Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 6
Bls. 14. LöGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Krossinn. Nú var iþað lokains afráð- ið, að eg færi að heiman frá föð- ur og móður og systkinum. Eg var 19 ára, stór og sterkur, og frjáls eins og fjallablærinn, er eg bafði andað að mér öll þessi ár, því heimili okkar var undir hlíð- arbrún inst í dalnum, þar sem á- in liðaðist, með \'léttu) suðandi straumfalli á leið til sjávar. Ó, hvað eg hafði þráð, að fá að sjá sjóinn, hafið, með ölduróti af æstum vindum, síbreytilegt af báruboðum, með brimgarð við strönd. En nú vonaði eg, að eg fengi að sjá hafið, því eg var ráð- inn bókhaldari hjá verzlunarfé- laginu S. og G. Co., í þorpinu G, er var um fjórar mílur frá sjó- þorpinu Vogar. Eg kvaddi systur mína Ninnu, er var ljómandi falleg mey, 16 ára, Jón litli 12 ára og Alla 18 ára; báðir voru þeir stórir og myndarlegir drengir; og svo móð- ur mína, sem mér þótti fjarska vænt um. Eg var með tárin í augunum, er eg kvaddi þessa ástvini mína, er voru mér svo ósegjanlega kær- ir; en útþráin gaf mér toyr undir báða vængi. Eg lofaði móður minni að eg skyldi koma heim að sjá þau á nýárinu. Faðir minn fór með mér alla leið, til að setja mig í “embættið”, eins og hann komst að orðí. Hann var kátur og g'laður, eins og hann var vanur. Þetta var fyrsta nóvember og veðrið var inndælt. Við “tókum” lestina á næstu járn- trautarstöð, tvær milur frá heim- ili okkar. Vegalengdin til G. var 98 Lbs. ---- •banoon AT toeoH™ ^MRlTy FCOM^ Þeir, Sem FramleiSa Purity FIoup óska öllum íslenzkum sam- borgurum sínum í Vestur- Canada gleðilegra Jóla og farsæls Nýárs. Þeir vona, að árið 1928 verði þeim öll- um farsælt og gleðiríkt. PURIIY er bezta hveitið til hvers sem er. Úr því fæst “Meira BrauS og Betra Brauð”—og betri kökur líka. The Westem Canada Flour Mills Co. Limited WINNIPEÖ um 30 mílur, og rann lestin lengst um meðfram ánni, en stundum i gegn um holt og hæðir. Útsýni var fallegt, bygð á báðar hliðar. Áðlur en eg vissi af, vorum við komnir til G. Faðir minn fór með mig í verzlunarbúð þeirra S. og G. Co., og gerði mig “kunnug- an” þeim félögum, er voru báðir rosknir menn, vingjarnlegir í við- móti. Sögðu þeir, að eg skyldi byrja vinnu næsta dag. Búð þeirra félaga var stein- bygging, stór og falleg. Eg var því léttur í lund, er við feðgar fórum að finna frú Hanson. Hjá henni átti eg að vera “í fæði”, eins og þaðl er kallað. Hún átti heima austarlega á Hæðarstræti; var það þriðja stræti austur frá búð þeirra félaga. Frú Hansson átti myndarlegt hús, þó það væri ekki stórt; það stóð á hæð, og var því útsýni fall- egt, sérstaklega af svölunum; þaðan sást yfir þorið út til sjáv- ar. Frú Hansson var ekkja, átti dótt- er Fjóla hét, er vann í pósthúsinu í þorpinu; hún var 17 ára, smá vexti, með laglegt andlit og dreymandi, dökkblá augu; fanst mér sem úr djúpi þeirra streymdu geislar guðdómsins sjálfs. Eg fylgdi föður mínum á járn- brautarstöðina klukkan sjö um kvöldið. Hann kvaddi mig mjög innilega, og bað mig að vera trú- an og góðan dreng, og er lesbin rann á stað, veifaði hann til mín rauða vasaklútnum sínum, en hvíta hárið hans bærðist fyrir vindblænum, eins og hvítur frið arfáni, er fjarlægðist meir og meir og hvarf að síðustu út í dimmuna, eins og deyjandi vonir. Söknuðurinn greip mig heljartök- um, mér fanst eg einmana og ytf- irgefinn, en lífsþráin og framþrá- in gáfu mér kjark; eg lofaði s.iálfum mér því, að> eg skyldi skrifa heim tvisvar í viku, og á- reiðanlega koma heim um nýárið. Einn dagurinn leið eftir ann- an. Mér leið vel, starf mitt vann eg trúlega og verkgefendur mínír sýndu mér traust og velvild, og þær mæðgur voru mér sem móðir og systir, en heimþráin læddist að mér stundum og lét mig aldrei gleyma að skrifa heim. Eg hafði stytt nafn mitt og var nú Jón Berg, en ekki Jón Berg- þórsson. Mér fanst þessi breyt- ing á nafninu mínu vera upp í móðinn og fyrirmannleg, en þeg- ar eg fékk bréf að heiman, var ut- anáskriftin æfinlega eins og hðn átti að vera, ekkert stytt. Eg á- setti mér því, að ráðgast um þetta við fólkið mitt, er eg kæmi næst heim. Það var kominn miður desem- ber. Vinátta okkar Fjólu var orð- in innileg. Það var eins og dul- ai’fult afl drægi okkur nær og nær einhverju sameiginlegu takmarki. Það var eins og samvera okkar færði okkur nær og nær einhverj- um sæluríkum töfra heimi, er mundi opna hlið sín fyrir okkur þá og þegar. Kvöld eitt stóðum við Fjóla hlið við hlið á svölunum. Kvöldkyrðin hefir víst haft áhrif á okkur, því við vorum óvanalega hljóð. Það var eins og eg gæti ekkert sagt eða hugsað, einhver þunglamaleg eítirvænting grúfði yfir sálu minni. Það var sem eg vaknaði af draumi, er Fjóla leit á mig bláu, inndælu augunum sínum og sagði: “Eg ætla að heimsækja Lilju frænku á aðfangadaginn, hún á heima fekamt frá Þorvaldsons- vitanum að Vógar. Eg var hjá henni í fjögur ár; mér þykir fjarska vænt um hana. Hún er lík móður minni í sjón og reynd; eg hefi skrifað henni, svo hún veit að eg kem. --- Viltu ekki koma með mér? Þú getur þá séð hafið og hinar ægilegu haföldur velta sér yfir flúðir og boða og brotna á hamraborginni fyrir ofan. Eg veit þér muni finnast það stór- kostlegt. Og svo getum við séð kveikt á öllum rafljósum vitans á jólakvöldið. Það er það dýrðleg- asta, er eg hefi séð. Og taktu nú eftir: við förum gangandi þessar tæpar fjórar mílur; það er skemti- legast ef veðrið verður gott, sem eg vona að verði. Við leggjum af stað klukkan tíu að morgni, og verðum komin til frænku fyrir klukkan tólf. Hvað segirðu um þessa ráðagerð? Þú segir þó ekki nei!” og hún rétti mér nettu hönd- ina sína, er eg þrýsti innilega. “Eg samþykki þetta, og er þér meira en þakklátur, kæra vina; þú veizt, að eg vil fara með þér, hvert sem þú ferð nú og æfin- lega.” Hún hló glaðlega og dró að sér hendina og sagði: “Þetta er nú nóg. En þú hefir sjálfsagt ráðstafað jólagjöfunum til vina þinna heima?” Eg sagði, að svo væri; mér virt- ist, sem hún hefði af ásettu ráði breytt umtalsefninu. Eg var þó loksins kominn rétt að því að, segja það, sem mér bjó i brjósti.| En nú var það alt fokið út í veð- ur og vind. Frú Hansson kallaði til okkar og sagði, að kominn væri háttatími. Samtalinu var lokið. Þessa nótt dreymdi mig ein- kennilegan draum. Eg var stadd- ur á sjávarhömrum og sá út á hafið. Það var eins og æsku- draumahafið mitt, æst og ólg- andi. Það var ofsa rok; eg sá skip koma siglandi, og stefndi það í örmjótt sund; voru flúðir á aðra hönd, en klettótt ströndin á hina. Fyrir innan sundið var lygn sjór. En er skipið var nærri komið í sundið, bar hafaldan það á afar- stóran klett, og brotnaði skipið í spón. Eg sá menn og konur velt- ast í sjónum. Tvær konur kom- ust upp á stóra flúð og flagsaðist hár þeirra sjóvott í vindinum. En svo kom alda, er skolaði þeim burt og þær sukku ofan í djúpið. Eg vaknaði og fanst fátt um draum þenna. Hélt helzt, að hann boðaði eitthvað ilt. En hvað mér fanst tíminn líða seint, og þó var alt á ferð og flugi fyrir jólin, eins og vanalegt er; Fólk keypti jólagjafir, flest óþarfa glingur. Verðið hækkaði, þegar nær dró jólunum, og annríkið óx dag frá degi, og óþreyjan að sama skapi. Loksins rann þó upp aðfanga- dagurinn, heiðskír, fagur og mildur. Við Fjóla lögðum á stað á ákveðnum tíma. Vegurinn var þur og gott að ganga. Við geng- um hægt, okkur lá ekkert á; eg bar yfirhafnirnar okkar á hand- leggnum, en Fjóla litla körfu. Gat eg þess til, að í henni væru jólagjafir, því ekki vildi hún að eg bæri hana. Við vorum í góðu skapi, töluðum um alla heima og geima”. Leiðin var vel hálfnuð, er við námum staðar, og Fjóla fór að hagræða því, sem í körfunni var. Eg herti upp hugann og sagði henni í fáum orðum hversu innilega mér þætti vænt um hana og hvort hún vildi ekki gefa mér ast sína, og verða mér samferða til æfiloka. “Hvað segirðu, vina mín, er það já eða nei?” Fjóla þagði nokkra stund, en segir svo: “Eg vil helzt ekki svara þessari spurningu núna; en eg skal gefa þér svarið í kvöld, þegair kveikt verður á Ijósum vit- sns, þá verður heilög jólanótt.” Eg samþykti þetta glaður í huga, og vonaði að svarið yrði já. Við fengum afbragðs viðtökur hjá “Lilju frænku”, og dvöldum hjá henni fram undir kvöld. Hún bað okkur að koma ekki seinna heim en klukkan ellefu, og er við fórum, urðum við að fara í yfir- hafnirnar okkkar, því hún sagði að kuldagustur væri af hafinu. Við gengum svo fram á ströndina, og þar leit eg hafið í allri sinni dýrð. . Ströndin var stórgrýtt, með Ihamraborgir og þtandberg að baki. Haföldurnar veltu sér ein eftir aðra yfir stórgrýtið upp að hömrunum og skvettu freyð- andi brimlöðrinu hátt í loft upp, soguðust svo til baka í faðm systra sinna, er á eftir komu. Mér kom ströndin kunnuglega fyrir sjónir; kom mér í hug draum- urinn ægilegi, en eg sá hvergi sund eða lendingu. Það var sem Fjóla læsi hugsanir mínar, því hún sagði: “Þarna til vinstri er sundiði inn á höfnina.” Eg leit þangað og sá örmjótt sund. Djúpmegin voru boðar og sker, en til lands var stórgrýtt ströndin. En eg sá meira: Á einni klöppinni landmegin við sundið stóð afar-stór kross, að mér virtist 70 feta hár, og var dýrðlegt að sjá hina deyjandi sól- srgeisla sveipa stálið slæðum aft- anroðans. Efst á krossinum log- aði skært ljós er sendi geisla sína út yfir hafflötinn og gætti þess meir og meir er dimma tók. Þessi mikli kross var Þorvaldsons vit- inn. “Við skulum setjast hérna á bekkinn,” sagði Fjóla. “Viltu ekki, að eg segi þér sögu vitans? Auðvitað hefir þú hejrrt hans getið og lesið um hann, en söguna befir þú adrei heyrt, eins og hún er. Sérðu manninn, er situr þarna skamt frá okkur?” — Eg játti þvf. “Hann er maðurinn, er lét reisa þennan vita, er bjargað hefir þús- undum skipa frá að brotna hérna á flúðunum. Hann er ekki með fullum sönsum. Sérðu hvernig hann veifar stafnum sinum og bendir út á hafið? Það er engin furða, því einkadóttir hans drukn- aði hérna skamt frá. Skipjð brotn- aði á klöppunum, sem eru nú að koma upp úr sjónum, er aldan sogast út, þarna rétt hjá vitan- um. Þessi klettur eða flúð er köll- uð höllin; hún minnir mig á dans- höllina í stórborginni V., hinu megin við flóann. Eg hefi kom- ið þar tvisvar; þar er vinnufólkið fjarska fátækt, en svo eru þar líka miljónerar. Sjáðu, þarna er Kráin, svokallaða; hún er að koma upp úr sjónum hérna upp við hamrana. Er ekki þessi flúð ]ík veitingahúsinu hans Sigmund- ar gamla í þorpinu okkar? Og taktu nú eftir; á milli kráarinnar og hallarinnar er pytturinn; þar 'diuknuðú flestir skipbrotsmenn, áður en Þorvaldur gamli lét reisa vitann. Þorvaldur átti verzl- un í borginni V. Hann var stór- ríkur maður, græddi of fjár á verzlun og hlutabréfa braski; hann átti skrautlegt skemtiskip, cg einn góðan veðurdag bauð hann vinum sínum og dóttur að verða með á skemtisiglingu um flóann; þessar skemtiferðir voru tíðar, og ekkert slys hafði orðið. En í þetta sinn brast á ofsa veð- ur frá hafi, og rak skipið undan veðrinu hérna á flúðirnar. Þeir náðu ekki sundinu, því dimt var af nótt; skipið brotnaði og fólkið druknaði, nema Þorvaldur. Já, það var kraftaverk, ein hafaídan skolaði honum hérna upp á klett- ana; það var stór skurður á enni hans, hann lá veikur hjá frænku í mánuð; þá var hann ferðafær. Þá seldi hann allar eigur sínar og lét reisa þenna vita, sem minn- isvarða eftir dóttur sína. Hann gefur fátækum meira en nokkur annar, er eg hefi heyrt getið um.” Fjóla þagnaði, við horfðum á vitaljósið um stund, en myrkrið færðist yfir hægt og hægt; þá heyrðum við að hringt var kirkju- klukkum. “Nú verður kveikt á öllum vita- ljósunum, því þetta eina ljós log- ar dag og nótt. 'Og nú er heilög jólanótt.” Þetta sagði Fjóla og horfði upp í himinblámann. Eg tók hana í faðm minn og hvíslaði: “Hvað á það að vera: já eða nei?” “Já”, var svarið. Kirkjuklukkurnar hringdu á ný, hljómur þeirra barst <til okkar sem ómur af engla röddum. Við snerum okkur að vitanum; hann var allur eitt ljóshaf; og öll voru ljósin björt og skær, nema yzt á örmum krossins, þay voru lítil rauð ljós, tilsýndar sem titrandi blóðdropar. Krossinn sendi geisla sína í allar áttir, til að lýsa veg- farendum. öldur hafsins brotn- uðu á bjargi því, er hann var reistur á. Sínar gullnu ljósörvar sendi hann út yfir hið ólgandi, æðandi haf. A. E. tsfeld. WINNIPEGBOBGAR FINASTA SKÓBÚÐ The Bootery Smekklegustu Skór og Sokkar fyrir Kvenfólk Gleðileg Jól Farsœlt Nýár Russell & Bender’s Bootery 402 PORTAGE AVE. Sími: 22 244 Hátíðaóskir frá Colcleusí) & Co. limíteb j j j I i j j || || II ■■ ■■ fii ■■ H H ■■ n M ■■ :■ iu'iBina ■ ■ ■ ■ ■ ■■ Vorar beztu Hátíðaóskir til allra lslendinga &*§§ ■■ ■■ li I - ■>. ■ ‘■VBn BrM"'Bi iBtlBjitBIIHBtoBikBiltBHB>iB.«l: B ■- ■.■■ ■):■»■».■»_ IMMiaiMMBiWBlMHmUflBflMUMNWBííBBliaBffBmi |f l| ■■ II §1 il |l ■1 :■ TUTTUGU 0G EINS ARS ánœgjulegar íramkvæmdir MEIR EN FIMTÍU MILJÓN DOLLARAR t GILDANDI LIFSABYRGDUM. fslenzkir umboðsmenn: Frank Fredriokson, G. F. Gíslason, Winnipeg. B. M. Paulson, Somerset. F. V. Fredrickson, Geysir. Harold Bjarnason, Baldur Jonasson, GimlL E. F. Halldórsson, Dáuphin. Otto A. Bjornson, Margaret. J. F. Finnson, Mozart, Sask. The monarch life ASSURANCE COMPANY Aðalskrifstofa: WINNIPEG CITY MILK’’ nnREYSITIÐ almaettinu, sem þér trúið á, og látum oss vona að hjartans óskir yðar verði uppfylt- ar — En treystið oss til að halda heilsu yðar í réttu lagi, með því að láta yður hafa alt það, sem þér vilj- ið af beztu fæðu. Mjólk fyrir fjölskylduna tiiiiiHiH HuwiMiiraiiHiHiittflHiniHmiiiuiHtitiiiiRiniiiiiiiiiiiiinniHniiiiiiiiimnHRnfiHfflfflMHiiiiiiiiiHiiiiHiiifflmiiiHtnmiiinHiffiiimiifflnimiiMmiflriHiHtmttimHiiimwmiíiiiiiiBuwHfliiiwmwwflMiHiwHmmttiH Til þess að halda góðri heilsu, skyldi maður drekka mikið af mjólk. Mjólkin veitir líkamanum hollustu og ódýrustu næringarefni. Góð mjólk og mikið af henni er þjóðamauðsyn. S. F. LANGWORTHY. Vér óskum öllum viðskiftamönnum vorum og vinum Gleðilegra Jóla og Farsæls Nýárs. “City Milk” BEZTA OG ÁREIÐANLEGASTA MJÓLK I WINNIPEG Sími: 87 648 By Every Te§t the Very Be§t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.