Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 10
170
Og hún átti að búa viö þctta alla æfi, þjáð af
samvizkubiti. Nei, aldrei. Hún hafði gengið
marga sorgargöngu, vakað marga nótt og þolað
margskonar þrautir, so að hún mátti ekki hika
sjer við, að ganga þessa seinustu krossgöngu.
Hún fór inn til prestsins.
Presturinn sat við borð og var að lesa.
Han var stuttur og digur og manna bráðastur.
Pegar hann var ónáðaður á óhentugum tíma,
Ijet hann dæluna ganga yfir hvern sem var, og
jós yfir þá ónotum og ávítum, en þegar hann
var búinn að halda yfir þeim heilan Jónsbókarlest-
ur og berja lóminn út af sjer og þessari
ónæðisstöðu, sem hann væri í, á allar lundir, þá
fór að molna úr honum, seinast var hann vanur
að taka sjer skorpu af nöldri og nuddi í hálfum
hljóðum, en að því húnu var hann alvarlegur
og hjálpsamur maður, sem alltaf gætti skyldu
sinnar.
Pegar hann sá, að Salbjörg var komin ofan
af fjallinu, þegar hann sá, að hún kom náföl og
blaut inn til hans, þá þóttist hann þegar vita,
að hann mundi ekki eiga sjö dagana sæla sona
á næstunni, þó herbergi hans væri hlýtt og nota-
legt. Hann stökk upp og yrti hranalega á
konuna. „Hvað viljið þjer? Eigið þjer erindi
við mig?“
„Já“.
„Hver sendir til mín so seint? Hver gjörir
það? Hver á erindi við mig?“
„Jeg sjálf“.
„Meir enn so“. So það var ómögulegt að
fresta málinu. Presturinn gekk fram og aptur
og nagaði neglurnar. „Hvernig getiö þjer sjálfar
átt erindi við mig?“
„Jeg ætlaði að spyrja yöur ráða“.
Pá var prestinum nóg boðiö. „Ekki nema
það þó. Yiljið þjer fá ráð? Svei mjer sem jeg
held ekki, aö þetta fólk ímyndi sjer að prestur-
inn sje búðarmaður, eða öllu heldur apótekari,
sem eigi fullar skúifur og krukkur af ráðum, so
hann þurfi ekki annað en taka niður þetta og
þetta númer og vega það og selja það so í
kramarhúsum fyrir fáeina skildinga. Eáð? Eruð
þjer frá yður kona góð, jeg veslingur, sem er
ráðalaus sjálfur. Jeg hef heldur aldrei nokk-
urntíma stundlegan frið; alltaf verður apótckið
að vera tiltaks, meira að segja um háveturinn,
þegar allt er gaddaö, þegar fólk ætti að biðja
guð að hjálpa sjer og fara ekki út fyrir bæjar-
dyr. Ráð? Nú hvernig ráð, hvaða ráð? Hefnr -
tengdasonur yðar tilvonandi sagt dóttur yðar \
upp og heimtað so aptur þaö, sem hann hefur í
gefið henni. Jeg held liún hefði getað látið í
vera að þiggja af honum gjafir — það er uú ;
mitt ráð, og það er ódýrt — eða hún liefði j
getað látið það vera að trúlofast. Pað er nú
eitt af dýru ráðunum, en það er líka óyggjanui í
---------“. Hann nam staðar allt í einu. „Hvaða
vitleysa; þjer eigið enga dóttur“.
„Nei“.
„Nei, það er rjett. Pjer eigið enga dóttur :
og þó þurfið þjer ráð? Hvaða bágindi eru það ;
þá, sem ama að yður?“
„Verstu bágindi sem nokkur getur ratað í“. í
„Pað fór að sljákka í prestinum, því þaö í
var eithvað kuldalegt og kalt við konuna, sem \
stóð þarna úti í horninu og talaði so skýrt og ;
skorinort. Presturinn gekk að ofninúm, setfist j
við hann og skaraði í eldinum. !
„Meir enn so! þaö eru til margs konar ;
bágindi og fáir geta sagt meö sanni að hin þyng- ;
stu bágindi hafi drifið á daga þeirra. Hvað '
amar aö yður!“ í
Salbjörg hugsaði sig um stundakorn og ;
sagði so: /
„Pað er maður sem hefur drýgt stóran ;
glæp og það veit enginn annar en jeg.“
Nú ætlaði presturinn hreint að ganga af ;
göfiunuin aptur. Pað var engu líkara enn hann \
hefði næstum því stigiö ofaná eiturorm. „Guð {
komi til! þjer eruð þó aldrei komnar til að ;
segja mjer frá því? Hvað varðar migum glæpi ;
yðar? Á jeg kannske að leggja þá við skjala- ;
safn mitt, so jeg geti ekki einusinni sofnað á /
nóttunni fyrir glæpum og gauragangi í bóka >
hyllunum ?"
Og nú jós presturinn út lir sjer skömmum -
og umkvörtunum yfir konunni og öllum á guðs
grænni jörðu. Hann sagði að þeir hugsuðu ekki :
um annað enn að koma öllum möguleguin og !
ómögulegum vandræðum af sjer á prestinn. En
Salbjörg þekkti hann og vissi, aö hann yrði aö j
hafa tíma til að hlaupa af sjer horpin. Hún j
steinþagði þangað til það fór aptur að draga í
niður í prestinum. og hann gaf lienni vísbeud- í
ingu um að halda áfram.