Alþýðublaðið - 13.07.1960, Síða 8

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Síða 8
m\ Varð sextugur 4. júlí s. I. NÝJÁRSKVÖLD árið 1912. Flugeldarnir lýsa upp dimmbláan næturhimininn yfir New Orleans. Göturnar eru troðfullar af fólki, sem syngur, dansar og kastar bréfræmum upp í loftið. Á hverju götuhorni standa tón listarmenn og leika. Loftið er þrungið töfrandi tóntakti, sem hrífur alla í borginni. í miðjum látunum stend- ur 12 ára negra strákur og getur ekki staðið kyrr. Hann ruggar sér í takt við músíkina, augun ætla út ú höfðinu á honum af spenn- ing og bros breiðist út á andliti hans. Allt í einu stekkur hann heim á leið. Þar finnur hann gamla skammbyssu og þýtur út aft ur. Hann skýtur úr skamm byssunni í takt við músík- ina. — Þetta varð dálítill jazzH Lögreglan kunni aftur á móti ekki að meta þessi frumlegheit og þessa skot- músík. Þeir gripu svarta, litla strákinn og fóra með hann á vandræðabarnaheim ili. Það tjáði ekkert fyrir Louis, þótt hann bæri því við, að hann þyrfti að vinna fyrir fárveikri mömmu sinni. Louis „Schatchmo" Armstrong hefur aldrei ver ið sérstaklega hrifinn af lög reglunni eftir þetta. TÓNAR. Daginn, sem Louis fædd- ist bergmáluðu göturnar í New Orleans líka af hátíða- höldum og gleðihrópum. Það var Þó alls ekki litla neðrastráknum til heiðurs, — þjóðin hélt hátíðlegan þjóðhátíðardaginn 4. júlí. En í vesölum skúr lá ung negrakona og hélt á nýfædd um syni sínum í örmunurn. Það var ekki álitleg fram- tíð, sem hann átti í vonum. Hún sá ekki fram á, að hún gæti veitt honum neitt — varla það að draga fram lífið. Faðir hans hafði hlaupið frá henni og skilið hann eftir allslausa. Móðir hans fékk svo Vinnu við skúringar hjá hvítu fólki, og föðuramma Louis litla tók hann að sér. Honum leið vel hjá ömm- unni, og hún laumaði til hians örlitlum skilding af og til. í þvottahúsinu, sem amma hans stjórnaði, skemmti Louis með söng . . Hann hafði strax svo góða söngrödd, að hann var tek- inn í kirkjukór staðarins, þegar hann byrjaði í skól- anurn. Louis naut orgeltón- anna og fallegu messusöngv anna. Samt sem áður var dálít- ið, sem hreif hann meir en messusöngvarnir. Út úr porti í nágrenni við það þar sem hann bjó, bárust öðru hvoru tónar, sem löð- uðu hann að sér og töfruðu. Það heyrðist þarna í tromp et, sem ýmist virtist gjalla glaður eða emja harmþrung inn. Þegar Louis heyrði þetta, kastaði hann alltaf öllu því frá sér, sem hann hafði handa á milli og hljóp yfir í húsagarðinn til að hlusta. Þarna var Buddy; Bolden, rakarinn, — að æfa áhugamannahlj ómsveitina sína. Takturinn var sleginn á beyglaða skatftpotta og steikarapönnur, en tromp- etleikararnir léku listir sín ar hver á sinn hátt og út- færðu gömul þjóðlög og gamla söngva með furðuleg ustu útúrdúram. Einn lék einleik á gítar — svo und- urfallega. . . . Louis sat og hlutaði him- inlifandi á þetta — og þarna varð hann vitni að fæðingu jazzins. Louis útvegaði sér trjá- bút og nokkra koparþræði og úr þessum efnivið bjó hann sér til gítar. Á þetta hljóðfæri lék hann öll lög- in, sem hann hafði heyrt Buddy og félaga hans leika. En svo varð mikil breyt- ing á lífi Louis litla. Mamma hans og pabbi sætt ust og fóru aftur að búa saman. Þau tóku þá son sinn til sín — en hann sakn aði ömmunnar, sem hafði verið honum svo góð. — Þó saknaði hann gítarsins síns ennþá meira. Pabbi hans tók hann nefnilega af hon- um og sagðist ekki vilja hafa neina ,,kattatónlist“ í sínu húsi'. — Eina huggun Louis var litla systir hans, Beatricc. En fjölskyldusælan varði ekki lengi. Þegar móðir Louis . veiktist, hvarf faðir hans á burtu fyrir fullt og allt. Louis var þá aðeins tólf ára, en hann klappaði hughreystandi á öxl móður sinnar og huggaði hana með þeirra yfirlýsingu, að frá þessum degi að telja, mundi hann sjá fjölskyldunni far- borða. Hann komst að sem gítarleikari í hljúómsveit, sem lék við jarðafarir. Hver jarðaför gerði Louis 25 sent um, ríkari: En þá kom hið örlagaríka nýjárskvöld. FYRSTI TROMPETINN. Louis leiddist hræðilega fyrstu vikurnar á betrunar- heimilinu, hann var settur í að rækta blóm og að því stefnt, að hann gæti tekið að sér eitthvert „skikkan- legt“ starf, þegar hann slyppi út. Víst var drengja hljómsveit þarna, — en Louis fékk sig ekki til að biðja um að komast í hana. — En stjórnandi heimilisins Jones, var góður maður og velviljaður. Honum var umhugað um, að nemendur hans nytu hins bezta, sem unnt var að láta þeim í té. Hann fékk því til leiðar komið, að Louis fékk tromp et milli handanna í stað blómlauka, og nú hófst tón listarnámið. Eftir tveggja mánaða lærdóm var Louis tekinn í drengjahljómsveit ina. Eftir hálft ár var hann útnefndur stjórnandi hljóm sveitarinnar. Honum fannst lífið aftur þess virði, — að því væri lifað . . . BLAÐASALA VARÐ EINA ÚRRÆÐIÐ. Einn fagran vordag var hann látinn laus. Hann gat aftur lifað sem frjáls maður og lagt leið sína, hvert, sem hann vildi. Með trompet- inn undir hendinni gekk hann vonglaður út í lífið. Hann var ákveðinn í að vinna fyrir sér sem hljóm- listarmaður. Kannski yrði hann frægur og fær eins og Buddy Bolden. Louis fékk fljótt að kom ast niður á jörðina aftur. Allir virtu þennan strák- hvolp fyrir sér með undrun í augaráðinu og ypptu öxl- um. Nei, — hann þyrfti bæði að fitna og eldast, — svo gæti hann komið og spurt um atvinnu. Hann seldi blöð, burstaði skó og bar kol eins og aðr- ir svartir jafnaldrar hans. NÝ FYRIRMYND. ÞAÐ var á þessurn árum, sem hann fékk nýja fyrir- mynd. Þessi fyrirmynd og hálfguð hans var Joe OIi- ver. Joe Oliver var hinn ókrýndi kóngur Dixielands- tónlistarinnar. Alltaf, þeg- ar Löuis gaft tóm til, flýtti hann sér til Olivers og hlust aði hugfanginn á tónana, sem hann laðaði fram úr trompetinum sínum. Dag nokkurn herti hann upp hug ann og knúði dyra hjá Oli- ver ,,kóng“. Hann spurði, hvort hann vantaði ekki snúningadreng . . . Viti menn . . . OliVér hafði ein- mitt þörf fyrir vikapilt. Hamingjusamur fór Louis sendiferðir fyrir hinn fræga húsbónda sinn. Hann var í sjöunda himni. Að fá að vera í nálægð meistarans voru honum næg laun. Dag einn kallaði herra Oliver á hann. — í þetta sinn var það ekki til að biðja hann að fara í sendiferð. Hann rétti piltinum trom- pet. ,,Ég hef tekið eftir því, að þú hefur áhuga á tónlist", sagði Oliver. „Lofaðu mér að heyra, hvort þú getur nokkuð átt við þennan hlut“ . . . Louis stóð frá sér num- inn. Hann gat hvorki stunið upp orði eða blásið tón úr trompetinum. En svo byxj- aði hann, — og hann hafði ekki blásið marga tóna, þeg” ar meistarinn sá, að skrák- ur bió yfir hæfileikum. „Ég skal ikenna þér stráksi minn“, sagði Oliver við vikapiltinn“ þá getur þú tekið við af mér, — þegar ég fer“. Joe Oliver varð ekkj fyr ir vonforigðum með lærling sinn. Fyrr en nokkurn varði, var Louis kominn -við hlið meistara síns á hljómsveit- arpallinum. Sextán ára kom S8» hann fyrst fram opinber- lega. Hinir vandlátu áheyr endur meistara Olivers tóku á móti hinum unga pilti með fögrnuði. Þegar Oliver fór frá New Orleans til Chicago, þar sem honum var boðin mjög góð staða, tók Louis sæti hans í hljómsveitinni. ÆSKUGLÖP. Það var ekki honum að kenna, þótt danssalurinn stæðj næstum tómur kvöld eftir kvöld. Heimstyrjöld geisaði og fólk hafði um ann að að hugsa en dans. Ein var það þó, sem kvöld eftir kvöld kom og hlustaði með opnum munni á leik hljómsveitarinnar. Þetta var Daisy Parker, fimm ár- um eldri en Louis, — en falleg eins og sumarnótt yf ir Missisippi. Mún kunni hvorki að lesa né skrifa, en hún var með ljósbrúna húð og kolsvart hrokkið hár. Hinn 16 ára Louis var sann færður um, að hann hefði fundið lífshamingju sína og giftist henni. Louis Armstrong hefur alla tíð notið mikillar kven hylli. Kvenfólkið klappar fyrir honum og hleður á hann blómium, hvar sem hann kemur. Daisy var allt af hrædd um hann, og vegna afbrýðisemi hennar varð hjónabandið óþolandi. Þeg- ar hún gerði uppistand í brúðkaupi — og allir gestirn ir fylgdust með — þótti Louis nóg komið og fór sína leið fyrir fullt og allt, þrátt fyrir grát og bænir Daisy. Hjónaband þeirra varaði að eins fjögur ár. Skemmtiferðabátarnir sigla fram og aftur á Missi- sippi. Louis var boðinn stáða, sem hljóðfæraleikari á einum slíkum bát. Hann tók stöðuna, — ekki sízt vegna þess, að hann var feg inn að losna við Daisy, sem elti hann á röndum og grát- bað hann um að koma aftur til sín. Þarna kynntist hann mörg um tónlistarmönnum, sem aflað hafa sér frægðar út um víðan heim, — og vináttan milli þeirra allra hefur enzt til þessa dags. Á LEIÐ UPP. Louis var orðinn 22 ára. Heimstyrjöldinni var lokið. Jazzinn fór sigurgöngu um allan heiminn. Nafn Louis Armstrong var orðið vel þekkt, og hann fékk féfúlg- ur fyrir að koma fram. Dað nokkurn fékk hann símskeyti frá Chicago. „Ef þú vilt leika á trompet hjá mér, — ertu hjartanlega vel kominn“. Þinn gamli vinur, Joe. Joe Oliver hafði slegið í gegn svo um munaði í Chic- ago. iEn -hann vann hug þeirra allra, þegar hann lék við hlið meistara Olivers. Hann var kallaður „krón- prinsinn“ og áheyrendur klöppuðu þar til lófarnir urðu helaumir. Hljómplöt-u fyrirtæki vildi fá leik þeirra á hljómplötur, en Oliver hafði á því illar bifur. Hann sagði, að þá gæti hver sem er stolið „stíl“ þeirra. Louis fél til að reyna þet fyrir ýmsa tækn eriu þessar plö rnjög dýrmætar, unnendur um he líta þær dýrgripi Lilian (eða I hún var kölluð) mesta vantrú ; fyrstu, — en þet að breytast. í i sagt: Louis og L sig einn góðan febrúar árið 1924 sasnan ,súrt og sa Lil sá greinilej allir vissu, — en að gera sér grein is var að vaxa, n um yfir höfuð. hann eindregið < sjálfstætt, en ] ekki svíkja meisl velgjörðarmann. En hún hafði Dag nokkurn a: honum samning nautum Oliver: Dreamland. „E: ekki nú, ferðu a. stendur alltaf í £ vers, kóngs“, saj Louis fór, — sagði við hann í Stólinn þinn Iæ1 auðan. Þú ert aftur, þegar þú ■ í KEPPNI. Tveir stærstu i ir í Chicago lági megin við sömu' góðviðriskvöldun Louis gluggana lét tónlistina ber una. Það sama g( Áheyrendur fc um. En þetta á1 breytast. Stjarns stöðugt hækkan Oliver fór að ge: og þreyttur. B ekki lengur nægi þol . . . og loks 8 13. júlf 1960 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.