Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 6

Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 6
166 Iljún vaknaði. Hún þorði ekki að keyra á mál manna, og hljóp í felur, þegar einliver kom. Hún skalf og nötraði, þegar hún sá eitthvað ókunnugt, og ef hún tók á peningum, þá var alveg eins og þeir ætluðu að brenna hana. I’íið heyrðist samt ekkert um hestaprang- arann allt liðlangt sumarið. Einu sinni þurfti hún að fara eitthvað út í hagann, og lá leið hennar framhjá djúpu gili skammt fyrir ofan bæinn. Henni varð litið niðrí það og sá þar sjón, sem hún gleymdi aldrei eptir það. Niðrí gilinu sat maður og hallaöi sjer fram yfir eitthvað, sem lá fyrir framan hann. Pað var sonur hennar. Hún sá að hann var að ró- skota í poka og telja peninga. Hann drap | titlinga .í sífellu. Hún heyrði aö hann sagöi: Jæja, pokinn verður að fara sömu leiðina. Hún \ þekkti bæði pokann og peningabudduna. Petta í var ekki gleðileg sjón, enda þóttist hún sjá í djöfulinn sjálfan starblína á son sinn út úr í kolsvörtum gilbörmunum. Hún varð so hrædd, ; að það tók engu tali. Hún ætlaði að fiýja, en gat hvorki hrært legg nje liö. Hún ætlaði að hljóða upp yfir sig, en gat ekki komiö upp neinu orði. I’arna varð hún að standa gralkyr i og horfa á son sinn margtelja peningana, og þegar hann var búinn að því, sá hún hann róa út á vatniö langt frá bænum og setja eitthvað | niður f það. Nú vissi hún, hvers vegna sonur hennar haföi þurft að þjetta bátinn. Hún stóð ennþá lengi í sömu sporum. ; Pað var vont veður, so henni varð ískalt, en ; aptur var eins og hún ætlaöi að stikna inni fyrir. Loksins rankaði hún þó við sjer. Hún gekk út í buskann og ráfaði fram og : aptur um móana. Hún lijelt hún gæti losazt við ; það, sem hún hafði sjeð, en hvert sem hún hugs- aöi, og hvert sern hún renndi augunum, þá sá í hr'tn alltaf sama gilið kolsvart og sama manninn í niðrí því. Allt var líka fullt af peningum, að ; því er henni sýndist. í’egar hún kom heim hitti hún Gest. Har.n , sagði, að Jón væri nýbúinn að segja sjer, að nú í ætlaöi hann af stað, hvað sem hver segði. Hún ; leit á hann. Pað var alveg eins og hún ætlaði ; að grafa það upp, hvað honum byggi í brjósti í alira innst, enda komst hún að því, að hann hlvti J að vita, aö hjer væri ekki allt með íelldu. Hún bað hann eins og guð sjer til hjálpar og minnti hann á allt illt, sem bæöi hún og hann sjálfur ' hefði haft af flækingi hans fyr á árum. Hún í gjörði allt, hreint allt, sem stóð í hennar valdi, til að telja honurn hughvarf, en hann ljet engan bilbug á sjer finna og steinþagði. Pá sagði hún seinast: „Jeg vildi heldur, að hann væri liöið lík, en liann færi nú úr foreldrahúsum. \ Láttu hann ekki fara Gestur í guðs almáttugs S nafni“. \ Gestur svaraði kuldalega, að það væri bezt, : að Jón rjeði sjer sjálfur. Hún fór til Jóns. Hún minnti hann fyrst ; með blíðum orðum á barnalærdóm hans, en í þegar það dugði ekki, hótaði hún lionum refsingu : guðs og seinast sagöi hún honum, að hún þekkti j glæp hans. I’á leit allrasnöggvast út eins og hann ætlaöi í að gugna, og hún hjelt, að hún mundi bera sigur úr býtum. Hún ætlaöi að leggja smiðshöggið á verk ; sitt og sagði: „I’ú skalt ekki eiga undir því, ! hvað jeg muni gjöra, ef þú hlýðir rnjer ekki“ ; en þá tók hann af skarið og sagöi: „Og nú er s allt komið í bál og brand hjer heima. Jeg fer, ; þó jeg sjái ykkur aldrei framar, þójegeigi aldrei ; apturkvæmt“. , \ Pað var daufleg nótt eptir þenna dag. Paö var grenjandi hvassviðri og fyrstu höglin, sem j komu úr loptinu þetta ár, buldu á húsinu. Sal- j björgu heyrðist vera kallað á sig að utan. Hún lagðist á knje og bað guð, að hjálpa sjer, heitt og innilega. Hún var orðin dauöþreytt, so hún ; sofnaði og dreymdi, að þetta væri bara vondur j draumur. So vaknaði hún og vissi þá, hvaö um { var að vera. Hún lagðist á bæn aptur, en það var bara ein hugsun, sem þessar bænir og þessi tár veittu vöxt og viðgang, og þessi hugsun var ísköld. ; Næsti dagur var sunnudagur. Hún bað j bónda sinn og son, að fara með sjer til kirkju, en þeir vildu það ekki. Hún fór ein. Hún ; hitti marga kunningja bæði á leiðinni og við kirkjuna og allir furðuðu þeir sig á, hve hún ; væri föl og skinin. I’eir kenndu loptslaginu ; uppi á fjöllunum um það. ; Hún sagöi, að það gæti vel veriö. I’að ! gjörðist so inargt uppi í óbyggðunum, sem bældi j fjöriö niður. So snjeri hún með lagi talinu að { manninum, sem hafði horfið, og komst aö raun ; um að enginn liafði neinn af hennar fólki grun- j

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.