Lögberg - 20.12.1945, Page 10

Lögberg - 20.12.1945, Page 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 Systir Ísland Minning um Ólajíu Jóhannsdóttur. Ein af þeim fáu íslenzku kon- um, sem unnið hafa sér nafn meðal erlendra þjóða, er Ólafía Jóhannsdóttir. Hjá frændþjóð vorri, Norðmönnum, var hún nefnd “Systir Island”. Ólafía var fædd á Mosfelli í Mosfellshreppi 22. desember 1863, dóttir séra Jóhanns, prests að Mosfelli, og konu hans, Ragn- heiðar, systuf Benedikts Sveins- sonar, sýslumanns og alþingis- manns, og Þorbjargar Sveins- dóttur ljósmóður- 1 endurminningum sínum nefn ir hún fyrstu æviár í Viðey, þar sem hún var í fóstri til fimm ára aldurs, og ann hún mjög þeim stað og frúnni sinni í Við- ey. Móðir hennar kom og tók hana þaðan og flutti hana til systur sinnar, Þorbjargar Sveins dóttur ljósmóður, og var hún í fóstri hjá henni eftir það. Ólafía naut hins bezta upp- eldis hjá fóstru sinni og ömmu. Lýsir Ólafía fóstru sinni í end- urminningum sínurr^ með mikl- um ágætum. Var hún líka þjóð- kunn kona fyrir gáfur og djörf- ung og áhuga fyrir hvers konar umbótum í þjóðfélaginu. Ólafía gekk í kvennaskólann í Reykjavík, og síðan las hún und- ir stúdentspróf í latínuskólanum. En hún varð að lesa utan skóla því að henni var ekki leyft að ganga í skólann. Það, þótti ekki kvenlegt á þeim árum að ganga í latínuskólann. Hún tók fjórða bekkjar próf og las undir stú- dentspróf á einum vetri. En hún fékk ekki leyfi til að taka próf- ið eftir svo stuttan tíma, svo að hún tók það aldrei. Um þetta leyti stundaði hún kennslu á vetrum, en las undir stúdents- prófið í hjáverkum. Hún hafði mikinn áhuga fyrir menntun húsmæðra, og í því skyni ferðaðist hún til Danmerk ur og var þar á skóla til undir- búnings undir húsmæðrafræðslu. Einnig dvaldi hún á stærri heim- ilum. Frá Danmörku fór hún til Nor- egs og dvaldi þar um tíma. Þar komst hún í kynni við forstjóra lífsábyrgðarfélagsins “Star”, Æskti hann þess, að hún færi til íslands og útbreyddi félagið þar og einnig í Færeyjum. Ólafía tók þessu boði og fór heim. Hún ferðáðist mikið fyrir “Star’’ og stofnaði deild á íslandi. Árið 1895 komu þrjár konur frá Ameríku á vegum Good- Templarareglunnar og Hvíta- bandsins. Var það ungfrú Akkel- mann og tvær kennslukonur. Ungfrú Akkelmann hafði ferð- azt umhverfis jörðina og stofn- að Hvítabandsdeildir- Áður en hún kom, hafði Ólafía stofnað Hvítabandsfélag í Reykjavík, og gekk það nú í alþjóðasamband- ið. Ólafía fylgdi þessum konum til Gullfoss og Geysis, — eins og gefur að skilja á hestbaki. Dáðust þær mjög að okkar fagra landi og álitu, að fólkið, sem í því byggi, mimdi vera mjög gott. Árið 1899 fékk Ólafía bréf frá Bandaríkjunum, þar sem hún var beðin að mæta á fundi Hvíta- bandsins í Toronto í Kanada, en fundinn átti að halda um haust- ið. Var boðið frítt far frá Eng- landi. Förin var ráðin, og Ólafía fór að áliðnu sumri til Ameríku. Hún ferðaðist þar um og kynnt- ist mörgu. Segir hún frá því í endurminningum sínum. Að rúmu ári liðnu kom hún aftur heim og starfaði þá að ýmsum málum fyrir “Star”, Hvítabandið og Good-Templara- regluna. Árið 1900 ferðaðist hún um hávetur frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, ýmist á hestum eða gangandi, og mun slíkt ferða- lag konu vera eins dæmi á þeim tímum. Á þessu ferðalagi hélt hún fyrirlestra um bindindismál og útbreiddi “Star”. Sumarið 1900 ætlaði Hvíta- bandið að halda heimsmót sitt í Edinborg. Var ráðgert, að Ólafía færi þangað. Fór hún frá Seyðis- firði á skipi til Edinborgar. Þetta sama ár hafði erkibiskupinn í Kantaraborg boðað til heims- móts til að ræða bindindismál, og átti Ólafía að mæta þar fyrir íslenzka Good-Templara. Var mót þetta haldið stuttu á undan Hvítabandsmótinu. Norðmenn, sem voru á þessum þingum, fóru þess á leit við Ólafíu, að hún kæmi með þeim til Noregs og ynni þar fyrir bindindismálið. Hún dvaldi samt í Skotlandi um sumarið, en fór til Noregs um veturinn. Þar ferðaðist hún og hélt fyrir- lestra fyrst í stað. En- heilsa hennar bilaði, og hún varð að hætta og fór heim til móður- systur sinnar »í Reykjavík, sem tók henni tveim höndum. Nú var hún heima um skeið og hjúkraði móðursystur sinni í banalegu hennar og sá um út- för hennar. Á þessum árum tók hún þátt í heimatrúboðs-hreyfingu þeirri, sem Sigurbjörn Á. Gíslason hóf hér á landi, og veitti honum að- stoð í því starfi. Sumarið 1903 fór hún á Hvíta- bandsfund í Genf, og úr þeirri ferð til Noregs, og dvaldi hún þar til 1920, að hún kom aftur til íslands. í Noregi var henni opinn veg- ur til starfs, þar^var hún eftir- sótt og viðurkennd að makleg- leikum. Sumar manneskjur bera með sér svo sterk persónuáhrif, að þær gleymast aldrei alla ævi, jafnvel þótt þær hafi orðið á vegi manns þegar á barnsaldri, og orðin, sem þær tala, festast í minni og verða íhugunarefni jafnan síðan. Jafnvel 1 almenn- um viðræðum mæla þær þau orð, sem hafa þann kraft, að þau lýsa upp dimmar nætur og dimm vetrarkvöld, hressa og gleðja dapran huga. Það er lífs- speki í orðum þeirra, sprottin af miklum gáfum, mikilli lífs- reynslu og sálargöfgi. Það eru spakir menn, sem sýo mæla. Slík var Ólafía. Eg var 10 ára, þegar eg sá Ólafíu fyrst. Hún var þá í fyrir- lestraferð norður og austur um land. Þessi unga Reykjavíkur- stúlka lagði í slíka ferð um há- vetur alla leið frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, eins og þá var á- statt: nær engin á brúuð, aðeins vegarslitur hér og þar, enginn sími og ekkert að átta sig á, nema vörður á fjallvegum. Allar hindranir urðu að víkja úr vegi fyrir eldheitum áhuga þessarar ungu stúlku. Hún starf- aði fyrir hófsemi og bindindi og barðist móti þeirri brenni- vínsöld, sem þá geisaði og hafði eyðilagt margan efnismann, > teietetetete{e(eie!ete!cicie!e%!e«e«e<e>etete!e% GLEÐILEG JÓL OG NÝÁR ADANAC j 741 Sargent Ave. i I B. Myers, eigandi i )Mt»»iat9í9)at9t3ta)»9t3t»9)9iai%»S)a)k9)« 'eteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteietetctetetetetetetcte^teteteteteteteteteteteteteteteteíl CANADIAN WESTERN B0X C0. LIMITED YEOMAN AND PACIFIC AVE., WINNIPEG 835 MARION STREET, ST. BONIFACE Óska íslenzkum viðskiplavinum sínum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs. | 1 1 I 1 I i £ Jf »»»»»»»»»»9Ö)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» LOUIS HATSKIN, forsijóri SÍMI 201 185-86 bæði hér heima og erlendis og einnig hér í Húnavatnssýslu, þar sem húsfreyjan á einu stórbýli sýslunnar tók tappann úr brenni- vínstunnu bónda síns, þegar önnur tunnan hafði verið sett á stokkana. Ólafía hélt fyrirlestui* um bindindi á heimili foreldra minna, Lækjarmóti í Húnavatns- sýslu. Hér var ekkert funda- hús, aðeins vel hýstur bær á þeirra tíma vísu. Eg man, að Ólafía stóð í dyrunum milli pilta hússins og stofunnar og talaði þar. Fólkið, sem hlustaði, var margt: full stofan og piltahús- ið og loftið yfir. Stiginn upp á loftið var úr piltahúsinu, svo að vel mátti heyra til fyrirles- arans þangað.' Svo skýrt og snjallt talaði hún. Ekki sá eg, að hún hefði nokkurt orð skrifað, heldur talaði hún alveg blað- laust, en ræðan var flutt með slíku lífi og fjöri, að eg minnist þess alla ævi. Eftir fyrirlesturinn gekk hún milli fólksins og spurði, hvort það vildi ekki mynda félagsskap um bindind'i. Henni tókst að stofna félagið, og formaður þess varð Jósef Elíesersson, bóndi í Lækjarkoti, faðir Þorsteins Jó- sefssonar rithöfundar. Eg man, að Ólafía talaði við vinnukonur móður minnar og spurði þær, hvort þær ættu ekki kærasta, sem þætti gott í staup- inu. Ef svo væri, ættu þær að ganga í bindindisfélagið. Þegar Ólafía fór héðan, hafði hún fyrir fylgdarmann Magnús Benediktsson, bónda í Hvammi í Vatnsdal. Sótti hann hana hing- (Framh. á bls. 11) jxtetetetetcteteteteteteteteteteteteteteteieteteieteteteteteeeteteietetetetctetetetetcteteteteteteteteteíf * I I I I I Jóla- og Nýárskveðjur frá framkvæmdarsljórn og starfsfólki ■ | ■ K I K THE J. II. ASHDOWN HARDWARE CO. LTD. I WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON “Success” Course ---IS--- Sound lnvestment NEW YEAR TERM OPENS Wednesday January 2nd Our New Year Term will open on Wednesday, January 2nd, for Day Classes and on Thursday, January 3rd, for Evening Classes. We invite you to begin your Course on that date. Our office will be open for enrollments every business day between Christmas and the New Year, from 9 a.m. to 6 p.m. You may arrange an appointment for a personal interview by telephoning 96 434. (lei&we. 044/i 2>edÁ If you cannot enroll on January 2nd, you may begin later, as our system of personal and group instruction permits new students to commence at any time and to start right at the beginning of each subject. We suggest, however, that you advise us early in regard to the approximate date on which you expect to enroll as our maximum attendance quota will be reached very early in the New Year. A personal call at our office or a remittance of $10.00 by mail, will reserve your desk for the date on which you desire to commence. 'W'uie 'Mé', GaLL at au>i Ójjf osi Plt&ne 96434 for a copy qf our illustrated Prospectus, which contains detailed information regarding our courses and the College. This is free, on request. THE AIR-CONDITIONED COLLEGE OF HIGHER STANDARDS WINNIPEG, MANITOBA PORTAGE AVE. aí EDMONTON ST $»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.