Lögberg - 22.12.1938, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 22. DESEMBER 1938
-GUÐSDÓMUR—.
• !
Hún, uppeldisdóttir setuliÖsstjórans, sem lifað
hafðj í allsnægtum og notið þæginda lífsins, sá nú
hverju hún hafÖi slept og hvaÖ hún hafÖi hrept í
staðinn.
Og þó hefði hún getað þaggað niður andstygðina,
setn hún hafði á öllu þessu, ef eigi hefði bæzt við það,
sem verra var,
Það var maður að biðja hennar, sem hún vissi
vel, að var siðlaus og ómentaður; og gengi hún að
eiga hann, þá var frelsið gjörsamlega horfið.
Það mátti ganga að því vísu, að þó að hún gæt:
haldið honum ögn í skefjum meðan ástarblossinn var
ákafastury þá myndi harðstjórnin þegar byrja, er hún
væri orðin konan hans.
Hún gat þá eigi vænt annars hlutskiftis en þar
lendar konur áttu við að búa, að þrælka eins og
húðarklár og njóta lítils atlætis.
Og hún sá að fyr eða síðar myndi hún aðeins
eiga um tvent að velja, annað hvort að verða kona
Obrevics, eða að fara úr húsi bróður síns, er hann
reyndi, eftir áeggjan vinar sins, að neyða hana til
giftingarinnar.
Og þá stóð hún alveg ein síns liðs í heiminum.
Hún spratt upp og æddi um gólfið fram og
aftur, hraðar og hraðar.
Brjóstið sogaðist upp og niður, ákafar og ákafar,
unz hún féll snögglega á kné fyrir framan kross-
markið, og þrýsti brennheitu enninu að isköldum
steinveggnuim1.
Það var heit en þegjandi bæn, sem sté til himna,
bæn um frelsi, og lausn undan böndunum, er hertu
æ meira og meira að henni.
♦ ♦ -f
Stormurinn æddi úti, svo að tveir menn, er voru
að koma að hvylftinni, áttu örðugt með það, að brjót-
ast áfram gegn veðrinu.
Það sást í tunglskininu, að þeir voru báðir í
austurrískum einkennisbúningi.
Þeir höfðu gengið svo hratt, með veðrið í fangið,
sem kostur var, en nárnu nú staðar, til þess að átta
sig á því, hvort þeir voru komnir.
“Eg veit ekki liðsforingi, hvað segja skal,” mælti
annar þessara manna, “en eg er ekki trúaður á söguna.
—“Er yður enn fast f huga að fara ofan í hvylftina,
þar sem alt hvílir nú sem í dauðadái ?”
Það var Jörgen, sem þetta mælti, og sá sem
svaraði, í mjög ákveðnum róm, var Gerald Steinach.
“Það ætla eg auðvitað, því það er vafalaust, að
þetta er þorpið, sem menn vorir koimu til í morgun.
Eg þekki það af lýsingunni.”
“En þar sézt engin hreyfing á neinu,” mælti
Jörgen. “Menn hljóta þegar að hafa séð til okkar,
og þó hefir enginn enn kallað til okkar.”
“Mér þykir það og grunsamt, að verðir sjást
hvergi,” svaraði Gerald, “og er eg þvi hræddur tim,
að liðsflokkurinn hafi neyðst til þess að halda áfram
og skilja særða liðsforingjann eftir, ásamt fáum
mönnum. En boðin til m'ín get eg ekty véfengt.
þar sem drengurinn fékk mér bréfaveski Salders og
ýmsar eiginhandar uppteikningar hans, sögu sinni til
sönnunar.”
“En það er undarlegt, afj Salder liðsforingi skyldi
einmitt vilja tala við yður,” mælti Jörgen. “Mér
lízt ekki á söguna, og enn ver leizt mér þó á strákinn,
sem flutti skilaboðin, því að hann var ærið þorpara-
legur. — Það er einhver fjandinn, sem undir þessu
býr.”
“Þú sérð fjandann allsstaðar,” mælti Gerald,
óþolinmóður. “En ætti eg að hafast^ undan að vitja
félaga míns, sem liggur í sárum og ætlar máske að
biðja mig að sýna mér siðasta greiða? En ljúfast
hefði mér verið að fara einn og stofna engum öðrum
í hættu.”
“Mig vilduð þér ekki hafa imeð yður,” mælti
Jörgen. “En fyrst þér viljið fyrir hvern mun leggja
líf yðar í hættu, vildi eg þó heldur fylgjast með yðúr.
— Annars er strákurinn sem kom með skilaboðin
horfinn, eins og jörðin hafi gleypt hann. — Engu
líkara en hver kjaftur fáist hér við töfrabrögð.”
“Drengurinn hljóp á undan, til þess að tilkynna
komu vora,” mælti Gerald, sem alls eigi virtist óttast,
að hætta væri á ferðum. “En því mi|Sur gleymdi
hann að segja okkur hv,ar Salder lægi, svo að við
verðum sjálfir að grenslast eftir því? og þykir mér
sennilegast að hann liggi í stóra húsinu, sem þú sérð
þarna, og ætla eg því að spyrjast þar fyrst fyrir.”
“Guði sé lof að hér getur imaður þó dregið and-
ann,” mælti Jörgen, er þeir voru komnir í skjól, niður
fyrir klettabeltið. “Og þetta kalla þeir ekki ofviðri
hérna! Eg vildi óska að það kæmi sunnanveður, sem
sópaði'þeim öllum til hins neðsta og versta, svo að
við kæmumst aftur heim til Tyrols.”
Gerald kom nú að húsinu og lagði þaðan út ofur-
litla ljósglætu, þó að hlerar væru fyrir gluggunum.
Sakir stormsins heyrðist ekki, er þeir komu að
húsinu, og þar seim engu var svarað, er Gerald barði
að dyrum, hratt hann upp hurðinni, og gekk inn.
Bálið er logaði á arninum kastaði skærri ljós-
birtu á þá, er inn kom, en gerði þeim á hinn bóginn
slika ofbirtu i augun, áð þeir gátu í fyrstu eigi greint
það, sem umbverfis þá var, og sáu því heldur eigi
stúlkuna, er kraup við vegginn.
Daníra hrökk við og ætlaði að standa upp, en
gat það ekki. — Það var engu líkara en að hugsanir
hennar hefðu íklæðst holdi og blóði.
En er Gerald kom nær, sá hún, að þetta var
engin ímyndun, og kallaði því ósjálfrátt upp:
“Gerald!”
"Daníra!” var svarað svo afar-glaðlega að Jörgen,
sem kom inn á eftir Gerald, hraðaði sér til hans til að
vernda hann, og pískraði um leið í hálfum hljóðum:
“Hjálpi oss alt sem heilagt er! — Það er hún —
galdranornin!”
Það varð nú nokkur þögn, unz Daníra reyndi að
koma tilfinningum sínum í jafnvægi, þótt örðugt
veittist.
'“Steinach liðsforingi! Eg hugsaði — eg hélt
ekki, að eg ætti það eftir að sjá yður.”
“Eg hafði heldur engan grun um það, að þér
væruð i þessu húsi,” mælti Gerald, sem mintist nú
þess, að Jörgen var viðstaddur, svo að hann varð að
láta svo sem sér væri í engu brugðið.
Hann sneri sér siðan að Jörgen og mælti ofur-
stillilega:
“Viltu ekki bíða fyrir utan, unz eg kalla á þig?
Það er betra fyrir mig að fá að vita það, sem mér
er forvitni, ef við erum tvö, ungfrúin og eg.”
Jörgen vissi vel, að honum bar að hlýða liðsfor-
ingjanum tafarlaust, og þáð var hann einnig vanur
að gera, en þar sem hann taldi liðsforingjann að
þessu sinni vera töfraðan, eða heillaðan, svo að hann
vissi ekki hvað hann gerði, fanst honum það heilög
skylda sín, að hlýða honum nú ekki.
Hann lyfti því hendinni að húfunni, sem her-
mönnum er títt og mælti: \
“Gott og vef, hr. liðsforingi —• eg verð kyr hér
inni!”
En er Gerald hnyklaði brýrnar, horfði á hann
og benti á dyrnar, þorð.i hann þó eigi annað en að
hlýða.
Hann nam því staðar fyrir framan hurðiíia,
krosslagði hendur á brjósti og baðst fyrir á þessa
leið:
“Sankti Georg og allir dýrðlingar hjálpi honum!
Nú hefir hún flækt hann i netinu — guð veri honum
líknsamur!”
Gerald og Daníra voru nú tvö inni og þögðu
bæði um hrið.
Daníra var staðin upp og hafði fært sig fram
í birtuna, og starði Gerald á hana sem heillaður.'
“Eg hygg, hr. Steinach,” mælti hún, “að skilnaði
okkar hafi síðast verið svo farið, að það sé okkur
lítt til gleði að sjást nú, aftur.”
Þetta mælti hún afar-kuldalega, svo sem til þess
að fcera það' upp, að hún hafði i fyrstu eigi gætt sín, .
enda tókst henni það að nokkru leyti.
Genald gérði sig einnig kuldalegri, og settlegri
er hann svaraði.
“Þér verðið þá að áfellast forlögin, en ekki mig,
ungfrú góð, því að eg tek það upp aftur, að eg hafði
engan grun um það hvern eg kynni að hitta í húsi
þessu. Það var aðeins af því, að skyldan krafðist
þess af mér að eg kom hingað.”
“Ekki efast eg um það,” svaraði Daníra, “enda
eigum við því að venjast, að herlið komi á heimili
vor, þó að það1 hitti þar eigi annað en konur og börn
til að berjast við.”
“Já, konur og börn, sem áhyggjulaust er skilið
eftir,” svaraði Gerald, “af því að menn vita að vér
ráðum eigi á varnarlaust fólk; en karlmenn yðar, sem
vér eigum: í höggi við, sitja hér og hvar fyrir oss í
leyni.”
“Það er eins og tíðkast í ófriði,” svaraði Daníra
stuttlega; “þá notar hver þau ráð, sem hann getur.”
“En hverir hafa neytt oss út í þenna ófrið?”
spurði Gerald. “Víst er um það, að vér höfum eigi
óskað hans heldur er hann sprottinn af þvi, að þjóð
þessi vill eigi hlýða lögum, sem gilda allsstaðar annars
staðar í ríkinu.”
“Hinir frjálsu fjallabúar vilja ekki beygja sig
undir okið,” svaraði Danira, “en þér reynið að neyða ,
þá til þess með valdi.”
Gerald reiddist auðsjáanlega orðum þessum, þótt (
hann eigi vildi láta á því bera, því að hann sótroðnaði
og svaraði allhvast:
“Hervarnarskylduna teljum vér heiður, en eigi
ok, enda er það og skylda manna að gegna henni. — ■
En hér virðast menn eigi vita hvað skylda er, og því •
verður að kenna þeim það, og þér getið reitt yður á ■
það, ungfrú góð, að oss skal takast það, enda geri eg
ráð fyrir að yður sé kunnugt um síðustu atburðina,
og vitið því, að nú ,má heita, að séð sé þegar fyrir
endann á uppreisninni.”
Enda þótt Danína vissi þetta og hefði fyrir
skömmu látið í ljós við Marco Obrevic, vildi hún þó
eigi kannast við það í áheyrn Geralds, og svaraði því
allþrjózkulega:
“Hælist eigi of fljótt um! Marco Obrevic og
beztu rnenn vorir veita enn viðnám. — Þeir geta
fallið, en — þeir gefast aldrei upp.”
Gerald brá er hann heyrði nafnið, og leit til
Daníru.
“Marco Obrevic!” tók hann upp eftir henni.
“Þér þekkið hami þá — ef til vill mjög vel?”
“Hann er aldavinur bróður míns.”
“Og á yður frelsi sitt að þakka,” mælti Gerald.
"P?ða var það eigi yðar verk?”
"Eg hjálpaði að minsta kosti til þess,” svaraði
Danira. “En frelsi hans var dýru verði keypt, þar
sem Marco misti föður sinn og þjóðflokkur vor for-
ingjann; en — frjáls varð hann. — Það var kúla frá
yður, sem feldi I. Obrevic.” \
“Eg gerði það sem skyldan bauð mér,” svaraði
Gerald, “enda skutu flóttamennirnir fyrst á mig. —
Eg svara yður eins og þér svöruðuð mér áðan: Það
er eins og tíðkast ’í ófriði.”
Þessi samræða þeirra var svo hörð, eins og þau
væru verstu f jandmenn; en víst er um það, að augna-
ráð þeirra lýsti þó alt öðru.
Gerald gat eigi varist því, að hafa augun sífelt á
þessu fagra, ógnandi andliti og gleymdi öllu öðru,
jafnvel hinum sára félaga sínum, er hafði gert honum
boðin.
Og þó að Daníra reyndi að forðast augnaráð
hans, og liti undan, hvörfluðu augu hennar þó jafnan
aftur til hans, eins og dregin af segulmagni.
“Eg áfellist yður eigi fyrir það, sem orðið er,”
nrælti Danira, og var nú blíðari í málrómnum. “Og
að líkindum áfellist þér mig nú heldur eigi lengur,
þó að eg hjálpaði til þess að frelsa nranninn, er landar
mínir kröfðust þess af mér og kvöddu mig til sín,
því að til þess höfðu þeir fullan rétt.”
“Óefað,” svaraði Gerald, “þar senr þér vilduð
veita þeim þann rétt! En aðeins það þykir mér kyn-
legt, að landar yðar sinna ekkert um yður — þófað
þeir vissu, hvar þér voruð niður kornin —, fyr en
þeir þarfnast aðstoðar yðar.”
Það v.ar auðséð að þetta snart Daníru all-óþægi-
lega þvi að hún varð niðurlútari.
Það var óþarft að segja henni, að hún hefði
verið notuð sem verkfæri, því að það hafði henni
löngu skilist.
Gerald gekk nú nær henni og var rödd hans
einnig þýðlegri, er hann hélt áfram máli sínu á þessa
leið: 4
“En hvað sem þessu líður, þá hafið þér nú komið,
og eruð komin til heimkynna yðar; — eruð þér nú
ánægð?”
"Eg er frjáls! Annars krefst egx ekki.” -
“En hvað lengi verðið þér það?” spurði Gerald.
“Eg hefi í herför þessari kynst kjörum þeim, sem
giftar konur eiga við að búa, og jafnskjótt er þér
giftist, verður hlutskifti yðar sem þeirra, að vera
þræll húsbóndans og skoðuð sem vinnudýr hans.
“Hættið þessu tali!” greip Daníra fram i, því að
eigi kom henni til hugar að kannast við, að lýsing
þessi væri rétt, enda þótt hún fyndi það með sjálfri
sér.
“Lýsing mín er rétt,” svaraði Gerald, “og það
hafið þér hlotið að finna, er þér voruð aftur komin
til þessara stöðva, því að samkvæmt uppeldi og unent-
un þeirri, sem þér hafið fengið, þá er hugsana- og
tilfinningalíf yðar sem annara mentaðra manna, þó að
þér hafið erft stífni þjóðflokks yðar og kjósið þvi
fremur að hlæða til clauða en að beygja yður.”
Meðan Gerald lét dælu þessa ganga, varð hann
æ ákafari og ákafari, og Daníra gerði enga tilraun
til þess að grípa fram í, enda var hvert orð talað
sem út ár huga hennar.
*