Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 10

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 10
Bls. 18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. Margir voru hinir andlegu skör-] rekstri þeirra Þorsteins Jónsson, ungar í hópi frumbyggjanna;! ar, Halldórs Árnasonar og þeirra einn þeirra v*r Björn Jónsson frá; félaga.-—Christian hafði um langt Ási í Kelduhverfi í Þingeyjar-| skeið umfangsmikið bú, allerfitt sýslu, sá sem áður var nefndur; framan af árum, eins og flestir og eftir varð í Winnipeg um skeiðj aðrir, en með dugnaði og fyrir- af þeim félögum Sigurði, Skafta, I by§gju varð hann með gildari Skúla og Guðmundi Norðman. — Björn flutti til bygðarinnar 1882; hafði hann verið bygðarstjóri í Nýja íslandi og allmikið við sögu komið. Var 'hann albróðir Krist- jáns Jónssonar Fjallaskálds, sem um skeið var einn mesti ástmög- ur íslenzku þjóðarinnar, fyrir skáldskap sinn, sem svo mjög hreif hina tilfinninganæmu strengi þjóðarinnar. Björn var maður stór og höfð- inglegur á velíi og hinn sköruleg- asti. !Man eg að eins eftir hon- um, er eg var drengur, og þótti mér hann allstórfengilegur, og sopaði að honum. Björn Jónsson var maður vel sjálfmentaður og greindur vel. Kom hann mikið við félagsmála sögu Vestur-ísl., á meðan hans naut við. Sinn skerf fékk hann allvel mældan af þraut- um frumbyggjalífsins, bæði í Nýja Islandi og í Argyle, en naut á seinni árum árangurs gæða þeirra, sem þetta kostaland geym- ir þeim, sem til vérks gengur með karlmannslund Bjðrn tók ástfóstri fljótt við hina nýju fósturjörð, Drotninguna í Vestrinu, en um leið hélt hann trygð við alt hið góða í íslenzkum arfi og vildi gróðursetja það hér, til þess að mestur yrði þroskinn, er 'hinn íslenzki kvistur tæki ræt- ur í útlendri mold. Til Islands ferðaðist Björn 1901, til að heim- sækja fornar stöðvar, og dvaldi heima um veturinn, kom vestur aftur í júní 1902, varð snögglega veikur og dó eftir stutta legu. Sonur Björns er Dr. Björn B. Jónsson, sem um langt skeið var prestur íslendinga i Minnesota, var um mörg ár forseti ísl. lút. kirkjufélagsins, og nú um mörg ár prestur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg., Var hann einn af fyrstu ungum íslendingum hér í álfu, sem áræddu það að ganga mentaveginn. Voru tvær ástæð- ur, sem hömluðu mörgum frá því að brjótast fram sem skyldi á fyrstl árum, of lítið áræði og fjárhagsþrengingin. Annar son- ur Björns, er Christian B. Jóns- son; hefir hann búið búi sínu í ráði og á margvíslegan hátt tekið austurhluta Argylebygðar frá þvíþátt í opinberum málum; í all- bændum, tók mikinn þátt í félags- og kirkjumálum, og er kynsælast- ur allra í Austurbygðinni; maður vel gefinn, réttsýnn og dreng- lundaður.—Fleiri voru börn Björns en hér læt eg nú staðar numið. Annar maður, sem mikið kvað að framan af árum, var Jón ólafs- son frá Laugalandi í Eyjafirði. Fluttist hann til bygðarinnar á fyrstu árum; var hann maður all- vel mentaður og prýðilega ritfær, hafði verið sýsluskrifari á ætt- jörðunni og gegnt öðrum ábyrgð- arstörfum. Nam hann land að Brú. Varð það þá, og má heita að ávalt hafi verið síðan höfuð- staður Austurbygðarinnar. Þar var sett pósthús og Jón gerðist póstafgreiðslumaður, og síðan var samkomuhúsið bygt þar, sem enn þann dag í dag dregur fólk saman úr allri bygðinni, og heldur fé- lagsböndunum traustum. Jón hafði leiðtoga hæfileika og var gáfumaður, tók þátt í félags- og kirkjumálum meðan honum entist aldur. — Er Jón tók að eldast, tók við búinu sonur hans Albert (Albert Oliver) — þau börn hafa kallað sig Oliver t—, bjó að Brú eftir hans dag og býr þar enn, og er nú tekinn að eldast. Albert Oliver hefir tekið áhrifamikinn þátt í fé- lagslífi Argyle-bygðanna, sérstak- lega Austurbygðarinnar, því hann er einn af þeim mönnum, sem frá sjónarmiði félagsmála hefir hjart- að á réttum stað, tillögugóður og víðsýnn, og örlátur á fé, þegar þvi er að skifta, svo h^nn sézt tæp- legai fyrir; er hann giftur ágætri konu, sem beitt hefir áhrifum sín- um ávalt til góðs í félagslífinu. Albert Oliver var ekki einn af frumbyggjunum; hann mun hafa dvalið nokkur ár í Winnipeg, en hann hefir átt þeim mun meiri þátt í starfssögu bygðarinnar. Hann hefir lagt mikla rækt við söng og hljómlist, hefir stjórnað söngflokk Austurbygðarinnar og verið lífið og sálin í sönglífinu; hann hefir tekið þátt í leikjum og æft leikflokka, setið í safnaðar- að hann gat brugðið fyrir sig skildi, alt að síðasta ári, og hef- ir nú brugðið búi og gefið syni sínum í hendur, en sjálfur fluttst tii Glenboro. Christian mun hafa komið til nýlendnnnar með fyrstu 'landnemum, seinni hópnum, sem þangað flutti 1881; var hann þá unglingur að aldri; gekk hann alla leið frá Winnipeg með gripa- aiíiMma ii mörg ár Jiefir hann setið í sveit- arráði Argyle-sveitar, og situr þar ertn. Guðný systir Alberts, gift Páli Friðfinnssyni frá Þorvaldsstöð- um í Breiðdal, er ein af mestu myndarkonum bygðarinnar, fríð sýnum og skörungur í öllum fé- lagsmálum, og gáfuð vel, og minn- ir mann á kvenskörungana ís- lenzku, sem lifa í sögum og kvæðum þjóðarinnar; hún hefir staðið á sjónarhæð víðsýninnar og beitt sér vel fyrir félagsmálunum innan bygðarinnar; hún var um langt skeið forseti kvenfélags Frí- kirkjusafnaðar, sem Svo mikið mannúðarverk hefir unnið í lið- inni tíð. Kristján Jónsson Björnssonar frá Héðinshöfða, sem áður er get- ið, var fyrir margra hluta sakir einn af mestu afburðamönnum landnámstíðarinnar; hann var hið mesta glæsimenni og gleðimaður með afbrigðum, prýðis vel máli farinn og mannkostamaður á margan hátt. Kristján nam land í Vesturbygðinni, þar sem kirkja Frelsissafnaðar nú stendur. Hann átti mörg æfintýri frá sfnu frum- byggjalífi, bæði í Nýja íslandi, Winnipeg og Argyle. Kristján bjó á landnámi sínu fyrst í stað, en eftir nokkur ár fluttist hann til Baldur og t<Mc fyrir hendur akur- yrkjuverkfæra verzlun o. f 1.; farn- aðist honum mjög vel í þeirri stöðu, því hann var manna dug- legastur og framsæknastur; stóðu fáir honum á sporði. í félagsmál- um bygðarinnar tók hann áhrifa- mikinn þátt og myndarlegan; í sveitarráðinu sat hann með fyrstu íslendingum og tvívegis var hann oddviti Argyle-sveitar, mörg ár í síðara skiftið. — Nokkru seinna en Kristján kom til bygðarinnar, flutti faðir hans, Jón, þangað (var þá kominn á efri ár), og yngsti sonur hans Tómas; ólst hann upp í Argyle að miklu leyti og hóf sinn mentaferil þaðan; hafði hann áður, 'á meðan hann átti heima í Winnipeg, gengið út og selt dagblöð, til þess að inn- vinná sér nokkra skildinga. Þessi ungi maður, sem síðar varð Hion. Tomas H. Johnson, ráð'herra í stjórn Manitobafylkis og einn alþektastur af öllum Vest- ur-íslendingum meðal hérlendra manna og íslendinga líka, mátti bragða á beiskjunni á frumbýl- ings tímabilinu, ekki síður en margir aðrir. En hann átti eld í sál og hugsjónir, sem hann vildi vera trúr, og hann lagði út á mentabrautina, þegar enn þá var tæplega dagurinn runninn í menn- igarsögu Islendinga hér í álfu; og þó þungbúið væri loft og illa vörðuð heiðin, komst hann leiðar sinnar, og vann mörg afreksverk. Hon. Thos. H. Johnson var hinn prúðasti maður þegar í æsku, í orði ogí athöfnum, á margan hátt fyrirmynd ungra manna, maður með hreinar lifsskoðanir og sið- ferðisþrek, sem heillaði það góða í huga þeirra, sem álengdar stóðu. Hann var frábærlega ákveðinn og einarður maður, og mér fanst hann ávalt vera hreinskilinn mað- ur og einlægur. Spursmál held eg það vera, hvort annar merkur fslendingur hefir fallið frá með hreinni skjöld eða fegurri lífs- mynd, en Hon. Thomas H. John- son, og má óefað þakka það mikið heilnæmu andrúmslofti, sem hann lifði í á æskuskeiðinu og mótaði líf hans og krýndi það siðfágun og göfgi. (Frh.) Hllll Islenzkur verksmiðju- eigandi í Winnipeg. Með guðshjálp og einlægri við- leitni. Þetta eru, ef til vill, ekki al- geng einkunnarorð manna nú á dögum, er þeir leggja út í einhver vandasöm fyrirtæki. Samt er ekki hægt að segja, að þau séu óvið- eigandi, og eitt er víst, að þau lýsa hreinum huga og óspiltri sál. En hvort sem þau eru álitin við- eigandi eða ekki, þá valdi Soffoní- as Þorkelsson sér þau, er hann byrjaði verksmiðjuiðn sina, árið 1919, og þau hafa verið ráðandi aflið í allri starfsemi hans síðan, Hún var ekki stór, byrjúnin hjá Soffoníasi. Gamlan húsræfil keypti hann, og flutti hann á stað- inn, 1331 Spruce stræti, þar sem hann/hugði að reka iðn sína. Við þessa byggingu hugði hann að byggja aðra, 23x50 á stærð sama árið 1919, og gjörði hann það verk sjálfur ásamt syni sínum Páli. — En byggingarnar einar voru ekki nógar. í þær þurfti vélar, ef r.okkuð átti úr fyrirtækinu að verða, og þó fjárhagurinn væri fremur þröngur, þegar 'um svo kostnaðarsamt fyrirtæki var að ræða, og mest sökum þess að maður, sem lofað hafði að fara í félag, með Soffoníasi, brást, leizt víst ekki á yrirtækið. En Soffonías er kjarkmaður. Hann lét þau vonbrigði ekki á sig fá. Lagði sitt síðasta cent, $5,300, í fyrirtækið, sem hann sjálfur þekti ekkert inn á og hafði aldrei fengist neitt við um dagana, með þeirri bjargfastri trú, að Guðs- hjálp og einlæg viðleitni hans sjálfs, mundi fleyta sér í gegn um blindsker, sem framundan kynnu að vera. Fyrsta sumarið, sem þeir feðg- ar ráku þessa'iðn sína, voru þeir tveir einir, og höfðu naumast nóg að gjöra, því þó verksmiðjan væri fengin og efniviður til vinnu, þá voru aðrir erfiðleikar, sem á vegi þeirra voru. Sá næsti og erfið- asti var að fá markað fyrir vöru sína. Báðir voru þeir feðgar ó- þektir á meðal þeirra manna og félaga, sem slíka vöru keyptu hér í borg og fylki, en það eru allar stærðir af viðarkössum; og svo voru líka níu aðrar verksmiðjur þá starfandi hér, sem bjuggu þá sömu vöru til. Síðan hafa fimm af þeim fallið í valinn. “En þolinmæðin þrautir vinnur allar.” Þolinmæðin og dugnað- nrinn. Soffoníasi tókst að vinna 1 ■iiiimiHiimiiiHNmiiiHiiiiHiiHiNiHiiimiHii"’; bug á þeim erfiðleikum, svo að nú, eftir átta ára starf, hefir hann 120 stöðuga viðskiftavini í borginni og fylkinu og fer þeim árlega fjölgandi. Enginn skyldi ætla, að það hafi verið létt verk að ná sér þannig uiðri. Langljr vinnudagar og vökunætur voru því samfara hjá honum, eins og flestum eða öllum öðrum, sem á þenna hátt hafa orð- ið að ryðja sér braut. En slikir bardagamenn telja þá erfiðleika ekki eftir sér, þeir eru þeim eðli- legir og máske ómissandi til sig- urs, og þegar að menn sjá, að þeir eru ekki að vinna fyrir gýg, þá eykst þeim ájsmeginn við hverja torfæru. Viðskifti Soffoníasar uxu og framleiðslan óx. Þeir feðgar hættu að geta ananst um alt, sem gera þurfti, svo hann varð að ráða sér menn og hefir hann haft í þjónustu sinni nú á síðari árum 30 menn hálft árið, en 50 hinn helminginn. í gömlu verksmiðjunni hefir Soffonías verið þar til síðast lið- íð sumar, eða haust, að hann bygði nýja verksmiðju. Er sú bygging 100 feta breið og 114 fet á lengd, auk hitastöðvar, sem er 30x16 fet, einlyft, úr sements- steypu, og öll hin vandaðasta, og ekkert sparað til þess að gjöra hana sem haganlegasta og þægi- legasta. Hitinn er leiddur í píp- um eftir mæni byggingarinnar, og svo er honum dreift þaðan út um alla bygginguna með spöðum, er snúast fyrir rafurmagni. Bygging þessi hefir kostað mik- ið fé, en hún er traust og varan- leg og Soffoníasi til stór-sóma. Kosta mun hún um $30,000, þegar hún er fullgerð, og hefir Soffoní- as snarað þeim peningum fram að mestu leyti úr vasa sínum, og er líklegur til að svara því út öllu sjálfur án hjálpar lánfélaganna. Feiknin öll er af efnivið kring- um verksmiðjuna hjá Soffoníasi, sem er unninn að nokkru lejdi. Efnivið sinn fær hann að með járunbrautinni úr ýmsum áttum; eru það trjábolir, sem sagaðir eru í vissar lengdir í skóginum, og svo sagaðir niður í borð, þegar til verksmiðjunnar kemur. Síð- astliðið ár keypti Soffonías lið- lega 200 vagnhleðslur af trjábol- um og má nokkuð af því ráða hvaða umsetningu að maðurinn er farinn að gjöra. Það ætti að vera öllum fslend- ingum gleðiefni, þegar einhver þeirra ryður sér braut til vegs og virðingar í samkepninni hér. Soffonías Þorkelssori er einn þeirra af þjóðflokki vorum, sem það hefir gert, og vel sé honum fyrir það. B. F. asaSBSHSHFaSZffa^JSZSSHHSHSHSZSZSHSZSHSaSHSHSHSSSZSHSZSaSSSHSHSSSESSSH.^ Það er stjórn Wlpnderland leikhússins mikið á- nægjuefni hve vel íslendingar sækja leikhúsið, og þeim, sem það gjöra fer altaf fjölgandi. Vér metum það og þökkum innilega. Vér óskum yður öllum einlæglega Gleðilegra Jóla og Farsœls Nýársl NDERLÁNB LEIKHÚSIÐ Sasasaszszsaszsasasasasasasaszsasasasasasasasasasasasasasasaszsasgsasp Heimsækið: Barna gulla-deildina! Checker Taxi. Barnabyssur ............ Stórar Mama brúður.... Ljómandi fallegir diskar Raflestir á teinum ..... Leður fótboltar......... Fyrirtaks, brúðurúm....... ISrautklæddar brúður....... Hundruð aí leikföngum fyrir minna en dollar f þeirri deild fást undrin öll af hentugum Jólagjöfum fyrir bömin. Komið fljótt og veljið leikföng hjá oss við hinu óviðjafnanlega verði; 29c 79c 99c 99c 85c 79c 87c Stórar A B C Blocks............ 85c Úrval af Jazz Sets ............ 89c Musical Floor Chimes .......... 79c Roling Cumbacks ............... 10c Throwing Spinning Tops ........ 10c t Santa Claus Stocking pokar .... 39c ( ■ | ■ | ■ T]hlorkeIss©IIl, Box Manufactiiirers LIMITED Búa til umbúðakassa af öllum gerðum. öllum pöntunum veitt sama athygli. — Engin of smá. Engin of stór. Gnægðir af fiski- og eggjakössum ávalt fyrirliggjandi. Þeir íslendingar, sem hafa nothæfan við 1 kassa, gerðu vel I því að tilkynna félaginu það. Fljót, áreiðanleg og ánægjuleg viðskifti ábyrgst. i Eina íslenzka verksmiðjan í Canada. Óskað eftir viðskiftum íslendinga. Soffonias Thorkelsson framkvæmdarstjóri. 1331 SPRUCE ST. — WINNIPEG Verkst. sími: 22191 Heimili: 27 224 | | Ií'Hwbiiiwiiimi mmmmmmmmmmmmm .'-■lli.BUIKiB. :í!IBj;:b;;i!B;í'Kii!>i lllllHIIIIBllllHiai!! li!l!B!!!ll ll!Hlll!HI!IIH!!lia Smokers Slewing Cabinets Lamps Phonographs JA.Banfie/d limited Hundruð af ýmsum gjöf- um í húsbún- aði, sem kemur Radio The Reliable Home Furnisher vel' MAIN ST. PHONE 86 Byggja fyrir framtíðina SAMLAGSBÆNDUR Jeru hluthafar í ihinu m esta samvinnufélagi, um sölu búsafurða, sem til er í heimi. Þetta er í fyrsta sinn, sem bænd urnir hafa stofnað félagsskap og stjórnað honum sjálf- ir, sem er nógu sterkur til þess, að þeir sjálfir hafi nokkuð að segja um sölu sinnar eigin uppskeru. Með gamla fyrirkomulaginu að selja uppskeruna, lenti allur ágðinn hjá einstökum mönnum. MeS nýja fyrir- komulaginu, sem ekki á skylt við gróðabrask, fær bóndinn það sem neytandinn borgar, að frádregnum sölukostnaðinum aðeins. Með samlags fyrirkomulaginu, eru yfirráð alls, sem að sölunni lýtur, svo sem kornhlöðum í sveit- unum og við hafnirnar o. fl. óðfluga að lenda þar sem rétt er, nefnilega hjá framleiðandanum sjálfum. Meir en nlu hundruð og tuttugu kornhlöður í sveitun um, sem samtals halda meir en þrjátíu miljónum mæla hveitis og kornhlöðum við hafnirnar, sem halda tuttugu og fimm miljónum mæla, eru nú undir yfirráðum Canada hveitisamlagsins. Bóndinn, sem ekki tilheyrir hveitisamlaginu, stendur utan við þess heimsvíðu samtök. Hann er að verða á eftir tímanum til að selja alla uppskeruna í samlögum, þá lætur hann sína uppskeru i hendur þeirra, sem vinir eru samlagsins. * Kaupsýslumenn í Canada í öllum greinum, að h veitiverzluninni fráskilinni, og í öðrum löndum, þar sem hveitið er aðallega selt, og hagur bænda af hveiti samlaginu er alment viðurkendur, líka af hveitikaup- mönnum stórfurða sig yfir því, að það skuli vera nokkur bóndi í Canada, sem ekki tilheyrir hveitisam- laginu. Auðvitað er engin góð og gild ástæða fyrirþví að nokkur skynsamur bóndi skuli láta hveiti sitt í hendur þeirra, sem eru að keppa við Hveitisamlagið. Það er naumast nokkur bóndi, þó hann standi fyrir utan Hveitisamlagið, íem ekki srér og viðurkennir að það hefir komið til leiðar miklum umbótum, bæði hvað snertir hveitisöluna og önnur viðskifti í Vest- ur-Canada, en sumir bændur eru svo nærsýnir, að þeir sjá ekki það tjón, sem þeir eru að vinna sjálfum sér og öðrum hveitibændum, með því að tilheyra ekki hveitisamlaginu. Sumir bændur eru svo eigin- gjarnir, að þeir reyna að njóta stundar hagnaðar með því að selja hveitikaupmönnum, vitandi að enginn getur til lengdar, borgað hærra verð en samlagið. Með þessu skaða þeir nábúa sína, þar sem samlags- bóndinn vinnur til hagsmuna bæði sjálfum sér og öðrum. / Síðastliðið ár hefir reynst Hveitisamlaginu vel og stendur það nú föstum fótum og er ráðandi aflið í hveitisölunni. Næsta ár getur þó orðið enn betra, ef enn fleiri bændur ganga í samlagið og vinna þannig með ná- búum sínum að því að bæta hag sinnar eigin stéttar og landsins, sem þeir búa í. $ Manitoba Wheat Pool Saskatchewan Wheat Pool Alberta Wheat Poof Winnipeg Manitoba. Regina, Saskatchewan. Calgary, Alberta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.