002 FÖSTUDAGUK Þingmaðurinn sem fer sínar eigin leiðir ABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is . Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgara/æðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á visir.ís. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 1989 Um 90% félagsmanna í Verslunar- mannafélagi Bolungarvíkur undir- rita mótmæli vegna ummæla Krist- ins H. Gunnarssonar formanns fé- lagsins um fyrirtækið Einar Guð- finnsson hf. Að sögn forsvars- manna undirskriftasöfnunarinnar þykir þeim Kristinn vera með til- efnislausar yfirlýsingar sem skaði fyrirtækið, starfsfólk þess og Bol- ungarvík í heild. Tekið er fram að undirskriftarsöfnunin sé ekki á nokkurn hátt að undirlagi fyrirtæk- isins. 1991 Kristinn H. Gunnarsson verður efstur í forvali Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Hann er kjörinn á þing þá um vorið. Sem þingmaður lætur hann talsvert að sér kveða í umræðum um byggðamál og sjáv- arútveg. 1998 Sameiningarviðræður vinstriflokk- anna falla í misjafnan jarðveg í Al- þýðubandalaginu. Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins segja sig úr því og stofna þingflokk óháðra, ásamt Kristínu Astgeh’sdóttur, þingkonu Kvennalistans. í október segir fjórði þingmaðurinn sig úr þingflokknum, Kristinn H. Gunn- arsson. Hann gengur hins vegar ekki í lið með hinum. í desember gengur hann í raðir Framsóknar- manna. Ein af ástæðum inngöng- unnar er að sögn Kristins áhugi á byggðarmálum og uppbyggingu at- vinnulífs. ______________________ Styr hefur staðið um Kristinn H. Cunnars- son þingflokksformann Framsóknar- flokksins og stjórnarformann Byggða- stofnunar. Kristinn hefur farið óhefð- bundnar leiðir i stjórnmálum. Hann hefur ekki alltaf fylgt línum flokka sinna. 1999 Kristinn er kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Kosið er milli hans og Ólafs Arnar Haraldssonar í embætti þingflokksformanns. Kristinn hafði betur. Greinileg sár- indi eru í viðbrögðum Ólafs við kjörinu. 2000 Kristinn er skipaður formaður stjórnar Byggðastofnunar í upphafi árs. Um haustið berast fregnir af því að stjórnin hyggist ganga til samninga við Sparisjóð Bolungar- víkur um að hann taki við fjármála- umsýslu stofnunarinnar. Kristinn segir ekki áhuga á því innan Byggðastofnunar að bjóða þessi viðskipti út. Stjórn Byggðastofnun- ar vinnur að því að flytja stofnun- ina út á land. 2002 Kristinn situr sem stjórnarþing- maður í endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða. Hann stendur ekki að meirihlutaáliti nefndarinnar og skilar séráliti. ■ .. 'O'’ Kringlan - 5S3 3536 Laugavegur42 - 511 1080 BREF TlL BLADSINS Hörmulegt að missa Guðjón Stuðningsmaður Stoke hringdi: E' g er miður mín yfir fréttum um að stjórn Stoke ætli ekki að ganga til viðræðna við Guðjón Þórðarson um áframhaldandi störf hjá félaginu. Það vita allir sem þekkja til Guðjóns að þar fer frábær þjálfari, þótt eflaust geti hann stundum verið erfiður. Það er nú bara einu sinni þannig með marga snillinga að þeir vilja fara sínu fram. Ég held að stjórn fé- lagsins hefði átt að leita allra leiða til að halda í Guðjón. Árangur liðs- ins nú sýnir ekki litla snilld þjálf- ara. Meiðsli settu strik í reikning- inn, en þrátt fyrir það tókst Guð- jóni og félögum að ná þeim mark- miðum sem þeir settu sér. Það hefði ekki mörgum tekist. Þar fyr- ir utan er Guðjón að því að mér skilst geysilega vinsæll þarna úti. Ég er því hræddur um að stjórn félagsins hafi verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, með því að reyna ekki að halda í Guöjón. Nú er bara að halda í vonina um að þrátt fyrir þetta klúður fáist toppþjálfari til félagsins. ■ ORÐRETT JÓNAS SKRIFAR: EINN DAG I EINU Þið verðið að lifa af eftir þessar kosning- ar eins og við Alfreð Þorsteinsyní þykir DV fara offari. DV, 16.maí SAMEIGINLEGT ÁHUGAMÁL Vinstri hreyfingar virðast vera að veikjast Silvio Berlusconi ræddi við Davíð Oddsson. Morgunblaðið, 16. maí KANNSKI AÐ KÁRI IÞRÓI BÓLUEFNI íslendingar hafa lengi verið ónæmir fyrir skuldum og skulda- tukningu Leiðarahöfundur. Viðskiptablaðið, 15. - 21. maí. TIL DÆMIS TIL AÐ FINNA UPPLJÓSTRARA Haukka er ekki einungis eftirlits- kerfi heldur er hægt að nýta það sem stjórnstöð á mjög skemmti- legan hátt Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður kynningarmála Símans. Viðskiptablaðið, 15.-21. maí. LártfiKVeiri Varnir á krossgötum ÉG SEiVI ER ALLTAF MEÐ EINHVER BOÐ Ég hef aldrei upplif- að jafn mikið þakk- læti og ánægju hjá svo mörgum erlénd- um gestum. Halldór Ásgrímsson um gesti NATO fundarins, Fréttablaðið, 16. maí Við erum hlynnt mannbjörg úr sjávarháska og að gömlum konum sé hjálpað yfir götu í Makedóníu. Þegar hrörnandi Atlantshafsbandalag breytist smám saman úr hernaðarbandalagi í eins konar blöndu slysavarnarfélags og skátahreyfingar, minnkar hér á landi ágreiningur um aðild. Það er þó háð því, að ekki verði gerðar auknar fjárkröfur til okkar vegna aðildar að bandalaginu eða vegna eftirlitsstöðvar Bandaríkjanna á Keflavíkurvelli. Við getum fjölgað björgunarþyrl- um og eflt þjónustu þeirra fyrir peningana, sem við leggjum nú þegar til bandalagsins. Auðvitað verður að virða það við bandalagið, að það hefur náð árangri og skilað af sér hlutverki sínu. Síðasta verkefnið var friðun Balkanskaga, sem nú er á lokastigi. Hér eftir verða verkefnin fyrst og fremst pólitísk. Bandalagið er gagnlegur, vettvangur samráðs á norðurhveli jarðar. Gagnið er þó tímabundið og blandað hagsmun- um starfsmanna bandalagsins. Ráðamenn Banda- ríkjanna hafa mun minni áhuga á því en áður og vilja ekki láta það flækjast fyrir sér í herferðum í þriðja heiminum. Stækkað Evrópusamband mun láta að sér kveða á sviði evrópskra varna. í nýrri heimssýn 21. aldar er lítið rúm fyrir bandalagið. Mat aðilanna á gildi þess mun í aukn- um mæli ráðast af mati á því, hvort það svarar kostnaði eða ekki í samanburði við aðra kosti stöð- unnar. Auknar kröfur þess um útgjöld til hermála munu ekki auka vinsældir þess. Væntanlega verður ísland í bandalaginu meðan nágrannaríkin vilja vera þar. Við erum háð sam- skiptum við nágrenni okkar og lifum á viðskiptum við það. Okkar hagur er að taka sem mestan þátt í svæðissamstarfi, þar sem mörg friðsöm ríki setja hluta fullveldis síns í sameiginlegan pakka. Öryggi okkar í náinni framtíð verður bezt borg- ið með góðum aðgangi að auðugum markaði. Vont væri að lenda í skotlínu harðnandi viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Fisk- „Hefðbundnar varnir 20. aldar koma að litlu gagni gegn mönnum, sem bera hœttuna í skjalatöskum. Varnir landsins á nýrri öld krejjast nýrra viðhorfa og nýrra viðbragða. “ verzlun gæti til dæmis hæglega orðið fyrir barðinu á bægslagangi pólitísku stórhvelanna. Við þurfum að ganga í Evrópusambandið til að tryggja, að fiskafurðir okkar lendi ekki utangarðs vegna atburðarásar, sem við ráðum ekki við. Markaður okkar er fyrst og fremst í stækkuðu Evrópusambandi og hann verðum við að verja með klóm og kjafti, en einkum með aðild. Við þurfum einnig að efla viðbúnað gegn hryðju- verkum, hvort sem við gerum það í samstarfi í Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu. Við þurfum til dæmis að hafa viðbúnað til að verj- ast gíslatöku og efnavopnaárás, svo og skemmdar- verkum á raflínum og hitaveitum. Slík vandræði munu ekki koma til okkar með eldflaugum af himnum ofan eða með innrás fjöl- mennra sveita. Hefðbundnar varnir 20. aldar koma að litlu gagni gegn mönnum, sem bera hættuna í skjalatöskum. Varnir landsins á nýrri öld krefjast nýrra viðhorfa og nýrra viðbragða. Smám saman mun koma í ljós, hvort gömul stofnun í leit að nýju hlutverki hentar vörnum okk- ar. Ekki er ágreiningur um, að Atlantshafsbanda- lagið hefur að undanförnu búið við vaxandi til- vistarkreppu, sem ekki leysist með stækkun til austurs og auknum afskiptum Rússlands. Altjend leysum við ekki nýjar varnarþarfir okk- ar ein sér, heldur í samstarfi við nágranna- og við- skiptaríki okkar í Evrópu og undir þeim merkjum, sem hagkvæmust verða á hverjum tíma. Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.