Alþýðublaðið - 30.06.1960, Síða 4
MYNDIN sýnir þýzka hersveit
legasta stræti Oslóborgar,
þramma niður Karl Johan glæsi
snemma dags 9. apríl 1940.
Síöari
grein
HERNÁM Norðurlanda
varð Hitler dýrkeypt þeg-
ar til lengdar lét. Hann
gat aldrei slitið hugann
frá vörnum Noregs og á
hverri nóttu bjóst hann við
innrás þar, annað hvort
Breta eða Rússa. Hann gaf
skipun um að verja hvern
tanga og hverja vík í Nor-
egi og hann sendi hvert
herfylkið af öðru til Norð-
ur Noregs. Meira að segja
flutti hann eitt herfylkið
úr umsátinni um Lenin-
grad þangað og veikti þar
með stöðu þýzka hersins á
ai^sturvígstöðvunum.
Hér birtist seinni grein-
in! um hersetu Þjóðverja í
norðurvegi og segir frá
hvernig hugsun Hitlers
snerist æ meir um Norður
lönd og einkum varnir
Noregs, þannig að hann
vanrækti aðrar hliðar
styrjaldarinnar.
Brátt kom í ljós, að Þjóð-
verjar réðu ekki yíir nægum
mannafla eða vopnum til þess
að gæta Noregs eins vel og
Hitler vildi.
Þýzkaland var ekki eins vel
búið undir styrjöld og' Hitier
hélt. Hitler lét líka æ meir
stjórnast af duttlungum eins
og bezt kom í Jjós, er hann
breytti hernaðarátælun sinni í
Sovétríkjunum eftir brezku á-
rásina á Svolvær. Til þess að
tryggja varnir NorðuriNoregs
flutti hann þangað 'hersveitir,
sem hann hafði ætlað að senda
gegn Leningrad. Hitler van-
rækti alveg að hugsa frarn í
tímann, en ákvað hvað gera
skyldi þegar í stað og umhugs
unarlaust. Órói og kvíði hel-
tóku hann og eftir því sem
angistin óx skipti hann sér
meir af öllum hlutum, jafnvel
smáatriðum í víglínunni.
Hitler jók einnig stöðugt
liðsafla Þjóðverja á Krít og í
Noregi. Lét hann reisa þar öfl-
ug vígi, flugvelli og þá var
einnig lögð jámbraut í Norð-
ur-Noregi, sem engin þörf var
fyrir í hernaðarlegu tilliti.
Stríðsfangar voru látnir
vinna að þessum framkvæmd-
um, fyrst og fremst rússneskir
stríðsfangar. En það skorti
skýli yfir þá og fyrst varð að
byggja þau. AHt þetta kostaði
af fjár, tíma og þolinmæði. En
Hitler hefði átt að sjá, að
bandamenn höfðu ekki áhuga
á innrás í Noreg er svo mikið
þýzkt herlið var þar fyrir, en
hann viðurkenndi aldrei þá
staðreynd. Líklegt er að banda
menn hefðu ráðizt inn í Nor-
eg og opnað nýjar vígstöðvar
ef hann hefði ekki gripið tii
þessara ráða, en 1942 er Þjóð-
verjar staðsettu svo til allan
flota sinn þar var innrás úr
sögunni.
Wilhelm List hershöfðingi
var í febrúar 1942 sendur til
Noregs og Finnlands f þeim
tilgangi að kynna sér varnar-
stöðvar þar og varnarmögu-
41 30. júní 1960 — Alþýðublaðið
Vildu engan prest?
STAÐH) hafa yfir prestskosningar í þremur byggðarlöguntj
að undanförnu. Fréttir hafa verið sagðar af úrslitum, þessara
kosninga, sem maður skyldi ætla að hefðu farið fram áu
mannfalls, þar sem aðeins einn var í kjöri í hverju byggðar-i
lagi. En þá bregður svo við að einn fellur, þ. e. nær ekki at-
kvæðafjölda til að vera löglega kosinn, eins og það heitir. Ég
hef ekki kynnt mér hvaða reglur gilda um löglega kosningi®
af þesu tæi, en þeim þarf augsýnilega að breyta, efl þær era
þannig úr garði gerðar, að prestar geta fallið, þrátt fyrir þa®
að þeir eru einir í framboði og fá auk þess töluvert magxn
atkvæða. Prestar eru nauðsynlegir, næstum eins og læknar,
þar sem enn þarf að skira og gifta Og jarða, þótt kokhreystl
fjöldans hafi kannski að mestu leyst sjálfan Drottin afl hólmi.
Og ég get ekki séð að það örvi menn að læra til prestsskapar,
ef þeir mega eiga von á því að falla, eiginlega fyrir, sjálfuna
sér, dirfist þeir að sækja um brauð. Prestskosningar með ann-
mörkum einhverrar hámarkstölu í atkvæðum, er ekki annað
en óþarfur leikur með virðing manna, og ekki ástæða til afS
láta neina komast upp með slíkt, meðan við höfum ekki kast-
að kirkjunni og siðum hennar fyrir róða.
„Komir þú á Grænlands-
grund"
SVO ber við að hópur m.anna fer til Grænlands á næstunni,
þeirra erinda að sjá sig um í landi Eiríks rauða, og jafnframt
opna nýja ferðamannaleið vestur yfir Danmerkursund. Uppá-
tækið er gott, fyrst menn á annað iborð eru að leggja sig eftir
því að ferðast. Þeir sem hafa gengið tíu sinnum á Snæfells-
jökul, fjórtán sinnum á Esjuna og sex, sinnum á Heklu eigai
skilið að Grænland sé opnað. Þar er m;argt að sjá, og Græn-
landsvinir segja að ísland blikni sem fjallaland, sé það borif?
saman við Grænland. Vonandi gengur væntanleg hópferð vel
og íslendingar eru orðnir það þroskað fól'k, að ekki þarf aS
óttast að þeir sýni Grænlendingum nýlenduhroka, þótt alltaf
sé leyfilegt að gruna menn héðan urn að líta á þá sömu aug-
um og menn sunnan úr álfu litu á íslendinga til skamms
tíma. Sá grunur hefur samt ekki við nein rök að styðjast,
enda mun það ekki ha.na drifið menn í þetta, heldur hitt aði
Grænland er fagurt land og geymir íslenzka harmsögu. Og
svo mega ferðamenn fara að rifja upp fvrir sér vísur Sig-
urðar, sem eru eins konar ferðahand'bók um Grænland, líka 1
því er tekur til rauðu hárbandanna. Kannski koma einhverjir
giftir til baka.
Þrír tittir á stöng
ÉG fór fyrir skömínu upp að Meðalfellsvatni og stóð þar einxs
síðdag með hundrað krónu stöng japanska og kastaði fýrir
silung. Raunar skiptir það mann engu hvað hann veiðir, að-
alatriðið er að eiga erindi út undir bert loft. Og þegar ég
hafði dregið þrjá fingurlanga titti upp úr þessu vatni, sem er
fallegra en það er veiðilegt, hvarflaði ekki að mér að ég hefði
verið að eyða tímanum til einskis. Það er því ekki vegna þess
að ég hafi móðgazt við Meðalfellsvatn, að ég staðhæfi að ein-
ungis trassaskap er um að kenna, að ekki skuli hafa verið
'hafin ræktun í þessu vatni og öðrum, svo mennirnir me$
hundrað krónu stengurnar geti átt von á örlítið stærri sil-
ungum, þegar þeir f'ara til að láta sólina skína á sig á sunnu-
dögum. Ég fullvissa stjórnendur veiðimála í þessu landi um
að stengurnar myndu þola það. I.G.Þ.
leika. Við heimkomuna gaf
hann Hifler skýrslu um för-
ina. En það, sem Hitler hugs-
aði sér var að skipa List eða
Kesselring yfirhershöfðingja í
Noregi og sýnir það, að hann
hugði. að Skandinavía yrði'
vígvöllur. Ári síðar gaf hann
skipun um undirbúning að á-
rás á Svþjóð. Það vai ekki
fyrr en haustið 1943 að hanra
lét flytja eitt herfylki frá Nor
egi. 12—15 heríylki voru þar
óvirk öll stríðsárin. Og fyrstu.
hermennirnir voru flutti'r það
an er Þjóðverjar gátu ekki
haldið áfram sókninni í Rúss-
landi. Hernám Danmerkur og
Noregs hvíldi þungt á herðuip
Þjóðverja öll stríðsárin.