Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 11
/,--- M „o q.5
Skemmtilegur leikur
ÞAÐ geta flei'ri . en Bretar
forðað ósigri, með! því að vinna
síðustu lotuna. Þetta Sönnuðu
KR-ingar á fimmtudagskvöldið
var, í leik sínum við Akurnes-
inga, sem styrkt höfðu li'ð sitt
þrem leikmönnum frá sjálfu
Arsenal Bretaveldis. En Bretar
(þessir eru gestir íþróttabanda-
lags Akraness, svo sem kunn-
ugt er. Allir eru þeir kunnir
knattspyrnukappar og meðal
(þeirra er markvörður, sem tal-
i'nn er í hópi beztu markvarða í
víðri veröld.
Auk markvarðarins Jack Kel-
sey, lék Bill Dodgin miðfram-'i
vörð og Clampton hægri inn-
herja. Það lék ekki á tveim
tungum, að allir eru þeir hinir
ágætustu leikmenn, hver á sín-
um stað og „féllu vel inn í"
Akranesliðið og voru því auð-
vitað mjög mikill styrkur.
Hins vegar virtust framherj-
inn og miðframvörðurinn ekki
hafa úthald af fullum krafti all
an leikinn, einkum þó sá fyrr-
nefndi. En meðan það var ó-
skert í fyrri hálfleiknum, var
hann öflug lyftistöng fyrir
framlínu Akraness, sem ekki
hefur átt betri leik í sumar,
Veður var bjart og fagurt og
kvöldsólin skein glatt. KR-
ingar, sem völ áttu á marki,
kusu að leika móti sólu til að
byrja með. Var þetta sniðugt
herbragð af þeirra hálfu, bví þó
sólin hefði nokkur truflandi á-
hrif í fyrri hálfleiknum, var
það þó enn meira í þeim síðari,
enda varpaði hún þá verulegri
glýju í augu Bretans í marki
ÍA og gerði honum sýnilega
erfitt fyrir um alla vörzlu.
Enda mun hann sjálfsagt vera
óvanur að leika knattspyrnu
um þetta leyti sólarhrings í ann
arri eins heiðríkju og sólarupp-
ljómun sem þarna var þetta
kvöld.
STUTT YFIRLIT UM
LEIKINN.
Áður en 10 mínútur voru af
leik höfðu Akurnesingar skorað
tvö mörk. sem bæði komu úr
snöggri sókn, Það fyrra gerði
Clampton. Renndi hann knett-
ir.um mjög laglega með lágri
spyrnu af nokkru færi inn í
annað markhornið. Heimir réði
ekki við þetta. Hitt markið
gerði svo Þórður Þórðarson,'
sem lék miðherja, með föstu
skoti úr góðri sendi'ngu Ingvars
Elíssonar, sem nú lék v.útherja.
Komu bæði bessi mörk næsta
óvænt, og þótti ýmsum allþung
lega horfa fyrir íslandsmeist-
urunum. En nokkuð lyftist
brúnin á KR-vinum, er Ellert
skoraði fimm mínútum síðar,
eftir snögga og góða sókn, þar
sem knötturinn gekk hratt
fram völlinn milli þeirra Gunn
ars og Þórólfs og sendingu frá
Gunnari til Ellerts, sem rak
endahnútinn á allt saman með
því að senda knöttinn í markið
með föstum skalla, án þess að
hinn snjalli Breti fengi að
gert. En þessi ánægja var
skammvinn fyrir KR-inga. Svo
að segja um leið og leikurinn
hófst að nýju voru Akurnes-
ingar komnir upp að marki
þeirra og Jóhannes h.útherji
skorar og skömmu síðar bætir
svo Clampton fjórða markinu
við, aftur með lágri v.fótar-
spymu í markhornið. Um leið
og leikurinn er hafinn bruna
KR-ingar fram, án minnstu
minnimáttarkenndar þrátt fyr-
ir 4:1. Örn á skot, fast og gott,
en Kelsey tekst að klóra í knött
inn og stýra honum út fyrir
markstöngina. Rétt á eftir er
Þórður Þ. í færi og skýtur en
Heimir ver ágætlega. Fram á
Þórður og Heimir.
38. mínútu standa leikar 4:1
fyrir Akranes, en þá tekst
Erni að skora annað mark KR.
Markvörðurinn meiðist lítils
háttar í þeim átökum og fer
út, en Helgi Dan. kemur inná,
og er í markinu út hálfleikinn.
Stuttu fyrir leikhlé tekst Þór-
ólfi að leika sig frían af mið-
framverðinum og senda mjög
vel fyrir til Sveins, sem er í
cpnu færi, en Helgi snarast út
í tíma og bægir hættunni frá,
áður en Sveinn sem er of seinn,
getur notað upplagt færi. Hálf-
leiknum lýkur því með sigri
Akurnesinga, 4 mörk gegn
tveim. Má það sannarlega telj-
ast góð taflstaða.
Ensku gestirnir, f. v.: Dodgin, Kelsy, Clampton.
Unglingalið SV
gegn lA-Arsenal
STJÓRN Knattspyrnusambands ‘ inn að þessu sinni 24. júlí nk.
SÍÐARI HÁLFLEIKUR
Ekki er síðari hálfleik-
urinn fyrr hafinn, en KR-
hálfleikur fyrr hafinn, en KR-
ingar bæta þriðja markinu við.
Ellert skorar aftur með ágæt-
um skalla. Bretinn, sem nú er |
aftur kominn í markið, fær við 1
ekkert ráðið. Nokkrum mínút-
um síðar er Sveinn Jónsson
enn í færi, en mistekst, mark-
vörðurinn hleypur fram og lok
ar markinu í tíma og Sveinn
skaut fram hjá. Skömmu síðar
skorar svo Þórður Þórðarson
annað glæsilegasta mark leiks-
ins eftir framúrskarandi góða
sendingu frá Dodgin miðv., en
Þórður notaði hana mjög vel
og skoraði með föstu skoti. Er
þriðjungur hálfleiksins er lið-
inn skorar svo Sveinn fjórða
mark KR; var það gert með
góðu skoti, mun sólglýjan í
augum Bretans hafa hjálpað
nokkuð þar til. Á 27. mínútu
skall hurð nærri hælum við ÍA
markið, er aukaspyrna var tek-
in rétt utan vítateigs, en þá
bjargaði Kelsey stórglæsilega
með yfirslætti. — Allt fram
á 43. mínútu héldu Akur-
nesingar sigurmarkinu, en þá
kvittaði Þórólfur sérlega vel.
Skaust hann af mikilli leikni
gegnum vörnina, smaug af
miklum léttleika framhjá
brezka mi'ðframverðinum, sem
vissulega lagði sig fram um
að hindra hann, og skaut með
ágætum. ’Var að þessu marki
óneitanlega glæsilegast staðið í
leiknum. Forðaði Þórólfur
þarna af mikilli prýði ósigri
liðs síns á elleftu stundu. Rétt
fyrir leikslok átti svo Þórður
Þ. hratt upphlaup að marki
KR, Heimir fór fram gegn hon-
um og skullu þeir saman, og
hlaut Þórður slæmt högg
fyrir bringspalir. Ekki sáu
línuverðir eða dómari', sem var
Baldur Þórðarson, neina ástæðu
til að hafa nppi viðurlög við
þessu. Hins vegar var dómarinn
hvað eftir annað að stöðva sókn
liðanna með því að gefa þeim
aukaspyrnur fyrir smáyfirsjón-
:r mótherjanna og láta með því
þá seku hagnast á brotum sín-
um.
★
EKKI verður annað sagt en
þetta sé einn bezti og skemmti-
legasti leikur milli íslenzkra
liða, sem hér hefur sézt lengi.
Að vísu voru gestirnir Ak-
urnesingunum mikill styrkur
Islands hefur nýlega skipað
unglinganef'nd sambandsins eft
irtöldum mönnum: Árna Ágústs
syni og er hann formaður, Guð
mundi Guðmundssyni, Árna
Njálssyni', Þór Þormar og Grét-
ari Norðfjörð. Nefndin kallaði
blaðamenn á sinn fund í gær
og hafði formaðurinn Árni Ág-
ústsson orð fyrir nefndinni' og
skýrði í stórum dráttum starfs-
áætlun hennar.
Meginverkefni nefndarinnar
er að vinna að knattþrautunum
cg _ skipuleggja unglingadag
KSÍ, Hefur neíndi'n þegar sent
út ýtarlegt umburðarbréf til
hér um bil allra aðila, er það
varðar, ásamt prentuðum bæk-
lingi um knattþrautirnar. Auk-
in rækt í vaxandi mæli er lögð
vi'ð knattþrautirnar innan félag
anna, og þátttaka eykst sífellt.
Enda er hér um grundvölluð
atriði að ræða til þess að geta
náð verulegum árangri í knatt-
spyrnunni. Alls hafa frá því ár-
ið 1956 og til dagsins í dag 13
piltar -unni'ð til gullmerkisrétt-
inda, 55 silfurmerkis og 289
bronzmerkis. Það sem af er
þessu ári hafa fjórir öðlazt gull
merki, 14 silfurmerki' og 46
bronzmerki. Langflestir eru
þátttakendurnir úr Reykjavík,
en félög utan Reykjavíkur eru
nú einnig að koma með, t. d. er
einn bronzpiltur á þessu ári' frá
Vestmannaeyjum.
Unglingadagur KSÍ er ákveð-
og verður með líku sniði og ttnd-
anfarin ár. Þá hefur nefndi'n
fengið leyfi KSÍ sér til tekjuöfl
unar, að efna til knattspyrnu-
5ei*kja með unglingaliði gegn úr
vali Hafnarfjarðar og Suður-
nesja og fari sá leikur fram í
Njarðvík. Einnig er hugsað að
efna til slíkra leikja á Akranesi
og jafnvel Akureyri ef fært þyk
ir. Leikir þessir fari fram í ág-
úst og september nk.
Framhald á 14. síðu.
1 Hilmar náði |
j OL-lágmarki{
• Á innanfélagsnióti KR ^
^ í gær náðist mjög góður ^
^ árangur. Hilmar Þor- S
\ björnsson, Á, hljóp 100 m. S
^ á 10,4 sek. og hefur þar S
^ með náð olympíulágmark- S
S inu, en það er 10,5 sek. S
S Hlaup Hilmars var mjög )
S gott og virðist hann kom- ^
S inn í góða æfingu. Það var •
S nærri logn þegar hlaupið •
^ fór fram. — Sveit KR ^
^ setti íslandsmet í 4x1500 ^
• m. boðhlaupi á 16:51,4 ^
• mín. í sveitinni voru ^
: Reynir Þorsteinsson, Krist ^
^ leifur Guðbjörnsson, Agn s
^ ar J. Leví og Svavar Mark S
^ ússon. Gamla metið, sem S
\ sveit KR átti einnig var S
V, 16:55,6 mín. S
Alþýðublaðið — 9. júlí 1960 ||_