Alþýðublaðið - 16.07.1960, Page 2

Alþýðublaðið - 16.07.1960, Page 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- íftjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Xndriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: •Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- ^ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu • kr. 3,00 eint. ’Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson KONGO ÞAÐ ERU foörmulegir viðburðir, sem gerzí Jaafa í Kongó eftir að landið fékk sjálfstæði og ^tjórn Belgíumanna lauk. Verður óhjákvæmlega að kenna Belgum þetta að einu leyti. Þeir hafa árum , saman verið mjög tregir til að veita innfæddum ; iþokkra hlutdeild í stjórn landsins með þeim afleið j ingum, að lítil reynsla eða festa er fyrir hendi, þeg- j ár landið með stuttum aðdraganda fær fullveldi. í sambandi við þessa atburði rifjast upp aðrir, ■ 4em einnig kostuðu mikinn fjölda manns lífið, mikl 4r skemmdir og tjón. Það var skipting Indlands, er það hlaut frelsi eftir lok síðustu styrjaldar. Þá : ijannst mörgum í svipinn, sem ekki væri efnilegt 1 áð fá Indverjum sjálfstjórn. Þeir mundu ekki til 1 ' Búnir til slíkrar ábyrgðar. ; Engum dettur annað í hug í dag, en stjórn ’Attlees hafi á sínum tíma gert rétt, er hún veitti Indlandi frelsi. Á sama hátt verður að vona, að ó- | ^eirðirnar í Kongó séu aðeins fæðingarhríðir en þjóð |in muni fljótlega stilla sig og snúa sér af alúð að !|uppbyggingu hins nýja lýðveldis. Nú hefur komið ,sér vel að grípa til Sameinuðu þjóðanna. Hér gegna þær sínu rétta hlutverki. KENNEDY FLOKKASKIPTING í Bandaríkjunum er ólík því, sem Evrópumenn eiga að venjast. Þeir hafa fastmótað tveggja flokka kerfi, sem skapar mikla festu í stjórnmálin og tryggir örugga stjórn. En : hvor flokkanna.um sig má heita flokkasamsteypa. Þar rýmast ólíkustu skoðanir og menn. Niðurstað , an verður oft sú, að farinn er hinn gullni meðalveg J ur, sættir eru tryggðar milli ólíkra aðila. Enn hefur verið farin leið sætta og jafnvægis ' í flokki demókrata. Kennedy og Johnson eru .um : ínargt ólíkir menn, annar kaþólskur hinn mótmæl- afndi, annar mjög frjálslyndur en hinn íhaldssam ur, annar úr norðri en hinn suðvestri, og mætti svo lengi telja. Saman ættu þeir að geta veitt | trausta og farsæla stjórn, ef þeir ná kosningu. Með Jhugmyndaflug og framsækni Kennedys en reynslu og taflmennsku Johnsons ættu þeir að geta veitt landi sínu þróttmeiri forustu en verið hefur undan íarin ár. 1 Keflvíkingar { f . Nokkra verkamenn vantar við hafnargerðina í Keflavík. — Talið við hafnarstjórann. 2. 16. júlí 1960 — Alþýðublaðið fiíva; í- ALúfRtAN PROVIilONAL «ovfí;nm£Nt Við erum reiðubúnir að ræða um fullt sjálf- stæði Frakklands innan tíðar. FYRSTU lotu viðræðna frönsku stjórnarinnar og fulltrúa uppreisnarmanna fóru út um þúfur, en þar með er ekki sagt að vonlaust sé um vopnahlé í Alsír. I nær því sex ár hefur geisað styrj- öld í Alsír og þess var varla, að vænta að fyrstu samninga viðræður hinna stríðandi leiddu til árangurs þegar í stað. Leiðin til friðar er oft á tíðum brattari en leiðin til ófriðar. Það, sem mestu máli skipt ir, er sú staðreynd, að hafnar hafa verið viðræður og samn ingatilraunum verður haldið áfram bak við tjöldin og op iríberlega, íenda þótt útlitið sé ekki bjart núna. De Gaull forseti er senni- lega eini maðurinn í Frakk- landi, sem hefur vald og . traust til þess að koma þess um viðræðum í kring og for ingjar upþreisnarmanna , hafa viðurkennt, að leysa skuli deilumálin með samn- ingum, í veði er ekki aðeins friður í Alsír heldur einnig framtíð Norður-Afríku og jafnvel allra Austurlanda ■ nær. - Þetta verður skiljanlegt þegar höfð eru í huga boð kínverskra kommúnista um aðstoð við alsírska uppreisn- armenn. Slíkt gæti þýtt stór aukin áhrif kommúnista í Norður-Afríku, en bæði ríkis stjórnir Túnis og Marokkó eru andvígar aðstoð Kínverja og óttast að hún geti haft slæm áhrif. Ástandið er því ekki aðeins hættulegt fyrir Frakkland og Alsír, heldur fyrir Vesturlönd í heild. Eftir sex ára styrjöld, sem kostað hefur 150 000 manns- líf, pyndingar og ógnarverk á báða bóga, er ekki annars að vænta en deiluaðilar séu tor tryggnir og hafi lítt vald á skapi sínu ef út af bregður í einhverju máli. Allar samn ingaviðræður hljóta því að verða erfiðar og dragast á langinn. En þeim hefur ver- ið komið á og verður vafa- laust haldið áfram. En bæði meðal Frakka og uppreisnarmanna eru til þeir, sem vilja halda styrjöldinni áfram, og þeir eru furðu valdamiklir. Þeir nota sér hvað, sem er til þess að koma áformum sínum og notfæra sér í áróðursskyni allt, sem hægt ier að túlka sem eftir- gjöf. Það er þvf engin furða þótt Frakkar og Alsírmenn, sem sátu við samningaborð ið í Melun, hafi ekki viljað faltajst á ndina eftirgjöf á kröfum sínum. En eftir þennan fyrsta fund hafa eng ar brýr verið brenndar s3 foaki, enda þótt slitnað hafi upp úr samningaviðræðunum í foili, og foáðir aðilar halda opinni leið til frekari við- ræðria. Báðir telja hernaðar stöðu sína í Alsír góða og segjast vera í góðri samninga aðstöðu. De Gaulle á manna mestan þátt í, að samningaviðræður hófust og hann leysti Alsír- málið úr þeirri sjálfheldu, sens það var komið í. 16. september 1959 lýstí hann því hátíðlega yfir, að Alsírbúar ættu sjálfir að á- kveða pólitíska framtíð sínas í frjálsum kosningum. En áð ur en það verði, verður að komast á friður í landinu að dómi de Gaulle. Up'preisnarmenn hafa fall- ist á ákvæðið um sjálfsákvörð unarrétt en þeir vilja ekkf leggja niður vopn og vera und ir náð Frakka korgnir. Þeir treysta de Gaulle en þykjast vita að hann geti ekki tryggt frjálsar kosningar í Alsír. Þeir krefjast því trygginga fyrir vopna'hléi, sem Frakk- ar vilja ekki fallast á. Leiðin að samningavið- ræðunum 24. júní var löng og ströng. De Gaulle foefur orðið að foerjast gegn þeina öflum í Frakklandi og Alsír, Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.