Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Blfl. 13. Yfir um lækinn. Framh. frá bls, 12. arferð kl. 2 um nóttina, til að sækja korn. Leiðin var 30 mílna löng eftir opnu hafi, og firði, sem lá fyrir opnu hafi, og bað nú um vetrar- tímann, á litlum bát; var slíkt ekki hættulaust. Feðgarnir voru komnir á heim- leið, kvöldið eftir, með hinn dýr- mæta farm. Báturinn þaut áfram í mjúklegum togum. Nikulás sat við stýrið, með hönd undir höku sér. Drengurinn lá sofandi á kornpokanum, og hvíldi höfuðið við borðstokkinn, og sneri andlit- inu upp. En hvað hann var fölur í rökkrinu. Það var sem farg félli yfir Nikulás. Hann vissi ekki hvað til kom, en honum fanst sem eitthvað óheillavænlegt biði sín og að það væri nærri, einmitt hérna í skugga við þessa svðrtu, hljóðu kletta, þar sem hafið and- aði í djúpum sogum. Hafði hann freistað Drottins með þessu ferða- lagi? Birtu sló yfir austrið, hann hvesti. Það var kominn dagur, er þeir sigldu fyrir tangann. — Drengurinn vaknaði. Þeir snæddu morgunverð með góðri lyst, því þeir höfðu blásandi byr, og þó fremur væri nú að syrta í lofti, var ekki líklegt að veðrið næði þeim, því nú var að eins fárra stunda sigling heim. Innan skamms varð Nikulás samt að taka dragreipið, en láta drenginn setjast f undir stýri. Óveðrið var að skella á, fyr en hann varði. Eftir hálftíma sigl- ingu urðu þeir að rifa. Hann þurfti þá sjálfur að taka stýrið aftur, því svo mikið gaf á. Svo byrjaði að rigna, og eftir svolitla stund var hann skollinn á með rok, regn og ósjó. Drengurinn jós bátinn af kappi. Seglið leit út eins og þaninn blautur vængur, sem léti bátinn fljúga áfram. Þó Nikulás stýrði með athygli og hann rýndi fram undan sér, eítir réttri stefnu, með hendurnar á stýrissveifinni, þá gat hann ekki varist þeirri hugsun, að þessi raun væri orðsending frá Guði. — Það rigndi svo mikið, að dimt varð. Nikulás hugsaði um Job, er þeim vonda var leyft að þjá hann, og um Abraham, sem varð að fara til Moria með einkason sinn, til þess að offra honum 'til Guðs. Ósjálfrátt varð honum litið á drenginn, þar sem hann sat svo fölur, húfulaus og með flaksandi blautt hárið í storminum og jós bátinn. Hvað var Guð að segja? Vindurinn var nú að snúast í vestur. ósjórinn varð enn meiri. Nikulás sá enga von um björgun í svo litlum bát í þessum fjallháa, freyðandi öldugangi. "Hvað á eg að gefa þér, ó, Drottinn?” sagði hann. "Er enn þá eitthvað, sem þú vilt taka af mér? Nær því alt hefirðu tekið; eg á að eins eftir líf mitt og ást- vina minna. I Heimtarðu þau líka?” Rétt í því féllu augu hans á kornsekkinn, þenna dýrmæta kornsekk, nær því aleigu hans og það, sem hann hafði hætt lífi sínu og drengsins fyrir. “Eg skal gefa þér hann, Drott- inn. Hjálpaðu okkur þá, áður en við förumst.” Þá flaug honum f hug, hvernig hann gæti gefið sekkinn. öll áheitin, sem menn í sjávar- háska höfðu gert á kirkjuna á austurströndinni. Nei, ekki var það hægt. Ekki varð pokinn negldur upp á kirkjuþil. Hann gat kastað honum fjTÍr borð. — Ómögulegt, hann myndi þá hvolfa bátnum á augabragði. “Eg skal gefa hann fyrsta manninum, sem eg hitti! ,— Heyr loforð mitt, Drottinn. Er þetta ekki nóg? Hjálpaðu okkur.” Bráðlega slotaði veðrinu. Það hætti að rigna og storminn lægði, og feðgarnir sáu heimafjöllin blasa við sér. Þetta leit alt nátt- úrlega út fyrir Nikulási. Nú var hann viss um að ná heim. Guð hafði þegið'offur hans. Nú hugs- aði hann meira um Abraham, en Job; ekki um Abraham á leiðinni til Móría, heldur um Abraham að draga hrútinn út úr runnanum; því nú datt honum það alt í einu í hug, að Guð hefði viljað reyna hann, og fyrsta manneskjan, sem yrði nú á vegi hans, yrði náttúr- lega konan hans. Hann var glað- ur eins og sá, sem komist hefir að kjörkaupum. Og þó að ósjórinn væri mikill enn, var Nikulás alls ódeigur, sat þarna, blístrandi og brosti í kampinn. Kring um sólarlag náðu þeir inn í víkina. Það braut illa á skerjunum, en Nikulás vissi, að hann myndi komast heilu og höldnu í land. Hann gaf ná- kvæmar gætur að, hvort Sunn- efja og drengurinn kæmu ofan í fjöruna. Jú, þarna komu þau hlaupandi að mæta honum. Nikulás stýrði inn á milli rifjanna. Drengurinn hafði dragreipið laust, svo hann gæti felt seglið í snatri. Bátur- inn barst í loftköstum inn í gegn- um löðrandi brimið og hávaðann. Framstafninn snart land, séglið féll en yfir það eygði Nikulás Jó- hann taka höndum um bátsstefn- ið. Hann sat sem höggdofa um stund, svo stökk hann út úr og þeir drógu bátinn upp. Strax og báturinn var kominn á þurt land, hóf Nikulás korn- sekkinn á loft og kastaði honum fyrir fætur Jóhanns. “Á eg að eiga þetta?” spurði Jóhann., “Þú hlýtur að hafa komist í lífsháska.” Nikulás anzaði engu. Hann lötraði heim. Það var engin gleði á ferðinni yfir hinni undursam- legu lífgjöf. Eftir fátæklegan kvöldverð gekk hver og einn til hvílu sinnar Þegjandi. En Nikulási varð ekki svefnsamt. Af og til fór ekkinn um hann jnéð krampákendum flogum. Þá komu hugsanir hans, kaldar eins og ís, hann var sem gaddfreðinn af hatri. Þegar hann hugði alla sofnaða, læddist hann út og ofan á gömlu götuna við lækinn. Hann reikaði Hann vissi upp á hár um vista- forðann. Jarðeplin gætu dugað í tvo daga; ketið var löngu búið, og honum fanst hann sjá þrjá til fjóra flatta smáfiska, er skröltu þar á skemmuþilinu. Þetta þýddi hungur. Hann sá kornsekkinn aftur; hann gat enn fundið þunga hans á öxlum sér, á svo yndislega fint og þungt korn! Hann krepti hnefana, þar til neglurnar skár- ust inn í holdið. Þá staldraði hann alt í einu við. Hundur gó. Það var dimt í lofti, samt fanst honum hann sjá mann skjótast fyrir bæjargaflinn hjá sér. Hann greikkaði sporið heim- leiðis og faldi sig í skúmaskoti. Fljótlega sá hann ljós bera við, út um rifu á skemmuþilinu, lík- ast því, sem kveikt hefði verið á eldspítu til þess að sjá sig um þar, og svo sá hann glögt ein- hvern koma út um dyrnar og hverfa. Hvað gat þetta verið? Þjófar? Hann brosti háðslega. Sannar- lega myndu þeir ekkert finna þarna. Þar að auki var það ó- hugsanlegt, að til væru þjófar á Hrafnatanga. Hundurinn gó aftur, og nú heyrði hann að gengið var með- fram veggnum. Maðurinn kom aftur, fór með eitthvað inn í skemmuna og kom svo til baka. Þá þekti Nikulás að þetta var Jó- hann, og vissi nú, að hann hafði komið með kindarskrokk. Nikulás komst svo við, að grát- stuna leið upp frá brjósti hans. Jóhann beið, og hlustaði um stund. “Ert það þú, Nikulás?” Ekkert svar, svo hann gekk upp að honum. “Guð hefir talað,” sagði Jóhann alvarlega. “Guð?” stamaði Nikulás. “Ertu blindur, iNikulás? Eru augu þín lokuð? Þekkirðu ekki rödd hans?” Nikulás þagði. “Hann er að þrengja þér til að fara yfir um lækinn.” Nikulás þagði enn. Það hafði hann nú ekki skilið. “En Drottinn talaði til mín líka, þegar þú fleygðir sekknum fyrir fætur mér,” hélt Jóhann á- fram með sömu alvöru. “Hvað sagði hann við þig?” ‘Hann sagði: Það er erfitt fyr- •ir Nikulás bróður þinn, og af því eg hafði engan frið, kom eg hing- að yfir um; og þegar eg sá, að skemman þín var tóm, hugsaði eg með mér: ef þú hengir hérna upp kindarskrokk, verður gatan yfir um lækinn auðfarnari. Má- ske hann geti þá gert Guðs vilja.” Aftur hristi ekkinn Nikulás, með undarlegum, krampakendum flogum, eins og þann, er löngu hafði gleymt því að gráta, og hljóðið varð líkast því sem í gam- alli dælu, áður en hún dregur vatn. Hann fékk að gráta í næði, því Jóhann vissi, að hann yrði að komast yfir lækinn í brjósti sér fyrst. Svo tók Jóhann upp vasahníf- inn sinn, með hægð, skar langan renning af kjöti, settist svo á þröskuldinn og fór að borða. Innan skamms stóð Nikulás upp og settist hjá honum. Jóhann skar ketrenninginn í tvent og fékk Nik- ulási annan bitann. Um stund sátu báðir mennirnir þarna þegj- andi og horfðu út í sumarnóttina, og skáru smábita af þurkaða kindaketinu og neyttu. Loks þurkaði Nikulás af hnífn- um á buxunum sínum, stóð upp og stakk honum í slíðrin. Jóhann stóð upp líka. “Lofaður sé Drottinn,” sagði Nikulás í alvarlegum málróm. “Amen,” svaraði Jóhann með sömu alvöru. Svo gengu þeir saman niður bæjarstéttina, og tókust þar í hendur. Og á Hrafnatanga þýðir j handtakið töluvert. Rannveig K. G. Sigbjömsson. CONNOR Raforku ÞVOTTAVÉL Sérstaklega lágt verð og þægi- legir borgunarskilmálar fyrir Jólin. $75.00 of yfir. Engar fullkomnari þvottavélar til. Skoðið vorar þvottavélar og sannfærist 12 ára ábyrgð. J. H. CONNOR & SON, LTD. 242 PRINCESS ST. WINNIPEG. H I M S | X H X H X H X H X H X M X H X H X H X H X M X H X H X H X H S£ XHSHXHXHXHXHXMXHXHXHXHXHXHSHSHBHXHXHXHXHXMXHXHXHXHXHSHXHXHSHX H X H X H X H Harrís Abattoir (Western) Limited. Býður yður virðingarfylst að koma og skoða Vörusýnmgana fyrir Jólin. Síðari hluta dags eða að kveldinu, 15. og i€. des. 1927. I>ér hafið tækifæri til að sjá bygginguna og allan útbúnað og hvernig fæðan er tilreidd í fullkomnasta sláturhúsi í Canada. Þér getið einnig séð hvernig til er búið hið fræga Domestic Shortening. Hlj óð f ærasláttur k>. 3 til 5 og 7.30 til 10.30. HXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHSHXHXHXHXHSHXMXHXHXHXHXHXHJHIXHX’ H X H X M X M X H X H | H X H X H X H X H X H ínn^iiiHiiiiiiiiiM/atiHiiHiiiHHiia^nnimnmimB^iiiiHiiiiiiiiiiifcaaiiiiiBiiiiiiiHiiMlMBiiinniiiíiMHiaBr MARTIN-SENOUR 99, lOO/oPURE/öwí Tilbúið í Veáturlandinu fyrir Veáturlandið Hafið þér nokkurntíma málað hús og svo fljótlega orðið þess varir að málið springur og flosnar af? Það getur verið að málið, sem þér notuðuð hafi ekki átt við þetta loftslag. Ákafur sumarhiti og að sama skapi mikill vetrarkuldi reynir á hvað gott málið er. Martin-Senour “100% Pure” mál er tilbúið i Winnipeg, sam- kvæmt reglum, sem hafa þannig reynst að málið þolir hinar miklu veðurbreytingar í Vestur- Canada. Þessvegna helst það svo lengi eins og nýtt. OthlutaÖ i nágrenni af WINNIPEG PAINT & GLASS CO., LTD. Vegna þess að efnið er hið allra bezta í Martin-Senour “100% Pure,” þá kostar það í raun og veru minst. Það end- ist lengst og það þarf ekki mik- ið af því. For Anu Tob~ in Torvn or Countrg Outside or In — It pags to use MARTIN-SENOUR PfíODUCTS Þér þurfið aldrei að fara til annara en þeirra, sem höndla Martin-Senour. Þeir hafa allar tegundir af máli til hvers sem það er ætlað, þvi Martin-Senour er af öllum tegundum. Kaupmaðurinn gefur yður mikils verðar upplýsingar og ráðleggingar. Sjáið hann og þá fáið þér gða afgreiðslu. FRÍTT Vér gefum hverjum sem vill tvö kver: “Home Painting Made Easy” og “Good Varnish,” sem eru gagnleg og fræðandi. Sendið oss póst- spjald til Winnipeg og við sendum yður þau strax. The MARTIN-SENOUR Co., Limited JíCakcrs of "100 % ‘Pure ‘Paint’ WINNIPEG, MAN. MARBIE-ITE VARNOIEUM CONCRE-TONF NEUTONE WOOD-LAC MARTIN’S ENAMEL FOR HARDWOOO — FLOORS FOR LINOLEUM ANO OILCLOTH FOR CEMENT — BRICK AND STONE FORWALLS — AND CEIUNGS FOR RENEWING FURNITURE FOR INSIDE AND OUTSIDE USE ThiþöiutV 13«tt díumpHng ^ mÍ INCORPORATED 2?°MAY 1670. i Allra merkasta Jólagjafabúðin hlaðin með gjöfum frá hverju horni heims —Hlutir frá fjarlægum löndum sýnast ávalt eftirsknarverðari en þeir, sem búnir eru til heima fyrir. Duldir dómar lítt kunnugra staða, snild handar og anda, glitlitir austrænnar sólar, bíða yðar í hinum'margvíslegu ólakössum í búð vorri. Heimsœkið þessa áncegjulegu viðskiftastöð. Allskonar hluitír til gjafa fást á öðru gólfi. WS8T THE christmas shop of ON Tne second floor 50C $1.00 $2.00 $3.00 Ilmvatn Bcekur Men’s Silk Tie Cutex Set Compact Greiður Eversharp blýantar Mcn’s Muffler Military Bruches Vanity Case Calendar Belti Photo Album Bath Salts Key Ring Cace Silver Tray Bridge Case Andlits duft Tobacco Pouch Bill Fold Waterman Pen Bœkur Brass Ash Tray Silver Cmdlestick Ritföng Belti Toast Rack Novelty Clock Myn daram mar Axlabónd Gift Chjna Glass Tree Bill Fold Vasaklútar Bók Cake Plate Album Hálsbindi Incense Burner Regnhlíf Vörur frá ýmsum deildum góðar til gjafa. $500 Handbag Thermos Casserole Music Case Jewel Box Cigarette Cace Berry Bowl Fancy Vase Tobacco Jar Bookends Statue Men’s Scarves Spyrjið eftir bœklingi sem fjallar um Jólagjafir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.