Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. FERÐASÖGUÞÆTTIR Eftir SKÚLA G. BJARNASON Ferðin frá Samkomugerði til Reykjavíkur tók rúman klukku- tíma í bezta veðri og ágætu skygni, svo að glampaði á hvít- an skallann á Langjökli í kvöld- sólinni. Nú var okkur horfið Norðurland, en þar áttum við í raun og veru ekki heima. Samt sem áður eigum við tilfinningat fyrir Norðurlandi svipaðar þeim sem að unga fólkið okkar í Ame ríku á til íslands. Sunnudaginn 21. ágúst, á feg- ursta sólskinsdegi sem kom á sumrinu, buðu börn Guðbjargar Guðmundsdóttur frá Stóru-Há- eyri okkur í Eyrarbakka túr. Frú Guðbjörg er ekkja séra Gísla Kjartanssonar. Nöfn syst- kina þessara eru Ragna, Sigríð- ur, Sigrún, Guðmundur og Kjart an. Keyrðum við nú Krýsuvík- urveginn suður með sjónum. Við áðum hjá Stefánshöfða við Kieyfarvatn. Stefán Stefánsson frændi minn var fóstraður af ömmubróðir sínum, Árna Gísla- syni stórbónda í Krýsuvík, áður sýslumanni í Skaftafellssýslu. Stefán tók svo miklu ástfóstri við stöðvar þessar, að hann ráð- stafaði því þannig að þegar að hann dæi, skyldi lík hans vera flutt til Bretaveldis og brent þar, en öskunni stráð í Kleyfarvatn, og þegar að ég sá, hve seiðandi Kleifarvatn er, skyldi ég tilfinn- ingar þessa gamla frænda míns, sem að voru eins funheitar eins og að þær voru sjálfstæðar, en nafn hans er meitlað í klöpp í höfða þessum. Um hádegi vorum við komin að Tryggvaskála við Ölfusá. Þar höfðum við hádegis- mat. Jafnvel þótt konan mín væri ókunnug á þessum slóðum, þá hafði afi hennar, Þórður Guð- mundsson, lengi verið yfirvald í Árnessýslu. Hann bjó á Litla- hrauni og þar var faðir hennar alinn upp, en móðurafi hennar Guðmundur Einarsson Johnsen, sem verið hafði prestur í Arnar- bæli, drukknaði í ölfusá. Sum af börnum þessara manna koma við sögu Islendinga í Vestur- heimi, t. d. Árni og Þórður lækn ir Guðmundsson ílengdust á Washington-eyjunni í Wisconsin ríkinu. Þrjú börn Guðmundar fóru til Canada, þau Ingibjörg Westmann í Churchbridge, Ein- ar, og Ólafur Johnsen, sem að þrisvar sinnum varð landnemi í Canada. Ein af börnum Ólafs, er hin glæsilega kona frú Sigur- lína, sem að er kona hins kunna læknis í Winnipeg, Kristjáns Jens Backmans. Þá vorum við nú komin að Litlahrauni, þar sem að foreldr- ar mínir bjuggu lengi og þar sem að við öll systkinin vorum fædd. „En nú er hún Snorrabúð Stekkur“, Bandaríkjaherinn hafði rifið og tætt alt hraunið og flutt á brott allar dælurnar og vötnin sama sem þur, allir hinir vel bygðu grjótgarðar voru farnir út í buskann, og öll hús á Litlahrauni og Stórahrauni voru horfin. Gengum við ó- hindruð um landeignina, tínd- um kuðunga, skeljar, steina og blóm, sem að ég vildi flytja með mér til ystu stranda strandarinn ar. Mikil bygging er nú risin upp vestan við Litlahrauns engj arnar á stað sem nefnist Fæla. Þetta er fangelsi, sem að kent er við Litlahraun, en í sannleika ætti að vera kent við Fælu. í kirkjugarðinum á Eyrarbakka fann ég leiði afa míns, Bjarna Gissurarsonar frá Steinsmýri, en í kirkjugarðinum á Stokks- eyri fundum við leiði ömmu minnar, Jóhönnu Andreu Knud- sen, sem að var af erlendu bergi brotin, enda þótt að hún væri fædd og uppalin á íslandi. Á austurleið skoðuðum við sjóbúð (eftirlíkingu) Þuríðar formanns, röbbuðum um Stokkseyrar- drauginn, sem að segir um í bragnum: „Svo var mikill Sat- ans kraftur að saltaðir þorskar gengu aftur“. En hvað sem að öllum sögum líður í sambandi við þessa illræmdu afturgöngu, þá mun allur sá mikli drauga- gangur ennþá vera óráðin gáta. Klukkan sex um kvöldið vor- um við komin að Selfossi til Sigríðar frænku minnar og Sig- urðar manns hennar, í hið stóra og nýja heimili þeirra á árbakk- anum. Eiga hjón þessi tíu börn, öll uppkomin, flest gift. Sigríður er mikil fríðleikskona, og hefir þetta heimili lengi verið rómað fyrir smekk og háttprýði alla. Þarna voru systkini Sigríðar, Þorkell, Jóhanna og Ása; líka frændi okkar, Ólafur Sigurðs- son söðlasmiður á Selfossi, bróð ir Johns Sigurðssonar í Las Vegas, Nevada. Þarna var stór veizla, og verður þetta kvöld eitt af ógleymanlegum kvöldum í hópi frænda og vina; í þetta sinn við Ölfusá með sínum magnaða og svæfandi nið og laxalónum, og Ingólfsfjall með sinni, tign í tindum og seiðandi, eggjandi bergmáli. Keyrðum við nú sem leið lá fram hjá Kögunarhól og vestur Ölfusið og upp Kamba, þar sem að við áðum á Kamba- brúninni. Þar sést yfir öll ríki Árnessýslu og alla leið til Vest- mannaeyja. Á Hellisheiðinni tóku þau systkinin lagið, og eru þau öll afbragðs söngfólk. Þessi pílagrímsför til Eyrarbakka var eins lærdómsrík eins og að hún var umhugsunarverð. 1 hvert skipti sem að við komum aftur til Reykjavíkur fanst okkur að við vera komin heim. Það var gaman að ganga um göturnar, \ THOS. JACKSON & SONS LIMITED General Building Supplies SUPERCRETE CONCRETE BLOCKS CINDER AND CONCRETE CHIMNEY BLOCKS SEWER PIPE AND DRAIN TILE FOR SEPTIC TANKS WALLBOARD — SHEETS SIZE 4x8 • COAL - COKE - BRIQUETTES Phone 37 071 Thos. Jackson & Sons Ltd. 370 COLONY ST. WINNIPEG. MAN. 4 Weiller & Williams Co. Ltd. UNION STOCK YARDS St. Boniface, Man. Fér grípum þetta tækifæri til að flytja hinum íslenzku viðskiptamönnum vor- um hugheilar þingkveðjur. Við þökkum viðskiptin á undangengnum árum og væntum þess að geta veitt ykkur greiða og góða afgreiðslu í fram- tíð. Hafið hugfast, að vér veitum smáum gripasendingum nákvæmlega sömu skil og þeim, sem stærri eru. WILLIAM J. McCOUGAN — Manager Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fyrsta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1950. ★ CRESCENT AFURÐIR ERU GERILSNEYDDAR MJÓLKIN RJÓMINN OG SMJÖRIÐ (RESCENT (REAMERY COMPANY LTD. Sími 37101 542 SHERBURN ST. WINNIPEG A Co-operation in using the telephone means better service all round. Find the right number in the directory— don7t guess. Speak distinctly and into the mouthpiece. / Be brief. Long conversations add to the load on existing facilities. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin1’ Þrítugasta og fyrsta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi er fyrir dyr- um. Vér bjóðum erindreka þess og alla íslendinga sem það sækja velkomna til starfs og dáða. Við bjóðum þá og velkomna á skrifstofu okkar til viðtals og erum ávalt fúsir til að veita allar upplýsingar um fasteignir ef þess er æskt, og öllum fjármálum. EITT ER NAUÐSYNLEGT Árið sem leið, urðu fleiri slys í Winnipeg og Manitoba, en áður eru dæmi til. Flýtirinn á fólkinu fer sívaxandi og slysin aukast. Það er ekki tími eða rúm hér, til að gjöra sér grein fyrir ástæðunum sem þessu valda. En það er tími til að tala og hugsa um trygging lífs og lima fyrir þessum ófögnuði. Lítið inn til okkar og látum okkur tala nákvæmar um hættuna, sem yfir öllum vofir í þessu sambandi. ★ J. J. SWANSON & C0.r LTD. Sími 927 538 YFIR HUNDRAÐ MILJÓNIR D0LLARA tisamlagsins auðgast shveitiverzlun sinni. tíu og þriggja miljón dollara innstæðu í hreinum eignum þess, sem nema fimmtíu og fimm miljónum dollara. Gróðahlutdeild þeirra hefir numið freklega fjörutíu og tveimur miljónum dollara. Með því að takast á hendur ábyrgð, greiddu samlögin meðlimum sínum tuttugu miljónir dollara sem stjórnir margra þjóða gerðu á tímum kreppunnar 1929, umfram það er korn þeirra að lokum seldist fyrir. Stjórnir Sléttufylkjanna gengu í ábyrgð við bankana fyrir skuldunum, og nú hafa skuldirnar verið greiddar að öllu ásamt vöxtum, að frádreginni $1,275,000, sem Manitobastjórnin gaf eftir. Það verður ekki auðveldlega metið, hve samlagsmeðlimir og aðrir bændur Sléttufylkjanna, högnuðust á hinni hag- kvæmilegu verzlunaraðferð Kornhlöðufélaganna þó vitað sé að slíkt nemi miljónum dollara. Hveitisamlögin hófu göngu sína fyrir aldarfjórðungi, og þau voru grundvölluð á gagnkvæmri aðstoð. Með auknum samtökum og innbyrðis trausti hafa þessar stofnanir nú fært svo út kvíar, að áhrifum þeirra verða ekki takmörk sett. Á aldarfjórðungi hafa meðlimir^ yfir hundrað miljónir dollara á saí Meðlimir samlagsins eiga nú því nær þrjá MANITOBA POOL ELEVATORS WINNIPEG, MANITOBA SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LIMITED REGINA, SASKATCHEWAN ALBERTA WHEAT POOL CALGARY, ALBERTA Canadian Cooperative Wheat Producers Ltd. 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Winnipeg - Canado

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.