Lögberg - 22.12.1938, Side 18

Lögberg - 22.12.1938, Side 18
18 LÖGrBEBGr, FIMTUDAGINN 22. DESEMBEB 1938 Rödd að heiman BorgarfirSi 4. nóv. 1938 Kæru BorgfirÓingar og aSrir' vinir vestan hafs : Það eru nú liSin alt aS því tuttugu ár síSan eg byrjaSi á þvi aS skrifa ykkur helztu bygSar- fréttir héSan. Þá leit eg svo á að mikil nauSsyn bæri til þess aS viS ryfum þá miklu þögn, sem lengi hafSi veriS hér rikjandi gagnvart ykkur. Eg vissi 3S ýrnsir ykkar hugsuðu hlýtt til ættlandsins og þráSu aS fylgjast meS því sem hér var aS gerast, en fengu litlar eSa engar fréttir um þaS. Margt hefir nú breyzt á þessu tímabili, i þá átt aS ryfja upp gamla og góSa kynn- ingu. Fjöldi Vestur-Islendinga hafa komiS heim á siSustu árum og ferSast um landiS þvert og ^ndilangt, en aSrir fariS héðan vestur um haf og notiS ykkar miklu gestrisni. Þessi endur- vakning. vináttu og góSrar kynn- ingar hefir aS mestu leyti átt sér staS á síðustu áratugum. VerS- ur því þörfin minni nú en áSur var á fréttabréfum, en þó vona eg að þau séu, af ýmsum, enn vel þegin. Og í þeirri von fylgi eg uppteknum hætti og tíni sam- an nokkra mola af helztu héraðs- fréttum. VeSrátta hér á landi er nú ætíS sjálfri sér lík aS því leyti aS hún stendur sjaldan iengi á stöðugu, en undan óáran, hvaS veSurfar snertir, er nú ekki á- stæða til þess aS kvarta mikiS, sízt er aS kvarta undan vetrar- harðindum því hörð frost og vetrarbyljir hafa ekki komiS hér um mörg ár. Eftir síðastliSinn vetur var jörðin næstum klaka- laus. ByrjaSi því gróður úr sumarmálum. Leit þá svo út aS gras myndi spretta bæSi fljótt og vel. En svo gat þó ekki orS- ið, þvi svalir norSanstormar tóku þá aS næða yfir landiS. Þurkur og sólfar var flesta daga frá morgni til kvölds en frost um nætur. MiSaSi því gróSri lítiS fram í miðjan júlímánuS. Úr því breyttist til hlýrra veSurs meS gróðrarskúrum. UrSu tún því aS lokum sæmilega sprottin en gras á útjörS, einkum mýr- um, var mjög rýrt. Um slátt- inn var nokkuS votviSrasamt, en þó komu þurkar jafnan við og við, serri' urSu aS góðu gagni. Mestur hluti heyja nýttist vel, en að vöxtum varð heyfengur und- ir meSallagi. Heyfyrningar urSu engar í vor, því flestir bændur áttu lítil og léleg hey eftir hiS hörmulega grasleysis og óþurka sumar í fyrra, Keyptu bændur fóSurbæti í stórum stil til þess aS búfénaSur gæti skilaS full- um arSi. Enginn reynir nú -Iraigur aS svelta fénað sinn í þeirri von að hann kunni aS skrimta þaS af. ÞaS eru aS- eins stóðhrossin, sem verða að bjarga sér sjálf aS mestu leyti, og geta verið í beztu holdum eftir góða vetur, þótt hvorki mmmmmmmmmmmmnmmsmmBi hafi þau hús né hey. Þessir síSastliðnu mörgu og mildu vet- ur hafa teygt ýmsa bændur inn á þá braut aS fjölga stóShross- um og þaS svo aS jarðir má nú finna hér um slóSir þar sem fram er fleytt frá fimmtíu til eitt hundraS hrossum. Gefur sú eign nokkurn arS þar sem litlu er kostaS til öðru en bit- haganum. En mikill ótti stend- ur af. þeirri eign þegar harðindi og hagleysur dynja yfir. Nú kappkosta líka allir eftir því sem getan leyfir, aS fjölga nautgrip- um og eru kúabúin að verða næstum eini máttarstólpi undir búum bænda. SauSféS, sem hef- ir frá aldaöðli veriS okkar arS- mestu húsdýr er nú eftir hina skæðu Deildartunguveiki, mjög gengiS til þurðar og þaS svo að sumir bændur eru því nær sauSlausir og fæstir eiga meira en 1/3 eftir af fé sínu. Lömb hafa ekki veriS sett á vetur svo teljandi sé síðan plága þessi gaus yfir. Nú virðist svo, að minsta kosti í biíi, sem þaS litla brot fénaðarins, sem nú stendur uppi sé aS mestu heilbrigt. RáSast bændur nú í þaS aS setja gimbr- arlömb á vetur í þeirri von aS meirihluti þeirra kynni aS standa af sér pestina. Ef aS þessi sauS- fjárpest hefSi ekki höggviS þetta stóra skarð i bústofn bænda væri hér öSruvísi umhorfs en nú er. Dregur nú enginn maður það í efa lengur, aS minsta kosti eng- inn BorgfirÖingur, aS pest þessi hafi fluzt hingaS frá Þýzkalandi meS karakúlhrút sem keyptur var aS Deildartungu. Slæmur þótti sá búhnykkur þegar fjár- kláðinn var fluttur til landsins, því miklu tjóni olli hann, en þó er hann ekki sambærilegur viS þessa fjárpest. Þótt voriS væri svalt og gróS- urlítiS léiS öllum heiibrigSum fénaSi vel og tók snemma vor- bata. Kom þaS bezt í ljós í haust, þegar fariS var aS slátra dilkum aS þeir reyndust betur ’til frálags heldur en dæmi eru áður til hér um þefesar bygSir. Úr beztu landgæSasveitum hér, jöfnuSu dilkar sig upp með 20 kílóa kroppþunga og vænstu dilkar höfSu 26^2 kíló kropp. En þó svona væri varS nú minst af þörfum bænda borgaS með sauðfjárafurðum sökum þeirrar miklu fjárfæSar, sem hér er nú alment orSin. Bændur reyna því ýms bjargráS, sem gefa góS- ar vonir um nokkurn hagnað. Einkum er það refaræktin, sem eykst hér ár frá ári. Stærstu refabúin hér eru á Hvanneyri og Sturlureykjum, eru þaS sam- vinnufélagabú, en auk þeirra eru hér mörg önnur, sem einstakir eSa fleiri menn eiga í samein- ingu. Eru nú einstakir refir keyptir fyrir 1500 krónur og er jafúvel talið happakaup þegar um úrvalsdýr er aS ræSa. Mark- aSsverÖ á ungum hestum var um 150 krónur, og þurfa því nú aS seljast tíu ungir hestar til þess aS fá verS fyrir eina tófu. BEZTI FJÖLEKYLDU DRYKKUfílNN 5 STG>R GI^ÖS 8c GróSurhús hituS upp frá hver- um eru nú aS rísa hér upp á ýmsum stöSum. ViS hverinn Dynk í Reykholti voru 'bygS fjögur gróðurhús í vor og var hvort um' sig 25 metra langt og 6 metra breitt. Eru þau reist og starfrækt á samvinnugrund- velli, af meirihluta bænda í Reykholtsdal og Lundarreykja- dal. Eru þau einstakra manna eign. Enn sem komiÖ er, eru þaS einungis tamatar sem rækt- aðir eru í húsum þessum og ná þeir alstaðar miklum og fljótum þroska. Tomatar eru mjög eft- irsóttir bæÖi til matarbóta og sem heldrimanna réttur. Eru þvi beztu horfur á því aS þeir verSi framleiddir meS stórum hagnaði. JarSeplarækt undir berum hiimni mishepnaðist hér í sumar bæSi sökum hins kalda vors, og ennfremur næturfrosta, sem komu' hér síSari hluta ág. mánaSar. Komu þá þrjár frost- nætur sem eySilögSu kartöflu- grasiS meS öllu. VarS því kartöfluuppskeran hér nauSrýr. Að þessum frostnóttum frátekn- um var haustveðrátta svo mild aS hvorki fraus né snjóaði alt til veturnótta. Auknar álögur samfara rýrn- un á bústofni veldur þvi aS bændur eiga erfitt meS aS rísa undir þeim skuldaþunga, sem á þá hefir hlaÖist viS húsa- og jarðabætur. Fáir leggja þó árar í bát þótt móti blási í bili. Túnasléttur og nýrækt heldur hér enn áfram meS miklu kappi. Þrjár dráttarvélar hafa veriS í gangi í alt sumar og fariö sveit 'úr sveit og bæ frá bæ um Borg- arfjarðarhérað. Sjást hér víSa stór svæði nýbrotin, sem veriS er aS breyta í tún. Þessari aukn- ingu túna fylgir mikill kostnaS- ur, fyrst aS þurka og slétta lndiS og þvínæst aS fullnægja þvi meS áburði seni er orðinn afardýr þegar búið er aS koma honunn hingaS upp um sveitir. En svipfríöara verSur landiS, þegar gróSurlausir móar eru orðnir að grösugum töSuvelli. Alt fyrir þaS þótt margt gangi nú skrykkjótt í bili hefir þaS engin áhrif á skapgerS fólksins. Menn eru glaðir og reifir og skemta sér á ýmsa vegu. Innan héraðs skemtanir eru haldnar hér flesta sunnudaga meðan sláttur stendur yfir, þangaS riS- ur unga fólkið í stórhópum og aSrir koma akandi á bifreiðum. Hefir þaS viljaS viS brenna að örlátir menn hafa raskað þar háttprýði. Nú hefir veriS tekin hér upp sú nýlunda, aS banna druknum mijnnum aðgang að öllurm skemtisamkomum. Enn- fremur hafa lögregluþjónar úr Reykjavik veriS skipaðir hér til þess aS taka þá menn, sem raska friSi meS ofstopa og gauragangi. Hafa þessar ráðstafanir haft í för með sér stóra breytingu til hins betra. Og nú er að rísa Gleðileg Jól 09 Farsœlt Nýár Globe Bedding Co. Ltd. 274 JARVrS AVENUE WINNIPEIG, man. The times are moving. The gasoline driven car has made its first appearance. Young Thomas Edison has started work on something he calls a “Kinematograph.” In Winnipeg, Canada, THE GREAT- WEST LIFE ASSURANCE COMPANY is organized and writes its first policy on August 18. Oil Companies are selling kerosene and wondering what to do with its unwanted brother, gasoline. The Russo-Japanese war breaks out. San Francisco suffers ífjfjr its great disagter. I ijUU THE GREAT-WEST LIFE, now a lusty 13-year old, has already built up a volume of business in force amounting to $24,216,882. ”»*** * • H’jvT Life moves to a faster tempo. Speedy transportation has developed in the air, on land and sea. Crises develop. Easing world tension finds the bonds of friend- ship between the United States and Canada more strongly cemented than ever. THE GREAT-WEST LIFE, now a finan- cial institution of internatonal import- ance, announced, on Octover 1 st, 1938. that its business in force had reached another milestone — $600,000,000. 1917 Swords are drawn all over Europe. Troublous times are ahead. The influ- enza epidemic is just around the corner. The sale of life insurance takes a sharp upward swing. THE GREAT-WEST LIFE, growing rapidly, finishes the year with the large total of $152,643,165 of business in force. 1938 Otie FOR ALL FORMS OF LIFE INSURANCE AND ANNUITIES SEE Bjarni Dalman - Selkirk, Man. Umboðsmaður CREAT-WEST LIFE ASSVRANCE COMPANV HEAD OFFICE: WINNIPEC

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.