Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 1
V HKR. ÁRNAR ÍSLENDINGUM HEILLA 2. ÁGÚST Á GIMLI Always ask for the— IIOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. Always ask for the HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGAJNTGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. JÚLÍ 1948 NÚMER 44. og 45. Fyrir 70 árum Heimskringla hefir undanfarin ár minst á eitt og annað úr heild- arsögu íslendinga hér vestra í blaðinu fyrir þjóðhátíðardag Winnipeg íslendinga. Til þessa hefir ekkert af því snert þá, er í Winnipeg tóku sér bólfestu. En það gerðu þeir eins snemma og bygðin í Nýja-íslandi myndaðist. Það urðu ávalt nokkrir eftir hér úr hópunum, sem bæði komu úr Austur-Canada og að heiman á fyrstu árum landnámsins í Nýja- fslandi. En af félagsstarfsemi þeirra segir hér minna fyrstu árin, en í Nýja-íslandi, enda voru þeir hér fámennir. í Nýja-ís- landi áttu íslendingar sér orðið merka landnáms- og bygðasögu einum fjórum árum fyr en hér. Og félagslíf þeirra var talsvert orðið, þó í dá félli mjög við burt- flutninginn mikla, er hófst þaðan fyrir 70 árum, eða 1877 til 1878. Af honum leiddi eflaust síðar eða á árunum frá 1881 til 1887, var enginn prestur og mjög dauft safnaðarlíf í Nýja-fslandi. í Winnipeg fer með árunum 1877 og 1888 fyrst að votta fyrir þjóð- ernislegum samtökum, er þessu hnignar í Nýja-íslandi. Að vísu voru Winnipeg fslendingar ekki aðgerðar-lausir í því, sem taldist til að vera sérmál íslendinga. Þeir gerðu sér mikið far um það þegar í byrjun, að mæta íslenzk- um vestur-förum hér á innflytj- endahúsinu í bænum og tóku þá strax heim til sín. Er ekki ólík- legt að fslendingum hafi fjölgað hér ört við þetta, því hér hittu þeir menn fyrir, er nákvæmlega gátu frætt þá um atvinnurekstur og hnútunum voru hér orðnir kunnugir. íslenzk gestrisni átti Minni Canada (kvæði) hér á þeim árum heima og má hik- i laust þakka henni velgengni margra vesturfara þegar í stað er hingað komu. Var að henni dáðst af hérlendum mönnum, en þeim varð hún kunnust og minn- isstæðust fyrir það, að það kom aldrei fyrir að íslendingar þyrftu að gista næturlangt á innflytj- endahúsinu, eins og títt var um annara þjóða innflytjendur. ís- lendingarnir voru ekki fyr komn- ir á járnbrautastöðina, en þar var oft hópur manna kominn til að veita þéim móttöku. Eitt hið fyrsta félag í þessum bæ, er stofnað var meðal fslend- inga, var svonefnt “fslendingafé- lag”, 6. sept. 1877. Var tilgangur þess, “að efla og varðveita sóma hinnar íslenzku ^jóðar í heims- álfu þessari, viðhalda og lífga meðal íslendinga hinn frjálsa framfaraanda, sem á öllum öld- um sögunnar hefir einkent hina íslenzku þjóð.” íslendingurinn setti markið hér hátt, eins og hann stundum gerir og er og verður seint til fulls metið það sem félagið hafði fyrir stafni. Það var ekki aðeins að það héldi uppi kensul í ísl. máli og ensku, heldur sá um að íslendingar kæmu sem oftast saman til lest- urs og annara skemtana, leit eftir sjúkum, hélt uppi sunnudaga- skóla. Forseti félagsins var Jón Þórðarson frá Skeri við Eyja- fjörð, en skrifari Arngrímur Jónsson frá Héðinshöfða. Marga fleiri mætti nefna, en sagan get- ur þeirra. Það senj mest er um- vert, er, að segja má um þessi félagssmatök, að þau hafi verið til hinnar mestu gæfu. Þau voru mjög mikil aðstoð íslenzkum börnum og unglingum, því meðan bau kunnu ekkert í ensku, gekk beim illa fyrst hér á skólum, auk bess sem sumir unglingarnir voru orðnir of gamlir til þess að setj- ast í lægstu bekki barnaskólanna. Æskan firtist og dróg sig út úr, er hún var mint á, að hún væri “útlendingur”. En úr þessum annmarka var bráðlega bætt með , beim undirbúningi, er íslenzk , börn fengu á þessum skóla, er kenslugreinunj sínum f jölgaði og bætti síðar, svo íslenzk börn gátu sezt í þann bekk, er aldur þeirra og skilningur áttu heimtingu á. Heill mikil fylgdi því félagi þessu í einu og öðru og gerir enn öllu þjóðræknisstarfi, ef unnið er í anda og með áhuga frumherjanna okkar hér fyrir sjö- tíu árum. FJALLKONAN MISS MATTHILDUR HALLDÓRSSON 17. júní—þjóðhátíðardagur íslendinga I sól og vor við yzta haf Tileinkad séra Eiríki Brynjólfsson og frú hans, Guðrúnu Guðmundsdóttur og sonum þeirra, Brynjólfi og Guð- mundi, við heimför þierra til íslands, 22. júlí, 1948 17. júní varð gerður að þjóð- hátíðardegi íslendinga, er lýð- veldið var endurreist 1944. Þessi dagur hafði þá um áratugi verið íslendingum sérstaklega hug- þekkur, vegna þess að hann var fæðingardagur Jóns Sigurðsson- ar, forseta, er lengst og best barð- ist fyrir frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði. Þó að íslendingar hafi borið gæfu til þess, að eiga á öllum tímum sanna ættjarðarvini og þjóðlega baráttumenn, þá hefur þjóðin þó aldrei átt neinn slíkan sem Jón Sigurðsson. Á meðan hans naut við, hafði hann forustu á nálega öllum sviðum þjóðlífs- ins. Ást hans á þjóðinni var hrein og sönn og trú hans á málstað hennar mikil og dugurinn til starfa frábær. Hann var alltaf málstað þjóðar sinnar trúr og skeytti því engu hvaða áhrif það hafði á hans persónulega hag, en það er oft þannig varið, að slíkt fer ekki saman og hendir það þá marga að líta sjálfum sér næst. Ef Jón hefði gert það mundi sjálfstæðisbaráttan ekki hafa unnist jafn fljótt og þjóðin mundi nú ekki heiðra minningu hans eins og hún nú gerir. En þó að Jón Sigurðsson bæri af öðrum átti þjóðin fjölmarga aðra ágætis menn, er lögðu sig alla fram í baráttunni. — Menn minnast Eggerts Ólafssonar, er reyndi að telja kjark í fólkið á hinum erfiðustu tímum einok- unar og harðinda. Skúli Magn- ússon, er af fádæma harðfylgi og þrautseigju barðist við einokun* arkaupmennina og reyndi að koma á fót íslenzkum iðnaði. Baldvin Einarsson, er fyrstur manna reisti kröfuna um endur- reisn alþingis. “Fjölnismenn”, Tómas, Jónas og Konráð, er af alefli reyndu að vekja þjóðina af þeim dvala er margra alda áþján hafði hneppt hana í, þeir bentu henni á forna menningu, sögu og mál. En bak við þessa menn alla I. Eiríkur og frú hans fagna, að fljúga og kljúfa skýjatraf heim til fslands, söngs og sagna í sól og vor við yzta haf, þar sem vinafjöldinn fríði faðminn breiðir móti þeim, eftir ársins útiveru í öðru landi, Vesturheim. Það var gróði okkur öllum fslendingum vestra hér, að fá ykkur í heimsókn hingað og heyra, sjá og kynnast þér Eiríkur frá Goða-görðum og Guðrún, sem af öðrum ber. Þið hafið í orði og athöfn eitt það kent, sem fagurt er. Þeir, sem mannlífs akur yrkja, eining treysta og kærleiksbönd í gleði og sorg, til eins og allra, auðnan leiðir sér við hönd. Starf og orku í stuðla fella. Standa heilir nær og fjær. Heyrist yfir heima alla er harpan þeirra ómar skær. Eitt er víst. Við sáran söknum að sjá ykkur nú fara heim og missa af þeim anda og ástúð, yl og krafti er veittuð þeim sem innangarðs og utan voru. Öllum eruð þið svo kær. Þið hafið komið, séð og sigrað og sáð því fræi er altaf grær. Vér söknum öll. Með góðum gest- um stóðu fjölmargir aðrir fslending- ar er ólu óslökkvandi frelsisþrá í brjósti, menn er engum vildu lúta og engar viðjar þoldu. Er forustan var fengin þjappaði gleðjumst þó er fara heim. Og hver veit, ef á verði vökum, að verðum betri öllum þeim sem með oss búa, stríða og starfa og stefnum örugg fram á leið á vegi þeim, sem vel þú lagðir og varðaðir um höfin breið. II. Brynjólfur með bjarta lokka og blíða svipinn heimalands. Leikur sér um æðar allar afl og fjör hins litla manns. Þú munt verða þarfur maður þjóð og landi í frama og sátt, þegar kallar stund og staða starf og orku í sólarátt. < III. Borinn ertu Leifs í landi, ljúfi drengur, Guðmundur, álfunni sem fann til forna fyrstur manna, Eiríks bur. Enginn kann þá sögu að segja um sigra þá er vinnur þú, en allt mun þar til giftu og gleði gagna lýð. Það er mín trú. IV. Farið heil og heilladísir halda munu um ykkur vörð héðan heim og heima líka og hvar sem að þið standið vörð. Berið kveðju lýð og landi og ljúfum vinum allra kærst frá vinunum í Vesturheimi. Verið sæl unz hittumst næst. fólkið sér saman og hristi af sér hlekkina. Þetta sameiginlega átak fólks ins leiddi sjálfstæðisbaráttuna Frh. á 4. bls. AÐSTOÐARMEYJAR FJALLKON UNNAR LA VERENDRYE BAND Myndin hér að ofan er af hinni ágætu La Verendrye 30 manna hljómsveit, sem ráðin hefir verið til þess að skemta á íslend- ingadeginum á Gimli 2. ágúst; leikur hljómsveitin að minsta kosti fjögur eða fimm íslenzk lög. — Hljómsveitar stjóri er Mr. Henry Duyvejonck. — Einn fslendingur, hr. Tryggve Thorsteinsson, leikur í hljómsveitinni. Davíð Björnsson Ræðumenn á íslendingadeginum á Gimli 2. ágúst Séra V. J. Eylands Norman Bergman

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.