Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 4
Bls. 12. JLÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Ekkert orð, sem á uppruna sinn á jörðu, færir eins alment gleði í sálir mannanna, og orðið jól. Af hverju? Af því, að við það er tengdur sá merkis-atburður, sem kunnger- ir mónnunum náð Guðs til allra manna, í skýrara ljósi en annað. Það gengur á ýmsu fyrir mönn- unum að gera sér grein fyrir, í hverju þessi náð sé innifalin. Mælisnúran þeirra verður ónóg, vitið líka. Lund þeirra brestur þolinmæði. En samt skilja jafn- vel þeir smæstu, og það stundum bezt, því þeir skilja með hjartanu fyrst og fremst, að jólin færa yl, gleði og kærleika í ómælismynd, eins og þeir fleygustu finna á sama hátt, að sú gleði og sá kær- leikur nær út yfir gröf og dauða, eins og hann breiddi yl og sól yf- ir þetta líf. Upp á það sættast allir hugs- andi menn um jólin, og í því Ijósi og þeim friði vilja allir vænir menn og konur halda jólin. Atburðurinn er fæðing Jesú Krists, og nafnið hans er það, sem setur ljómann, lífið og sæluna í orðið jól. Börnin hlakka sérstaklega til jólanna. Fyrst er það, að sálin þeirra er ung og saklausari en þeirra eldri. Þau þekkja minna inn á skuggahliðar lífsins, en þeir fullorðnu, nema þá þau, sem sr.emma mæta illu, og geta því betur notið þess, sem gott er og sæluríkt. Svo er til barnanna komið frá höfundi jólanna sérstakt fyrirheit um kærlieka Guðs. Þau eru smá og kraftalítil, og þurfa að sækja alla umönnun sína í fullorðnar hendur, á meðan þau eru að vaxa, og það er einkum og sérílagi gleði- ríkt fyrir þau, að Jesús sagði: “Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim það ekki, því að slíkum heyrir Guðsríki til.” Og það er til þeirra komið meira en e:'tt fyrirheit frá honum: “Hver, sem tekur á móti þessu barni í mínu nafni, hann tekur á móti þeim er sendi mig” — og “Það, sem þér gerið þessum minum minstu, það gerið þér mér.” Jesús, jólabarnið, hefir á sér- stakan hátt heitið bðrnunum kær- leika sínum og öll böfn geta orð- ið þess kærleika aðnjótandi, með því að læra um Jesúm, hugsa um hann, temja sér lunderni hans og forðast alt, sem er ljótt. Fái Jesúa Kristur, að eiga bú- stað í sálu þinni, kæra barn, þá gengur þér betur að forðast það illa, en ella. Þú elskar betur, það sem elska ber og vandar líferni þitt betur á allan þann hátt, sem þér er unt, og Ijósgeislar Guðs náðar í óteljandi myndum, berast þér og þú verður móttækilegri fyrir þá, ef þú hugsar um að hýsa Jesúm í sál þinni dagsdaglega. Hvernig áttu að öðlast hann? Með því að biðja Guð. Vendu þig á að biðja Guð á hverjum morgni lífs þíns, og hverju kveldi. Oftar, ef færi gefst. Séu bænir þínar í samræmi við lífsheill þína, verða þær veittar; séu þær í öfuga átt, tekur Guð þig og þær að sér, og veitir þér það, sem er mikið stærra, fegurra, betra, en þú kunnir að biðja um og kemur fyrir þig sjálfan (eða sjálfa) vitinu, og þú verður mik- ið stærri, mikið vitrari fyrir að láta hann ráða, fyrir að biðja. Alt þetta minna jólin á og skil- yrðin fyrir öllu þessu færa jólin í komu Jesú Krists til þessarar jarðar, því í persónu hans er að finna alt það, er til þess þarf, að geta barist hinni góðu baráttu, óðlast styrk í þrautunum, von í sorg, hver sem hún er, eða ör- vænting, Ijós í myrkri—lífið í dauðanum. Finst þér það ekki yndislegt, að eiga hann að vini, sem á alla jólagleðina, er breiðist yfir heim- inn? Þú verður þeim mun betur hluttakandi I henni, sem þú hugs- ar meir um að Jesús elskaði þig svo mikið persónulega, að hann vildi koma til • jarðarinnar, þó hann vissi kvalir og krossdauða biða sín. Jesús sagði: “Eg er Ijós heims- íns, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins.” Ef þú hefðir heyrt talað um brú, sem bygð hefði verið fyrir löngu síðan, og þér hefði líka ver- ið sagt, að hún væri góð, og þú svo kæmir að henni, færir yfir um, fyndir hana bera þunga þinn og ekki láta sig, og ef þú svo sæ- ir járnbrautarlest fara yfir brúna líka, og findir og skildir eitthvað af þeirri ógurlegu áreynslu, sem brúin yrði fyrir, pg hún væri ó- skemd eftir þetta, þá myndirðu á- lykta hana góða. Svo er um fyrirheit Jesú Krists. Það er búið að reyna þau hverja aldaröðina eftir aðra, og þau eru alt af jafn-dýrmæt, jafn-ábyggi- leg. Heimurinn, með öllum sín- um þunga, streymir eftir þeim, en þau láta ekkert undan og manns- sálin verður þeim eins fegin í dag og hún varð þeim fyrir nítján hundruð árum síðan; alveg eins og þú verður feginn, barnið gott, að fá að borða, þegar þú ert svangur, drekka, þegar þú ert þyrstur, anda að þér fersku lofti, þegar þér liggur við köfnun, eða hlýju á líkama þinn, þegar þú ert að frjósa. Það eru til hlutir, og þeir marg- ir, sem taka breytingum; fjólda- margar breytingar eru stór-nauð- syn. En það eru líka til hlutir, sem ekki virðast geta breyzt, svo sem það, að maður þarf fæðu til lífsviðurhalds líkama sinum, í meginparti veraldar þessarar klæði og skýli yfir höfuð sitt„ svo er honum það eiginlegt, að þrá sælu fyrir sál sína. Hann öðlast hana fyrir Jesúm Krist. Jesús sagði: “Eg er veg- urinn, sannleikurinn og lífið, eng- inn kemur til föðursins, nema fyr- ir mig.” Um jólaleytið eru ísar og frost á öllu norðurhveli jarðar. Jörðin er lögð í dróma frosts og snævis. Vötnin lúta sömu örlögum. út- höfin eru frosin á pörtum, og um þau leika vetrarvindarnir, kaldir eins og dauðinn, og í gegnum þau andar ógn og ólga dauðans og hóta tortímingu. Gangur himinhnattanna svift- ir oss að miklu birtu sólarinnar. Dagur er stuttur, en nóttin löng, svo að í viðbót við hin ömurlegu kjör, er kuldinn, snjórinn og stormarnir veita að oss, þá kem- ur myrkrið,—skammdegis-myrkr- ið, með sínar ógnir og vofur og gerir líf vort á þesum tíma, oft og tíðum lítt bærilegt. JÓL Að eins þetta stutta orð í ís- lenzkri tungu, þriggja stafa orð, dreifir kuldanum, lýsir í myrkr- inu. Það á mátt til að lýsa svo mannssálina, jafnvel umkringda af myrkri og undir ánauð ýmsra storma, að hún syngur gleði- söngva, er hátíðin með þessu stutta nafni gengur í garð. öll dýrðin, allur mátturinn, öll hlýjan og alt ljósið, sem orðið jól færir með sér, er komið frá mannkynsfrelsaranum Jesú Kristi. Hann er almættið, réttlætið og kærleikurinn sameinað og upp- fylling þess alls. Það er því jóla- barnið, sem gerir jólin svo fögur. Fornaldarmenningin var hörð og köld, þó náttúru blíðan væri og mikil, í austurálfu heims. Þar vottaði sjaldnast fyrir kærleikan- um, sem Guð hefir á einstaklingn- um. Það var Jesús, jólabarnið, sem fyrst og fullkomnast sýndi mönnunum það stóra ljós, hvað Guð elskaði þig og mig, hvern ein- stakling; og hann sýndi með breytni sinni veginn, sem ganga skyldi, og sá vegur er eins og brú- in, að því leyti að bregðast aldrei. Charles Dickens sagði syni sín- um, er hann fór frá honum út í heiminn, að gleyma ekki að biðja Guð, hvern morgun og hvert kvöld. Dickens var einu sinni fátækur, lítill drengur, og þekti því skuggahliðar lífsins. Hann átti líka yfir stóru pundi að ráða, tii að greina þær og afnám þeirra bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Fjársjóður heim borinn með réttmætri fyrirhöfn, skyldi æfin- lega metinn, hve miklu fremur sá andlegi auðurinn, sem mannssálin er stundum send eftir í undirheima þessarar jarðar: þekkingin á al- góðum Guði og hans frelsandi náð. öll börn ættu að reyna, frá því nú á jólunum og til næstu jóla, að biðja Guð á hverjum degi um að senda sér eitthvað af ástgjöf- um þeim, sem jólabarninu fylgja, þau geta verið fullviss um það, að þau munu öðlast margt feg- urra, betra, fleira og stærra, en þau kunna að meta, um það næstu jól koma, og öll jól, sem þar á eftir fara. Guð gefi öllum, en sérstaklega börnunum, gleðileg jól, í Jesú nafni. Rannv. K. G. Sigbjömsson. Yfir um lækinn. Saga frá Fyæreyjum, Eftir Jörgen Falk Rönne. Frá ómuna tíð, höfðu tveir kot- bændur búið sinn hvoru megin við lækinn í víkinni við Hrafnatanga. Fáir faðmar voru á milli bæj- anna, og lækurinn brúaður með styllum, það er sléttum steinum, sem stikla mátti á yfir hann. Á hverjum morgni mættust bændurnir við lækinn, og töluðu um dagsverkið fyrir framan sig. Á hverju kvöldi hittist fólkið á báðum bæjunum, ýmist úti í sum- arblíðunni, er sólin seig í ægi og helti gullnum geislum sínum yfir láð og lög; eða á vetrarkvöldum inni við arininn, er Atlantshafið buldi á klettunum við ströndina. Deilur höfðu aldrei heyrst þarna. Kæmi misklíð upp, var hún fljótt bætt. Hrafnatangabúar höfðu æf- inlega fundið glögt til hins ó- sýnilega heims umhverfis sig. Nokkrir höfðu getað séð fram í tímann, aðrir gátu útlagt drauma og tákn. í öllu, sem fyrir kom, talaði Guð til þeirra. Brotnaði hjá þeim ár, sátu þeir með stúfinn í höndum og hugsuðu um hvað Guð meinti með þessu. Gömlu mennirnir töluðu mest um guðs orð og lífið hér eftir. Að eins nokkrum sinnum á á:i, gátu þeir komist til kirkju, að hlýða á prestlegar útskýringar ritningarinnar; sumir höfðu aldr- ei komið í skóla, en sjaldan mun heilög ritning hafa verið lesin með barnslegra sinni né göfugri anda. Mannæfir liðu. Það var á dögum þeirra Nikul- ásar og Jóhanns, að lækurinn varð svo breiður, að erfitt varð yfirferðar. Hann breikkaði smátt og smátt. Sjálfsagt byrjaði það á því ,að þeir feldu báðir hug til sömu stúlkunnar. Nikulás fékk hennar og tókust með þeim góðar ástir. Ekki byrjaði samt hatrið þá. Aðr- ir skiftu sér ekki af þessu máli. Nokkru síðar kvæntist Jóhann ríkri konu. Hún dó eftir að hafa alið honum dóttur. Það var ekki nema eðlilegt, að kona Nikulásar hjálpaði upp á sakirnar í húsmóðurlausa húsinu. En þá fór eitthvað að naga hjarta Nikulásar. Hann gat ekki varist þeirri hugsun, að þetta væri af öðrum hvötum og að hugur konu sinnar væri meira fyrir handan lækinn, en heima hjá sér. Og svo var ekki þar með búið. Jóhanni tæmdist arfur eftir k°nu sína og bjó hann nú mikið rík- mannlegar en áður. — Hann tók sér húskarl, keypti sér lendur til bithaga fyrir búpening sinn, og slátraði tvisvar sinnum eins miklu hxhxhzhxhzmxhzhzhxhzhxhzmzhznshzhzhxhxhxhxhzhzmzhzhzh K z H K M 32 M 32 M X M s M X M X H X H HXHZMZMZHZMXHZHZHXHXMXHZHZHXHSHZNXMXMXMXHZHXHXHXMZHXH H. P. ALBERT HERMANSON, 470 MAIN STREET, - WINNIPEG óskar öllum sínum íslenzku vinum Gleðilegra Jðla og Farsæls Nýárs. mzhxhzhxhshzhshzhxhzhzhshzhzhzhzhzhzhshshshzhzhzhzhbh Talandi ?ott- ur um þœgi- lega skó SLATER'S TÍsiadalega tiIbúoir RÉTTUR SKÓFATNAÐUR SANNGJARNT VERÐ BEZTU iJÓLASKÓR M Z H Z H Z H ■ H S H X H S H Z „ Kxmzhzhzhxhzmzhxmzhzmxhxhzhxhxmzhzhzhzmxhzhzhxhzhxhza MACDONALD SHOE STORJE ITD 494 AAAIN ST til heimilisbrúkunar og Nilkulás gat gert. Hepnin brosti við hon- um, en jöfnuðurinn gamli á milli búendanna var eyðilagður. ólániðj elti JNjkulás að sama skapi. Éitt vetrarkvöld tók sjór- inn báta hans úr nausti, með netj- um og skýli, en bátur Jóhanns, sem var rétt hjá, var kyr. Næsta sum- ar féll bezta kýrin hans af hömr- um fram og í sjóinn. Jafnvel börn- in hans vildu heldur vera hinu- megin; þunglyndi föður þeirra hafði lamandi áhrif á þau. Nikulás undi mótlæti sínu illa, því ver sem lengur leið og meira bjátaði á; þar til hann naut vart svefns né matar. Oft sat hann og talaði við sjálfan sig um Kain og Abel. “Kain, hví reiddist þú, og hví ertu svo niðurlútur?’* Svo svaraði hann sér sjálfur: “Drotni geðjaðist að Abel og fórn hans. Hví gerði Guð það? — Er hann ekki réttlátur Guð? Hví tekur hann frá þeim fátæku og gefur þeim ríku?” Kvöld eitt að sumarlagi, kom Nikulás þreyttur heim af fjöllum og að köldu húsi; enginn eldur á arni. Kona hans var úti og kept- ist við að breiða upp þvott. — Hún heilsaði honum þrosandi “Hver á þennna þvott?” spurði hann. “Eg,” svaraði hún glaðlega. “Nær komu léreft í okkar hús?” sagði Nikulás. Málrómur hans var svo undarlegur, að hún varð hrædd. “Jóhann gaf mér það fyrir að hjálpa þar heima í húsinu,” svar- aði hún hikandi. Þetta varð Nikulási ofraun. Ælðarnar á enni hans þrútnuðu. Loks gat hann stunið upp. “Á Jóhann að gefa konunni minni fötin á sig? Færðu honum það strax til baka.” Frá þeim degi varð lækurinn að merkjalínu. Enginn þorði að fara þar yfir, Sunnefja sízt af öllum. Næsta sunnudag hafði hvor fiölskyldan guðsþjónustu út af fyrir sig. Það hafði ekki komið fyrir í hundrað ár. Jóhann gat vel séð um sitt, bæði til sjós og lands. Það var erfið- ara fyrir Nikulás. Drengirnir urðu að erfiða, oft meira en þeir þoldu, samt var margt ógert, sem átti að vera gert, Sumarið leið, og svo var komið langt fram á veturinn. — Aldrei hafði slíkur vetur liðið yfir Hrafnatanga. Hvor fjölskyldan þar var bara í hálfum heimi og heimurinn á Hrafnatanga var, sem áður er sagt, ekki margmennur. Einn dag seint á vetri, sagði Sunnefja í hálfum hljóðum: “Þetta er nú síðasti brauðhleif- urinn.” Nikulás vissi, að að þessu hlaut að draga. Hann stóð upp og fór út. Hann þurfti ekki að ganga nema örfá skref, til þess að fá mjöl í brauð, en hann gat ekki neytt sjálfan sig yfir lækinn. Þegar hann hafði rölt 1 ráðaleysi til og frá um stund, fór hann of- ar. í naust og losaði bát sinn. Um kvöldið sagði hann elzta drengn- um, að vera tilbúinn í kaupstað- Niðurl. á bls. 13. GEFIÐ RAFAHÖLD HEIMSŒKIÐ # HYDRO SÍNINGARSTOFUNA 55 Princess Street RAF FIRE GRATES Gera heimilið hlýtt og bjart og notalegt. Hydro hefir mikið úrval og verðið er sanngjarnt. Komið og sjáið. RAF HEATING PAD Eins mikill hiti eins og þér viljið, þegar þér viljið og eins lengi og þér viljið. Ekkert að fylla og ekkert fer til spillis.— Frá $6.50 og upp. HYDRO STRAUJARN. i Fulkomið, með öllu tilheyrandi. Tækifærisverð $3.45 RAF TOASTERS, PERCULATORS og VÖFLUJARN. Þetta eru ódýrar og þægilegar jólagjafir. THE HOOVER Sérstakt tilboð um jólin. $2.20 út í hönd færir yður einn heim í húsið Engin gjöf er konu yðar kær- ari, en þetta áhald. Gefið henni Hoover. Þá gefið þér henni það bezta EDEN ÞVOTTAVÉL er þarfleg jólagjöf handa konunni Samið um mjög þægilega borgunarskilmála. GLÐJID BÖRNIN YÐAR með ljósum á jólatrénu. Gjafverð. Kaupið Button Flasher sem láta Ijósin blossa upp og hverfa. HITUNARAHÖLD sem hægt er að færa tiL Sérstakt gjafverð um jólin. $3.95. HYDRÓ TALSÍMANÚMER ’ 848 131 848 132 JAMIESON & BROWN Eimited ———- ELDSÁBYRGÐIR .— 201 McARTHUR RUILDING WINNIPEG - - - MANITOBA PORTNOY BROS. EIGENDUR Perth Dye Works-Crown Dyers and Cleaners Stærsta fata hreinsunar- og litunarhússins í Winnipeg, óska öllum íslendingum í Winnipeg og annarsstaðar í Vestur-Canada, Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs. Vér tökum þetta tækifæri til að láta þess getið aö litunarhús vort er hið full- komnasta í Vestur-Canada og að ekkert vantar nú á að það sé tilbúið að gera fyrir yður það sem þér þurfið. Vér höfum nýjustu vélar og besta útbúnað, sem er full trygging fyrir því, að fötin skemmast ekki þegar þau eru hreinsuð, sem ekki er hægt að komast hjá þar sem útbúnaður er ófullkominn. Þessi fullkomni útbúnaður gerir oss einnig mögulegt að afgreiða þúsundir manna, og gera þá alla fullkomlega ánægða. i & NATHAN PORTNOY Oss þykir mjög vænt um áð þér hafið treyst oss að undanförnu og vér reynum að halda trausti yðar, og mn leið og vér sendum yður bestu jólaóskir, þá lofum vér að þjóna yður með trúmensku. Tvö nýtisku hreinsunar- og litunarhús til að gera fyrir yður það sem þér þurfið. SANNGJARN VERÐLISTI Karlmannafatnaður hreinsaður jog pressaður $1.25 Karlmannafatnaður pressaður ................. 0.50 Karlmanna yfirhafnir, fur kragar hreinsað og pressað ........................... 1.50 Karlmanna hattar hreinsaðir og færðir í lag— 0.75 Karlmanna húfur, hreinsaðar og pressaðar .. 0.35 Kvennakjólar úr serge eða silki hreinsaðir og pressaðir............................. L25 Kvenna yfirhafnir, hreinsaðar og pressaðar .. 1.25 Kvenfatnaður hreinsaður og pressaður...........25 Peysur, hreinsaðar og pressaðar ............. O.75 Tvö nýtízku verkstaeði í Winnipeg The Perth Dye Works 482-484 PORTAGE AVE. Sími: 37 266 (4 línur) Crown Dyers & Cleaners 238 LILAC STREET Sfmi: 42 327 (3 línur) PORTNOY BROS., Eigendur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.