Alþýðublaðið - 13.07.1960, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Qupperneq 4
1 MARGIR héldu því fram, a'ð Tambroni hafi byggt hús sitt á sandi er hann þáði stuSn ing ný-fasista er hann mynd- aði ráðuneyti sitt í vor. Sam- vinna við ný-fasista fór út um þúfur strax og eitthvað reyndi á og nú er höggvið að Tambr- oni bæði frá hægri og vinstri. Kommúnistar og fasistar kasta grjóti hverir á aðra, en hið eiginlega skotmark þeirra er Tambroni. Óeirðirnar á Ítalíu hófust er fasistar ætluðu að halda flokksþing í Genúa fyrir skömmu en kommúnistar og vinstri menn hófu aðgerðir til þess að koma í veg fyrir það. Síðan breiddist þetta út og kommúnistar stóðu fyrir verk ’jföllum til þess, „að. hindra uppgang fasismans á Ítalíu11. Allmargir hafa fallið í átök- tim þessum og margir særst. Nú hefur um sinn verið samið vopnahlé, enda þótt flest bendi til, að það verði illa hald ið af öllum aðilum. En ýmsir draga andann létt ara. Það eru þeir, sem farnir voru að óttast Tambroni. ÞEGAR stjórn Segn- is féll snemma í vor, og Fan- fani mistókst að mynda stjórn, sem styddist við flokkanna til vinstri við miðflokkanna, þá kom Tambroni til sögunnar. Það var augljóst að ekki var hægt að mynda meirihluta- stjórn, og þar af leiðandi varð að koma á laggirnar einhvers konar málamiðlunarstjórn, sem setið gæti að völdum fram yfir Olympíuleikana í Eóm um mánaðarmótin ágúst- september. Tambroni var lítt þekktur utan Ítalíu um þess- ar mundir og í fyrstu blés ekki byrlega fyrir honum. En þá komu ný-fasistar til sög- unnar og hétu honum stuðn- ingi á þingi. Tambroni þáði boðið. Þetta kom eins og reið- arslag yfir flesta ítalska stjórn málamenn, en flestir sættu sig við þetta á þeim forsendum að þetta væri aðeins bráða- birgðalausn á stjórnarkrepp- unni og eftir sveitarstjórnar- kosningarnar í haust myndi allt breytast. En smám saman varð öllum Ijóst, að Tambroni var metnaðargjarn í meira lagi. Hann er fluggáíaður, þjarkur duglegur og athafna- samur og hann þráir völd..— Andstæðingar hans segja, að hann vilji allt til vinna fyrir völdin og benda í því sam- bandi á þá ákvörðun hans að ‘þiggja aðstoð ný-fasista. Það hefur því margt misjafnt ver- ið sagt um Tambroni í vor og sumar. Sumir hafa líkt honum við Peron, aðrir vilja ekki fella yfir honum dóm fyrr en síðar og einstaka stjórnmála- menn segja að þetta sé að- eins bráðabirgðastjórn, sem fleyta eigi ftalíu yfir olympíu sumarið, einskonar „olymp- íustjórn“. ÞAÐ eru þó aðeins stuðningsmenn Kristilegra Demókrata, sem halda fast við þessa kenningu. Þeir segja, að stjórn Tambroni geti ekki tekið neinar afgerandi ákvarð anir í neinum stórmálum, og neitt bandalag við ný-fasista, þeir greiði aðeins atkvæði ekki sé heldur um að ræða með stjórninni á þingi til þess að verja hana falli, en fái ekk ert í staðinn. ANDÚÐIN á Tam- broni á að miklu leyti rætur sínar að rekja til þess, að hann er talinn fráfallinn. Hann var náinn samstarísmaður Fan- fanis í vinstri armi Kristi- legra Demókrata og þá er langt stökk að mynda stjórn með stuðningi þeirra afla, sem lengst eru til hægri. Talið er að þessi snarsnúningur Tam- bronis stafi af innbyrðis keppni hans og Fanfanis um áhrif innan flokksins. Fanfani hefur alltaf verið líklegra for .æt-sráðherraefni en Tam- broni. Tambroni hefur verið ráðherra í stjórn de Gasperi, hmanríkisráðherra hjá Fan- fani og fjármálaráðherra í stjórn Segnis. Maður, sem gegnt hefur svo áhrifamiklum ráðherrastöðum getur varla sett metnað sinn í annað en verða forsætisráðherra-. Þar af leiðir stefnubreyting hans. Hann vill allt til vinna að halda valdaaðstöðu sinni. Uppgötvun Framhald af 13. síðu. anna, gat hafningin ekki tek- izt á neinum stað. Undirrót lifnunar á einum stað er hvar vetna samband við líf eða lif- endur á öðrum, og má hér enn sjá fram á, hversu óendan- leiki tilverunnar hlýtur æv- inlega að vera frumorsökin. Væru heimur og 5íf ekki þrot- laus, væri hvorki til heimur né líf. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. EN óeirðirnar í Gen- úa sýndu að Tambroni er ekki tilbúinn „að gera allt“. Hann neitaði ný-fasistum um þann stuðning, sem þeir báðu hann um, hann bannaði þing þeirra. Ný-fasistar urðu rasandi og nú er Tambroni sviptur meiri hluta á þingi. Þetta eru forsendur þess að margir ítalskir stjórnmála- menn eru harla ánægðir með þessa þróun mála, enda þótt það kosti að landið verði stjórnlaust nokkrum vikum fyrir olympíuleikana. Komm- únistar hika ekki við að not- færa sér aðstöðuna. — Þeir munu fella Tambroni við fyrsta tækifæri. Hvað kemur eftir Tambr- oni? Svarið er undir því kom- ið hvað verður úr samninga- viðræðum Kristilegra Demó- krata og sósíahstaflokks Nenn is. Það verður rætt síðar. Fernando Tanibroni. Op/'ð bréf og andsvar: OG Vinur nazista" Opið bréf til Alþýðu- blaðsins frá Jóni Leifs. Herra ritstjóri! ÞÉR hafið í blaði yðar í dag leyft yður að lýsa yfir því, að undirritaður hafi verið „náinn vinur nazista til þessa dags“. Þessi orð eru svo herfileg að- dróttun og ósannindi, að eng- inn meiðyrðadómur eftir ís- lenzkum lögum gæti verið nægi leg mótmæli gegn þeim. Yður skal hér með gefið færi á að biðjast afsökunar og birta sannleikann: Undirritaður og hans verk voru á svörtum lista og í banni hjá nazistum síðan 1937. Hlutverk hans varð hinsveg- ar frá 1938 að dvelja í Þýzka- landi og Mið-Evrópu til þess að gera sitt ýtrasta til að bjarga lífi og eignum ofsóttra gyðinga og sinna nánustu. í raun og veru ber að þakka þeirri íslenzku ríkisstjórn, _er mótmælti hernámi Breta á Is- landi 1940, að undirritaður og hans allra nánustu eru þó sum- ir enn á lífi. Hvorki ég né aðrir hafa ver- ið að flíka þessu, en til þess að svara nú árásum Alþýðublaðs- ins verður ekki hjá því komist að segja frá því, að t. d. „Dag- bók Önnu Frank“ var mín dag- bók á þessum árum. Það er ekki ein setning í þessu leik- riti, sem ég hefi ekki heyrt og lifað sjálfur á þessum árum og meir en það. Að vísu tókst mér að Iokum ekki að bjarga lífi þeirra nán- ustu, sem ekki voru íslenzkir ríkisborgarar, — en mér tókst að gera líf þeirra bærilegra en ella hefði orðið, þar til yfir lauk með fangabúðum 1942 og gasklefum síðar. Ég vandist því á þeim árum að þegja og brjóta ekki reglur þær, sem þar í landi þurfti að fylgja, ef ekki átti að setja líf sitt og sinna í hættu, — en þeg- ar ég kom síðan til hinna „frjálsu“ landa, beið mín ekki annað en fangelsun og ofsókn- ir. Skiljanlegt getur talist að tíma taki eftir slíka viðburði, að sjá hver er maðurinn og hans fortíð, — en augljóst er að vfirvöld,, í Alþýðulýðveldinu austu: -þýzka hafa fyrr en aðr- ir skiliö og rannsakað til fulls allan sannieikann varðandi und irritaðan. Það er tilgangslaust fyrir íslenzka ritstjórn að gera tilraun til að breyta þeim niður stöðum. fteykjavík, 10. júlí 1960. Jón Leifs. Athugasemd blaðsins ÞM) er eftir öðru, að íslenzk ir dómstólar eru ekki nógu góð ir fyrir Jón Leifs frekar en annað hér á landi. Er vonandi, Framhald á 14. síðu. „Olympíustjórn- irí' komin í ham Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.