Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 9

Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 9
á flánni. Jón var að liöggva við. Allt í einu varð Jón þess var, að nióðir hans var komin. Ilnnn vildi ekki tala við hana fyrir neinn mun og kepjitist við að höggva eins og hann gat, en það kom ekki fyrir neitt. IJún sagði: „Jón, þoiir þú að koma út á ísinn með mjer í kvöld?“ .,Hvað hefur þú að gjöra þangað?“ ..I'að er spegiltær ís á endilöngu vatninu; það er hægt að sjá allt, sem er undirhonum, í kvöld“. „I>ú hefur óráð“. „Porirðu að koma með mjer og gæta að, hvort það muni ekki glytta í lík gegnum ísinn?“ Jón hjó öxinni í höggbútinn og sagði: „Nei, þetta þoli jeg ekki. Ef jeg hef ekki frið hjer heima, þá svei mjer sern þetta verður ekki seinasta nóttin, sem jegverð hjer. Jegget feng- ið húsaskjól annarstaðar". »En hvenær ætlar þú, að þú getir flúið samvizkubitið?" Jón þreif öxina aptur og nam staðar fyrir framan liana heldur svaðalegur. „I’egiðu inóðir mín, annars er jeg vís til að skaðskemma okkur bæði.“ „Mjer væri sama fyrir mittleyti, Jón minn. Guð veit að jeg skyldi deyja með glöðu geði þegar í stað, ef jeg vissi að þú iðraðist. Jeg vil allt til vinna, að þú bætir ráð þitt“. „Pú ert gengin af vitinu“. „Fresturinn er stuttur Jón, náðartíminn er bráðum liðinn. Jeg ræð ekki lengur, það gjörir sá, sein er miklu sterkari enn jeg. l’að er í sein- asta skipti, sem er farið sona vel að þjer, það er í seinasta skipti, sem hurð frelsisins stendur í hálfa gátt. Ef þú hlýöir ekki í þetta skipti, þá verður guð þjer þunghöggur, þegar hann gjörir næst boð eptir þjer“. „Burt með þig, mamma; jeg er upp á mitt bezta, so jeg hef tímann og heiminn fyrir mjer. Aptur er bezt fyrir karla og kerlingar, að hýma heima og syngja sálma“. Að so mæltu vjek Jón móður sinni til hlliðar og stökk út, en Salbjörg sat eptir hágrátandi; hún grjet út af för þeirri, sem hún átti fyrir hönduni. Daginn ejitir lijelt lnín aptur ofan í sveitina, það var skæðadrífa. Snjóflyksuniar liðu hægt og liægt niður í ládoyðimni og lögðust eins og dúiiinjúk sæng yfir allt, sem fyrir var. Skógurinn, sem hún átti leiö um, var alveg eins og snjóhús, nema hvað hún grillti við og við upp í loptiö. Pað var alstaðar fönn á gluggum og þilin voru hvítkríinótt, livað þá heldur annað. Pað var éins og allt lægi í fastasvefni í þessu flauelsmjúka fannarúmi. Pegar hún kom niður í byggðina | var orðið koldimmt, nema livað liún sá einstaka ! ljós kringum sig. Hún fór heim á prestssetrið \ og kom þar einmitt um það leyti, sein var verið | að borða þar kvöldmat. Presturinn var heima, í og henni var vísað upp liáan stiga. Á leiðinni ) þangað sá hún að það var hrundið upp hurð, : hún leit inn um dyrnar og sá að það var glað- ; bjart í herberginu og kvennfólkið sat utan um | borð í einu horninu. Pað var rjett so að hún gat litið inn, því hurðinni var undir eins lokað ; aptur. j Salbjörg nain staðar þegar hún var komin með annan fótinn upp í neðstn stigatröppuna og búin að leggja hendina á stigaslána. Ljósrákin, sem lagði út frá notalegu og frí- / legu lieimilislífi út á þenna ískalda vetrarveg, j sem hún var neydd til að ganga, var næstum búin að fá hana ofan af áformi sínu. Pað var heidur ekki so lítið í húfi. Hún hafði livorki meira nje minna fyrir stafni enn að harðlæsa heimili sínu, læsa því kannske um allan aldur, læsa því so fast, að enginn ylur þaðan gat vermt hug hennar eða hjarta. Átti hún nú að snúa við fast við takmarkið, og læðast í burtu? Átti hún að kafa upp dalinn aptur og láta so / fenna og skefla í kringum sig og leyndarmál ; sitt? Pað var stigi upp að ganga til að komast ; að öðru takmarkinu. Hitt var fyrir utan dyruar. ; Ekki nema örfá fet milli heims og helju. Hún j fór út í huganum, út úr húsinu og upp dalinn. ; Ljósin í dalnum liurfu henni hvert eptir annað; ; skógarnir niðrí bygðinni smálækkuðu; seinast \ var hun komin alla leiö upp á háfjall, og hún átt heima á miðju fjallinu. En hvað átti hún þar í vænduin? Endur- minningar, sem ómögulegt var aö bæla niður. Ilún vissi, að sjer mundi heyrast draugar öskra úti í hvassviðrinu í hvert skipti, sem það væri liríð og so gat hún líka búizt við fleiri morðum, Hún gat vel búizt við fleiri moröum, því hun haföi sjeð illskuna magnast hjá feðgunum dag frá degi, og vissi að þeir mundu verða alveg hamslausir, ef allt færi vel í þetta skipti.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.