Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 15

Heimdallur - 01.11.1884, Blaðsíða 15
175 leið fór til útgjalda fyrir frímerki 2569 kr. 36 aurar, það var fyrir 42,800 frímerki. Á þessu má jafnframt sjá, hvað maðurinn heldur nákvæma reikningsfærslu. Auk þess að búa til þenna bitter sinn fæst, Mansfeld-Bullner við að búa til í vinnustofum sínum allar þær vörur, sem hann getur notið efnafræðis þekkingar sinnar við. I vinnustofu sinni á'Tagensvei lætur hann búa til öll þau lyf, er að notum geta orðið við smjörgjörð og ostagjörð, t. d. smjörlit og kæsi. Hann er jafnan allur í því að reyna að bæta vörur sínar. Hann segir, að ekkert sje fullkomið, og að allt megi bæta. Hanner alstaðar sjálfur í og með, lítur eptir öllu, en felur þó hverjum einstökum vinnumanni sínum nokkra ábyrgð á hendur, en geldur líka hverj- um þeirra sjerstök verðlaun fyrir dugnað og vinnudyggð, og segir, það borgi sig margfalt, því menn færi sjaldan úr vist frá sjer, og verði því æfðari og æfðari. Auk þess að hann er verzlunarmaður og iðnaðarmaður, þegar hann er á verkstofu sinni, gefur hann sig við mörgu öðru, t. d. skáld- skap; hann hefur ort kvæðasafn dálítið, sem út hefur komið. Komi maður heim til hans, sjer maður hið mikla safn hans af fornum skraut- gripum frá norðurlöndum, afarmikið safn af alls- konar gömlum myntum frá öllum norðurlöndum frá ýmsum öldum enda skrifast hann á við ýmsa mynt- fræðinga, og er heiðursfjelagi í mörgum vísind- afjelögum. Hann á líka mikið bókasafn, þar á meðal nokkuð af íslenzkum bókum, sem einkum mun koma af því, að prófessor Finnur Magnússon var kvæntur frændkonu hans, og þannig kynntist ísl. fræðum, þó hann skilji ekki ísl. tungu. Eins og siá má af myndinni er M. B. laglegasti maður. I viðmóti er hann og hinn þægilegasti. Skrítlur. Húsfrú ein sagði við vinnukonu sína: „Ilafl jeg nokkurn tíma sagt einhver ónot við þig, Stína, þá tek jeg þau aptur," Stína: „Frúin þarf þoirra líklega við, til þess að segja þau aptur.“ * ^ * * Kona Jóns fekk flog og missti alvegmælið. Nokkr- um árum síðar feklc hún aptur flog og fekk við það mælið aptur. Við þetta varð bónda bcnnar svo illt, að liann missti mælið. Hitt o«- jietta. Meðan Fjóðverjar sátu um París veturinn T87C—71, fóru loptför upp úr borg.inni til að bera fregnir um ástandið út um land; þeim fórst misjafnlega. Á bls. 162, H2. iínu er átt við eitt þeirra, sem kom niður á fjöllum í Norvegi eptir mikla hrakninga um loptvegu. Um myndirnar. — Myndinni af Jón Sigurðssyni fylgir engin æfisaga, því að æfisaga hans hefur verið rituð svo opt á íslenzku og er öllum kunn. — Communehospitalet í Kaupmannahöfn stendur í Oster- farimagsgötu; hann var byggður árið 1863 og rúmar hjer um bil 800 sjúklinga. Iíommuneho- spitalet er bæjarspítali Kaupmannahafnar, en auk hans eru margir aðrir spitalar í borginni og eru helztir þeirra Friðriksspítali, er Friðrik V. ijet reisa 1756 og rúmar 400 sjúklinga, almenni spítalinn, stofnaður 1764, sem í raun og veru er stofnun fyrir sveitarómaga, sem ekki geta unnið, en tekur einnig við þeim sjúklingum, sem ekki verða læknaðir; þar að auki eru ýmsir prívatir spítalar í borginni. Efnisyfirlit. Jón SigurÓBson (mynd). — Krossgangan, saga eptir Kristjan EÍster, pýtt hefur stiídent Ólafur Davíösson. — Communehospitalet í Kaupmannahöfn (mynd).— Mansfeld-Búllner meö mynd. Skrítlur: Hitt og þetta. Um myndirnar. Auglýsing.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.