Heimskringla - 03.10.1928, Page 2
2. r.LADöIUA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 3. OKT. 1928.
Hver var sekur?
A Englandi, eins og á Frakklandi,
eru mjög skiftar skoöanir í hugum
manna um uppruna og tildrög stríös-
ins mikla. OÖrumegin er fjöldinn,
í rígbundnum skoröum um það, aö
tildrög stríðsins hafi verið þau
sem haldið var fram á stríðsárunum;
hinumegin tiltölulega fámennur, en
atkvæðamikill hópur, esm bæði þor-
ir og nennir að hugsa fyrir sig sjálf-
an, og sem hefir dregið það í efa,
að stríðið, og tildrög þess, af hálfu
Englands og bandainanna, hafi verið
þeim heilagleik vafið, sem almenn-
ingi var gefið í skyn. Það bólar
að vísu fremur lítið á, þessum skoð-
unum þar, einn veg eða annan, mest
fyrir þá sök, að stórblöðin þegja
það fram af sér, þó að því sé vik-
ið, að ekki sé með öllu hreint fyrir
dyrum. Flest stórblaðanna höfðu
svo rækilega lifað sig inn í það lyga
kerfi, sem hrókað var upp til við-
halds almennings áhuga meðan á
stríðinu stóð, að þau hafa ekki enn
treyst sér til að snúa við stakknum,
hversu fegin sem þau annars vildu,
og hversu satt sem þau nú vita.
Einstaka maður, eins og t. d. Wells,
hefir haft þrek til þess að af-ærast,
og kannast hreinskilnislega við það,
sem á daginn hefir komið um þessi
mál. Liberal flokkurinn, sem að
völdum sat i upphafi stríðsins og
sem rnestan þátt átti í því, að hrinda
þjóðinni af stað strax og stríðið
skall á á meginlandinu, hafði lengi
þótzt vera friðarsinnaður. Því var
það, að þegar hann sór sig tíl fylgis
Rússum og Frökkum, að ná Hellu-
sundunum og Alsass-Lothringen, að
fyrsta nauðsynin varð sú, að klæða
stríðið helgisskrúða hinna göfug-
ustu hvata, — nýmóðins kross-
ferðar gliti ofið í réttmætið tiltekt-
anna. —Yfirborðstilefnið gafst í
nauðgun Belgíu, enda fljótt gripið
til þess. Að vísu voru til leyni-
samningar, eins og siðar varð upp-
víst, sem drógu alvarlega úr gildi
þessara háu hvata, og einn brezkur
sannleiksvinur (Frederick Cornwall-
is) hefir gengið svo langt, að segja
að Bretland hafi sagt Þýzkalandi
stríð á hendur með þrent fyrir aug-
um; (1) Að brjóta vald þess á sjó,
áður en floti þess yrði enn stærri;
(2) að eyðileggja verzlun þess; (3)
að ná undir sig nýlendum þess.
* * *
Að' teikna mynd, er með skýrum
og einföldum dráttum setti fram til-
efni og afstöðu bandamanna í strið-
inu, þar sem ekkert sæist í hverju
tilþrifi nema hæstu hvatir óeigin-
girninnar, hjálpfýsinnar og trygðar-
innar til þess, sem þeir vissu sann-
ast og bezt, útheimti list, sem fæst-
um er gefin. En með fullum huga
var gengið að því verki, enda miklu
afkastað. Má þar nefna Wells
(með Mr. Britling) og Grey (með
Tlie Conflict for Human Liberty),
ásamt öðru. En öflugasta keyrið
á þjóðarmeðvitundina var þó Belgia,
’kramin og blæðandi, • fyrir dyrum ;
enda óspart notað. Þá var og Sir
Edward Greyr, utanríkisráðherra
sem átti sér þann sess í þjóðarhug-
anum að hvergi bar skugga á —
þessi prúða friðarhetja, sem alménn-
ingsorðið hafði búið hof göfug-
menskunnar — svo réttsýnn og frið-
elskur, að honum var ekki annað
ætlað en að hann drægi sverðið því
aðeins að öll önnur ráð brygðust.
Sannarleg heppni var það Englend-
ingum, að sá maður var háseti, þeg-
ar óveðrið skall á. Og vel hefir
hann varið málstað sinn og Eng-
lands í tveim þykkum bindum;
meistaraleg framsetning á því, hvern
ig hann og þjóðin fórnaði sér, sann-
leiknum til vitnis. Þessi Grey-dýrk
un er hámark enskra striðs-hyllinga,
og á þann veg að vera endurgjald
þess, að milj. brezkra manna mistu líf
limi og lífsviðurværi fyrir málstað,
sem virðist hafa fært þjóðinni lítið
í aðra hönd.
Það ætti því engan að hneyksla
þótt Bretum hafi veitzt öðrum frem-
ur erfitt að átta sig á þvi, að styrj-
öldin hafi kannske átt aðrar og
fleiri rætur en gefið var í skyn
Þjóðin hefir fundið smyrsli sára
sinna i þeirri hugsun, að hún hafi
verið í krossferð til björgunar æðstu
hugsjónum mannkynaius. Frakkar
hugga sig við álitlegan feng: Elsass
Lothringen, Italir við Týról og yfir
ráð yfir Adriahafi, og er þeim því
lítil vorkunn, þótt mannskaðinn væri
tilfinnanlegur. Geta því bæði
Frakkar og Italir látið sig litlu
skifta upptökin, þar sem endirinn
varð þannig, að vel má við búa. Um
Breta er öðru máli að gegna! Þeir
eru stórskuldugir; iðnaður og verzl-
un i óreiðu Og forysta í fjármálum
töpuð til Bandaríkjanna. I ofaná-
lag eru þeir að vikja fyrir Frökk-
um úr þeim sess, er stríðsviðbúnað-
ur veitir, bæði á sjó og landi. I
stað Þýzkalands hafa þeir nú Frakk-
land sem keppinaut í vígbúnaði, og
á þann veg sinnað að taka í sínar
EF ÞÚ ÞJÁIST AF GIGT, ÞÁ
KLIPPTU MYNDINA ÚT
hendur yfirráðin á öllu megmland-
inU. Afstaða Frakklands eftir
stríðið er sú, að það er þess fyllilega
umkomið, í fyrsta sinni í fleiri hundr
uð ár, að taka fram fyrir hendur
Bretlands í utanríkismálum í Ev-
rópu.
Þrátt fyrir þenna fastskorðaða á-
setning fjöldans á Englandi, að við-
urkenna ekkert, er hallað gæti af-
stöðu og þátttöku ríkisins i stríðinu,
væri það ofsagt, að ekkert hefði
áunnist í þá átt að láta óvinaþjóð-
irnar njóta sannmælis. Margir
mikilsmetnir menn hafa unnið að
því, að mýkja skap landa sinna til
fyrri fjandmanna, og má telja frem-
sta þá Bertrand Russell, Bernard
Shaw, E. D. Morel, C. K. Ogden,
Lowes Dickenson og Ramsay Mc-
Donald. Miss Irene Cooper er og
skrifuð fyrir einni atkvæðamestu á-
rás á' gróusögur stríðsins. En til-
tölulega er það litið, sem unnist hef-
ir í þá átt, aö fá Breta til að við-
urkenna meðsekt sína í styrjöldinni.
Þó hefir stjórnin fundið sig knúða
til að víkja litillega frá afstöðu
Lloyd George í Versölum, og hefir
að lokum levft að birta gögn frá
upphafi stríðsins, 1914, og varpa
þau nokkuð öðru ljósi á tildrögin
heldur en Grey og fylgifiskar hans
| höfðu áður gert.
Ein aðal fyrirstaða þess, að sann-
leikurinn um upptök stríðsins nái
viðurkenningu á Englandi er sú, að
pólitízku flokkarnir vilja þegja allt
þesskonar fram af sér. Afturhalds
flokkurinn er meðsekur i því, að
hrinda þjóðinni út í stríðið, og frjáls
lynda flokknum gæti það ollað
kligju, reyndu þeir að éta í sig óll
orð sín frá tímabilinú 1914—’18, en
fjöldinn í verkamannaflokknum kýs
að láta óáreitta þessa þægilegti með-
vitund um fórnfýsi fyrir réttlastið,
sem nú kúrir jórtrandi í Fallodon.
Og þar við situr.
* * *
THE
Vulcan Iron Works
Limited
WINNIPEG MANITOBA
ESTABLISHBD 1874
Electric Steel Castings of all kinds
Mine Car Wheels
Grey Iron and Brass Castings
Bolts, Nuts, Rivets, Washers, Etc.
Boilers and Steel Plate Work
Steel Tanks of every description
Iron and Steel Forgings
Fire Hydrants
Structural Steel
Frogs and Switches
Elevator Machinery
Ornamental Iron Work
Machining of all kinds
Fljót og fullkomin afgreiösla
ACCEPT NO SUBSTITUTES
Toilet Paper, ask for and insist on getting
White Cross Toiiet
(The 8 oz. wrapped roll)
A pure white, genuine crepe tissue having all the quaiities desired in a good
absorbent toilet tissue.
SOFT SAFE SANITARY
No injurious after effects need be feared.
For Sale by Stationers, Druggists and Grocers
7f»c n.Mkja gefln hverjum mciu ]>jAÍMt*
í Syracusa, New York, hefir verit5
upp fundin Iœknisat5fert5, sem hundr-
ut5 þeirra, sem reynt hafa, segja: “at5
veynist ágætlega”. Mörg tilfelli hafa
heimfært5 verit5, þár sem at5eins fárra
daga notkun met5alsins hefir gefit5
Mjótan bata eftir allt annatS haft5i
br.’gtSist.
I>at5 hjálpar til at5 reka brott eitritS,
sem safnast hefir í líkamann, met5 því
at5 auka kraft lifrarinnar og maga-
vökvans og gerir þannig reglulegar
hægt5ir, er koma í veg fyrir vind-
þenslu og sýru er safnast fyrir og
fer út i blót5it5 og stemmir et51ilega
framrás þess, um leit5 og þat5 vinn-
ur skat51ega á nýrun og orsakar stirt5
leika og bólgu í útlimum. Dat5 virt5
ist at5 verkir og sárindi hverfi í svip
fyrir verkun þessa mebals.
Uækning þessi, sem fyrst var reynd
af Mr. Delano, hefir reynst svo vel,
at5 sonur hans hefir sett upp verk-
stofu í Canada, og óskar eftir at5 all-
ir Canadabúar, sem þjást af gigt, et5a
eiga kunningja, sem hafa þann kvlla
fái 75c öskju — til þess at5 færa þeim
sönnur á gæt5i met5alsins — át5ur en
þeir eyt5a túskildingi til met5alakaupa.
Delano segir: "Til at5 lækna gigt,
hvat5 þrálát og hvat5 gömul sem hún
er og hvat5 illkynjut5, og jafnvel þó
allar tilraunir hafi brugt5ist, þá vi)
ég samt, hafir þú aldrei át5ur reynt
met5alit5, senda þér 75c öskju af
fullri stært5, ef þú klippir úr auglýs^
ingu þessa og sendir hana ásamt nafni
og utanáskrift til okkar.
Ef þér þóknast, geturt5u sent lOc
frímerki til at5 hjálpa til at5 borga
póstgjald og afhending
Skrifit5 utan á til F." H. DELANO,
1802-B Mutual Life Bldg., 455 Craig
Str. W., Montreal, Canada. — Eg
get at5eins sent einn pakka til hvers
eins.
DELANO’S
FRfTT RHEUMATIC
CONQUEROR
Engann þarf að furða á því, þótt
Frakkland verji afstöðu sína og allt
það sem fram fór í Versölum og
víðar eftir striðið. Þjóðinni er
það lifsnauðsyn, lxeði fjárhagsflegti
og' siðferðislega. A meðan á styrj-
öldinni stóð var það Frakkland sem
varði fordyrin að musteri heims-
menningarinnar fyrir óargadýri
hnefaréttarins. • Þau laun, sem þessi
afrek færðu þjóðinni, viðurkennir
hún sem réttmæt. Við það bætist,
að cll viðleitni í þá átt, að fá stríðs-
skuldir sínar afmáðar hjá skuldu-
nautum sínum (aðallega Bandaríkj-
unum), er undir þeirri viðurkenn-
ingu koniið, að Frakkland hafi stað-
ið, flakandi í sárum, og frelsað
Bandaríkin frá yfirgangi Þjoðverja.
Að gangast við því, að upptök stríðs
ins væri frekar að finna hjá þeim
sjálfum heldur en hjá Þjóðverjum,
væri rothögg allri von um fyrirgefn-
ing skulda sinna. Enda til of rnik-
ils ætlast af Poincare og Clemenceau,
að þeir viðurkenni nokkuð í þá
áttr hversu satt sem þeir vita. Er
flestum leiðandi mönnum þar likt
farið, að þeir hafa hvorki vilja né
þrek til að grafast fyrir um orsakir
að stríðinu, að Caillaux einum und-
anskildum . Kommúnistaflokkurmn
er að vísu reiðúbúinn að viður-
kenna sekt Frakklands í þeim sökum,
en lætur þar við sitja. Einstöku
prívat menn, svo sem Demartial,
Marchand og Barbusse, hafa ritað
um þetta mál, og sumir gengið svo
langt að segja að Frakkland hafi
átt öflugri þátt i því að hleypa
stríðinu af stokkunum en Þýzka-
land. En yfirleitt er lítill áhuigi
fyrir réttri úthlutun á sekt fryir
stríðið. Verður sú afstaða þjóð-
arinnar auðskilin þeim, sem mann-
eðlið þekkja. Sigurvegarinn spyr
sjaldan að sakargiftuni.
* ¥ ¥
Þess er varla að vænta af Itölum,
að þeir taki á sig nokkra króka til
að finna sannleikann i því, hvar
striðinu hafi verið ungað út. Ti!
þess voru þeir um of sigursælir.
Franskur sagnfræSíngur .komst að
orði um Itala á þann veg, að þeirn
hefði stórum aukist vígahugur eft-
ir vopnahléð, og má það til sanns
vegar færa. Og svo var þátttaka
þeirra i stríðinu svo laus við að vera
bygð á siðferðislegum hvötum, að
þeir máttu nú sístir allra við því,
að játa sekt sína. Þeir fáu, sem
hafa dirfst að hreyfa við því, svo
sem Signor Nitti, hafa tekið þann
kostinn, að finna sér fyrst aðsetur
í framandi löndum.
¥ * *
A Rússlandi hafa þeir Rosin,
“What a beautíful room”
Thís ís the ímpressíon anyone has, enteríng a
Sanítoned room. The attractíve color tones and
soft, velvety fínish, gíve an ideal background for
pictures and furníture.
©SANITONE
ís the modern finísh for walls and ceilings. It is dur-
able, washable, and absolutely sanitary. It is made
ín twenty-four beautiful coloríngs, the selection of
expert decorators. It ís made ín liquid form all
ready for use, by The Canada Paínt Co. It is easy
to apply and can be used on rough and smooth
plaster, wall-board, canvassed walls, wood-work and
metal walls and ceílings. Ask us for a color card.
B.PETURSSON HftRDWARE GO.
706 Simcoe St.
I
I
I
i«j
Stofnað 1882.
Löggilt 1914.
D.D. Wood& Sons, Ltd.
KOLA KAUPMENN
Vér þorum að hætta mannorði voru og1 velgengni
á viðskiftin
SOURIS—DRUMHELLER
FOOTHILLS, SAUNDERS CREEK |
POCAHONTAS, STEINKOL, 2
KOPPERS, SOLWAY EÐA FORD KÓK
ALLAR TEGUNDIR ELDIVIÐAR. j
Not - Gæði - Sparnaður f
Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss
3
SÍMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington Str.
Vér færum yðuir kolin hvenær sem þér viljið
ifi
Sj
æ
i
1
1
i
i
Office
1 Sími 37 011
Shea’s
Lagfer
Red Fox
Stock Ale
ifi
SHEAS
Winnipeg Brewery Ltd.
Colony-Brydges Ave.
ifi
901 Main St.
Sími 55 622
'CICLCLCICLCLOCLCIdOCLCIJCLCLC ICIi: LCIf: LEICLCLCIX ■
VTTJ lll lll IJ lll lll |J IJIJ U lUllllLI IZJ lll IJ111111111111IIIIZII1II7 i