Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950.
5
Al l < \M\I
rVENNÁ
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÞJÓÐRÆKNISMÁL
Senn dregur að hinu árlega
þingi Þjóðræknisfélagsins; það
hefst næsta mánudag, 20. febrú-
ar, þjóðræknismálin eru manni
því efst í huga um'þessar mund-
ir. Væntanlega verður þingið
fjölsótt og skemtisamkomur þess
allar; til þeirra hefir verið vand-
að eins og kostur er á.
Þjóðræknisstarfsemin er fjöl-
þætt; einn þýðingarmesti þáttur
hennar er að kynna samborgur-
um okkar það fegursta og bezta
í íslenzkri menningu og leggja
þannig fram okkar íslenzka til-
lag til þess að auðga hérlenda
menningu.
Á miðvikudaginn var haldin
íslenzk þjóðræknissamkoma til
að kynna íslenzka hljómlist.
Samkoman var á vegum Wed-
nesday Morning Musicale Club,
en það er félag kvenna hér í
borginni, er hafa áhuga fyrir og
eru unnendur fagurrar hljóm-
listar. Félagið heldur fundi á
miðvikudagsmorgna einu sinni í
mánuði, og er þá fengið þekkt
hljómlistarfólk til að syngja og
leika á hljóðfæri.
Á þessari samkomu flutti Mrs.
V. J. Eylands erindi um kynni
sín af hljómlistarlífi íslenzku
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta og fyrsta ársþing
þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, 1950.
Winnipeg Piano Co. Ltd.
EITT ALLRA FULLKOMNASTA
HLJÓÐFÆRAHÚS I WINNIPEG
Phone 925 474
383 PORTAGE AVENUE
WINNIPEG
Established 1903
Ætlar þú að byggja
nýtt hús í vor?
Veittu vírleiðslunni sérstaka athygli. Hvort
heldur að þú ert að hugsa um að byggja nýtt
hemili, eða endurbæta það sem þú át.t, vír-
leiddu það samkvæmt Rauða Lakks reglunni.
Rauða Lakks vírleiðslu fyrirkomulagið hefir þessa
kosti:
• Fullkomin og örugg vírleiðsla.
• Nægar opnanir fyrir ljóstæki þau sem þú setur
í hús þitt strax, og fyrir þau sem þú máske þarft
að setja inn í það síðar.
• Rauða Lakks verktækni, er ákveðin af Rafiðnaðar-
samtökunum í Kanada.
Sjáðu um að Rauða Lakks vírleiðslu reglun-
um sé fyglt þegar þú byggir nýtt heimili. Sím-
aðu til City Hydro, 848124, eða til aðalstöðva
Red Seal vírleiðslu félagsins, 927187 eftir full-
komnustu upplýsingum.
Og eftir ábyggilegu og lágu verði á raftækj-
unum og sinnsetningu. Settu inn City Hydro
raftæki.
ClTY HYDRO
55 Princess Street Phone 848 124
þjóðarinnar, þegar hún dvaldi á
Islandi, og um þróun þar á öðr-
um listasviðum.
Listafólkið var: Mrs. Pearl
Johnson, söngkona; Miss Thora
Ásgeirson, píanóleikari og strok-
kvartett — Palmi Palmason,
William Worbeck, Allan Beck
og Harold Jonasson. Konurnar
allar voru klæddar íslenzkum
búningum.
Hljómlistarskráin var þessi:
An Hour with lceland
String Quartet
Interlude P. Gudmundson
Group of Icelandic folk
songs Arr. Sveinbjornson
lst violin—Palmi Palmason
2nd violin—William Worbeck
Viola—Allan Beck
Cello—Harold Jonasson
Songs—
Dalvisur—Song of the
Valley Arni Thorsteinson
Rosin—The Rose
Svanurinn min syngur—-My
Swan Sings S. Kaldalons
Heidin Ha—The Mountains
Draumalandid—Land of
Dreams Sigfus Einarson
Pearl Johnson
Accompanist—Sigrid Bardal
Piano—
Three Pieces for
Piano Paul Isolfson
Burlesque - Intermezzo - Capriccio
Thora Asgeirson
Baráttan við rykið
Ásœkni ryksins.
Allar húsmæður standa í stöð
ugum bardaga við ryk og önnur
óhreinindi, sem safnast undir
húsgögnin og sezt ofan á þau
á veggina og gólfin, gluggatjöld-
in, myndirnar og bækurnar og
alt það sem innanhúss er.
Það virðist stundum nærri ó
skiljanlegt hvaðan öll óhreinind
in koma; jafnvel í herbergjum,
sem ekki eru notuð, safnast ryk
undir og ofan á húsgögnin áður
en varir.
Húsmóðurinni finst stundum
að hún sé ekki fyr búin að
hreinsa til, en að óvinurinn sé
kominn aftur; hún lítur undir
rúmin og húsgögnin, og þar sér
hún smáhnoðra úr fíngerðu efni
á gólfinu; hún strýkur fingrin-
um um borðið og hann verður
óhreinn — þunn rykábreiða hef-
ir breiðst yfir öll húsgögnin og
hulið hinn fallega gljáa þeirra.
Enn einu sinni verður hún að
vopnast ryksugu, klútum og öðr-
um hreinsunartækjum og leggja
út í bardagann.
Heyið baráttuna á vísinda-
legan hátt!
Ég átti tal við gérfræðing um
þennan ófögnuð, það er að segja
konu, sem jafnan heldur húsi
sínu og öllu sem í því er, hreinu
og fáguðu, en virðist þó ekki
hafa eins mikið fyrir því og
margar aðrar, sem standa í sí-
feldum bardaga við óhreinindin.
„Við verðum að læra að beita
vísindalegum aðferðum í her-
ferð okkar á rykið og óhreinind-
in“, sagði hún. „Eins og þú veist,
góða mín, þá er það nú, til dæm-
is, talin jafn mikilvægur þáttur
læknisfræðinnar að koma í veg
fyrir sjúkdóma, eins og að lækna
þá. Eins er með rykið og óhrein-
indin; fyrsta vörnin er að koma
í veg fyrir að það berist inn eða
myndist inni.
Það er ekki mögulegt að los-
ast alggerlega við innanhúss ó-
hreinindi, en það er hægt að
hafa hemil á þeim, ef maður veit
hvaðan þau koma; hvernig þau
myndast og hvar þau safnast
helzt fyrir.
Hvaðan kemur rykið?
Upptök innanhúss óhreininda
eru aðallega:
1. Ryk og sót, sem feykist inn
um dyr og glugga, eða berst inn
á skóm og fötum fólksins.
2. Ryk og hý úr uppstoppuð-
um húsgögnum, sængurfatnaði
og gólfábreiðum.
3. Reyk- og fituagnir, sem ber-
ast í loftinu frá eldavélinni.
Hvar safnast rykið
saman?
Rykið hagar sér á líkan hátt
og snjórinn; hann fýkur yfir
yfir jafnsléttuna og hrúgast upp
í skafla þar sem hann finnur af-
drep, bak við hús, girðingar og
í skurðum. Rykið, sem kemur
utan að og og rykið, sem mynd-
ast inni, leitar undir húsgögnin
og bak við þau ef þau standa upp
við vegginn; bak við myndir og
annað skraut á veggjum, ofan á
vegglistana, yfirleitt í alla króka
og kima þar sem umferð loftsins
er lítil. En svo ef snöggur gust-
ur kemur — hurð eða gluggi
opnaður — þá þyrlast þessar ryk
hrúgur upp í loftið og breiðast
svo í grárri sleikju yfir öll hús-
gögnin.
Hreingernig í hverri viku
Til þess að maður þurfi ekki
að eltast við rykið um alt húsið
hvern einasta dag vikunnar,
verður maður, einu sinni í viku,
að hreinsa það burtu þar sem
það myndast og þar sem það
safnast fyrir.
Rykið kemur inn um glugg-
ana, sezt fyrst í hrúgur á glugga
kistuna fyrir utan gluggann.
Þessar rykhrúgur þarf að
strjúka burt með rökum klút
einu sinni í viku, svo að sem
minst af þessu ryki komist inn.
Næsta viðstaða ryksins eru
gluggatjöldin. Ef tjöldin eru úr
þéttu gljáandi efni, má þurka
vikulega af þeim rykið með
mjúkum klút.
Næst er að herja með ryksug-
unni á alla þá staði, þar sem
rykið safnast fyrir og minst hef
ir verið á hér að framan, og
gleyma ekki radíator ofninum.
Uppstoppuðu húsgögnin
Hinir litlu gráleitu hnoðrar,
sem veltast til og frá undir rúm
unum og húsgögnunum, mynd-
ast úr ’nýji og ryki, sem kemur
úr sængur fötum, púðum og upp
stoppuðu húsgögnunum. Þegar
sezt er á uppstoppaðan stól þá
þrýstist loftið út úr sætispúðan-
um og ef ryk er í honum, þyrl-
ast það út í loftið; þegar staðið
er upp, þá sogast loft aftur í
hann. Þannig er það einnig með
undirsængur og öll uppstoppuð
húsgögn, þess vegna er auðsyn-
legt að hreinsa alt þetta vand-
lega með ryksugunni vikulega,
og einnig rúmfjaðrirnar.
Að því loknu er þurkað af við-
arverkinu í herberginu; gólf-
ábreiðan hreinsuð með ryksug-
unni, gólfin fægð og síðast eru
húsgögnin þurkuð og fáguð.
Eldhúsið
Eldavélin er aðaláþyggjuefn-
ið. Hin rjúkandi matarlykt, sem
berst um húsið, er eiginlega gufa
með fitueiningum, sem sezt á
veggina. Þessu er erfitt að varna,
en það má þó passa að hreinsa
og þvo vel ofninn, að minsta
kosti vikulega, til þess að fitu-
húð myndist ekki í honum og
lykt og fituagnir af máltíðum
margra undanfarinna daga ber-
ist ekki um húsið.
Þá er áríðandi að hreinsa viku
lega öll óhreinindi í burt, sem
safnast hafa bak við og undir
eldavélinni og kæliskápnum“.
„Jæja“, sagði vinkona mín,
„ég held nú að þetta sé það
helzta sem ég get sagt þér um
þetta, í stuttu máli; að reyna að
varna því að rykið komist inn
eða myndist inni í húsinu, og
hreinsa vikulega alla þá staði
þar sem það sækir á að safnast
fyrir. Ef þú gerir þér þetta að
venju, þá sezt lítið ryk á hús-
gögnin og verður fljótlegt að
strjúka það af þeim.
En ekki er vert að eyða of
miklum tíma í að eltast við ryk-
ið; það er hvort sem er aldrei
hægt að losast algerlega við
það. Og það er svo margt annað
sem kallar að. Ég geri áætlun
um að verja vissum tíma — ekki
of löngum tíma — til að hreinsa
húsið, læt svo þar við sitja og
sný huganum að öðru skemti-
legra viðfangsenfi“.
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta og fyrsta ársþing
þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, 1950.
PARKE-HANNESSON LTD.
55 Arthur St.. Winnipeg
Phone 932 401
%
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta og fyrsta ársþing
þj-óðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, 1950.
Roberts & White
DRUGGISTS
Sargenl at Sherbrook WINNIPEG
Phone 27 057
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta og fyrsta ársþing
þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, 1950.
VARIETY SHOPPE
LOVISA BERGMAN
PHONE 21 102
630 NOTRE DAME AVE. og
679 SARGENT AVE.
SYKUR T0MATA
12% til 14% Sykurefni
íp; 'ísíí; ' 'm?m
>} Tlupsið yður, sætar
tðmötur, með f niörs-
um tilfellum y f i r
12% af sykri. Slfkt
hefir aldrei ðður
heyrst, Athugið feg-
urð þessa ðvaxtar,
sem oft verður tvö
fet á lengd, Smærri
en venjulegar tðmöt-
ur, en sætan og syk-
nrefnin gera þennan
ð v ö x t einn þann
fullkomnasta, s e m
þekst hefir ð sfðari
ðrum; endist lengi og
er s a n n u r herra-
manns matur, bæði
s e m ávaxtamauk,
sösa og þykksafi, ó-
við.iafnanlegt, Verið ð
undan, Pantið ðtrax,
| (pakki 15c póstfritt)
FRt—Vor stóra 1949
fr\c og rœktunarbók -
^ Stœrri en áffur
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ont,
iKJ€UJ€L
FOOD STOR€S
JEWEL BÚÐIRNAR leggja sérstaka áherzlu á vörugæði,
birtu og hreinlæti í búðunum, og fljóta og vingjarnlega
afgreiðslu. Jewel búðirnar eru víðkunnar fyrir að selja
aðeins fyrsta flokks matarvörur, svo þegar þú kaupir í
matinn, þá
ER HAGKVÆMAST AÐ VERZLA f JEWEL BÚÐUNUM