Heimdallur - 01.12.1884, Blaðsíða 3
hann vildi komast enn noröar, og það heppnað-
ist líka, árið 1851 komst hann norður að fljót-
inu Zambese; er það ákaflega stórt fljót. Neðri
hluta fljótsins höfðu menn áðurþekkt, en hugðu,
að upptök þess væru langt um sunnar. Nú var
það mark og mið Livingstones, að finna leið
fyrir jiær þjóðir, er bjuggu inni í miðju landi,
til sjávar og greiða þannig iyrir samgöngunum.
í því skyni lagði hann upp að nýju 1853, og á
þremur árum fór ham fram meö allri vestur-
ströndinni norður til Loanda og þaðan þvert
yfir til Kilimane á austurströndinni. Paft var
eigi einungis, að ferðin var til hins rnesta gagns
fyrir vísindin, þar sem hann gaf mönnum
svo að segja nýjan uppdrátt yfir Suður-Afríku,
heldur gjörði hann sjer hvervetna allt far um,
að kynnast þjóðunum, og koma sjer í vinfengi
við þær, sætta þær innbyrðis og mennta.
í þrjú ár hafði Livingstone ekkert frjett úr
hinum menntaða heimi, en nú ásetti liann sjer
að fara til Englands, til þess að fá styrk þar,
svo hann gæti haldið áfram uppgötvunum sínum.
Til Englands kom hann 12ta des. 1856 eptir 16
ára burtveru. Par var honum tekið með hinum
mesta fögnuði og hvervetna sýndur hinn mesti
heiður. Hin enska stjórn rjeði afað búaút för
mikla, einkum til þess að ránnsaka Zambese og
austurstöndina betur, ef vera mætti, að verzlun-
arviðskipti gætu orðið milli Englendinga og
innbúanna, og þrælasalan, sem einkurn átti sjer
stað þar, yrði afnumin.
Árið 1858 lagði þá Livingstone að nýju á
stað. A þeirri ferð til 1863 fór hann eptir og
fram með Zambese, og rannsakaði landið hver-
vetna í kring. Komst hann þá að raun urn, að ekki
var að hugsa til, að áin yrði skipgeng til verzl-
unar, því að ýmist eru háir fossar eða grynn-
ingar, og aptur annarsstaðar stríðir straumar.
Á þessari ferð fann hann vatniö Nyassa fyrir
norðan Zambese. 1864 fór hann aptur til Eng-
lands, en þar dvaldi hann eigi iengi, hugurinn
vildi alltaf áfram, og hann bjó sig undir nýja
ferð.
Árið 1866 hóf hann sína síðustu ferð frá
Sansibar. Nú ætlaði hann sjer ekkert smáræði.
Eins og öllum er kunnugt rennui' stóráin Níl
norður eptir öllu Egiptalandi til Miðjarðarhafs;
um allar aldir höfðu upptök hennar verið ókunn,
en þá nýlega hafði Speke fundið, að hún kemur
frá tveimur afarmiklum vötnum inni í miðri
Afríku. Nú hafði Livingstone fundið, að stór-
árnar Kongo, sem rennur til vesturs út í At-
lantshaf og Zambese, sem rennur til austurs út
í indverska hafið, hafa upptök sín á sama hálendi;
ætlaði hann sjer nú að rannsaka stöðvarnar
milli þessara þriggja fljóta.
Á þessari ferð fór hann fyrst. upp meö
fljótinu Rufuma og fyrir suðuroddann á vatninu
Nyassa. Par var það, að menn frá Jóhanna-
eyjunum, sem hann haföi með sjer, yfirgáfu hann
og breiddu út, að hann væri dáinn, og frjettist
það til Evrópu og þóttu mikil tíðindi. Frá Ny-
assa fór hann til Kasembens lands, þá fann hann
vatnið Bangveolo 1868; þessi árin var hann
önnum kafinn í að rannsaka löndin fyrir norðan
Nyassa, en var opt mjög veikur.
Öll þessi árin hafði ekkert frjetzt til Li-
vingstones í hinum menntaða heimi, og því sendi
Bennett eigandi heimsblaðsins New-York Herald,
frjetl aritara sinn Henry Stanley, til þess að leita
liann uppi. Stanley lagði af stað frá Sansibar,
og loks fann hann Livingstone viö Tanganji-
kavatnið 1871, og má nærri geta, að það var
fagnaðarfundur.
Eptir að þeir höfðu skilið, hjelt Livingstone
áfram ferðalagi sínu kring um Bangveolovatnið,
þótt hann væri jafnan mjög veikur af blóðspýt-
ingi.
í miöjum apríl 1873 voru líkams kraptar
hans mjög teknir að þverra, og eptir það hnign-
aði honum óðum, enda var aðbúnaðurinn eöli-
lega eigi sem beztur. Hinn 4ða maí kl. 4 um
morguninn fundu fylgdarmenn hans liann í kofa
sinum örendan og þegar stirðan. Bannig hafði
þessi mikli feröamaður endað göngu sína eptir
framkvæmdarsamt og starfsamt líf, sem hann
einungis hafði varið til að göfga og mennta
mannkynið.
Fjónar hans tóku lík húsbónda síns, smurðu
það og báru þaö síðan 300 inílur, frá
Bangveoio til Sansibar; er það efalaust sú erf-
iðasta og lengsta líkganga, sem nokkru sinni
hefur verið farin. Líkið var síðan flutt til Eng-
lands, og jarðsett 18da apríl 1874 í Westmin-
ster, þar sem hinir göfugustu og mestu synir
Bretlands hvíla.
Jarðarförin fór fram með hinni mestu viö-