Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 1
iijftef u # 40 . ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. DESEMBER 1927 NÚMER 50 Helztu heims-fréttir Canada. Um miðja vikuna sem leið og síðari hluta hennar, voru ákafir kuldar í Manitoba og annarsstað- *r í Vestur-Canada. 1 Winnipeg varð kuldinn um 30 stig, en víða vestur undan töluvert meiri. Frétt frá Calgary 8. þ.m., segir að í suðurhluta Albertafylkis hafi þá rétt nýlega verið vonzku bylur með miklu frosti og að einir átta menn hafi orðið úti þar á ýms- um stöðum. . | j ^ • • • Einhverjir menn i Peace River héraðinu hafa látið sér detta í hug að stofna nýtt fylki þar norður frá og ætlast þeir til að tekin sé væn sneið norðan af Alberta og eins af British Columbia, til að mynda þetta nýja fylki. Er þessi hugmynd sjálfsagt þannig til orð- in af fólkinu, sem á þessu svæði býr, þykir fylkisstjórnirnar gefa sér litlar gætur, og að f ramkvæmd- ír og framfarir séu þar of hægfara. Mr. Brownlee stjórnarformaður í Alberta tekur þessu mjög fjarri og sjálfsagt má búast við hinu sama frá stjórninni í British Columbia. Einhverntíma ekki fyrir mjög löngu var veriS að stynga upp á því að sameina Sléttufylkin í eitt fylki, til að spara stjórnarkostnað- inn, en þeir sýnast ekki horfa í kostnaðinn þarna norður frá. « • »» Þeir menn, sem þá atvinnu stunda, að byggja úr múrsteini, hafa nú, eins og vanalega, lítið að gera í Winnipeg. Eru þeir nú í þann veginn að byrja að búa sjálf- ir til múrstein og er álitið að það fyrirtæki geti orðið til þess aö gefa mörgum af þessum mötonum at- vinnu yfir vetrarmánuðina. • • • Fylkisþingið í Saskatchewan kemur saman ekki síðar en 28. janúar, kannske dálítið fyr. • • • Landstjórinn, Lord Willingdon, og frú hans og fylgilið, hefir að undanförnu verið í Washington, D. C. Forsetinn og aðrir höfð- ingjar Bandaríkjanna hafa tekið honum ágætlega. Bandaríkin. Ríkiskona ein í Chicago varð fyrir því óhappi, að missa vinstra eyrað í bílslysi. Henni þótti leið- inlegt, að bera þetta líkamslýti, sem von var, og vildi kaupa eyra af einhverri annari konu og láta giæða það á sig, og vildi hún borga fyrir það $2,500. Þegar þetta varð hljóðbært, þótti kven- fólkinu verðið álitlegt og komu stúlkurnar til hennar — eða lög- manns hennar öllu heldur — og vildu selja henni sitt eigið vinstra eyra fyrir þetta verð. Urðu svo mikil brögð að þessu, að konunni þótti nóg um og hætti við alt saman, vegna umtalsins og blaða- fréttanna, og sagði lögmanni sín- um að eiga ekkert meira við þessi eyrnakaup, eða ekki í bráðina að minsta kosti. Sjálf fór hún burt úr borginni. * • • Coolidge forseti hefir nú í ann- að sinn lýst yfir því, að hann verði ekki í kjöri við forsetakosningarn- ar 1928. Segir hann, að enginn skuli halda, að hann breytt fyrir- ætlan sinni í þessu efni síðan í sumar, eða muni gera það. Ýms- ir eru nú þegar tilnefndir, sem líkleg forsetaefni, svo sem Sen- ator Willis frá Ohio, sem tjáir sig fúsan til að vera í kjðri, einnig Hoover, Lowden og Curtis. Manitobaþingið. Af því er ekki margt að aegja, enn sem komið er, annað en það, sem vínsölumálinu viðkemur. Á mánudagskveldið, hinn 5. þ. m., lagði dómsmálaráðherrann, Hon. W. J. Major, fyrir þingið, frum- varp til hinna nýju laga um sðlu áfengis í Manitobafylki. Er það lagabálkur mikill, sem skiljanlegt verður meðal annars af því, að nái frumvarp þetta fram að ganga, þá eru þar með fjórtán eldri vínsölulög úr gildi numin, og þrenn önnur umbætt. Má af þessu sjá, að Manitobafylki hefir sfzt skort lög um sölu áfengra drykkja. Þetta | nýja lagafrumvarp fer fram á margar breytingar frá þvi sem verið hefir, og skulu hér taldar þær helztu: ölgerðarhúsum er bannað að selja bjór beint til kaupenda, þótt þeir hafi leyfi til áfengiskaupa. Allir verða að panta sinn bjór hjá vinsölunefndinni, en hún sendir pantanirnar til ölgerðarhúsanna. Bjórstofur verða settar á stofn, þar sem bjór verður seldur í glasatali. Hótelin að eins fá leyfi til að hafa bjórstofur, og verða þau að fullnægja vissum skilyrð- um og hafa meðmæli vínsölu- nefndarinnar. Fyrir kvenfólk verða að vera sérstakar bjórstof- ur. Ekki má selja bjór fyrir hærra verð, en 10 cents glasið, eða 20 cents flöskiina. Bjórstofurnar verða opnar í borgunum frá kl. 10 á morgnana til kl. 11 á kveldin, en annars- staðar frá kl. 10 á morgnana til kl. 10 á kveldin. Þau hótel, sem ölgerðarmenn eiga, eða hafa nokkur ráð yfir, fá ekki leyfi til að selja bjór. Hermanna klúbbarnir fá leyfi til að selja bjór, og nokkrir fleiri klúbbar. Bæjarstjórnirnar sjái um að lögunum sé fylgt, í samráði við lögreglunefnd, þar sem hún er nokkur. Engar bjórsölustofur verða sett- ar á stofn í 23 kjördæmum, sem í sumar greiddu atkvæði móti því, að rýmkað yrði um áfengissöluna, fyr en kjósendur í þessum kjör- dæmum segja til með atkvæðum sínm að þeir vilji hafa bjórstof- urnar. Heldur verða vínsölubúðir ekki settar á stofn í þessum kjör- dæmum í sex mánuði eftir að lög- in öðlast gildi og ekki heldur þá, ef meiri hluti kjósendanna greiðir atkvæði á móti þeim. Bjórsöluleyfin ,skulu stíluð bæði til mannsins, sem leyfið fær og til staðarins, þar sem bjórinn er seldur. Karlmenn einir geta fengið þá atvinnu, að veita bjór, bæði körl- um og konum, og verða þeir að vera að minsta kosti 21 árs að aldri. Fyrsta brot gegn lögunum, get- ur varðað fangelsisvist og sektum og fyrir annað brot verður sá, er brýtur, að vera dæmdur til fang- elsisvistar. Eins og menn skilja, er þetta að eins frumvarp til laga, og það getur vel verið, að það taki tölu- verðum breytingum, áður en það \erður afgreitt sem lög, og víst er um það nú þegar, að sumir þingmennirnir eru því mótfallnir í ýmsum atriðum. Mætir það vafalaust mikilli mótspyrnu frá þingmönnum og ýmsum öðrum. Hátíðaljóð 1930. FB. 15. nóv. 1927. Undirbúningsnefnd alþingishá- tíðar 1930 tilkynnir: Einn þáttur hátíðarhaldanna á Þingvöllum á að vera söngur og flutningur hátíðarljóða (kantötu), er ort sé til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis. Nú er skor- að á þau íslenzk skáld, er freista vilja að yrkja slík ljóð, að senda þau til hátíðarnefndarinnar fyrir 1. nóvember 1928. Svo er til ætl- ast, að íslenzkum tónskáldum verði síðan boðið að semja lðg við þann ljóðaflokk, sem beztur verð- ur dæmdur. Því verður m. a. lögð áhersla á, að ljóðin séu sönghæf, auðvitað að undanskildum fram- sagnarþætti (recitativ). Að öðru leyti verður hver höfundur að vera siálfráður um lengd og skipan ljóðanna. Kvæðin skulu send vélrituð og nafnlaus, en merkt einkunn. Nafn höfundar skal fylgja í lokuðu um- slagi, er merkt sé sömu einkunn sem kvæðið. Fyrir þann Ijóðaflokk, sem kos- inn verður til sðngs við aðalhátíð- ina, mun hátíðarnefndin leggja til við næsta Alþingi, að greidd verði tvö þúsund króna verðl., en fimm hundruð og þrjú hundruð krónur fyrir tvo flokkana, sem næst þykja komast, enda ráði hátíðarnefndin yfir öllum hinum verðlaunuðu flokkum fram yfir hátíðina, til söngs, flutnings og prentunar, og er höfundum sjálfum ekki heim- ilt að birta þá fyr en hún er um garð gengin. Utanáskrift nefndarinnar er: JÓHANN prestur BJARNASON. 18. nóvember 1927. Lætur úr hlaði ljóð á blaði Leitar að húsum risnu fúsum. Þangað, er merkur manndóms klerkur M&nnlífs akur ræktar spakur; Þangað, er brúður og þegninn prúður Þjónslíf nema öðrum fremur; Þangað, sem iðjan er að biðja, Og auka trú hjá sveitarbúum. Hafinn yfir hróp þú lifir Hetja í lund á öllum fundum. Firtur táli, en fastur í máli, Forn í háttum. Vígður þáttum Ávalt treysti andi hraustur, Eigi var hik á þínu stryki. — Drottins orð þeim andans forði, — í öllu var Kristur hjá þér fyrstur. Trú, og efi er eiga í þrefi, Andi og hold er þrátta um völdin; Er þylja fræði, en fremja æði Frónskir menn í orða sennum: "Orð Guðs ríkja; eigi að víkja!" Andi og tunga Jóhanns sungu; Jafnt þeim háu og hinum lágu Hiklaus svör þau greiddi af vörum. Hreinn sem mjöllin, hár sem fjöllin, s Hugur þinn á ættjörð minnir. — Þróttar-djarfur, dyggur í starfi, — Drenglund sönn, er brást ei mönnum.— Tápið forna æ mun orna Anda þínum og skap þitt brýna. Hósti og stuna' ei heyrast munu Heitar er glæður skelfa bræður. Um fjórðung aldar ei verða taldar Ykkar dygðir né kærleiks trygðir; Kirkjustjórn né kærleiks fórnir, Kristinn siður og andans friður. — Lif því heill! í ungri elli, Aldurinn sízt þig gerði kaldan. — Fjórðung aldar enn svo haldir Ástum svanna, — Guðs og manna. Jónas A. Sigurðsson. í siðabót. í silfurskærum segulhring þess sigurboði fer í kring með fagnaðshót. Þið, brúðhjón kær! þeim ornið yl við instu þrár, er ítök numin á hér til við ótal hjartna strengjaspil, og visað hefir vegaskil, sem viti hár. Á fjórðungsaldar óskastund, vér ykkur færum þakkarmund. Farsæl ár! Magnús Sigurðsson. SILFURBRÚÐKAUPSKVÆDI, ort af Magnúsi Sigurðssyni, á Storð í Fram- nesbygð í Nýja Islandi, og lesið af séra Rún- ólfi Marteinssyni í silfurbrúðkaupi séra Jó- hanns Bjarnasonar og Helgu konu hans í Árborg, þ. 18. nóv. 1927. — Sðmuleiðis las séra Rúnólfur og kvæði séra Jónasar A. Sigurðs- sonar, er, sökum lasleika, ekki gat verið við- staddur. Hins glaða Lúters geta má við gleðimót. Hann kreddum leysti klerka frá, þeir kvongast skyldu, bauð hann þá, það sannhelgasta' er sagan á Kveðið f SILFURBRTJÐKAUPSVEIZLU Til séra Jóhanns Bjarnasonar og frú Helgu Bjarnason, 18. nóv. 1927. Eg sendi yður þe\,ta litla ljóð, En lagið er geymt í tímans sjóð. í minninganna og muna glóð Það meitlaðist eins og letur. Eg kyntist því fyrst á feðraslóð Um Frónsumars nætursetur. En ljóðið eg fann á Furðuströnd, Við friðsæl og blómrík æskulönd. Það örfaði tíðum hug og hönd í hættum og stríði dagsins, Og 'haf ið það sigldi með seglin þðnd En sætti eigi veðurlagsins. Og hæfir ei deginum hörpuspil Með hljóma, er sjálfir finna til, Því hér er um fjórðungs aldar yl Og ást og samúð að tala, Um ást, er greindi sín orðaskil, Og yl hinna frónsku dala. Því vinir rétta' yður hlýja hönd, Er hallar degi að vesturströnd, En dagur er hár við himinrönd Og hlýtt er um sali bjarta. Og framtíð mun rækta sér fegurst lönd Af fossafli mannlegs hjarta. Áranna liðnu er ávalt minst Sem alls þess sælasta fyrst og hinzt, Þau brend voru' á skjðld vorn yzt og insta, Sem aflvaki fegri daga. Samtíðin því í framtíð finst Sem fögur og göfug saga. Því ljúft er að minnast hins liðna' í dag, Og létt er að syngja' yðar brúðkaupslag. Hvert hljómfall sé árblær á yðar hag Frá uppheimsins tæru lindum. Og dans skal haldinn við hórpuslag Unz húmar á f jalla tindum. S. E. Björnsson. Woodrow Wilson. Eftir Worrell Kirkwood. Þeir hæddu drauma þessa mikla manns,— ei megnar slíkt aÖ hefta frjálsan anda, né buga bjarta sál. Er fatast sýn mun sigurtraustiÖ hans vorn seiða hug og þjóSir leysa úr vanda og flytja frelsismál. Af ótta sál hans aldrei kendi til, né efa þeim, er hugsýn margra villir og felur sannleiks sól. Hann vígðist ungur sumri og sólar-yl,— varö sjálfur blys, er framtSð alla gynir, en öfund bjó hans ból. Til eigin dýrðar aldrei steig hann spor, en andinn frjáls til himinlinda sótti sinn djarfa draumlífs eld. Hann leit í öllu guðlegt gróðrar vor,— í geislafylgd með sigurvissu þrótti, stóð hreinn við hinsta 'kveld. Og Guð um allar aldir heldur vörð, þótt öfundsmenn i bræði sinni reiði að spámanns hjarta hjör. Hvert hyggjuflug, sem fegrar vora jörð, er fræ að nýjum, rótarstyrkum meiði, í sókn og sigurför. Frá leiði kappans óm að eyrum ber,— í undirvitund fólksins strengir hrærast við dagljóst draumagull. Til starfs skal kvaddur dáðadrengur hver. Sjá daginn mikla hátt á loftið færast og signa sólarfull. Einar P. Jónsson. "já", en 9 mótatkvæði voru greidd og eitt var ógilt. Vegna þessara kjörgalla, er kosningin ekki lög- mæt.—Vísir. Undirbúningsnefnd alþingishátíð- ar, 1930, Skrifstofu Alþingis, Reykjavík. Frá Islandi. Reykjavík, 4. nóv. Gulltoppur hefir selt sex hund- ruð fimtíu og átta kit fyrir 871 sterlingspund. Hávarður ísfirð- ingur sjö hundruð tuttugu og fim kit fyrir 1234 sterl. pd., og Njörður níu hundruð sjötíu og sjö kit fyrir 1167 sterlingspund. Belgaum hefir selt afgang fyrir 301 stpd., en alls fyrir 2118 sterl. pd., og að auki bátfisk fyrir 64 sterl. pund.—^Vísir. Nýjar templarastúkur hafa ver- ið stofnaðar nú síðustu daga: — Sunnudaginn 23. okt. stofnaði stórtemplar Sig. Jónsson stúkuna Brúin, á Selfossi. Stúkan hefir nú 24 meðlimi. — Sunnudaginn 30. okt. stofnaði íPétur Zóphónías- son stúkuna Hlíðin, í Fljótshlíð, og hefir sú stúka 20 Félaga. — Mánudaginn 31. okt. stafnaði ^tórtemplar. Sig Jónsson stúku í Hafnarfirði; heitir hún röskva og hefir um 40 félaga. — Fimtudag- inn 3. nóv. var stofnuð ný stúka á ísafirði, er Vaka heitir, stofn- andi Páll H. Gíslason kaupmaður. —Vísir. Blaðið Politiken hefir nýlega birt samtal, er Skúli Skúlason blaðamaður hefir átt við forsæt- Í3iáðherra íslands. Segir þar, að búast megi við að verðfesting ís- lenzku krónunnar verði tekin til athugunar á næstunni, þar eð ráðherra sé þeirrar skoðunar, að það sé almenn eign innan stjórn- arflokksins, að gjaldeyririnn verði verðfestur á grundvelli þess geng- is, er verið hefir á ísl. gjaldeyri sl. 2 ár (þ. e. 81—82 aurar.) Ráð- herrann gerir ráð fyrir, eins og nú sé ástatt, að eigi líði á lðngu áður en landsverzlunin með stein- olíu, verði lögð niður,—að minsta kosti í bráðina. Stjórnin hefir eigi í hyggju, að stofna aftur til einkasölu á tóbaki, að minsta kosti eigi á Alþingi því er nú fer í hönd. Um utanríkismálin farast ráðherranum þannig orð, að minsta ríki Norðurálfunnar geri sér framtíðarvonir um frið og réttlæti. Síðasta Alþingi hafi gert ráðstafanir til gerðardómssamn- inga við frændþjóðirnar norrænu og engin ástæða sé til að ætla, að það verði torsótt mál. Fyrsta ferð Es. "Brúarfoss" til Englands með nýtt dilkakjðt, tókst ágæta vel, og verði áfram- hald á þessu, lítur út fyrir að op- in sé leið til að ná nýjum og góð- um markaði fyrir fyrsta-flokks sauða- og dilkakjöt, ef meðferðin og umbúðirnar reynast framveg- is jafngóðar. Mun þetta hafa víð- tækar afleiðingar fyrir landbún- aðinn á íslandi, ¦— eftir tilk. frá sendiherra Dana í Rvík.—Vísir Reykjavfk, 7. nóv. Látinn er 4. nóv. í Alland- heilsuhæli í Austurríki Hrafnkell Einarsson, sonur fyrrum skrif- stofustjóra Einars Þorkelssonar. Hann var fæddur 13. ágúst 1905, varð stúdent 1923 og fór þá til Þýzkalands, lagði stund á hag- fræði tvö ár í Kiel, en fór eftir það til Austurríkis og hélt áfram námi. Hann hafði ráðgert að ljúka námi á næsta vori og ætlaði jafnframt að verja doktorsritgerð um fiskiveiðar fslendinga. f marz í fyrra bjóst hann til heim- ferðar, en í skilnaðarsamsæti, er nokkrir vinir hans héldu honum, kendi hann skyndilega lungna- bólgu, sem síðar snerist í aðra sjúkdóma, — síðast brjósthimnu- bólgu, er varð banamein hans. — Hann var hinn mesti efnismaður og er að slíkum mönnum mikil eftirsjá.—Vísir. Seyðisfirði, 6. nóv. f gærdag sökk norskt skip, Javl- stein, norðan við Langanes, með síldarmjölsfarm á útleið. Hafði sprungið lestarskilrúm og skipið veltst á hliðina. Hull-botnvörpung- ur, Syrian, á vesturleið, kom að og bjargaði skipshöfninni. Fyrsti vélstjóri druknaði. Botnvörpung- urinn kom hingað í morgun með skipshöfnina, ellefu menn, og lík vélstjórans.—Hænir. ' ! 11. nóvember. Ungur maður, Karl Stefánsson, frá Búðum í Fáskrúðsfirði, varð bráðkvaddur á ferð, nálægt bæn- um Eyri í Reyðarfirði. Tvítugur piltur, Magnús Guð- nundsson, frá Minnidölum íiMjóa- firði, var á gangi fram með sjó, er snjóhengja brast, svo hann hrapaði í sjóinn og druknaði. Stöðugt gæftaleysi á öllu Aust- urlandi, þess vegna aflalaust. Annars aflaðist vel, sérstaklega á Fáskrúðsfirði, á meðan gæftir héldust. Farmurinn í "Jarlstein" var síld en ekki síldarmjöl. Eitthvað úr skipinu hefir rekið í Skoruvík á Langanesi.'—^Hænir. Reykjavík, 16. nóv. Prestskosningar. f gær voru talin atkvæði í skrif- stofu biskups úr þrem prestaköll- um, og fóru þær svo, að Á Akureyri var kjörinn lögmætri kosningu séra Friðrik J. Rafnar, prestur á Útskálum, með 761 at- kv. Séra Sveinbjörn Högnason hlaut 397 atkv., séra Ingólfur Þorvaldsson 57, séra Sigurður Einarsson 47 atkvæði, 2 seðlar auðir, 6 ógildir. — Á Staðarhrauni var kosinn lögmætri kosningu séra Þorsteinn Ástráðsson, prestur á Prestsbakka, með 72 atkv. gegn 8.— Til Saurbæjarþinga var kosinn cand. theol. Sigurður Z. Gíslason, með 68 lögmætum atkv., en auk þess hlaut hann 66 atkvæði merkt Járnbrautarmálið'. Klemens Jónsson fyrverandi ráðherra og formacíur "Titan"- félagsins hér á landi, hefir verið er- lendis að undanförnu til þess að ráðgast um, við forstjóra fyrir- tækisins ytra um virkjun fossanna í Þjórsá, hina fyrirhuguðu járn- braut héðan frá Reykjavík og þangað austur, og hvernig fossa- félagið "Titan" hygst að hagnýta sér heimild sérleyfislaganna frá seinasta þingi. Er Kemens Jónsson nú nýkom- inn heim aftur úr því ferðalagi og hefir Morgunblaðið haft tal af honum og spurt hann um fyrirætl- anir "Titans" og hvort nokkuð muni verða úr framkvæmdum hjá félaginu á næstunni. — Eg tel fullar líkur á því, seg- ir Klemens, að byrjað verði á járn- brautinni þegar á næsta vori. — En er þá fé fengið til fyrir- tækisins ? — Eg býst við þvi, — en það er að segja, féð fáum viíS ekki fyr en sérleyfið er veitt, en þá er það til. Eg hefi umboð frá félapjsrstjórn- inni til þess að sækja um sérleyfi fyrir félagsins hönd, samkvæmt sérleyfislögunum, og eg þykist viss um, að þegar er leyfið er fengið muni fást nóg fé til fyrirtækisins. Eg sendi nú ríkisstjórninni beiðni um slíkt sérleyfi og býst eg við því. að þar sem mikill meiri hluti Al- þingis samþykti heimildarlögin, þá muni stjórnin fús á að veita sér- leyfið. Þetta er henni þeim mun fremur innan handar, þar sem þetta verður atS teljast ópólitískt mál, vegna þess að þingmenn af öllum flokkum studdu það. Það er líka mitt álit, og margra annara, að þetta megi ekki verða pólitískt mál. Það er nauðsynja og fram- farafyrirtæki, er snertir mjög höf- uðstaðinn, og alt Suðurlandsundir- lendið, og því varðandi mjög hag alls landsins. Sem sagt, fáist sérleyfið með þeim skilyrSum, er lö^in áskilja og heimila, má búast við skjótum framkvæmdum og mikilli atvinnu fyrir íslenzka verkamenn. —Mbl. Reykjavík, 13. nóv. Aflabrögð eru sæmileg í Kefla- vík um þessar mundir. — Til fiskiveiða ganga þaðan nú ekki nema smábátar að vísu, en hafa aflað allvel. Mestur hluti aflans er seldur hingað til Reykjavíkur. Húsbyggingar eru með meira móti í Keflavík þetta haust. Eru fjögur hús þar í byggingu um þessar mundir, og nokkur búin. Bræðslufélag Keflavíkur er að láta byggja lifrarbræðslustöð, er útbúin á að vera með nýjustu tækjum og vélum. Komið hefir til mála, að síðar verði aukið við vél- arnar og þarna unninn áburður úr fiskiúrgangi. Á afmœlisdegi 1927. Eg horfi til baka á burt liðin ár, með bending að síðasta degi, og kveð þeirra atvik, með unað og tár, á æfinnar hraðfleyga vegi; eg kveð þeirra hugljúfa, himneska vor og hásumardaginn með fullorðins spor. Eg lít yfir veginn, en verkið er smátt, og veikur hinn andlegi gróðinn. Já, lífið er snautt, eg á lítið og fátt, að leggja í eilífðar-sjóðinn. Og haustið er komið með þverrandi þrótt og þögula bending að síðustu nótt. Hvort fá eSa mörg verða æfinnar ár til enda, eg fæ ekki talið, því mildur og alvaldur himininn hár það hefir oss mðnnunum falið, En þakka og nota hvern frest. sem að fæst, og fylgja því rétta, er takmarkið hæst. Hvað kendi mér reynslan og stundanna stríð? Að styrkur þess góða er hæstur, og hver sem á blómin frá bernskunnar tíð, er brunninum vizkunnar næstur. Hið stærsta er minst, ef að stefnan er röng, og starfið án launa í daganna þröng. Þá hauströðull daganna sígur í sjó, frá söknuðd' og veraldar glaumi, 6, drottinn! þá sendu mér fögnuð og fró úr friðsælum æskunnar draumi. Já, lífgaðu blómin frá liðinni atund og láttu þau vígja minn síðasta blund. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.