Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 14

Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 14
að vjer ætlum að æfisaga þessa manns sýni mörgu betur, hve dugnaður og ráödeild má sín mikils í baráttunni fyrir tilverunni, þótt samkeppnin sje geysileg, og af því að herra Mansfeld-Búllner er oröinn all kunnugur á Is- landi af bitterefni því Brama-lífs-Elixír sem hann síðustu árin hefur selt þar, — þá leyfum vjer oss aö þýða lauslega æfisögu hans aö rnestu leyti eptir þessu myndablaði. Harald Valdemar Mansfeld-Búllner er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1842. Hann var ungur settur til verzlunar, en hugur hans hneigöist meira að bóknámi, og þá einkum aö öllu því, er lýtur að efnafræði og lyfjaíræöi. Drengurinn var bráðþroska og snemma þóttí bera á þreki og sjálfstæðis löngun hjá honum. Pegar styrjöldin milli Dana og Bjóðverja varð 1864, gekk hann þegar sjálfboða í herinn og varð „löjtnant.“ En er styrjöldinni lauk, hvarf hann frá herstörf- um og gaf sig allan við efnafr æðisiökun. Hann fór nú brátt að langa til, að eiga með sig sjálfur, en þareð efni skorti, varð hann að fá rnann í fjelag með sjer og þannig hófst fjelagið Mansfeld-Búllner & Lassen 1871; þeir fjelagar verzluðu að eins með þær vörur, sem efna- fræðislegrar þekkingar þurfti viö, til þess að geta buiö til. Hve stórhuga maðurinnvar, sjest bezt á því, að fjelagi hans gat ekki lagt fram nema átta' hundrað ríkisdali og sjálfur fjekk hann til láns þúsund ríkisdali og meö þessu fje hóf hann stórverzlun. Bað var, eins eölilegt var, við mikla erfiöleika að stríða, en hagsýni hans og fylgi sigraöi allt, og áður enn fyrsta árið var úti, var fjelaginu vaxinn talsvert fiskur um hrygg og var orðiö all kunnugt bæði innanlands og utan. Nú kom honum í hug að fara að reyna að selja bitterefni sitt; hann kallaði og kallar það bitterefni sitt, þareð það, frá því menn fyrst vita til, hafði verið brúkað af ætt hans og reynzt vel. Pað var nóg til af bitterefnum, en þar eð liann ætlaði sinn bitter, er hann hafði brúkað frá barnæsku, öllum öðrum bitterum betri, vildi hann ekki að honúm væri rúglað saman við aðra bittera og nefndi hann því Brama-lífs-Elixír. Brama er æðsti gud Inda, skapari heimsins og lífgjafi manna, og nafnið þýðir því lífgjafarans lífs drykkur. Hann gjörði allt til að vekja athygli manna á efni sínu, eins og þegar sjezt á því, hvaða nafn hann valdi því, enda varð það brátt þjóðkunnugt; nafniö var á hvers manns vörum, enda voru ortar um þaö skeinmtivísur, sem allir kunnu, og því var enda skotið inn í skemhitileiki, sem leiknir voru í Kaupmannaliöfn og annarstaðar í Danmörku. Að geta gjört mikið úr lítlu er sú íþrótt, sem hagsýnir menn geta einir leikið. Mansfeld-Búlner byrjaöi með því, að búa til í hundrað glös, en hafði þaö jafnframt hugfast að selja efni sitt seinna svo þúsundum glasa skipti. Hann dró jafnvel við sjálfan sig, til þess að geta haft vöru sína góða og mönnum luinnuga. En vjer ætlum ekki að tala urn bitterefni hans, og skulum því hverfa aptur að manninum. Hann var í fyrstu svo að segja einn um að búa allt til, sem þurfti til verzlunarinnar, og það leið langur tími áður enn hann kom sjer aö, að taka nokkurn sjer til aðstoðar, það kostaði fje og liann trúði bezt sjálfum sjer; hann var aldrei eins í essinu sínu eins og þegar sem mest var að gjöra. Jeg hef hundrað hendur, ef á þarf aö halda, ekkert má bíða til morguns. Yoluntas est robur. Yinnuá- kafi hans, fylgi og hagsýni færði liann bráðlega nær og nær því takmarki, sem hann hafði sett sjer, og það var að korna vörum sínum á al- heimsmarkaðinn. Danmörk var honum allt of lítið land. Hann lagði niður fyrir sjer, hvernig hvert land mundi bezt verða unnið, og gladdist eins og hershöfðingi eptir sigur. Hann erjafnan einn í ráðum, og forðast eins og heitan eldinn hin svokölluðu heillaráð vina og kunningja, og má víst fullyrða, að þaö hafi elcki svo lítið stutt að því að hann hefur getaö haldið svo beint, áfram og koinizt svo fijótt fram úr samferða- mönnum sínum á verzlunarveginum. Árið 1879 gat hann borgað fjelaga sínum, ei fyr var nefndur, Ijósmyndara Lassen 45,000 krónur til þess að ganga úr fjelaginu. Nú var hann einráður, og nú var sem nýtt fjör og þróttur streymdi gegnum verzlunina og hún óx um allan helming. Yinnustofa hans á Nörregade varð of lítil, og það varð aö byggja nýjar verk- smiðjur. Sem dæmi upp á hve mjög hann hefur fært út verzlum sína síðan, skulum vjer geta þess, að frá skrifstofu hans eru brjef skrifuð og brjefum svarað í 10 tungumálum (dönsku, sæn- sku, finnsku, íslenzku, þýzku, frönsku, ensku ítölsku, spönsku og hollenzku), og að árið sem

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.