Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 7
L
167
\ artan. Pað var [iví hægt að stinga öllu undir
stól og láta það aldrei komast upp.
Hún skalf og nötraði, þegar hún gekk um
j kirkjuna. Henni fannst hún vera stórsyndari, sem
| saurgaði hana með syndsamlegum hugsunum.
j Presturinn lagöi út af því, að það væri hvers
j manns skylda, að reyna til að koma þeim á
rjetta leið, setn færu villir vega. Iíann sagði,
f að það væri ekki skylda allra, að koma fram
sem prestar og boðendur orðsins, en ef so væri
ástatt fyrir einhverjum, að það væri bein skylda
í lians að frelsa sálu frá dauða með oröum eða
verkum, þá væri betra fyrir hann, að mylnusteinn
; væri hengdur um háls lionum og lionum sökkt
\ í sjáfardjúp, enn hann vanrækt.i þessa skyldu, þó
j hún væri hörð aðgöngu. Og þessi skylda, sagði
\ presturinn, að lægi jafnt á körlum og konum.
Salbjörgu fannst þetta vera sagt við sig og
í engan annan. í’aö var hún sem þessi skyldalá
'( fyrir, og þaö var hún sem hikaði sjer við
i að hlýðnast henni. Hún hjelt, að allir gætu sjeð
í það á sjer, og hún þorði hvorki að luæra legg
| nje lið, nje líta upp á nokkurn mann. Pó sá
| hún, þegar búið var aö messa aö allir voru eins
j og þeir áttu að sjer, og ef nokkur tók eptir
Ihenni meðan á messunni stóð, þá kom það af
engu öðru enn því, hvað hún hafði verið innilega
guðræknisleg.
Hún gekk aptur upp dalinn, en það var
alveg eins og liún væri á flótta, því hún þóttist
; hafa fengið bendingu í ræðunni, og hún var að
j reyna til á leiðinni, að leggja orð prestsins
í öðruvísi út enn hún hafði gjört í kirkjunni. Pað
í var orðið framorðið, jiegar hún kom upp á fjallið,
í það var alhvítt, so tunglsljósið var ennþá bleikara
; og draugalegra enn vant var.
„Pað er reglulegt draugaveður núna“, hug-
/ saði hún með sjálfri sjer. Hún huggaði sig þó við
í það , að sá sem hefði góða samvizku yrði ekki
var við neitt. En þegar hún fór að hugsa sig
j betur um, varð hún fyrst hrædd íyrir alvöru,
j því hún fann, að ef hún yrði vör við eitthvað,
þá mundi hún skoða það sem eina bendingu enn.
í Hún var einmitt stödd þar sem tíáin var eyöileg-
í ust. Par heyrðist ekkert nema marrið í snjónum
j undir fótunum á henni. Par stak’k ekkert í stúf
j við þenna eilífa snjó, sem var allt í kringum liana,
í nema skuggi hennar sjálfrar.
Ilvað? var ekki einhver skarkali bak við
hana? Nei, það hlaut að vera hún sjálf, sem bjó j
hann til í huganum. Pað var þó enginn hugar- j
burður; þetta var allt of hátt til þess. Ekki
gátu hugsanirnar hneggjað eins og hestar; þær
gátu ekki heídur hvinið og þotið eins og svipu j
ólar. Petta færðist æ nær. Hún lieyrði þaö so j
glöggt. Hún heyrði ekki einungis, hún sá hesta j
koma þjótandi hundruðum saman, so að snjórinn j
þyrlaðist upp um þá. Hún sá þá so greinilega,
því tunglið varpaði á þá blábleikum bjarma.
Parna brunuðu þeir yfir veginn á fleygiferð, ;
en þó heyrðist ekkert hófatak. Hestaprangarinu j
keiki rak lestina. Han snjeri aptur á hestinum, j
og það sá hvergi í hann fyrir klakadrönglum j
og snjókleprum. Hann gaut á hana brostnum j
augum og benti út á vatnið með svipuskaptinu. j
Hún fleygði sjer niður í snjóinn, til þess aö
þurfa ekki að horfa á þessa voðasjón og hrópaöi j
uppyfirsig! „Jeg skal gjöra það, jeg skal gjöra <
það.“ \
Pegar hún stóð upp aptur, var allt bleikt og
grafkyrt eins og áöur; en það var ekki lengur
eins og hún væri á flótta, því nú vissi hún hvað >
hún vildi.
Jónbjó sig til ferðar í óða önn; hann ætl- j
aði að láta ráðinn og roskinn hestaprangara j
kenna sjer listina uin veturinn. Faðir hans lagöi j
honum lið sona undir niðri, því þeir voru báðir
hræddir við Salbjörgu. Hún eyddi þá ekki orðurn j
lengur, en það var verra að búa undir tilliti j
hennar og svip, enn lilíða á heilan Jónsbókarlestur. j
Gestur fann vel að hún var eiginlega allt af j
að biðja hann, þó hún talaði ekki orð frá munni j
og Jón hafði aldrei frið, því hann gat ekki að
sjej' gjört, að vera að hugsa um glæp sinn nótt
og nýtan dag. j
Salbjörg þreyttist aldrei að því, að ganga á
milli þeirra. Hún talaði ekki orö frá munni, en j
þó lágu bæði áskoranir og áminningar, bænir
og hótanit í framgöngu hennar; hún vonaðist j
eptir því í lengstu lög, aö frestur sá, sem hún
hafði sett sjer, mundi ekki líða so, að hún bæri
ekki hærra hlut, en vald hennar mínnkaði dag j
frá degi og feðgarnir færðu sig uppá skaptið j
dag frá degi, því þeir vöndust við hana, og þar !
kom, að Salbjörg sá, að nú varð annaöhvort
að hrökkva eða stökkva.
Kvöld eitt var glaöa tunglskin, kyrt veður j
og stillt, eins og þegar hún hafði sjeð ofsjónirnar í