Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.07.1960, Blaðsíða 14
KR-Akranes j Framh. af 11 síðu. og áttu sinn þátt í að fjörga liðið í heild og gefa því fersk- •ari blæ en áður var, einkum framlínunni. Hins vegar áttu Ieikmenn Akraness, þeir Ingvar Elísson og Þórður Þórðarson, ágætan leik. Ingvar hefur ekki áður verið eins góður, bæði sóknharður og óragur. Þórður Þ. átti og ágæta spretti, en er sýnilega ekki ennþá kominn í sinn gamla sóknarham, en þetta er að koma sem óðast, og var mikill munur á nú eða í fyrri leik hans í vor. Jóhannes Þórðarson, sem er mjög efni- legur leikmaður, varð að fara út af seint í fyrri hálfleiknum | vegna meiðsla, en Skúli Hákon- I arson kom inn á í hans stað og lét ekki si'tt eftir liggja. Þá var Sveinn Teitsson einn bezti rnaður Akurnesinga eins og oftast áður Þrátt fyrir það þó vörnin væri skipuð á tveim meginstöðum hinum ágætustu leikmönnum og það frá Arse- nal, tókst henni ekki að halda því mikla forskoti, sem liðið hafðj í hálfleik fj-rir framlínu KR, sem að þessu sinni átti sinn bezta leik til þessa í sum- ar og var meginstyrkur liðs- ins í heild. Hraði hennar og til- töluleg nákvæmni í sendingum ruglaði mjög vörn mótherjanna og gerði henni fært að ná upp þeim mikla mun j mörkum, sem orðinn var um tíma 4:1. Þór- ólfur sannaðí enn einu sinni að engir standa honum á sporði í knattleikni og hann neytti þess- ara yfirburða sinna eins vel og hann gat liðinu öllu til fram- dráttar og það voru þessir yf- irburðir hans, sem að síðustu .jcfnuðu metin til fulls. EB Friðarsvæðin Framhald af 4. síðu. leiðsla er hafin á bandarísk- um eldflaugum af meðal- drægi. Ef Rússar gætu tryggt sér l»að, að Bandaríkjamenn yrðu ,að hypja sig burt úr eldflauga- stöðvum í Evrópu með eld- flaugar sínar af meðalstærð, gætu þeir gert eldflaugaárásir ó Bandaríkin með langdræg- um eldflaugum, án þess að þau gætu gert gagnárásir með sams konar vopni, Gagnárásir Bandaríkjanna við slíkar aðstæður yrðu all- ar götur erfiðar. Hér væri líkt ástatt og ef maður með riffil að vopni héldi því fram við mann vopnaðan skammbyssu, að það væri ekki sanngjarnt að berjast á skömmu færi. En raunar má segja, að sovét-fer illinn hefur verið slíkur á undangegnum tíma, að ákjós- anlegra væri, að freistingin til að gera árás á Bandaríkin, án þess líkur væru fyrir gagn- árás, kæmi ekki yfir þá. Og ef til styrjaldar kæmi við slíkar aðstæður myndu þjóðir frjálsra Evrópulanda og Asíu- landa ekki fá lengri frest til skrifta en þjóðirnar í litlu Eystrasaltsríkjunum fengu. Að vísu má vera, að banda- ríski flugherinn myndi, ef Bandaríkin yrðu fyrir eld- flaugaárás, geta gert gagnárás ir með venjulegum sprengju- flugvélum, en jafnvel þótt sú yrði reyndin, væri mikið tæki færi lagt upp í hendur Rússa, ef þeir fengju framgengt frið- arsvæða-áætlunum sínum. Og enn þetta: Jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir, að Rúss ar notuðu ekki slíkt tækifæri til árása á Bandaríkin, þá myndu þeir hafa miklu sterk- ari aðstöðu til þvingunar gagn vart nágrannaþjóðum sínum, bæði stjórnmálalega og hern- aðarlega. Það virðist svo að rúss- nesk útþensla í allar áttir hafi stöðvast aðeins vegna þess, að öflugum andstæð- . ingi var að mæta. Brottflutn ingur þess andstæðings af vettvangi myndi leiða til mikillar aukningar hótana og þvingana. Hvaða smáríki sem er — sem aðhyllist hinar nýju til- lögur Sovétríkjanna um frið- arsvæði — jafnvel tillögurn- ar, sem lagðar voru fyrir Svía, en með þeim var ekki eins langt gengið — opnar í raun- inni smugu, sem séð verður um að reibkki, og fyrr en var- ir er þetta smáríki vel á veg komið að verða ríki, sem býr við vernd Sovétríkjanna. Sví- ar, sem veitt hafa viðtöku fjöldamörgum flóttamönnum frá Eystrasaltsríkjunum, vita þjóða bezt hvers kyns vernd- in er. Unglingalið Framhald af 11. síðu, Um þessap mundir er einn nefndarmanna, Grétar Norð- fjörð í Vestmannaeyjum á veg- mu nefndarinnar til þess að skipuleggja þar knattþrautirnar og efna til dómaranámskeiðs í knattspyrnu. En stærsta tromp nefndari'nn ar í augnablikinu er leikur, sem hún efnir til með unglinga- landsliðinu gegn Akranesi. Fer sá leikur fram á þriðjudags- kvöldið kemur á grasvellinum í Ytri-Njarðvík. Er unglingaliðið þannig skipað: Markv.: Heim- < ir Guðjónsson; bakverðir: Þor- steinn Friðþjófsson, Bjarni Fel- ixson; framverðir: Ragnar Jó- hannsson, Rúnar Guðmanns- son, Guðjón Jónsson; framherj- ar: Örn Steinsen, Sveinn Jóns- son, Þórólfur Beck, EUert Schram og Bergsteinn Magnús- son. Varamenn: Gunnlaugur Hjálmarsson, Birgir Lúðvíks- son, Reynir Schmidt, Grétar Sig urðsson og Baldur Scheving. Með Akranesi munu hinir brezku gesti'r þeirra frá Arsenal leika. Enginn vafi verður á því , að þetta verður skemttilegur oa £4 9. júlí 1960 — Alþýðublaðið fjörugur leikur, og væntan- lega fjölsóttur. Vonandi verður veðrið hagstætt. Á þessum blaðamannafundi voru og mættir brezku knatt- spyrnumenni'rnir og var Helgi Ðaníelsson með þeim. Ræddu blaðamennirnir nokkuð við þá. Létu Bretarnir mjög vel af dvöl sinni hjá Akurnesingum og' luku lofsorði á ísl. knattspyrnu eins og þeir höf ðu kynnzt henni þann stutta tíma, sem (þeir hafa dvalið hér. Fóru þeir lofsamleg um orðum um leik KR á fimmtudagskvöldið. Þá þótti markverðinum miðnætursólin björt í Reykjavík, og taldi hana hafa gert sér illa glennu í leikn um gegn KR. Bretar leita Framh. af 16. síðu. ekki merkilegra að það skuli vera lifandi heldur en að coe- lacanth-fiskurinn skyldi finn- ast fyrir fáum árum, en dýra- fræðingar töldu, að hann hefði dáið út fyrir hundruðum milljóna ára. Það mælir þó á móti þessari tilgátu, að sjón- arvottar að Loch Ness skrýmsl inu segja, að það hreyfi höf- uðið til hliðanna en ekki upp og niður eins og plesioaurus gerði. Plesiosaurus lifði líka í grunnu vatni, en skozku vötn- in eru öll mjög djúp. Fyrir fáum vikum sá bíl- stöðvareigandi nokkur skrýmsl ið í Loch Ness af tæplega 200 metra færi. Skrýmslið var á sundi skammt frá landi og fór hægt. Hann kallaði kunningja sinn niður að ströndinni og þeir vöktu athygli lögreglu- foringja, sem átti leið fram hjá fyrirbærinu. Þeir sáu allir að þetta líktist bát á hvolfi en var á nokkurri ferð og flæddi aftur af því. Magir hafa séð lítið skrým- sli á eftir stóra skrýmslinu og aðrir segja, að skrýmslið hafi elt sig. Frásagnirnar af skrýmslinu aukast alltaf og margfaldast í upphafi ferða- mannatímans í Skotlandi. Brezka ferðamálafélagið hefur tekið skrýmslið í Loch Ness undir sinn verndarvæng. Forráðamenn þess eru alltaf reiðubúnir að koma með vitn- isburði þúsunda manna, sem séð hafa skrýmslið eða jafnvel tekið myndH af því. Skrýmslið er mjög vinsælt í heimasveit sinni, Invernes- shire, og íbúarnir þar vilja ekki missa það fyrir nokkurn mun. Þegar sú tillaga kom fram fyrir nokkrum árum, að revna að veiða skrýmslið eða skjóta á það, tilkynnti lögreglustjóri héraðsins, að allar tilraunir til fpess a,ð ná skrýmsiinu eðai særa það, væru illa séðar af yfirvöldunum.“ Hér lýkur vangaveltum 01- ivers Impey um skrýmslið í Loch Ness og nú er baa að bíðar og sjá hves vísindamenn inir verða vísari. TmhjUmz SlysavarSstoIan er opin allan sólarhrlnginn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Síml 15030. o----------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr......551,40 100 norskar kr...... 532,80 lOOsænskar kr....... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o-------------------------o Trúlofun. Þann 1. júlí sl. kunngerðu trúlofun sína þau ungfrú Steinunn Jóhanna Hróbjarts- dóttir hárgreiðsludama, Akur gerði 25, og Árni Þorsteins- son stud. phil., Hveragerði. Ríkisskip. Hekla fer frá R,- vík kl. 18 í kvöld til Norðurlanda. Esja fór frá Rvík í gær vestur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 22 í kvöld til Rvík ur. Jöklar. Langjöikull er væntanlegur til Akureyrar um kl. 4 í dag. Vatnajökull fór frá Khöfn í fyrrinótt á leið til Rvíkur. Eimskip. Dettifoss kom til Rvíkur 3/7 frá Gdynia og Reyðar- firði. Fjallfoss fer frá Hull í dag til Reykjavíkur. Goðafoss er í Hamborg. Gullfoss fer frá Khöfn á hádegi í dag til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur í gær, fer þaðan um hádegi í dag til Akraness og þaðan til New York. Reykjafoss fór frá Siglufjrði 5/7 til Hull, Kalm- ar og Ábo. Selfoss fór frá New York 2/7, væntanlegur til R,- víkur seint í kvöld. Tröllafoss kom til Rvíkur 4/7 frá Ham- borg. Tungufoss kom til Rvík- ur 7/7 frá Borgarnesi. Loftleiðir. Leifur Eiríksson x:-: er væntanlegur kl. 6.45 frá New | J York. Fer til Os ló Og Helsing- ÍT fors kl. 8.15. Edda er vænt- ®ÍÉÉanleg kl-19 frá ^-^Hamtoorg Kaup SSjSBgKgaa; mannahofn og r:*:*:S:Káí*íSííx* Gautaborg. Fer til New York kl. 20.30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 1.45 frá Helsingfors og Osló. Fer til New York kl. 3.15. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar k. 8 í dag. Væntanlegur aftur til Rvíkur kl. 22.30 í kvöld. Flug vélin fer til Glasgow og K,- hafnar kl. 8 í fyrramálið. Hrímfaxi fer til Oslóar, K.- hafnar og Hamborgar kl. 10 í dag. Væntanlegur aftur til R.- víkur kl. 16.40 á morgun. Inn anlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavik- ur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skógásands og Vestmanna- eyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), ísafjarðar, Siglu fjarðar og Vestmannaeyja. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morg- un frá New York. Flugvélin hélt áleiðis til Norðurland- arina og er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Tilkynning frá Tæknibóka- safni IMSÍ. — Yfir sumar- mánuðina frá 1. júní til 1. sept. verður útlánstími og lesstofa safnsins opin frá kl. 1-7 e. h. alla virka daga nema laugardaga kl. 1-3 e.h. Tímaritið „Tækni fyrir alla“ júliheftið er nýkomið út. Flytur að venju margar grein ar um ýmis tæknileg efni, m. a. um tunglljósmyndanir Rússa, heilaskurði með kjarn orkugeisla, köfunarferðir Pic cards yngra og djúpfar hans, Sovézka „fólksvagninn" Kom munar, nýtt skipulag borga, skógabrunavörzlu úr lofti, Ijósmyndaþátt og m. fl. Ritið er prýtt fjölda mynda. SKipadeild SÍS. Hvassafell er í Archang- elsk. Arnarfell er í Archang- elsk. Jökulfell er í Gauta- borg. Dísarfell fór í gær frá Krossanesi til Vestfjarða. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er í Len- ingrad. Hamrafell fór 1. þ. m. frá Aruba áleiðis til Hafnar- fjarðar. Er væntanlegt 13. þ. mán. Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Séra Sigujón Þ. Árnason. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Séra Garðar Svavarsson. Kaþólska kirkjan: Lág- messa kl. 8.30 árd. Hámesas og prédikun kl. 10. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl 10. Séra Garðar Þorsteins- son. 12.50 Óskalög sjúklinga. 19.00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga. 20.30 Frá tónleikum I Austurbæjarbíói 15. apríl 1958: Rúmenski fiðlu- leikarinn Ion Voicu leikur. 20.50 Leikrit: „Hinir óþekktu" eftir Heinrich Böll, í þýðingu Hjatrar Halldórs sonar magisters. — Leikstjóri Lárus Pálsson. 22.10 Danslög. LAUSN ÍÍEILABRJÓTS: 53 51463 971 477 376 371 53 53

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.