Heimskringla - 28.07.1948, Page 7
WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1948
HEIMSKRINGLA
7. SIÐA
að gera, til þess að vinna fyrir þér og þínum.
Alt of auðtekin velmegun faerir enga gleði með
sér, og níkidæmi hefur áhyggjur í för með sér —
séstaklega þegar maður veit ekki hvernig mað-
ur á að borga fyrir þau gæði, sem hamingjan
hefur veitt manni. Ef maður heldur þeim góðu
Guðs gjöfum of lengi í hendi sér, þá skemmast
þær og verða ormétnar, eða svo segir Emerson,
og það er satt. Eg er ávalt reiðubúin, það veit
Guð, að opna hendi mína og hjálpa, en hér í
þessu umhverfi eru tækifærin til þess allt of
sjaldgæf.
“Þessir peningar, sem þú vilt ekki þyggja,
og sem eg kæri mig alls ekki neitt um, bara vaxa
og margfaldast í bankanum. Og hvað eigum við
svo að gera við allan þennan auð, þegar við erum
báðir dauðir, sem eigum þá engin skildmenni í
heiminum? Þetta er spurning sem eg hef reynt
en árangurslaust, að svara, þegar eg sit einn á
kvöldin í sólskýlinu mínu. Þannig var það í gær-
kvöldi. Á mahoníborðinu fyrir framan mig lá
Pappírs örk, og eg hélt á penna í hendinni — eg
®tlaði að semja erfðaskrána mína. En það var
hægara sagt en gert. Ef eg ætti að gefa Evróp-
^skum líknarstofnunum allar eiginir mínar, sem
þetta land hefur gefið mér, þá væri það órétt.
í*að sem mér hefur fénast hér, (í Java) á að verj-
ast þessa landsbörnum til hags og velferðar. En
hvernig get eg komið því til leiðar?
“Ef eg arfleiði hollensku stjórnina að eign-
um mínum, með því skilyrði að hún (stjórnin)
verði eignum mínum þessa lands börnum til
mentunar og menningar. Nei, það gerði eg mig
að einfeldningsbjána. Persónulega hefi eg ekk-
ert að ásaka hollensku stjórnina um, sem hefur
ávalt sýnt mér hina mestu vinsemd, en í kröfum
sínum á hendur borgara þessa lands, gengur hún
langt úr hófi. Aðal tilgangur stjórnarinnar er,
og hefur ávalt verið, að kúga sem mesta peninga
út úr fólkinu.
Til þess að sýnast, gæti maður byggt eina af
þessum stofnunum, þar sem þeir innfæddu er
kendur slæpingsháttur, en á samatíma að líta svo
stórt á sig, að þeir skammast sín fyrir hina lé-
legu kofa sem foreldrar þeirra búa í, og sem hafa
£efið sinn síðasta skilding, og hungra sjálf, til
þess, að geta keypt evrópiska búninga
handa þessum börnum sínum, sem svo þykir
skömm að foreldrum sínum, sem klæðast hinum
einfalda þjóðbúningi þessa lands. En þar eð eg
hef enga tilhneigingu til að verja eignum mín-
um til að byggja slíka viðbjóðslega stofnun, sem
Oíiðar ekki til siðmenningar né umbóta, hætti eg
við að skrifa arfleiðsluskrána, og fór að hátta. í
morgun, er eg reið út á plantekrur mínar, fór eg
framhjá stað, sem eg hafði ekki veitt mikla eftir-
tekt áður. Við að sjá þetta auða og ónotaða svæði
flugu margar hugsanir mér í hug. Fyrir tíu árum
var þetta svæði blómlegar plantekrur. Þessi sorg-
lega breyting verkaði svo undarlega á huga
minn, að eg hafði aldrei áður orðið slíks var, það
var eins og hvíslað væri að mér: “Vertu við því
búin að þínar blómlegu ekrur, geta einhverntíma
litið svona út, því þú átt engan erfingja, sem
gengur í fótspor föðursins, og fullgerir það verk
sem faðirinn hefir byrjað á. Hefðir þú tekið að
þér laglegu stúlkuna, sem faðir þinn óskaði eft-
ir að yrði tengda dóttir sín, þá ættir þú kanske
núna fallegan og fjörugan dreng, sem á kvöldin
kæmi í veg fyrir að eg sökti mér niður í gagns-
laust grubl og heilabrot, eða að minnsta kosti
konu, sem væri lífs félagi minn--------”.
“Já, faðir minn, þú hefur ástæðu til að hrosa
sigri. Allt sem þú sagðir mér þá um heill og sælu
fjölskyldulífsins, er of seint fyrir mig nú, að
hugsa um, því að litla fellega stúlkan — hét hún
ekki Emma? — er nú auðvitað gift einhverjum
fyrir löngu síðan?”
“Tekurðu eftir þessu?” sagði gamli kap-
teinninn, og drap titlinga. Hinn kinkaði kolli.
“Nú — hvað segir þú svo um þetta?”
“Sá sem hefur efnalegar kringumstæður til
að hafa konu, ætti í hamingjunnar bænum að
gera það”. sagði Jensen
"Að hafa konu! Það er eins og þú segðir að
hafa kanarifugl!”
“Nei, það væri að stórum mun kostnaðar
minna”, svaraði Henrich Jensen, kuldalega.
“Já, of langt síðan — já, eg býst við því
drengur minn,” þrumaði gamli kapteinninn, er
hann hélt áfram að lesa bréfið. “A nú átta börn
og er orðin bæði feit og breið — Emma Schned-
er, hún er nú kona Schneders kapteins----------
“Hlustaðu nú á, hvað Friss segir í bréfinu”:
“Veistu um nokkra aðra, sem mundi sam-
svara þrjátíu og fimm ára gömlum manni? Það
mundi ekki gera neitt ilt að líta eftir því. Því
meir sem eg hugsa um giftingamál, þeim mun
meir verður það að alvörumáli fyrir mig. Að
eiga engan tilkomandi erfingja, og fara þannig
á mis þess, sem eg þrái mest, væri það ekki
hyggilegast að fá sér konu — konu með hvít
andlit meðal allra þessara brúnu kvenna, aðra
veru, meðal þessara barna náttúrunar, rödd, sem
talaði móðurmálið við mig, hjarta sem tæki
hlutdeild í gleði minni og sorg.
^imiminiomiJiMniriMminiiiiniiiiiHiimuiiii
MniiHiiimiiniiiiiiiiiiMniiiiiiMiMini!i3iMiiiiiiiiic3ii!iiiiiiiiiniiiMimMir3iiiiiiiiiiiiuiiiiiiu
Friður og Allsnægtir
Vegna Samninga
=
Öllum ber saman um að 1,000 ára þjóðræði er það sem íslend-
ingar mega með réttu stæra sig af. Þjóðræði er: Samkomu-
lag meðal allra, og að beygja sig undir vilja meirihlutans.
Vegna samninga getur fólk víðsvegar í heiminum komið í
veg fyrir hungur og verzlunar einokun og í stað þess öðlast
frið og allsnægtir, sem byggist á samvinnu.
Bændur, verkamenn og almúgafólk meðal fimtíu þjóða eru
nú að vinna að alheims hveiti samningum, þ'rátt fyrir mót-
stöðu voldugra hlutdrægra afla. Þessir sanmingar meina
fæðu til neytenda, öryggi til framleiðenda — og réttlátf
verðgildi til allra.
Með því að gangast fyrir samvinnu í öllum vesturfylkjunum,
getum við, hvert um sig, unnið að friði og alsnægtum, með
samningum meðal allra manna.
QattcufUan Ga&p&icdiue. lAJUeat
Pna&UC&lí JUmited
WINNIPEG - CANADA
D
MANITOBA POOL ELEVATORS
Winnipeg, Manitoba
SASKATCHEWAN COOPERATIVE ALBERTA WHEAT POOL n
PRODUCERS LIMITED Calgary, Alberta
Regina, Saskatchewan
4llllllllC3llllllllllllC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIMIIir3IIIIIIIIIIIlC
..................................MIIIIC3M.....IIIIIC3I....IIIIIIC3IIIMIMIIIIC3IMIIIIIIIMC3.........IC3...........
Ý3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3MIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3llllllllll1IC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC]IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IMUIIIIIMC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3l!ll!llllllllll!C3llll!IIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIMiO
THE LISGAR
Þetta vinsæla og velþekta gistihús hefir nú
* verið gert sem nýtt, bæði að utan og innan.
Ekkert hefir verið sparað til þess að gera það
þægilegt til dvalar og aðlaðandi hvar sem á
það er litið. Nú mun því sannast hið forn-
kveðna:
□
|
Á LISGAR
er gott að gista
★
Á LISGAR
er viðmót þýðlegt og þjónusta vökur
★
Á LISGAR
eru stofur allar bjartar og svalar.
1 ★
SELKIRK — MANITOBA
•XUIIIlC3IIIIIIIIIIIIC3IIMIIIIIIIIt]IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIICIIIIC3llllllllllllC3llllinillllC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIUIC3l!lllUIIIIIC3IIIIIIUIIIIC3IHIIIIIIIIOIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC]IIIIIIIIIIIIC3llimilllllC3IIIIIIIIIIIIC<<
FALL TERM
OPENS
MONDAY, AUGUST 23rd
If you prefer to enroll either before or after this date,
however, you may do so. Our classes will be conducted
throughout the summer without any interruption.
Make Your Reservation Now
For our Fall Term we have already received many
advance registrations from near and far-distant points in
Western Canada. To reserve your desk, write us, call at
our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated
Prospectus, with which we will mail you a registration form.
TELEPHONE 96 434
The Air-Conditioned College of Higher Standards
Portage Ave. at Edmonton St.
WINNIPEG
TELEPHONE 96 434