Alþýðublaðið - 13.07.1960, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Qupperneq 3
 WWWWWWWWWWMMMMWtWmWWWMWWWWIW HROÐALEG prentvilla slæddist inn í HAB-frétt blaðsins » gær. Fallið hafði niður orðið ekki, og gjör- breytti það merkingu setn ingarinnar. Svona átti inn gangur fréttarinnar að vera: „Ég er með raunaleg skilaboð til fyrrverandi eiganda HAB-miða nr. 1277. Hann hefðí unnið Volkswagenbíl ef honum hefði EKKI láðst að end- urnýja.“ Úr því HAB er aftur til umræðu hér í blaðinu, má reyndar vekja athygli á smáskrýtinni tilviljun: HAB-bílarnir virðast ganga betur út þegar tveir eru í boði en einn. Þannig fóru þeir báðir í drættinum 7. maí. Væntanlega fer þá eins í næsta skipti, 7. septem- ber. Þá verður bíllinn, sem nú féll á óframlengdan miða, nftur settur inn í happdrættið. tmHHMMIMMIMIMUMIMH Siglufirði í gær. RÚSSNESKA þingmannanefd- in kom hingað í morgun um kl. 10. í fylgd með nefndinni var sendiherra Sovétríkjanna á fs- landi, Friðjón Skarphéðinsson, forseti sameinaðs þings, Pétur Pétursson forstjóri og Björn Jónsson alþingismaður. I Á Hafnarbryggjunni' tóku á móti nefndinni stjórn Síldar- verksmiðju ríkisins og stjórn Síldarút'vegsnefndar ásamt for- seta bæjarstjórnar og bæjarfull trúi. Gestunum var sýnd síldarsölt unarstöð, og síðan var þeim sýnd Síldarverksmiðja ríki'sins undir leiðsögn Vilhjálms Guð- mundssonar framkvæmda- stjóra. Fyrir hádegi sat nefndin boð Síldarverksmiðju ríkisins og Síldarútvegsnefndar. Eftir há- degi hélt bæjarstjórn Siglu- fjarðar veizlu fyrir gestina. Haldnar voru ræður og minnzt vi'nsamlegra samskipta íslands og Sovétríkjanna. Gestunum var fært að gjöf skjaldarmerki Sigga Vigga V ÞOR -(- - Sigtufjarðar, haganlega útskor- ið. Koma nefndarinnar hingað var í alla st'a'ði hin ánægjuleg- asta. Þingmennirnir f óru héðan um kl. 3 í dag og héldu áleiðis til Akureyrar. J.M. ..tbl HVEPhllG GAT tG BODIÍJ MANNINUM BC-TP.I TfV/GGlNGU tN AD HANN SKRIFADI UPP k WANN SiÁLFUR" Þeir ferðast um ísland í ÞESStJM mánuði koma hing- að til lands hópar jarð- og land- fræðinga Hópar þessir koma af alþjóðlegum mótum, sem hald- in verða í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Landfræðingahópurinn, sem kemur, mun 'fara í ferðalag kringum ísland, og leggur af stað í þá ferð 23. þ. m. Hópurinn .fer norður og austur með land- inu, og dvelur á Skeiðarársandi nokkurn tíma. Ferðin tekur 12 daga í þessurn hóp verða 30 menn, og verður Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur farar- stjóri hópsins. Jarðíræðingarnir, sem koma hingað em 60. Sá hópur mun einnig fara sams konar ferð og landfræðingarnir. tMenni'rnir, sem hingað koma með þessum hópum eru frá 20 löndum, og .eru margir meðal þeirra vel þekktir vísindamenn. sia: fyrir hálaunaða en segja verkafólki oð híða ALÞÝÐUBLAÐIÐ vill A'ekja athygli landsmanna á því, sem gerzt hefur, síðan ríkisstjórnin bannaði verkfall flug- manna. Það er þetta: 1) Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stand'a gegn því, að fámenn stétt hálaunaðra manna fái nú miklar kjarabætur. 2) Kommúnistar og Framsóknarmenn h'alda uppi harð- vítugri baráttu fyrir þessa sömu fámennu stétt hálaun- aðra manna. 3) Á sama tíma hreyfa kommúnistar hvorki legg né lið til að knýja fram kjarabætur fyrir verkamenn, verka- konur eða aðrar láglaunastéttir. Mörg verkalýðsfélög þessa fólks eru undir stjórn kommúnista og hafa lausa samninga. Þetta er athyglisvert ástand. Forseti Alþýðusambands- ins, Hannibal Valdimarsson, forustumenn kommúnista í verkalýðshreyfingunni og aðrir ráðamenn kommúnista völdu þá stefnu á ráðstefnu Alþýðusambandsins fyrir nokkru að bíða átekta. Þess vegna bíða láglaunastéttir landsins, enda má ætla' að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji gefa efnahagskerfi ríkisstjórnarinnar tækifæri til að sýna, hvort það dugir eða ekki. Staðan í dag er því þessi: Kommúnistar heyja harðvít- uga baráttu fyrir hinum hálaunuðu, en segja láglauna- fólkinu lað bíða. Alþýðuflokkurinn segir 'hins vegar: Há- launamenn verða að bíða eins og láglaunafólkið. Þeir mega ekk, ganga á undan. Hvor flokkurinn starfar meir í anda alþýðu og sannrar verkalýðsbaráttu? Útsvarslækkun á Akranesi LOKIÐ er niðurjöfnun út- svara á Akranesi og hefur út- svarsskráin verið lögð fram. Alls var jafnað niður um 12 Aukið húsnæði pósts og síma I Neskaupstað Neskaupstað, 11. júlí. NÝLEGA er lokið endurbót- um póst og símahúsnæðis hér á Norðfirði, auk um 100 fermetra viðbótarbyggingu. Einkum er stórbætt aðstaða póstsins með stórum afgreiðslusal, böggla- geymslu, innmúruðum skáp, — vinnuherbergi stöðvarstjóra og snyrtiherbergi. Þá eru símaborð aukin og hafa nú 360 númer. Skráð og tengd númer eru nú 184, en 20-30 manns eru á biðlista. — Vegna skorts á jarðstrengjum hafa menn orðið að bíða, allt upp í 2-3 ár eftir síma. Framkvæmdir við póst- og símahúsnæðið hér hófust í októ ber 1958. Dráttarbrautin h.f. skilaði húsinu fokheldu, en Jó- hann P. Guðmundsson, hús- gagnasmíðameistari, annaðist innréttingar. Stöðvarstjóri er frú Kristín Ágústsdóttir, sem hefur starfað við póst og síma frá 1916. — Oddur. millj. kr. á 1200 gjaldendur. Lagt var á eftir útsvarsstiga þeim fyrir kaupstaði, sem sam- þykktur var á síðasta alþingi, með nokkurri lækkun. Samkvæmt upplýsingum Dan íels Ágústínussonar, bæjar- stjóra á Akranesi, er erfitt að segja um hve mdkil útsvarslæ'kk unin er, þar sem Iagt hafi verið á eftir nýjum reglum, ólíkum þeim, sem áður giltu. Þessir 10 gjaldendur bera hæst útsvör á Akranesi: 1. Haraldur Böðvarsson & Co. 565 500 kr. 2. Fiskiver hf. 155 900 kr. 3. Kaupfélag Suður-Borgfirð- inga 97 700 kr. 4. Sigurður Hallbjarnarson hf. 84 000 kr. I 5. Vélsmiðjan-Þorgeir & Elj- ert 77 800 kr. 6. Hraðfrysti'húsið Heimá- skagi hf. 74 500 kr. I 7. Garðar Finnsson skipstjó^i' 51 600 kr. 8. Fríða Proppé, lyfsali 51 100 kr. 9. Dráttarbraut Akraness 51 000 kr. , 10. Skeljungur hf. 50 400 kr. Alþýðublaðið — 13. júlí 1960 j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.