Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 17

Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 17
LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 22. DESEMBER 1938 17 Áskorun til Islendinga Vestarhafs Uim nokkur undanfarandi ár hefir þaÖ mál veriÖ mjög hugs- að og rætt á íslandi að reyna að komast í verzlunar og viðskifta- samband við Arrjeríku. Hafa menn fundið til sívaxandi þarfar á þessu, eftir því sem öllu við- skiftalífi hefir hrakað í Evrópu. Islandi er það lífsnauðsyn, að geta eignast fastan og nægilega stóran markað fyrir landbúnaðar og sjávar afurðir sínar, en það hefir ekki tekist fram til þessa. Helzta vonin er Ameríka. Með það fyrir augunr, tók stjórn íslands þvi tilboði Banda- rí'kjanna að koma upp íslenzkri sýningu í sambandi við heims- sýninguna miklu í New York á komandi sumri. Henni var það ljóst, að með því gæfist eitt hið bezta tækifæri til að kynna bæði land og þjóð hinu mikla heims- veldi. Eru náin kynni hinn nauðsynlegi undanfari þess, að efnt verði til varanlegra verzl- imarsamibanda. Litt þektri smá- þjóð er næsta erfitt að koma varningi sínum á framfæri á sölutorgum stórborga þessa mikla nreginlands. Þetta er í fyrsta skifti sem ísland tekur þátt í veraldarsýn- ingu og reisir sér því þunga aukabyrði um öxl, en þó jafn- fram óhjákvæmilega af þeim á- stæðum sem að ofan getur. Með sýningunni verður megin áherzlan lögð á að kynna þjóð- ina, sýna sögu hennar, líf og menning, hinn virðulega skerf, senr hún hefir lagt til visinda- legrar landfræðilegrar og sögu- legrar þekkingar, með dæmum úr bókmenta-, lista-, athafna- og siglinga-lífi hennar. Sýningarskálann leggur Banda- ríkjastjórnin til ókeypis, er hann annar í þjóðskála röðinni til vinstri við s/jálfa sýningarhöll Bandaríkjanna, á hinum ákjós- anlegasta stað. En einmitt þess- vegna þarf að ganga svo frá honum að hann veki á sér alveg sérstaka eftirtekt. Sýningarskálinn stendur milli tveggja gatna, eru því tveir aða1 inngangar í skálann. Með öt- ulli framgöngu við Bandaríkja- stjórnina hefir leyfi fengist fyr- ir því að nota afsteypu af Leifs myndinni, er Bandaríkjaþjóðin gaf íslandi 1930, við framhlið skálans og hefir stjórnin látið breyta framhliðinni í samræmi við þessa mynd. Ennfremur hefirhún látið hlaða stallinn und- ir myndina fslandi að kostnaðar- lausu. Nú hefir Sýningarnefndin ís- lenzka ákveðið að hagnýta sér þetta leyfi, og láta gjöra af- steypu af Leifsmyndinni, en sök- um fjárskorts, treystir sér ekki til að kosta til þess meiru en $1,000.00. Fyrir það fæst krítar- rnynd með málmhúð er endast myndi meðan á sýningunni stendur, en þá ónýt er henni er lokið. Til þess nú að myndin verði varanleg yrði að steypa hana úr eir, og kostar það milli $3,500.00 til $3,750.00, og þarf þá sýn- ingarnefndinni að safnast $2,500 í viðbót, við það semi hún hefir. Það hefir lengi verið ósk ís- lendinga austan hafs og vestan að Leifi Eiríkssyni yrði reistur minnisvarði af islenzku fé, og komið hér fyrir á einhverjum virðulegum stað. Með því að nú virðist sérstakt tækifæri til að koma þessari hugsjón í fram- kvæmd, þá eru það tilmæli und- irritaðra, að fslendingar hér í álfu — í Canada og í Banda- ríkjunum — leggist allir á eitt að skjóta þessu fé saman svo að alt undirbúningsverk sem búið er að gjöra, aðstoð og styrkur Bandaríkjastjórnar, sé ekki unn- ið fyrir gýg, og þar að auki stórum peningum kastað á glæ. Myndin hefir það auglýsinga- gildi að íslands skálinn má ekki án hennar vera. Hún tengir saman, með ómótmælanlegum rökum, sögu íslands og Ame- ríku, á hinn virðulegasta hátt. Við bakhlið skáíans hefir Reykjavíkurbær ákveðið að gefa og láta setja afsteypu af mynda- styttu Þorfinns Karlsefnis. Verður líkanið úr eiri og flutt heim til Reykjavikur, að sýning- unni lokinni. Komist eir líkan Leifs upp, en það er undir liðveizlu íslendinga hér vestra komið, verður það að sýningunni lokinni, gefið Bandaríkjaþjóðinni með þeirri ósk að því verði fundinn staður, sem sómi minningu Leifs og Vínlandsfundar hans. Það verð- ur um leið mikil og merkileg auglýsing fyrir ísland hér vestra, en ísland þarfnast þess framar öllu öðru nú og í framtíðinni. Þetta er því sérstakt tækifæri til að vinna íslandi ómetanlegt gagn. Peningarnir þurfa að hafast saman sem fyrst, því Sýningar- nefndin íslenzka þarf að vita hvers styrktar hún má vænta. Samgkotin má senda á skrif- stofur íslenzku blaðanna og verður kvittað fyrir þær viku- lega. Gefið eftir beztu getu, stórt eða smátt, eftir því sem ástæður leyfa. Bregðist ekki yðar gamla föðurlandi! Winnipeg, Manitoba, 20. desember 1938 Undirritaðir; Rögnv. Pétursson, Winnipeg, Man. Guðm. Grímsson, Rugby, N. Dak. Gunnar B. Björnsson, Minneapolis, Minn. Árni Eggertsson, Winnipeg, Man. B. J. Brandson, Winnipeg, Man. A. P. Jóhannsson, Winnipeg, Man. Vilhjálmur Stefánsson, New York City. Dyngjuf jöll gjósa Símað er frá Reykjavík þann 15. þ. m., að gos standi þann dag yfir í Dyngjufjöllum og að norðurhimininn sindri í risa- fengnu logahafi; þess jafnframt getið, að hitinn á eldgosstöðv- unum hafi verið kominn upp í 60 stig á Farenheit. Hversu mikilsverðan þátt Mon- treal banki á í athafnalífi og fram- leiðslu Canada og fjármálunum sem þetta áhrærir, var vel útskýrt á 121. ársfundi hluthafa, sem haldinn var nýlega í Montreal. Með eignum er nema $874,000,000, og sem eru meiri en þær hafa áður verið sfðan 1929, og meiri lánum til viðskiftamanna en áður, er bankinn eins og Sir Charles Gordon, G.B.B., forseti, bendir á, eins fjárhagsléga traustur og ákosið verður, og eins og hann benti á fyrir ári síðan, betur staddur en hann hefir verið þau tíu ár, sem hann hefir verið forseti hans. Skýrsla G. W. Spinney og Jack- son Dodds, beggja aðal-ráðsmanna bankans, bendir á, að lántakendum hafi mikið fjölgað við bankann og að bráðabirgðalán hefðu aukist í Canada um $27,800,000 á árinu og nemi þau nú alls $187,000,000, sem er $47,900.000 meir en fyrir tveim árum. Viðskiftahorfur , Sir Charles vék þannig orðum að því í ræðu sinni, að viðskifti Canada á árinu, “væru þau, að ekki væri á- stæða til að kvarta, þegar litið væri á það, sem væri að gerast 1 öðrum löndum.” . “Iðnaðarstofnanir vorar,” sagði hann, “hafa flestar gert vel, þð 1 nokkrum greinum hafi virst erfitt að halda uppi framleiðslu. En það hefir verið jafnað upp með öðrum iðngreinum. Einkum er það náma- reksturinn, sem það má þakka, því hann hefir aukist mikið og orðið fbúum landsins til velferðar frá hafi til hafs.” “Náttúran hefir verið gjöful í Canada I ár,” sagði Sir Charles, “þvl það hefir ekki' einungs verið Sú mesta uppskera I Sléttufylkjunum, sem þar hefir orðið slðari árin eða síðan 1932, heldur hefir yfirleitt uppskeran í öllu landinu verið “góð,” hvaða tegundar sem er, og hvar sem er, hafa bændur er kvikfjárrækt stunda, nú nægan fóðurforða. Fiski. menn hafa og veitt vei bæði við Atlantshafs- og Kyrrahafsströndina, Dísa Þey!---------- HvatSa hljómur er þetta? ÞaÖ er syanasöngur — svan- irnir eru aÖ koma. Dísa, manstu vorkvöldið, sem þú sazt vitS vatniÖ og speglaÖir þig— Þú hafðir flutt hest út í hag- ann og varst á leiðinni heim aftur. Þú settist niður og fleygðir beislinu í grasið hjá þér, svipaðist undir bakkann eftir silungi, reyndir að grípa fiðrild- in, sem flögruðu kringum þig og sleizt upp strá og fleygðir út í vatnið. Þú varst heit og rjóð og hár- ið — bjart eins og vornóttin — féll laust niður um herðar þér. Manstu eftir svaninum, sem kvöld eftir kvöld synti á vatn- inu. Það var ungur svanur, sem ekki var komin á flug. Einn morgun, þegar þú varst komin á fætur var hann á vatn- inu. — En enginn vissi hvaðan hann hafði komið.---------- Um kvöldið synti hann á vatn- inu. Draumur vorsins var innra og ytra -— kvöldið var hljótt eins og harpa með stiltum strengjum, sem hvílir við brjóst söngvarans. Endur og eins var sem streng- irnir væru snertir. — Smáfugls- rödd kvað við—nær eða fjær— Umhverfið speglaðist í vatninu — himininn með ljósum skýjum og hvítum fossum — engjar og — fjallið með grænum hlíðum tún með silfurtærum lækjum og en markaður hefir ekki verið ákjós- anlegur. Nýjw viðskiftasamningamir Hinir mikilsverðu viðskiftasamn- ingar, sem vér mintumst á, eru þeir sem gerðir voru nýlega milli Banda- ríkjanna , Bretlands og Canada. pessir samningar, sagði Sir Charles, að snertu að meira eða minna leyti allan iðnað og verzlun landsins. Canada hefði verið fúst til sam- vinnu, ekki að vlsu án fórnfærslu, sem nokkur óhagnaður væri óhjá- kvæmilega samfara. Eigi að síður er greiðari markaður fyrir ýmsar frumafurðir til hins mikla markaðar syðra og vér ætlum, að hagnaður- inn sem af því leiðir, verði svo mik- ill, að hann auki kaupgetu lands- ins að sama skapi og ýmsar iðnað- argreinir -hafa tapað við það. Ákvœðisverð á hveiti hjálpar í ræðu sinni fór forsetinn nokkr- um orðum um akuryrkju Vestur- landsins. 1 sambandi við það mint- ist hann á ákvæðisverð á hveiti. Taldi hann þáð betur farið að verð- ið var ákveðið, frá hvaða sjónar- miði sem á það væri litið. Hann fór nokkrum orðum um það sem sagt hafði verið bæði með og móti þvl, að setja ákvæðisverð á vöru, en var yfirleitt meðmæltur henni. pó Sléttufylkin nytu mikils góðs af henni, taldi hann iðnað og viðskifti landsins einnig hafa haft hag af því hvar sem væri I landinu, það hefði aukin kaupgeta gert. Að lokum mintist Sir Charles á komu konungshjónanna brezku til Canada og taldi hana “fágætan söguiegan heiður.” Hann benti á þetta sem vott um einingu innan Bretaveidis og hann óskaði, að það sem menn hér greindi á innbyrðis yrði geymt á sínum stað og að við sem þjóð, sýndum bæði við komu konungshjónanna og endranær, að Canada stæði eitt og óskift með þeim málum er ríkisheildinni yrði til velferðar. Skýrsla aðalráðsmanns Mr. Spinney vék að hinni auknu tölu lántakenda I bankanum á slð- rjúkandi bæir. — Alt varð að dýrlegum undirheimi í vatninu. Svanurinn nálgaðist bakkann. sém þú sazt á og öldurnar frá brjósti hans léku mjúklega að myndum ykkar í skygðum vatns- fletinum. Var það löngunin, sem oft grípur börnin, — að hæfa eitt- hvað, eða vildirðu sjá hann breiða út vængjunum og fljúga — — Dísa, manstu þegar þú kastaðir steinunum í brjóstið á Svaninum. Það var hepni, að hann kom ekki á vænginn. Vatnsflöturinn 1>rotnaííi og undirheimurinn og myndir ykk- ar leystust sundur og hurfu. En svanurinn hóf sig upp í vor- himininn, Fáeinar fjaðrir flutu eftir á vatninu. Manstu eftir hljóðinu, sem hann sendi út á kvöldkyrðina, þegar hann flaug burt. Það var fyrsti söngurinn hans. Þú skemtir þér við að horfa á eftir honum. Svo hljópstu heim — þá var döggin fallin og þoka sezt á tindana. 1 Maðvarpanum sleiztu upp fífil, stakst honum í hneslu i kjólnum þínum, svo hnepptirðu hnappnum og leggurinn marðist. Þú háttaðir, last bænirnar þín- ac og ósýnilegir vængir báru sál þína upp í draumaríkið. Sanurinn flaug út í auðan geiminn í svölu lágnættinu. Sigurjón í Snœhvamwd. —Dvöl. astliðnu ári er lánfé hefðu lagt I viðskifti og iðnað, og kvað það eitt það hagkvæmasta fyrir nokk- urn banka að veita lán til þessa, betra en að leggja það I verðbréf eða annað þess háttar. Hag bankans, af þessu, kvað hann að vísu ekki áberandi á þessu ári, af þessu. Rentan á lánunum væri lág, en með auknum athöfnum og lántökum af þessu tæi, væri bjart- ara yfir viðskiftalífi landsins, og bankanna sem annara viðskifta, ef áframhald yrði af þvl. Eigi að síður færu skattar slfelt hækkandi. peir hefðu hækkað svo mikið að reksturskostnaður bank- ans I þeirri grein, væri nú um $500,000 hærrl en t. d. árið 1933, þrátt fyrir þó 63 útibúum hefði verið lokað. pá vék ráðsmaðurinn að hlutfallinu milli reiðu-eigna bankans og útgjalda til almennings og kvað það 77.80%. Auðvitað vildum við sjá þetta hlutfall miklu lægra og meira af fénu notað til viðskifta eða iðnaðar. Og það gleð- ur oss, að fyrir því er farið að bóla, að viðskiftin séu að eflast. Um aukningu lánviðskiftanna, sagði ráðsmaðurinn ennfremur' “Við þessa aukningu megum við nú vel una. En auðvitað vildum vér sjá hana ennþá meiri. pess er auðvitað að minnast, að þeir eru margir sem við verðum að synja um lán, vegna ástæða sem oss eru ijósar, en þeim eru oft ekki eins ljósar, sem fram á lánin fara. En það reynum við «ið skýra fyrir þeim. — Hitt geta menn samt verið vissir um, að til slíks kemur ekki nema I bága reki sérstaklega við ábyrgð þá og skyldu sem á bönkum hvila til þeirra sem sparifé sitt eiga þar geymt.” Um viðskiftahorfurnar sagði Mr. Spinney, að með þáð öngþveiti sem virtist á hlutunum I heiminum, væri erfitt að spá nokkru um fram- tíðina, en hann bætti við: “En haldist friður um nokkur ár og sé vel á framfara möguleikum þessa lands haldið, er full ástæða að líta björtum augum og með fullu trausti á framtið Canada.” DRAMATIC AND COMMERCIAL PHOTOGRAPHERS Bankamenn íMontreal rœða um viðskiftahoríur Canada Sir Charles Gordon, forseti, skýrir frá því að lántökur til viðskifta hafi aukist, að bankar séu sterkir og spáir aukinni franileiðslu og viðskiftum við alríkið Aðalráiðsmaður bankans lieldur fram að þrátt fyrir aukna skatta og annan kostnað, er* úr ágóða dregur, sé framtíð Canada örugg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.