Lögberg


Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 3

Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 3
3 LÖŒBERG, FIMTUDAGrlNN 22. DESEMBEB 1938 Stjórnmál MaÖurinn er pólitísk dýr.— Aristoteles. , —Öll erum viÖ pólitísk, hvort sem við erum mentuð eða ó- mentuð.—Soame Jenyns. —Ekkert áhættuspil jafnast á við pólitík.Benjamin Disraeli. —Allmikið af stjórnmálum okkar er af lífeðlisfræðilegum toga spunnið.—Emerson. —'Stjórnmál eru ef til vill sá eini starfi, sem ekki er talið nauðsynlegt, að menn mentist neitt til á einn eða annan veg. —R. L. Stevenson. —Stjórnniál skipa sannarlega undarlegum mönnum í sömu sængina.—John S. Bassett. —Flestar pólitískar fyrirætl- anir eru hlægilegar. — Samuel Johnson. —Allir pólitískir flokkar deyja að lokum af því að éta ofan í sig sín eigin ósannindi.—John Arbuthnot. —Þegar miklum málum hefir verið ráðið til lykta, myndast litlir stjórnmálaflokkar.—Walter Bagehot. —Að fórna persónulegum heiðri fyrir flokk sinn er svo mikil óeigingirni, að hinir víð- sýnustu stjórnmálamenn vorir hafa ekki hikað við að gera það —Charles John Darling. —Stjórnmálaflokkur er skipu- lögð efnishyggja.—lóisraeli. —Sá þjónar sinum flokki bezt, sem er trúastur sínu föð- urlandi.—R. B. Hayes. —Góður flokkur er betri en nokkur einstaklingur, sem uppi hefir verið.—Thomas B.. Reed. —Fyrsta heilræði, sem eg get gefið flokki, er að hann hafi hreinan skjöld.—Roseberry lá- varður. Hon. J. S. McDiarmid Náttúrufríðindaráðgjafi Bracken stjórnarinnar, Hon. J. S. Mc- Diarmid, hefir getið sér hvar- vetna hinn bezta orðstír fyrir röggsamlega forustu á sviði námarékstursins i Manitoba- fylki; gengur nú sú framleiðslu- tegund næst kornframleiðslunni að verðgildi í fylkinu. —Hann hugsar eins og ihalds- maður og talar eins og frjáls- lyndur maður, en slikt er ákaf- lega áríðandi nú á tímum. — Oscar Wilde. —Það er eins örðugt að vfera sannur og heiðarlegur stjórn- málamaður eins og að vera sóma- maður i alla staði.—Bacon. —Alt pólitískt vald er í hönd- um hrings (trust).—Charles J. Fox. —Stjórnmál eru hið brenn- andi málefni dagsins i dag.— Disraeli. —Samtíðin. Nokkur minningarorð um Jón Jóhannesson Hrappsteð, Fæddur 21. apríl 1861 Dáinn 1. september 1938 Jón Hrappsteð flutti með for- eldrum sínum Jóhannesi Einars- syni og Þóru Einarsdóttur frá Meiðavöllum í Axarfirði, í Hrappstaði í Vopnafirði árið 1885, og tók hann sér auknefni eftir þeim bæ eftir að hann kom hingað vestur 1893. Jón var tvígiftur, fyrri kona hans var Margrét Jónsdóttir ætt- uð úr Vopnafirði, mesta myndar kona. Hún dó á Atlantshafi á leið hingað vestur 1893. Börn þeirra; Octó og Einar, báðir giftir og búa nálægt Elfros, Sask. og Jóhannes, er druknaði um tvítugsaldur í Winnipegvatni, Seinni kona Jóns var Abigal (dáin i janúar 1929). Hennar foreldrar: Ólafur Jónsson frá Kúðá i Þistilfirði og kona hans Friðrikka Jónsdóttir, hálfsystir Valdimars Ásmundssonar rit- stjóra. Börn Jóns af seinna hjónabandi eru: Þóra, gift Ó. G. Brandson; Friðrikka gift Har- aldi Sigurdson; Valdimar, gift- ur konu af innlendum ættum; Óli, giftur konu af norskum ætt- um; Karl, gfitur Oddnýju Sig- urdson; Tryggvi og Hermann ó- giftir. Þessi myndarlegi barna- hópur er allur búsettur í Swan River. Systkini Jóns heitins voru: Jóhanna, gift Runólfi Magnús- syni frá Felli í Vopnafirði (bæði dáín) ; Aðalbjörg og Jóna ógift- ar. Einar og Magnús. Jón heitinn Hrappsteð flutti frá Argyle til Swan River 1899 og bjó hér ávalt siðan. Hann var góður félagsmaður, sjálf- stæður i skoðunum og efnalega, og kom upp sínum stóra barna- hóp með sóma. Hann gat engan séð liða, hvorki menn né mál- leysingja, sem sýndi sig bezt í því að hann tók að sér gamlan og einfættan mann, sem engan átti að, og hjúkraði honum í mörg ár á meðan hann þurfti á að halda, sem skilgetinn bróðir væri. Harlington, 16. des., 1938. | J. A. Vopni. Mót norrœnna hjúkrunarkvenna Frú Sigríður Eiriksdóttir, for- maður Félags ísl. hjúkrunar- kvenna, var meðal farþega á Gullfossi frá útlöndum síðast. Kom hún frá Kaupmanna- höfn, en þangað fór hún til þess að sitja fund formanna fimm hjúkrunarkvennafélaga á Nyrðurlöndum, ræða nánar um hið væntanlega hjúkrunarkvenna- mót, sem Félag isl. hjúkrunar- kvenna- gengst fyrir í Reykjavík næsta sumar, og þá sérstaklega að ráða skip til fararinnar. —Er nú afráðið, að skemti- ferðaskipið, Stvangerfjord flytji hjúkrunarkonurnar hingað, sagði frú Sigríður, er fréttaritari Morgunblaðsins hitti hana að máli. — Þær verða 600 alls, en auk þess verður rúm fyrir 100 farþega aðra. Enda mun það koma sér vel, þar sem margir ferðamenn munu hafa hug á að koma til íslands og vera fáeina daga um kyrt. Skipið leggur af stað frá Olsó 19. júlí og á að koma hingað 22. júli, verður því aðeins hálfan þriðja sólarhring á Leiðinni. Hér verður það í 5 daga, meðan mót- ið stendur yfir, og fer síðan norður til Akureyrar. Með þessu móti verður hjúkr- unarkonunum og hinum öðrum farþegum gert kleift að fara landveg norður og taka skipið þar, eða sigla með ströndum landsins, en þær hafa látið í ljós mikinn áhuga fyrir því að kynn- ast landi og þjóð, eins vel og föng eru á. Eins og fyr segir, heldur frú Sigríður áfram, stendur mótið yfir í 5 daga, frá 22. júli til 26. Fundarhöld verða í 2 daga, og fara þau fram í Gamla Bíó. Þrír dagar eru síðan ætlaðir til ferða- laga, austur til Þingvalla, Geysrs, um nágrenni Reykjavíkur o. fl. —Það er Félag isl. hjúkrun- arkvenna, sem efnir til þessa móts ? —Já, stjórn félagsins hefir allan veg og vanda af því, og hefir sérstaka undirbúnings- nefnd sér til aðstoðar við undir- búning allan og ýmislegt í sam- bandi við mótið.—Mbl. 25. nóv. King sextíu og fjögra ára Þann 17. þ. m. átti Rt. Hon. W. L. Mackenzie King sextíu og f jögra ára aldursafmæli; var hann við það tækifæri hyltur af fjölda miklum samborgara sinna. Lengi vel .í sumar er leið, var Mr. King veill á heilsu, en er nú sagður að hafa náð sér að fullu. Mr. King hefir haft á hendi forustu Liberal lfokksins síðan 1919 og gegnt forsætisráðherra embætti í tólf ár ; hann er við- mentur og hverjum manni hátt- prúðari. Á mánudaginn var mættu á fundi i Ottawa allflestir þing- menn Liberal flokksins á sam- bandsþingi frá Ontario; jafnt úr báðum deildum; svo og þeir frambjóðendur í þvi fylki, sem í kjöri voru við síðustu kosningar til Sambadsþings, en biðu lægra hlut. Til fundarins var boðað vegna þess ágreinings, sem átt hefir sér stað milli Mr. Kings og Mr. Hepburns forsætisráð- herra fylkisstjórnarinnar. Fund- armenn lýstu einróma trausti á Mr. King sem forsætisráðherra og forustumanni Liberal flokks- ins í Canada. WITH COMPLIMENTS OF f THE Canada Cycle & Motor Compan}), Limited WESTON, Ont. MONTREAL - TORONTO WINNIPEG - VANOOUVER - ) Manufactwrers of C.C.M. Skates, Bicýcles, Joycycles Innilegar hátíðakveðjur TIL VORRA ISLENZKU VIÐSKIFTAVINA ! f f f ÖIBSON I1ALL Refrigeration Engineers í 290 SHERBROOK ST. - - - SIMI 31520 Tryggið yður pláss á Jflarlborougí) fyrir HÁTlÐAHÖLDIN Sunnudaginn 25. Desember JÓLAVERÐUR 12:00 á hádegi til 9:00 e. h. framreidd- aj ur í hinum fagra Grothic borðsal (Börn 'Ll /n 75c). Músík við máltíðir. «JI I SKEMTUN Á GAMLARSKVELD ÁTBURÐUR HÁTIÐARINNAR $2.50 fyrir manninn, ásamt kveldverði. Hlunn- indi: Fyrsta flokks hljóðfærasveit til taks. Gerið ráðstafanir snemma til þess að útiloka vonbrigði. NÝÁRSBORÐHALD 12:00 á hádegi tíl 9 e. h. Framreðsla í aðalborðstofu. $1.25 á miann (Börn 75 cents). Sérstök músík meðan á máltið stendur FYRIRFRAM RAÐSTAFANIR Gerið ráðstafanir í tæka tíð—Símið 96 411

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.