Alþýðublaðið - 16.07.1960, Page 15
„Það er mikils virði fyrir
mig Myra. Þú veizt ekki sjálf
hve mikils virði bað er“. Hann
ýtti á hnappinn í lyftunni og
sagði svo:
„'Viltu gera dálítið fyrir
okkur Simon áður en þú
ferð?“
„Vitanlega. Hvað er það?“
.,Komdu og borðaðu með
okkur á föstudaginn. Ég hef
boðið fólki hingað til að sjá
myndina“.
„En gaman! Vitanlega kem
ég“.
Og seinna begar hún fékk
boðið frá Estelle gladdist hún
yfir að geta með góðri sam-
vizku sagt að hún hefði lofað
sér annað. Þó að þetta boð
hefði orsakað það að hún
fengi að sjá Mark einu sinni
enn þá vissi hún ekki hvort
það væri þess virði.
Hún heyrði að einhver stóð
við dyrnar og leit þangað.. —•
Það var Mark. Augnablik
störðu þau hvort á annað en
hann sá ekki nema kalt augna
ráð hennar og hann missti
kjarkinn.
„Ég var að leita að Harvey
lækni“, sagði hann.
Það var svo auðséð að Har-
vey læknir var þar ekki að
Myra nennti ekki einu sinni
að svara.
„Það hefur víst ekki verið
•.neitt að, meðan> ég var ekki
hérna spurði hann.
„Nei, herra. Áttuð þér von
á því?“ spurði hún kuldalega.
Hún var eins og ísfjall. Ó-
beygjanleg og það var ekki
hægt að nálgast hana. Hún
reis að fætur og gekk til hans:
„Ég þarf að fara núna ef þér
viljið hafa mig afsakaða“. —-
Hann varð að ganga til hliðar
til að hún kæmist fram hiá.
„Myra?“
„Já, herra“.
„Mig langar til að tala við
yður undir fjögur augu“, —■
sagði hann örvæntingarfull-
ur.
„Ég skal koma til yðar áður
en ég fer á laugardaginn“.
Honum fannst hann vera að
tala við styttu. Hann revndi
einu sinni að brjóta niður
kurteisismúrinn, sem var á
milli þeirra. „Við sjáumst víst
fyrir þann tíma. Frænka mín
ætlar að halda samsæti og ég
geri ráð fyrir að sjá yður þar“.
„Því miður ekki. Ég fer ann
að“.
„Leyfist mér að spyrja með
hverjum?“
„Með Brent vitanlega“.
Og svo fór hún. Hann starði
á eftir henni og hún gekk eft-
ir ganginum reist og stolt.
27.
Þetta var aðeins smáboð,
Harvey læknir, Polly Friar,
Mark og Estelle sjáíf. En í
þetta skipti var Myra ekki
með og Mark fannst allt tómt
og eyðilegt. Hann heyrði að
Estelle sagði glaðlega: „Eftir
matinn skulum við fara út
með ungu hjónaleysin og
leyfa þeim að dansa. Við verð
um ag halda trúlofunina há-
tíðlega er það ekki Mark?“
Han snerist á hæl og sá hve
Polly og David ljómuðu.
„Svo þið hafið verið að
trúlofa ykkur? Það vissi ég
ekki. Til hamingju Harvey
læknir“.
„Þakka yður fyrir herrá“.
„Og hvað yður viðkemur,
systir Pally“, Mark brosti til
hennar, „þá verð ég að leyfa
mér að segja að þar var hann
heppinn“.
„En mig langar að taka fá-
eina vini mína með til að við
verðum fleiri áður en við för-
um“, hélt Estelle glaðlega á-
fram.
„Hvaða vini?“ spurði Mark.
„Venetiu og aðra“.
„Frænka mín bað mig um
ag sækja þig“ sagði hann. —
„Hún bíður í bíl fyrir utan“.
Venetiu langaði ekkert til
að fara með en það væri samt
betra en að fara ein heim til
hótelsins. Estelle brosti vin-
gjarnlega til hennar þegar
hún settist inn í bílinn.
,,‘Við verðum fleiri áður en
yfir lýkur,“ sagði hún. „Ég
vona að yður sé sama?“
Venetiu var alveg sama. —
Hún hallaði sér að sætisbak-
inu og lokaði augunum. Hún
vissi ekki einu sinni í hvaða
átt þau óku og hún opnaði
ekki augun fyrr en þau námu
staðar.
Venetia leit í kringum sig,
þau höfðu numið staðar við
fallegt, gamalt hús. Venetiu
27
frá ástinni
„Nú“, sagði Mark án snef-
ils af áhuga.
Frænka hans brosti með
sjálfri sér að honum og hans
vonda skapi. Mark gekk að
glugganum og starði út yfir
húsþökin. Hann hafði hagað
sér eins og fífl, ef hann hefði
aðeins haft Myru hérna hjá
sér hefði allt verið gott.
Um svipað leyti og Mark
starði út um gluggann var
Venetia að klæða sig í leikhús
inu. En henni var alveg sama
í hvað hún fór. Til hvers var
að punta sig, þegar hún var
ekki að punta sig fyrir neinn?
Allt hefði verið öðruvísi ef
Brent hefði verið hjá henni.
En það var enginn, sem gat
tekið hans stað. Hún átti nóga
aðdáendur en henni stóð á
sama um þá alla. Hún tók
hringinn úr skúffunni og setti
hann á fingur sér. Hún ætl-
aði aldrei framar að taka hann
af sér, hún ætlaði alltaf að
bera hann. Hann var dýrmæt
asti gripurinn, sem hún átti,
því Brent hafði gefið henni
hann.
Venetia hafði alveg gleymt
því að hún hafði lofað að
koma út með Estelle og hún
minntist þess ekki fyrr en
Mark leit inn til hennar og
spurði hvort hún væri tilbúin.
brosti hann, en hann varð að
halda aftur af sér til að sýna
ekki tilfinningar sínar. Hann
varð að neyða sjálfan sig til
að líta ekki á Venetiu.
„Og hvar er hann?“ spurðl
Lady Lovell.
„Hér, Madame“.
Og þarna stóð gamli Joseph
og Mark fannst hann líkjast
fannst það skemmtilegt og
hún gekk á eftir Estelle upp
tröppurnar . . .
Á þriðju hæð nam Estelle ■
staðar við fallegar dyr úr eik,
hún lyfti gamaldags dyra?
hamri og beið.
„Þetta er fallegt hús“, hvísl
aði Venetia. „Ég vildi að ég
ætti heima hér“.
„Er það?“ sagði Estelle bros
andi og einmitt þá opnaði
Brent dyrnar.
„Komið þið inn“, kallaði
hann hjartanlega — svo sá
hann Venetiu. Hann hafði
ekki átt von á henni.
Og svo gengu þau inn í for-
salinn og inn í stórt herbergi
með háum breiðum gluggum
— >greinilega vinnustofu. Á
>miðju gólfi stóð grind og á
henni málverk, sem dúkur
var breiddur yfir..
„Er þetta myndin?“ >spurði
Estelle. „Má ég sjá hana
Brent?“
„Þegar málarinn >leyfir“,
Effir
Rona Randall
Nauðungaruppboð,
sem auglýst var í 55., 56. og 57. tbl. Lögbirtingahlaðs
ins 1960 á hluta í Þingholtsstræti 11, hér í bænum,
þingl. eign Málfríðar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfui
Jóns Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 20. júlf 1960, kl. 2há síðdegis.
Borgarfógetinu í Beykjavík.
Báíur til sölu
Tilboð óskast í tollbátinn Val, sem stendur í dráttar-
braut Bátanausta við Elliðaárvog. Upplýsingar gefur
Unnsteinn Beck, tollgæzlustjóri, Hafnarhúsinu.
Tilboð sendist tollstjóraskrifstofunni, Arnarhvoli, fyr
ir 26. þ. m.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Húsbyggjendur
Höfum vélar í hverskonar uppgröft, ámokstur ©g
hífingar. — Gröfum húsgrunna í tíma- og ákvæðis-
vinnu.
Vélaleigan h.f.
Sími 18459.
5í;
Nauðungaruppboð,
sem auglýst var í 50., 53. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs
ins 1960 á Smálandsbraut 5, hér í bænum, eign Ás-
geirs Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Árna Guð-
jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 20. júlí 1960, kl. 3V2 síðdegis.
Borgarfógetinn í Beykjavik.
Skipa- og Bifreiðasalan
er flutt að BORGARTÚNI 1. — Við seljura
bílana.
Björgélfur Sigurösson,
Símar 18085 og 19615.
Vélsetjari óskast
Alþýðublaðið
Aþýðublaðið — 16. júlí 1960 |5|
r