Lögberg - 20.12.1945, Side 14
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945
HUGLEIÐINGAR UM DRAUM
Ejtir Magnús Gíslason
Það ber sjaldan við, að mig
dreymi merkilega drauma. Þeir
eru oftast óljósir og ruglingsleg-
ir, og vekja litla eða enga eftir-
tekt hjá sjálfum mér-
Einhver gleggsti draumur, sem
eg minnist að mig hafi dreymt,
dreymdi mig um páskaleytið
síðastliðið vor. Sagði eg frá hon-
um daginn eftir, og skrifaði hann
einnig upp.
Ráðninguna fannst mér eg svo
finna síðar út, þó að hún sé nokk
uð tíningsleg. Nú ætla eg að
segja frá draumnum hér og
þeim fyrirbærum, sem mér þótti
svipa til þess að gæti verið ráðn-
ing á honum.
Eg þóttist vera staddur ein-
hvers staðar erlendis. Hélt eg
helzt, að það væri í Jerúsalem.
En þó fannst mér bærinn vera
líkari þorpi en stórri borg. Eg
þóttist vera þarna við einhverja
vinnu ásamt fleiri mönnum. Mér
þótti vera kirkja inni í bænum,
og sáum við hana frá vinnu-
stað okkar, sem mér þótti vera
í útjaðri bæjarins að sunnan-
verðu. ^
Eg hugsaði með mér, að það
gæti verið gaman að koma ein-
hvern tíma í þessa kirkju- Og
svo var eg kominn í kirkjuna, án
þess að mig dreymdi nokkuð um
undirbúning að því. Þótti mér
haga þarna að ýmsu leyti líkt til
og hér í Dómkirkjunni, en þó
var sitthvað fráburgðið því, sem
þar er.
Eg þóttist vera kominn í sæti
uppi á lofti að sunnanverðu, fast
inni við biskupsstúkuna. Engan
prest sá eg, né neina kirkjulega
athöfn um hönd hafða, og ekki
man eg eftir neinu altari eða
prédikunarstóí, svona var nú
margt ókirkjulegt þarna innan
um og saman við.
Eg þóttist gægjast fram af
loftsvölunum til að sjá inn í
kórinn, og þá bar fyrir augu mér
mjög dýrlega mynd. Mér þótti
allur kórgaflinn vera einn mynd-
flötur. Og myndin, sem birtist
þar, var af upprisu Krists. Þótti
mér Kristur vera kominn upp á
myndflötinn og stefna skáhallt
upp frá hægri til vinstri. Þótti
mér hann vera í svipuðum stell-
ingum og á altaristöflunni í þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði. En þarna
sáust engir grafarverðir eða
sortaský eins og þar sjást. Loft-
ið var allt jafn bjart, en þó
sáust létt ský með sólroðalit, og
voru þau eins og á ferð undan
vindi. Sums staðar sást í bláa
heiðríkju á milli. Gerði eg mér
ekki grein fyrir öðru en að þetta
væri eðlilegur veruleiki.
Nú vék draumurinn að öðru,
en þetta hvarf. Þóttist eg þá
vera kominn að stiga, sem lá nið-
ur af loftinu bak við biskups-
stúkuna. En hann var ólíkur stig-
anum hérna í Dómkirkjunni.
Þessi stigi lá beint niður. Hann
var ekki með neinum palli og
það var handrið á honum til
hægri handar. Var það vafið með
svörtum slæðum.
Er eg kom að stiganum, stóð
systir mín — sem Þóra heitir —
hjá mér og maður hennar- Fóru
þau á undan mér niður í stig-
ann. Komst Þóra niður á gólfið
og stanzaði þar. Maður hennar
komst neðarlega í stigann en eg
var einu þrepi ofar. Þarna stönz-
uðum við til að horfa á fólk, sem
var á leið inn kirkjugólfið. Þeir
fremstu voru komnir innst í
ganginn, móts við innstu stólana.
Nú tók eg eftir því, að þarna var
boghvelfing yfir, sem hvíldi á
steinsúlum beggja vegna. Þótti
mér vera þarna eins konar skil-
rúm milli kórs og forkirkju.
Svo fór eg að veita eftirtekt
fólkinu, sem kom framan gang-
inn. Þeir, sem fremstir gengu,
voru í litklæðum og með eins
konar krónur á höfði. Tók eg
eftir þremur slíkum persónum.
Eitt þeirra var kona. Þótti mér
þetta vera útlent fólk, þarna
komið til að skoða kirkjuna.
Nú þótti mér eiga að sýna fólk-
inu upprisumyndina, sem eg var
búinn að sjá sjálfur. Þótti mér
eiga að gera það með einhverj-
um vélaútbúnaði í sambandi við
rafmagnið. En þá kom einhver
truflun í þennan vélaútbúnað,
og sá eg þá eins og leiftri bregða
fyrir. Því var þá lýst yfir, að
ekki væri hægt að sýna upprisu-
myndina. Þarna neðan við stig-
ann sáum við nokkrar smápjötl-
ur á gólfinu, eins og það væru
afgangar af því sem stigahandrið
ið var klætt með. Þótti mér Þóra
taka upp eina af þessum pjötlum
og segja, að sig langaði til að
eiga hana til minningar um
þetta.
Nú héldum við upp stigann
aftur, og komum við þá í her-
bergi, alleinkennilegt. Var þar
lágt undir loft, og voru eins og
smáhvelfingar í loftinu- Var eins
og þetta væri nýmúrað, og var
allt með sementslitum. Þarna
voru nokkrar ljósmyndir á veggj-
um, eins og kvartarkar stærð.
Virtist mér þær allar af konum.
Var hvítum klút brugðið fyrir
munn og nef, og hnýtt að aftan-
verðu. Þótti mér þetta vera ein-
kennilegt myndasafn, og hugði
eg helzt að það væru myndir af
hjúkrunarkonum.
Þarna endaði draumurinn.
Hugsaði eg þetta vera þýðingar-
lítinn draum. En þó þótti mér
vænt um upprisusýnina í draumn
um. Hún var svo fögur og eðli-
leg. Mun eg lengi minnast þess.
Mánudaginn 17. maí, kl. 10 f. h.,
fór eg í kirkju. Þá átti að halda
minningarguðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni í tilefni af þjóðhátíð-
ardegi Norðmanna. Eg fór upp á
loft norðanmegin og fékk sæti
í neðsta bekk á miðju lofti. Séra
Bjarni var kominn í stólinn, þeg-
ar eg kom og byrjaður á ræðu
sinni. Hann mælti á norsku og
sagðist prýðisvel. Niðri í kirkju-
unni var allmargt af norsku
fólki- Norskur fáni var reistur á
stöng í kórdyrum að norðan-
verðu, móts við skírnarfontinn.
Undir prédikunarstólnum sátu
þrír menn í hermannabúningi.
Voru það fánaverðirnir.
Meðan presturinn flutti ræð-
una, kom maður inn á söngpall-
inn og hélt á myndavél. Tók hann
að leita sér að hæfilegri aðstöðu
til að taka mynd inn eftir kirkjr
unni. Allt í einu brá upp sterku
leiftri frá myndavél hans, og
hann hafði lokið við að taka
mynd. Síðan fór myndatökumað-
urinn inn eftir loftinu að sunnan-
verðu, og var auðsjáanlega að
hugsa um að taka mynd af prest-
inum í stólnum. Við þessa pré-
dikun geisluðu oft hinir fallegu
brosdrættir á ásjónu séra Bjarna,
og datt mér í hug að mynda-
smiðurinn yrði heppinn, ef hann
næði góðri mynd af honum í
stólnum með þessum sérkenn-
um hans.
Myndasmiðnum fannst af-
staða sín gagnvart prestinum
auðsjáanlega aldrei nógu góð, því
hann var altaf að færa sig til.
Síðast fór hann niður að loft-
grindunum utan við biskupsstúk-
una, nákvæmlega á sama stað og
eg þóttist vera á í kirkju þeirri,
sem um getur í draumnum, þeg-
ar eg sá hina dýrlegu altaris-
mynd. — Þegar hann virtist vera
kominn þarna í viðunandi af-
stöðustellingar, hóf presturinn
að lesa faðirvorið, og virtist mér
myndasmiðurinn hika við að
stilla á hann myndavélinni á
meðan. Svo vék presturinn strax
úr stólnum, og myndasmiður-
inn missti þar með af þessu við-
fangsefni. Síðan kom hann aftur
á söngpallinn, og tók mynd inn
til kórsins, og brá fyrir sterku
leiftri er hann smellti af.
Dómkirkjukórinn söng norska
sálma og ættjarðarkvæði undir
stjórn Páls ísólfssonar. Eitt
kvæði var sungið í einsöng af
Gunnari Pálssyni. Tókst það
prýðisvel.
Allt í einu var eins og eitthvað
óvænt bæri við niðri í kirkjunni.
Það heyrðist skær og falleg
konurödd taka að mæla á norska
tungu. Þeir, sem gátu, fóru að
teygja sig fram á grindurnar, til
að gæta að hvað þetta væri, og
var eg einn af þeim, sem var svo
heppinn að sjá hvaðan rödd þessi
kom. Fremst í næst innsta bekk,
að sunnánverðu í kirkjunni, stóð
upp lagleg kona, fremur ung,
og sneri sér utan eftir kirkjunni
og mælti fram kvæði af mikilli
snilld- Það var baráttukvæði,
mælt frá hjartarótum norsku
þjóðarinnar undir yfirstandandi
hörmungar-ástandi hennar. Hygg
eg, að þetta hafi snortið flesta,
sem á hlýddu.
Sú, sem las, var norska leik-
konan Gerd Grieg, og var kvæð-
ið eftir mann hennar, Nordahl
Grieg, ort í tilefni af þjóðhátíð-
ardegi Norðmanna undir yfir-
standandi kringumstæðum.
Síðan var sunginn þjóðsöngur
Norðmanna: “Ja vi elsker dette
Landet.” Að lokum blessaði svo
presturinn yfir söfnuðinn.
Fánaverðirnir gengu að fánan-
§
»
»
g
I
v
SARGENT FLORIST
D. OSBORNE, eigandi
:teteteteic<c>c«
1
Gefið blóm um jólin. Blómaplöntur og Skrautblóm við
ýmsu verði. Pantanir afgreiddar með litlum fyrirvara.
Gleðileg jól og farsælt nýár!
739 SARGENT AVENUE (við Beverley Street)
SIMI 26 575
1
3
1
1 McDONALD DURE
1 LUMBER CO. LTD.
EM'
1
LUMBER & FUEL
“One Piece or a Carload
Office and Plant, 812 Mall Slreet
%
<Seaóxut'd. Q'ieeíúUfA
THANK YOU!
IT'S A LITTLE THING TO SAY — BUT WE
SINCERELY APPRECIATE YOUR PATRON-
AGE . . . WE SHALL CONTINUE TO MAKE
EVERY EFFORT TO MERIT YOUR GOODWILL.
PERTH’S
CLEANERS — LAUNDERERS — FURRIERS
%
I
1
I
1
%
I
I
um, hylltu hann, og gengu svo
í fararbroddi með fánann á lofti
utan eftir kirkjunni, og lutu Norð
menn í þögn á meðan. Síðan var
gengið úr kirkjunni.
Séra Bjarni stanzaði fyrir
neðan kórtröppurnar. Gengu
nokkrir Norðmenn til hans og
tóku í hönd honum. Þar á meðal
Gerd Grieg. Datt mér þá í hug,
að hún væri konan með kórón-
una, sem eg sá í draumnum.
Þegar eg gekk heim frá þessari
kirkjuathöfn, fannst mér margt
af því, sem eg sá og heyrði, minna
mikið á sumt af því, sem bar
fyrir mig í draumnum. Fátt eða
ekkert var þó alveg eins, en mér
fannst mega lesa út úr því tákn-
ræna líkingu. Þetta var minn-
ingarathöfn fyrir þjóð, sem var
í sorg og þrengingum. Gátu
blöðin, sem dreift var um bekk-
ina, með norska fánanum á for-
síðu, og andlegum sálmum og
ljóðum þessarar þjóðar, bent á
sorgarslæðurnar í stiganum.
^(Framh. á bls. 15)
»ictctete)c!cic)e)ctcicicic<c!ctctete«e!cieteteic«
HÁTÍÐARKVEÐJUR §
lil viðskiptavina vorra
beautq
u-bop
Formerly:
Matthews
Hairdressing
802 ELLICE AVENUE
(Corner Arlington St.)
PHONE 3G731
Lillian Eyolfson
i
INNILEGAR JÓLA- OG NÝARSÓSKIR!
------------------------------------- I
| ROBERTS & WHYTE LTD. §
2 /1
y Sargeni og Sherbrook Sími 27 057 ^
» 6
I
&»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<@
Við óskum öllum íslendingum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs!
ASGEIC/CN’I
I
s
Paint and Wallpaper
Verzlum með allar tegundir af
málningarvörum og veggpappír.
698 SARGENT AVENUE
SÍMI 34 322
’tetoctctctctctoetetctctctctctetetctetctetctctctetetctetctetetctctctoetetctctctctetctoetetetetctetc*
TILVALDAR JOLAGJAFIR
KARLMANNASKÓR OG LEIKFANGAVARNINGUR
Hússloppar frá $5-95 til $16.95
Bolhlýfar
Hálsbindi frá $5.95 til $16.95
1
I
g Thomson & Pope L/TB.
The Man‘s Shop
%
I
1
A
379V2 PORTAGE AVENUE, WINNIPEG
i»»»»»»»a