Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 3
| fyrir 2
il milljónir
ÞEGAR íþróttabandalag
Akraness réð brezku knatt
spyrnumennina þrjá frá
Arsenial, þurfti bandalagið
að tryggja þá fyrir 20 000
sterlingspund, eða rúmar
2 milljónir króna. Trygg-
ingin nær yfir meiðsli,
slys og hnjask, sem þeir
kunna aS verða fyrir.
Arsenalmennirnir hafa
upplýst, að laun þeirra
eru 20 sterlingspund á
viku á vetrum, 17 pund
á sumrin. Auk þess fá þeir
4 pund fyrir unninn leik
og tvö pund fyrir jafntefli.
Tapi þeir leik fá þeir enga
aukagreiðslu.
STARFSSTULKNAFELAGIÐ
Sókn sendi bæjarárði Reykja-
víkur fyrir nokkru erindi þess
efnis, að ráðið hlutaðist til um,
að Strætisvagnar Reykjavíkur
byrji ferðir fyrr á helgidögum.
Ástæðan fyrir beiðnf Sóknar
er sú, að stúlkurnar í mjólkur-
búðunum verða að byrja að
vinna klukkan átta á sunnudög
um og öðrum helgidögum, en
strætisvagnarnir hefja ferðir
klukkan m'u á þessurn dögum.
Ýmsir aðrir starfshópar hafa
farið fram á það sama vegna
þess hve margir hefja vinnu
snerhma á helgidögum. Þetta á-
Lifði Jbó I Heildarskipulagning
Rvíkur og nágrennis
ÞAÐ gekk kraftaverki
næst, að forsetinn skyldi
sleppa lifandi. Myndin er
tekin nokkrum augnablik-
um eftir að Romulo Betian
court, forseta Venezuela,
var sýnt banatilræðið,
sem við sögðum frá um
daginn. Bíl, sem í voru 55
■kíló af sprengiefni, var
ekið í veg fyrir forsetabif-
reiðina. Á myndinni sést
hún (til vinstri) og brenn-
andi bíll tilræðismanna.
Forsetinn slapp með smá-
vægileg brunasár á hendi.
Aðalfundur
Félags isl.
hifreiða-
eigenda!!
UNDANFARIN 2—3 ár hef-
ur svo skipast til með stjórn
Félags íslenzkra bifreiðaeig-
enda, að framkvæmdir hafa
verig litlar sem engar. Hefur
þetta dauðadá orðið félaginu
til mikils tjóns, bæði liér og er-
lendis, enda hefur t. d. enginn
aðalfundur verið haldinn í þrjú
ár.
Nokkrir áhugamenn um þessi
mál og meðlimir félagsins hafa
því tekið höndum saman um að
endurreisa félagið. Verður að-
alfundur loks haldinn í Skáta-
heimilinu n. k. mánudagskvöld
kl. 8,30. Eru allir velunnarar
félagsins hvattir til að fjöl-
menna, svo að takast megi að
veita nýrri stjórn brautar-
gengi og öruggan bakhjarl til
nauðsynlegra framkvæmda og
endurreisnar.
EINN KUNNASTI skipulags-
fræðingur á Norðurlöndum,
Peter Bredsdorff, prófessor við
listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, kom hingað til lands í
fyrri viku ásamt tveim aðstoð-
armönnum sínum, að tilhlutan
bæjarstjórnar Reykjavíkur og
skipulagsnefndar ríkisins. Hef-
ur hann þegar átt allmarga
fundi með aðilum þeim, er
einkurn fjalla um skipulags-
mál, bæði bæjarráði, skipulags
nefnd ríkisins og fjölda starfs-
manna ríkis og bæjar.
Á fimmtudagsmorgun var að
tilhlutan skipulagsnefndar rík-
isins haldinn sameiginlegur
fundur fulltrúa frá Reykjavík,
Hafnarfirði, Kópavogi, Garða-
hreppi, Seltjarnarneshreppi og
Mosfellshreppi um fyrirhug-
aða heildarskipulagningu.
Formaður skipulagsnefndar,
Hörður Bjarnason, setti fund-
inn og gerði í stuttu máli grein
fyrir því viðfangsefni, sem fyr-
ir lægi. Síðan flutti prófessor
Bredsdorff greinargerð um við-
horf sín til umræddrar heild-
arskipulagningar.
Þegar hann hafði lokið máli
sínu, tóku til máls fulltrúar
viðkomandi bæjar- og sveitar-
wwvwwwtwwwwwwwvw
félaga. Lýstu þeir allir fylgi
sínu við þá hugmynd, að ráðizt
yrði 1 heildarskipulagningu áð-
urnefnds svæðis. Var talið æski
legt, að mynduð yrði samvinnu
nefnd bæja og hreppa, er ynni
að framgangi málsins í sam-
vinnu við skipulagsnefnd ríkis-
ins. Má vænta þess, að mál
þetta verði rætt í viðkomandi
bæjarstjórnum og hreppsnefnd
um nú á næstunni.
Tildrögin að þessum skipu-
lagsumræðum eru þau, að 18.
febrúar s. 1. gerði bæjarstjórn
Reykjavíkur ályktun um skipu-
lagsmál, þar sem m. a. er gert
ráð fyrir, að hafinn verði nú
þegar undirbúningur að heiid-
arskipulagningu á svæði því
austan og sunnan Elliðaársvogs
og Fossvogs, sem ætla má að
helzt komi til greina og þurfi
til byggingar næstu 50 árin.
Bæjarstjórnin samþykkti að
fela bæjarráði að leita sam-
vinnu við skipulagsnefnd ríkis-
ins og hlutaðeigandi
stjórnir um málið og var þess-
um aðilum ritað um málið þá
þegar.
Samkvæmt heimild bæjar-
stjórnar og í samráði við skipu-
lagsnefndina, var ákveðið að
fá hingað til ráðuneytis erlenda
sérfræðinga um þetta mál, svo
og fleiri þætti l!.'_
bæði endurskipulagningu mið-
bæjarins og skipulagningu bæj
arlandsins vestan Elliðaáa. Mun
prófessor Bredsdorff einnig
fjalla um þessi atriði.
BANDARISKT gos
drykkjafyrirtæki hefur
efnt til verðlaunakeppni
þar sem fyrstu verðlaun
eru demantskreyttur hurð
arhúnn, sem metinn er á
200 000 krónur!
P.S. — Hús fylgir hún-
inum.
mmMMMHUMMMWMMttV
Hafnfirðingar fá
sólbaðsskýli
SUNDHÖLL Hafnarfjarðar
tók í gær í notkun nýtt og
glæsilegt sólbaðsskýli. Skýlið
liefur verið byggt við austur-
enda hallarinnar. Það er 350
m2 að stærð, og tekur um 300
manns.
Byggingarlag skýlisins er af-
ar sérkennilegt og skemmti-
legt. Það er málað í fallegum
litum, og í því eru steinsteypt-
ir pallar, sem baðgestir geta
legið á og notið sólarinnar.
Gert var ráð fyrir þessu sól-
baðsskýli þegar sundhöllin var
yfirbyggð 1953, en bygging
þess ekki komizt í framkvæmd
fyrr en nú.
Um leið og skýlið var tekið
stand skapar margvíslega vand-
ræði fyrir fólk, sem fer svo
snemma til vinnu. Á það hefur
verið bent, að líklega nægði að
hafa þrjá vagna í íörum til að
bæta úr þessu ástandi.
Forstjóri SVR hefur nú þessi
mál til athugunar.
í notkun var tekið upp nýtt
klefafyrirkomulag. 'Voru tekn-
ar í notkun nýjar fatagrindur,
að þýzkri fyrirmynd.
Nú er hægt að taka á móti
200 baðgestum á klst. í staðinn
fyrir 87 áður. Baðgestir geta
verið ótakmarkaðan tíma í
lauginni og í skýlinu fyrir
sama gjald og áður.
Sundhöll Hafnarfjarðar er nú
opin alla daga nema laugar-
daga frá kl. 8—12 f.h. og 13,30
til 22 e. h. Laugardaga er sund-
höllin opin frá kl. 8—12 f.h. og
13 til 20 e.h. Sunnudaga er hún
opin frá kl. 10 til 12 f.h. og
13,30 til 18 e. h.
Hvað næst
TASKAN að tarna er ekki
komin í tizku — og eigum
við ekki nógu sterk orð til
að lýsa feginleik okkar.
En þetta er gott dæmi um
uppátæki kvenfólksins
þegar tízkan er annars veg
ar: ráptuðra með krabba-
sniði! Konan, sem á hug-
myndina, er ensk.
Alþýðublaðið — 9. júlí 1960 j