Heimskringla - 03.10.1928, Page 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 3. OKT. 1928.
Hritnskringla
1899)
Keaar ■« á hver|«H atllTlkatect
EIGICNDUR:
VIKING PRESS, LTD.
M3 800 SAHORNT AVB. WMfllPM
TALStMIl 8« 007
V«r» Slattttna ar 18.00 irtanjurlna «•«/«-
kat fyrlrfrom. AJlar Itorgantr aandlat
THK VIKING PRiBRS LTÐ.
8IGPÚS HALLDÓRS trá Höfnuia
Rltitjórl.
(JtaaaOaakriU tll lalaSatasi
BB TIKIIHi PltlíSI, l.aU., Baa:
irtaaaOakrlft tll rltatJOraaai
bbitor hbihskriikuli, »•« ai
W INSilPKG, HAK.
1100
"HatmskrlnKla ts pnblliked by
Thr VlktnK Preaaa Lté.
and prtntad by
CtTV PBHVTIIKG Jt PLBLISHWIO CO.
0S8-8SO Sargrnt A»e» Wlnnlon, Mnn.
Telephonei .86 03 7
WINNIPEG 3. OKT. 1928.
Heimskringla 42. ára
" (Frh. frá 1. síöu).
Björn Pétursson, fæddur aS Ytri Brekkum
í Blönduhlíð í Skagafjaröarsýslu, 25. ágúst
1871, albróðir dr. Rögnv. Péturssonar; april
1921 — janúar 1923. Búsettur í Winnipeg.
...Stcfán Ejnafsson, fæddur að Arnanesi í
Austur-Skaftafellssýslu, sonur Einars bónda
Stefánssonar, (Eirikssonar) og konu hans, Lo-
visu Benediktsdóttur; april 1921 — 5. marz
1924. Búsettur í Winnipeg.
Sigjús Halldórs frá Höfnum, fæddur að
lcingeyrum í Húnaþingi 27. des. 1891, sonur
Halldórs Arnasonar frá Höfnum (sonar Sigurðar
Arnasonar í Höfnum og Sigurlaugar Jónsdótt-
ur frá Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu) og
fyrri konu hans Þuríðar, dóttur séra Siigfúsar á
Tjörn í Húnavatnssýslu, Jónssonar prests frá
Reykjahlið og- konu hans Sigríðar Björnsdótt-
ur Blöndal sýslumanns í Hvammi Auðunarsonar
prests í Blöndudalshólum. 5. marz 1924 —
Það sjá þeir á þessu vfirliti, er nokkuð
þekkja til, að meðal þessara ritstjóra eru ekki
fáir úrvalsmenn, innan um okkur smærri spá-
mennina. Benda mætti á það, af því að það
er tæplega hending ein, að af fimtán mönnum
er ritstjórn Heimskringlu hafa haft á hendi
síðan hún hóf göngu sína, eru ellefu Norðlend-
ingar: fjórir úr Skagafirði, þrír Húnvetningar,
þrír Eyfirðingar, einn Þingeyingur; þrír Aust-
firðingar: tveir Sunmýlingar og einn Austur-
Skaftfellingur. Og einn er úr Vestfirðinga-
fjórðungi.
¥ * *
Þótt eigi væri það tilgangurinn upprunalega,
líður ekki á löngu áður en Heimskringla tekur
ákveðna afstöðu til stjórnmálaflokkanna. í>egar
eftir fyrsta árið gengur hún í lið með ihalds-
flokknum í Canada, en fylgir stefnu þjóðveldis-
sinna (demokrata) í Bandaríkjunum. Aftur á
móti gekk Log'berg i lið með liberala flokknum
í Canada, en studdi lýðveldismenn (republikana)
í Bandarikjunum. En í kirkjumálunum hefir
Heimskringla jafnan verið frjálslyndismegin,
en Lögberg ætíð verið málgagn íhaldsins.—
Þótt oft yrði eigendaskifti, studdi Heims-
kringla íhaldsflokkinn að stjórnmálum frá fyrstu
tíð og til sumarsins 1922. En þá, er framsókn
arflokkurinn var kominn á laggirnar Qg búinn að
samþykkja ákveðna stefnuskrá, aðhyllist blaðið
hana, og hefir slindrulaust fylgt þeirri stefnu-
skrá síðan.
M * *
Og hvað hefir þá Heimskringla verið le-s
endum sínum og Vestur-Islendingum þessi 42
ár, sem hún hefir gengið á meðal þeirra, hvað
cr hún og vill verða, meðan hún er við lýði ?
Hér er enginn kostur að svara þessu út í
æsar. F.n i sem stytztu máli mætti svaríð verða
eitthvað á þessa Ieið:
I Heimskringlti miinii finnast merkilegust
og fjölskrúðugust drög til menningarsögu
Vestur-Islendinga. Hún hefir að jafnaði stað-
ið opin öllum þeim, er eitthvert áhugamál hafa
borið fyrir brjósti. Og hún gerir það enn i
dag. Nýlega gat ungur og gáfaður Austur-
Islendingur þess opinberlega, og eru þeir reynd-
ar fleiri á þeirri skoðun, að mér er kunnugt um,
að á Islandi væri nú tæplega, eða alls ekki slikí
skoðanafrelsi að finna í blöðum, sem i Hkr
Hún er frá fyrstu tið hið merkasta heim-
ildarit öllum þeim, er stund leggja á Vestur-Is-
lenzka söguritun, ættvísi og bókhienntir. Htún
hefir jafnan tekið öflugan þátt í öllum félags-
málum Vestur-Islendinga, og skýrt frá fram-
kvæmdum þeirra, er þeim hafa orðið til gagns
og sóma. Hún hefir allra blaða rækilegast, —
og ekki sízt eftir það, að hinn góði fræðimað-
ur, dr. Rögnvaldur Pétursson fór að hafa hönd
í bagga með henni, fyrst sem ritstjóri og nú um
all lanigt skeið sem meðeigandi og yfirráðsmað-
ur hlutafélagsins, — minnst þeirra Vestur-Is-
lendinga, er hér hafa stritt og borið beinin. I
dálkum hennar hefir birzt mest af því sem djarf-
ast, fegurst og frjálsast hefir verið ritað á
íslenzku hér vestanhafs í bundnu og óbundnti
máli. Auk þess sem skáldritstjórarnir Einar
Hjörleifsson, Gestur Pálsson og Jón Ólafsson,
og síðar hafa þessi alvöru, kýmni og alþýðu-
ist þar frá byrjun mest af bundnu og óbundnu
máli Stephans G. Stephanssonar, Kristinns Stef-
ánssonar og J. Magnúsar Bjarnasonar. Og fyr
og siðar hafa þessi alvöru, kýmni ogt alþýðu-
skáld, kennimenn, fræðimenn og rithöfundar
sent skrif sin til Heimskringlu: Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson; Guttormur J. Guttormsson; dr. J.
P. Pálsson; hjónin frú Guðrún H. Finnsdóttir
og Gisli Jónsson; dr. Sigurður Júlíus Jóhannes-
son; frú Jakobina Johnson; bræðurnir Páll og
Bogi Bjarnason; séra Jónas A. Sigurðsson; Jón
Runólfsson; Arnrún frá Felli; Þorbjörn Þorska-
bítur; Sigurður Jóhannsson; bræðurnir Páll S.
og Kristján Pálsson; Páll Guðmundsson; Lúð-
vík Kristjánsson; Armann Björnsson; “K. N.”;
Sigurður S. Isfeld; G. A. Dalman; Stefán Gutt-
ormsson, stærðfræðingur; Hjálmar Gíslason;
Páll Bjarnarson frá Presthólum; Stefán Thorson;
séra Friðrik J. Bergmann; dr. Rögnvaldur Pét-
ursson; séra Guðmundur Arnason; séra Albert
E. Kristjánsson; séra Ragnar E. Kvaran; ?éra
Friðrik A. Friðriksson; séra Eyjólfur Melan;
Þorsteinn Björnsson frá Bæ, cand. theol.;
Steinn Dofri, ættfræðingur; Skafti Brynjólfs-
son; Vilh.iálmur Stefánsson; Magnús A. Arna-
son; Halldór Kiljan Laxness. Sagnfræðaþulur
inn igamli og góði, Sigmundur Long. C%
dráttlistarmennirnir vestur-íslenzku Friðrik
Sveinsson; K. A. Armann og Charles Thorson.
hafa í Heimskringlu birt myndir sínar
Mikill meirihluti þeirra sem hér eru taldir, hafa
verið og eru sitöðugir gestir í garði Heims-
kringlu; fundið þar hæfast rúm í blaði, því er
þeir vildu segia. Marga fleiri mætti telja,
góða menn og konur ef minni og rúm hrykki
til. En þetta nægir til þess að sýna það, að
yfirgnæfandi meirihluti gáfuðustu, ritfærustu og
þjóðrækmistu Vestur-Islendinga hafa fundið og
finna “blífanlegan samastað” í dálkum Heims-
kringlu.
Hún hefir frá upphafi verið málgagn
frjálslyndis og víðsýni í trúmálum, og barist
gegn þröngsýni, ofstæki og myrkrapuki á þeim
sviðum og gerir enn. Og hún hefir eigi brugð-
ist heiti stofnendanna gagnvart Islandi. Hún
leggur sérstaka stund á það að halda samband-
inu við Island og reyna að treysta það og styrkja.
Hún trúir þvi, að óhugsandi sé fyrir oss, meðan
vér kennum nokkurn islenzkan blóðdropa i æð
um vorum, að ganga alls ófróðir á svig við það
sem bezt er hugsað, unnið og sagt á Islandi, þótt
vér að vísu eigum hér nóg sérmál. Því Island
er að vísu sá segulpóll, sem úr fjarlægðinni
magnar oss til meðvitundar um sérkenni vor, og
til miíjhvarfs að því samstarfi, er á þeirri með-
vitund byggist og út frá henni, í nútið og fram-
tíð, meðan íslenzk tunga er hér við lýði, og
vonandi mikið lengur. Þessvegna .gerir Heims-
kringla meira að því en nokkurt annað blað,
eða tímarit, utan Islands, að flytja, eftir því
sern kostur er á, auk staðarfrétta af Islandi, úr-
val af því sem þar er bezt ritað af einstökum
mönnum allra stétta og flokka, og sömuleiðis
sem ítarlegastar fróttir af öllum verklegum
framförum, sem öllum er til þekkja og sann-
gjarnlega vilja á líta, hlýtur að finnast fádæma
mikið um. Það a að vera eitt af veglegum
hlutverkum Islendin,«-a hér, að sannfæra hið
verðandi stórveldi, Canada, um það, sem vörn
gegn ofmetnaði, að ýmislegt meira og betra megi
nema af fámennustu þjóð heimsins, iim heim-
ilisstjórn, en það sem stórveldin hafa að þessu
getað kennt með fordæmi sinu. Og verði ekki
hægt að benda á Island framvegis til fyrirmynd-
ar i þessu efni, þá er það af því, að forráða-
rnenn þjóðarinnar nú og i næstu framtíð þekkja
ekki sinn vitjiinartíma. Því ég er þess jafn
fullviss enn, sem ég hefi áður sagt á ritstjórn-
arsíðu Heimskringlu, að á Islandi er fyrir allra
hluta sakir betri jarðvegur en nokkursstaðar í
viðri veröld fvrir stórkostlegustu tilraunastöð
til mannfélag'sbóta.
Heimskringla hefir vfirleitt ekki'verið og
er ekki fjárgróðafyrirtæki. Flestir ^endur
hennar munu hafa tapað fé heldur en
hitt. Þótt auðvitað hafi verið og sé reynt að
komast hjá fjártapi, sem auðið er þá er þó vist
að hún væri ekki orðin þetta gömul, ef ekki
hefðu alltaf við og við risið upp menn, er
fremur ætla blaðinu að þjóna einhverjum hug-
sjónum en að hafa það að féþúfu. — Að sinni
verður fæst af þvi talið, sem það hefir beitt sér
fyrir. Þó má geta þess t. d. að Heimskringla
var frumkvöðull þess að Matthias Jochumsson
kom vestur 1893, i lítilli þökk flestra annara is-
lenzkra hlaða austan hafs og vestan, í fyrstu að
minnsta kosti. Stofnendur hennar voru frtim-
kvöðlar þess, að Islendingar hér stofnuðii með
sér fyrsta og eina óháða verkamannafélagið í
tíð Gests Pálssonar. Hún vekur máls á því að
taka upp Islendingadag í Winnipeg í tið Egg-
erts Jóhannssonar. Hún hvatti öfluglega til
stofnunruar ÍÞjóðVæknisfélagtsins /og hefir stutt
það af alefli síðan; stundum á móti háskalegum
árásum.
Eg verð eðlilega fáorður um siðustu árin.
En auk afstöðu Heimskringlu til ýmsra mála,
sem þegar hafa verið nefnd, má nefna það, að
samlagshreyfingunni hefir hún veitt öruggt
fvlgi; barist á móti oddborgarahætti og1 þjóðern-
isrembingi, en fyrir heilbrigðum og sjálfstæðum
þjóðarmetnaði. Fiskisamlagshugmyndin var
fyrst sett fram hér opinberlega. Og nú að síð-
ustu má nefna Siö-systra málið, þar sem sann-
færing og ákveðin hugsjón sátu í fyrirrúmi fyr-
ir pólitizkti leiðtogafylgi, þótt hið síðara þyki
flestum "þægilegra” að því er virðist. En svo
skal stefna.
En hafi höfuðið verið lélegt síðari árin, má
vonandi finna þess vott, að hiartað eða viljinn
hafi verið i betra lagi. Blaðið veit að ýmsir
beztu vinir þess hafa skilið það, og virt ti!
vorkunnar. I þeim skilningi byrjar það öruggt
fertugasta og þriðja árið með alúðarkveðjum til
allra íslenzkra vina.
5. H. f. H.
Opið Brjet
til próf. Halldórs Hermannssonar
Herra prófessor!
Tilefnið til þessa bréfs er það, að ég
skil ekki þá afstöðu, er þér takið í heim-
ferðarmá’.inu, er þér látið nú til yðar
heyra um það í síðasta tölublaði Lög-
bergs, og er því meira en lítil forvitni á
að sjá yður rökstyðja mál yðar nánar.
Enda eru ásakanir yðar svo alvarlegar,
að ég sé ekki að þér komist hjá nánari
greinagerð, ef þér, í áliti fjölmargra vina
yðar, vður persónulega ókunnum, viljið
halda óskertri þeirri virðingu, er þér með
starfsemi yðar hafið að maklegleikum
unnið yður. En því tek ég svo til orða,
að þér iátið nú til yðar heyra, að ég tel
víst, að kafli sá úr bréfi yðar til dr. Sig.
Júl. Jóhannessonar, er hann birtir í
greininni, er hann nefnir “Ekki myrkur
í máli,” sé birtur með yðar vitund og
vilja.
Nei, það væri synd að segja að þér
séuð myrkur í máli, þar sem þér segið,
“að það væri ekki einungls minkunn fyr-
ir Vestur-íslendinga að fá opinberan
styrk til heimfararinnar (með það auð.
vitað á bak við eyrað að gera ferðina að
útflutninga-agitation) *, heldur væri
það líka undirferii gagnvart íslendingum,
sem ekki hefir grunað, að þessir gestir
væru úlfar í sauðargærum.”
Það er vafalaust rétt hjá yður, að
íslendinga hefir ekki grunað að heimfar-
arnefndin væri skipuð “útflutninga-agi-
tations” úlfum í sauðargæru. Fjórir af
nefndarmönnum: dr. Rögnv. Pétursson,
Ásm. P. Jóhannsson, J. J. Bildfell og
Árni Eggertsson ihafa oftar en einu
sinni komið heim til Islands. Og það
munu finnast menn þar heima, sem að
þessu hafa vitað það eitt um afstöðu
þessara manna til utflutninga til Amer-
íku frá íslandi, að þeir hafa barist á
móti þeim, sumir hverjir að mínnsta
kosti.
Eg hélt satt að segja að ást dr.
Rögnv. Péturssonar á öllu íslenzku,
metnaður hans fyrir hönd íslenzkrar
þjóðsæmdar og stolt hans yfir velgengni
íslands á allan hatt, væri kunnari en
svo, að allt æfistarf hans bæri þessum
eiginleikum þann vott; að óhugsandi væri
að nokkrum manni með heilbrigðri skyn-
semi, gæti nokkurntíma dottið í hug að
bendla hann við útflutnings-agitation,
undir þessu líka faliega yfirskini.
Eg þekki Ásmund P. Jóhannsson
töluvert persónulega, og bezt máske þá
hliðina á honum, sem að Islandi veit.
Hann er ekki einn af þeim mönnum, sem
hefir látið velgengni sína hér blinda sig
gagnvart Islandi. Eg veit engan mann
bera Islendingum betur né sanngjarnlegar
söguna, né velgengni iandsins betur fyr-
ir brjósti. Jakob E. Kristjánsson þekki
ég vel persónulega, og hef enga veila taug
fundið í huga hans liggja austur um haf.
Mér, sem fleirum, austan hafs og vestan,
er kunnugt um það, að Árni Eggertsson
hefir á marga lund sýnt, að hann er Islend-
*Auðkennt hér
ingur með lífi og sál. Um séra
Jónas A. Sigurðsson vita all-
ir, er hið minnsta til hans
þekkja, að enginn maður er ó-
líklegri en hann til þess að
svíkjast að íslandi til útfiutn-
inga, eða því á annan hátt til
meins. Og yfirleitt er mér
það ekkert kunnugt um nokk-
urn nefndarmann, er gefi
minnstu átyllu til slíkrar ásök-
unar og þér látið yður sæma að
bera fram opinberlega. Eða
hafið þér ástæðu tii þess að
halda, að Guðmundur Grímsson
dómari og Gunnar Björnsson
ritstjóri og skattanefndarform.
Minnesotaríkis, séu útflutninga-
leiguþý Canada í launsátri? Þér
eruð sunnan línunnar, svo þér
þekkið þá ef til vill betur en ég.
Og satt að segja er það fleir-
um en mér, af þeim er hér búa,
og íslenzkum málum eru kunn-
ugir, sem kemur það dálítið
broslega fyrir sjónir, ef dr.
Brandson og sumir meðnefndar-
menn hans, að þeim aiveg ó-
iöstuðum, eiga að standa á verði
fyrir hag íslands og þess sem
íslenzkt er, gegn ágangi okkar
Þjóðræknisfélagsmanna og
nefndra fulltrúa þess.
En hitt er ekki brosiegt, að
manni í yðar stöðu skuli hafa
dottið í hug að setja fram op-
inberlega jafn svívirðilegar að-
dróttanir í garð þessara manna,
er ég hefi talið og okkar hinna,
sem ekkert sjá glæpsamlegt við
stjórnarstyrkinn. Því and-
styggilegri aðdróttun get ég
ekki hugsað mér að unnt sé að
setja fram um nokkurn mann,
en að hann selji sig fyrir far-
areyri, (eða reyndar hvað sem
væri), til þess að þrýsta Júdas-
arkossi á kinn ættmóður sinn
ar, á 'veglegasta hátíðisdegi
hennar, og lauma um leið rýt-
ing launráðamanhsins undan
“sauðargærunni,” til þess að
veita henni svöðusár.
Þetta staðhæfið þér, opinber
lega, en rakalaust. Yður er
velkomið rúm hér í biaðinu til
þess að svara þessu bréfi og
spurningunni: Hver rök hafið
þér og hverjar ástæður fyrir
máli vðar?
Takist yður ekki að færa
sönnur á áburð vðar, þá megið
þér sjálfum vður um kenna, ef
þér missið að nokkru álit og
virðing margra vina vðar og
velunnara, eins og áður er
sagt.
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
—-----------x--------
Óvild og yfirskin
I síðasta blaði Lögb. ritar H. A.
Bergman 8 dálka langa grein til
varnar óvildaráburði sínum á Heim-
fararnefndina, er hann var rekinn til
baka með í síðustu blöðum. Greinin
heitir ‘Bágborin skýring” og ber
nafn með rentu. Hvorki skýrir hún
málið sem til umræðu liggur, eða
ráðstöfun hinna “sjálfkjörnu” á
heimförinni Væntanlegu, en hún sýnir
litilshattar ofan í höf, Er hún
sama efnis og allar hinar ritgerð-
irnar er hann hefir áður birt, ein-
læg viðleitni að varpa skugga á
nefndina og mannorð nefndarmanna.
Víkur hann jtð því efni aftur og aft-
ur. Einkum er það einn nefndar-
manna er verður þessara gæða að-
njótandi. Veit hann ekki hvers
hann á að nióta, þó eigi fari höf.
dult með vinfengið.
Með því að greinin snýst að mestu
leiti um nefndarmennina, er ástæðu-
laust að fara unt hana nena fáum
orðum.
Höf. er óánægður með aö sýnt
er fram á í nefndarsvarinu að þýð-
ing hans á samningsuppkastinu hafi
verið “fölsuð, Iíklega óviljandi.”
Þykist hann ekki vka hvað átt sé
við með því. Nefndin bendi hvergi
a, í hverju “fölsunin” sé fólgin, enda
geti hún það ekki því sannleikurinn
sé sá, að “þýðingin sé laukrétt.”
Bent var á það að hverju leiti þýð-
ingin væri fölsk og orðin tilfærð
bæði á ensku og íslenzku. En svo
má gjarna endurtaka það sem sagt
var hafi höfundi sézt yfir það. Orð-
in: “to be retained by the Committ-
ee” þýddi höfundur “áskilur nefndin
sjálfri sér,” í stað þess sem þau
þýða, “lialdið cftir af ncfndinni.”
Er það sitt hvað, þegar uni samninga
er að ræða, að áskilja eitthvað handa
sjálfum sér, eða halda því eftir fyr-
ir hlutaðeigendur, er verið er. að
semja fyrir. Annars eru orðin svo
algeng og ljós.að það er næstum aumkv
unarvert að höf. skuli fá sig til að
eyða löngu máli til að reyna að
sanna hið gagnstæða. .
Þó það sé tekið skýrt fram bæði
í ritgerð Mr. Bildfells og í svarí
nefndarinnar, að nefndinni leyfist
ekki að setja sjálf farbréfiii niður
sem svarar uniboðslaunum, því með
I því væri hún að brjóta allsherjar á-
kvæði er gufuskipasambandið hefir
sett, þá læzt þó ekki höfundur skilja
það. Heldur á það að sýna hitt
að nefndin ætli sér að draga sér
þetta fé. “Það er svo langt frá þvt
að beðið sé um umboðsþóknun,” seg-
ir hann, “í þeini tilgangi,” að þetta
umboðsfé sé farþegum ekki með öllu
tapað, að það er hreint gabb að vera
að halda þessu að fólki.’’ En það
er helzt að álíta að móti fénu sé
tekið, til þess að það sé fraþegum
tapað. En hvert það gengur þá er
ekki um að villast. “Nefndin fer
fram á vanalega umboðsþóknun setn
á að ganga til nefndarinnar,” segir
höf., “í hennar sjóð fer þessi þókn-
un.”
Þó höf. væri eins ófróður um á-
kvæði gufuskipafélaganna og hann
læzt vera, þá væri þessi aðdróttun
lítt afsakanleg, ofan í þá yfirlýsingu
sem nefndin er búin að gera. Nefnd-
in er búin að skýra frá hvernig
þessum umboðslaunum er varið. Hún
er búin að skýra frá hvernig notkun
þeirra verði ráðstafað, farþegum til
sparnaðar. Hún er búin að skýfa
frá hverjir ráðstafi þeim, — fjárnot-
in verði borin undir opinbert atkvæði
allra* farþega. Hún er ekki í nein-
um efa uraað fólki er það ljóst.og að
það muni fremur tjá henni þaltkir
fyrir en vanþakkir. Höfundur er
sá alls eini er ekki þykist skilja.
Nú með því að nefndin hefir þeg-
ar gert þetta skýrt væri þá úr vegi
að höf. og hinir “sjálfkjörnu” fél-
agar hans, gerði lýðum ljóst hvern-
i.g þeir ætla að veria umboðslaunum
á Cunard-línu-farbréfunum ? Verða
þau notuð til þess að setja niður far-
gjaldið ? Eða levfir linan það
ekki ? Leyfi hún það ekki, sökum
þess að hún er bundin föstum ákvæð
um, hví skyldi þá þau félögin, sem
nefndin kvnni að semja við, fremur
geta gert það? Tvisvar er búið að
spyrja höf. þessara spurninga og
tvisvar hefir hann þagað við þeim.
Stafar þögn hans af því að hann
myndi gera sjálfan sig opinberan að
hlekkingartilraunum við fólk og rógi
um nefndina ef hann svaraði eða
stafar hún frá þekkingarleysi hans
á málinu ?
Allt svo vesalar sem þessar vífi-
lengjur höf. eru, um umboðslaunin,
verða þó þær tilraunir hans enn aum
kvunarverðari er hann reynir að
sanna að það sé Cunardlínunni en
alls ekki heimfararnefndinni að
þakka að akvæðisverð farbréfa vai
lækkað fyrir þessa sérstöku ferð
Birtir hann bréf frá Mr. Pratt bæj
ai umhoðsmanni Cunard línunnar
þessu til sönnunar. Er Mr. Pratt
að afsaka í brefinu Elfrosbréfið er
birt var í nefndarsvarinu á dögunum.
Víkur hann svo að farhréfaverðinu
á þessa Ieið:
“We understand that Mr. Petur-
son is taking credit for the applicat-
i°n of the Copenhagen rate, but in
this he is entirelv out of order as the
rate was authorized hy our Company,
in their wire of February 25th last,
copy of \\ hich we append hereto for
your observation.”
Grein þessa þýðir höf. svo;
“Oss skilst að Mr. Pétursson þakki
sér það, að Kaupniannahafnar far-
gjaldið var veitt, en þar skjátlast hon
um algerlega, því félag vort hafði
heimilað það fargjald með sím-
skeyti (!) 25. fehr. í vetur. Vér
látum hér með fylgja afrit af því
skeyti yður til athugunar.”
Svo kemur skeytið, en það þýðir