Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 9

Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. 9 Sigurður Indriðason F. 14. júlí 1863 — D. 25. nóv. 1949 Svo er um ævi öldunganna sem um sumar — sól fram runna: hníga þeir á hausti hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Stríð er starf vort í stundar-heimi, berjumst því og búumst við betri dögum; sefur ei og sefur ei í sorta grafar sálin — í sælu sést hún enn að morgni. (Jónas Hallgrímsson) Ekki verður hér reynt að rekja ætt Sigurðar langt fram, þótt nokkur gögn til þess séu fyrir hendi; en traust og gott fólk virðist að honum standa í báðar ættir. Föðurfaðir Sigurð- ar var Jón Jónsson er bjó á Núpi Sigurður Indriðason í Laxárdal, en amma hans var Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Stórugröf Ingjaldssonar. Sonur þeirra, Indriði, faðir Sigurðar kvæntist Súsönnu dóttur Jó- KOL, KOL, KOL! Hrein, hitamikil og vel útilátin. Pant- anir afgreiddar fljótt og skilvíslega. WINDATT COAL CO., LTD. “The Old Reliable” 506 Paris Bldg., Winnipeg Phone 927 404 Kallið Jón Ólafsson umboðsmann félagsins í síma, til þess að vera viss. Símanúmer hans heima er — 37 340 HAMINGJUÓSKIR » til íslendinga á 31. > þjóðræknisþingi þeirra. í fullan aldarfjórðung hafa Winnipegbúar notið hins ljúf- fenga Purity Ice Cream, eins og annara heilsustyrkjandi City Dairy mjólkurafurða. SÍMI 87 647 Innilegar árnaðaróskir til íslendinga á þrítugasta og fyrsta afmæli þjóðræknisfélagsins A.S. BARDAL Funeral Service 843 SHERBROOK ST„ WINNIPEG Phone 27 324 hanns bónda Jónssonar á Holta- stöðum og konu hans Medóníu Guðmundsdóttur frá Móbergi. Hálfbræður Súsönnu voru Krist- ján ríki í Hólsseli á Hólsfjöllum, Lárus, fyrrum sjómaður, en síð- ar trúboði; enn á lífi í Reykja- vík, háaldraður, og Jónas pré- dikari í Winnipeg, er andaðist þar á unga aldri. Bróðir Jóhanns á Holtastöðum móðurafa Sig- urðar hét Jónas, en sonur Jón- asar Hjálmar að nafni var faðir Jónasar Leó, föður séra Hjartar J. Leó. Meðal barna Jóhanns á Holtastöðum var einnig Sigur- laug gift Halldóri Jónssyni, þau fluttu vestur um haf og bjuggu í Winnipeg. Indriði og Súsanna foreldrar Sigurðar bjuggu á Ytri-Ey, var Indriði góður búhöldur talinn. Tvær systur Sigurðar eru á lífi: Ingibjörg (Thorarinsson) Thor- son, ekkja í Vancouver, B.C. og Sigurlaug Indriðadóttir á Is- landi. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum og varð snemma dug- legur og þróttmikill, eins og hann átti kyn til. Ungþroska fluttist hann til austurhluta Bandaríkjanna og dvaldi þar um 10 ára bil, lengst af í Boston. Á þessum árum stundaði hann aðallega sjómensku, á fiskiskip- um frá Gloucester, en um lengri tíma frá Boston á stórum drátt- arbátum, er sigldu með strönd- um, milli Boston og New York og fjarri staða. Á dvalarárunum vestra að þessu sinni, varð hann íslendinga lítt var; oft hef- ir hann þá einmana verið að hætti ókunnugra manna í framandi landi. Um nokkra hríð varð hann að dvelja á sjúkrahúsi, og átti við heilsubrest að stríða nokkra hríð. Mun dvölin hafa þjálfað hann í margri merkingu. Á þess- um árum náði hann góðum tök- um á ensku máli. Að 10 árum liðnum hvarf hann heim til Is- lands. — Þar kvæntist hann ár- ið 1902 Þuríði Sigfúsdóttur Odd- sonar frá Meðalnesi í Fellum í Norður-Múlasýslu. Árið 1904 fluttu þau til Canada; þau sett- ust að í Selkirk, Man. Konu sína misti hann í apríl 1905. Þann 1. ág. 1911 gekk hann að eiga Guð- rúnu Sigríði Pálsdóttur Jónsson- ar frá Kjarna í Geysisbygð í Nýja íslandi, lifir hún mann sinn. Börn hins látna eru hér talin eftir aldursröð: Súsanna Ingibjörg, d. 20. marz 1936; Indriði Jón, kvæntur Björgu Magnúsdóttur Jóhannes- sonar, New Westminster, B.C.; Aðalheiður, Mrs. J. Bjarnason, Gimli; Pálína Sigríður, Mrs. B. Walterson, Selkirk; Wilhelm Reginold, kvæntur Iren Carson, Selkirk; Lárus Thorgrímur, og Raymond Sigurjón, báðir heima hjá móður sinni. Af nærri 10 ára allnáinni kynn ingu af Sigurði dylst mér ekki að hann hafði náð miklum og haldgóðum þroska 1 reynslu- skóla lífsins. Ævi hans hafði ver ið nokkuð breytileg og hafði þroskað hann mörgum mönnum framur. Hugarafstaða hans og framkoma bar einkenni hins heilsteypta og þjálfaða aldur- hnigna íslenzka manns; en ekki er það ávalt að hófstilt rósemi fylgi fullorðins og elliárum. Dvölin heima á íslandi hafði orðið styttri en hann hafði til ætlast að hún yrði. Virtist hon- um þar færri vegir opnir til fram sóknar, en hugur hans hafði þráð og eftir vonað. Er vestur kom að öðru sinni settist hann að í Selkirkbæ, og átti hér óslitna dvöl í full' 45 ár. Hann þekti baráttu þess manns, sem sviptur er ástvini og einn stendur uppi með móðurlaus börn. Þegar hann efndi til heim- ilis á ný, var hann tekinn að kenna lífsþreytu er fullorðins ár- in færa. Hann eginaðist góða konu og indælan lífsförunaut. Hún varð börnum hans, jafnt og þeirra eigin börnum góð og um- hyggjusöm móðir. Það var hlýtt og bjart um heimili þeirra; — heimilið aðlaðandi, andi þess vonglaður og öruggur þrátt fyrir sjúkdómsföll er stundum báru þar að dyrum. Þar áttu öldruð tengdaforeldri hans athvarf ár- um saman. Vinir og kunningjar áttu þar góða komu jafnan vísa. Bæði hjónin áttu sins þátt í því að gera heimilið aðlaðandi. Þau voru ávalt auðug af þeim verð- mætum, sem samúð, trygð og bróðurhugur skapar . Börn þeirra urðu þeim gott samverka fólk og þeim til gleði. Samband- ið í stækkandi ástvinahópi var jafnan óvenjulega traust og hjartfólgið. Sigurður var gæddur prakt- ískum starfshæfileikum, og hvar sem hann vann ávann hann sér tiltrú manna. Ýms störf hafði hann með höndum á sinni löngu dvöl hér í bæ. Um mörg ár starf- aði hann á Selkirk Mental Hospital og gat sér þar góðan orðstír fyrir trúmensku og skiln ing á störfum sínum. Það var óvenjulega bjart um hann á efri árum hans, enda fann maður naumast til þess að hann væri maður aldurhniginn, olli því karlmenskulaund hans og hugarró, en jafnframt sam- úðarfull og óþrotleg umönnun konu hans; börn hans og tengda fólk gerði sitt til að auka á gleði hans. Hann las allmikið og fylgdist af áhuga með því sem var að gerast. Hann átti góða greind, var hagorður, þótt lítið á bæri; átti glöggt innsýni og skilning á öðrum mönnum, var glaður og vinsamlegur, en fast- ur fyrir og lét ógjarnan af skoð- un sinni. Hann átti mjög glögga kímnigáfu, er hann þó beitti með mestu varúð. Hann hafði unun af blómum og lagði rækt við þau, átti jafnan góðan garð, er hann ræktaði með alúð og umhyggjusemi. Hann var vel hagur; á efstu æviárum smíðaði hann mikið af haglega gerðum fuglabúrum, er hann óspart gaf vinum sínum yngri og eldri. Ó- beygður og karlmannlegur gekk hann til hinztu stunda. Hin síð- ari ár leið hann af hjartasjúk- dómi, er hann hafði gengið með í 40—50 ár, þótt lítt á bæri þar til á efri árum. Svo kom burt- fararstundin, þögul og fyrirvara laus eins og leiftur, án rúmlegu eða langra þjáninga. Útförin fór fram þann 29. nóv. frá Langrills útfararstofu og kirkju Selkirk- safnaðar, að viðstöddum hans nánustu og fjölda fólks. Indriði sonur hans hafði komið flug- leiðis frá Kyrrahafsströnd til að vera viðstaddur útför föður síns. S. ÓLAFSSON CANADIAN WESTERN BOX COMPANY LIMITED Wooden Box Manufacturers and Producers of Woodex Insulation Bjóða gesti og erindreka á þrítugasta og fyrsta þjóð- ræknisþing íslendinga í Vesturheimi velkomna til Winnipeg. LOUIS HATSKIN, president Phone 201 185-6 835 MARION ST. ST. BONIFACE STERKASTA VÍGI EVRÓPU Gíbraltar-vígið er ekki lengur sterkasta vígi í Evrópu. Annað sterkara vígi er til og það er í Noregi, gert af Þjóðverjum á stríðsárunum og kallast Tron- denes-vígi. Umhverfis aðalvígið eru 357 önnur vígi, fallbyssu- stöðvar og skothreiður. Þar eru svo að segja endalaus neðanjarð- argöng og skotfærageymslur neðan jarðar. Þar eru einhverj- ar hinar stærstu fallbyssur í heimi og með þeihn er hægt að skjóta 20 sprengikúlum á hverri mínútu og vegur hver sprengi- kúla smálest. Þessar mkilu víggirðingar eru svo vel faldar, að þær sjást ekki tilsýndar. Fallbyssurnar eru faldar í hellum, sem höggnir hafa verið inn í fjöll og kletta. Víggirðingarnar ná yfir alt nes- ið. Það var áður nafnkunnugt fyrir gamla og fagra kirkju. Hún stendur ennþá, en kirkjugarður- inn er stórbreyttur frá því sem áður var. Fyrir sjö árum voru þarna aðeins nokkur leiði, en nú eru þar þúsundir grafa á stóru svæði. Sumt eru fjöldagrafir. Þarna hvíla þeir, sem unnu að bygingu þessara miklu víggirð- inga. Það voru aðallega rússnesk ir herfangar. Það var blandin ánægja fyrir Norðmenn, litla og friðsama þjóð, að eignast þetta vígi að ófriðnum loknum. Bæði var það þeim ofviða og svo gera menn ráð fyrir því að það verði til þess að Norðmenn hljóti þegar að dragast inn í næstu styrjöld — ef hún skellur á. Þýzka herstjórnin lét reisa þessar víggirðingar á árunum 1941—1944 til varnar Narvík, því hún var altaf hrædd um að bandamenn mundu gera þar árás. Ef litið er á landabréf Nor- egs sést fljótt hve tröllauknar víggirðingarnar eru. — Þær byrja á eynni Röervik, sem er rétt norðan við heimskauts- baug. Þar eru fjórar stórar og langdrægar fallbyssur. Þaðan liggur virkjakerfi norður að Framhald á bls. 11 Við óskum íslendingum til hamingju með þrítugasta og fyrsta þjóðræknisþing þeirra Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi, að eiga viðskipti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitobafylkis. Þokk fyrir drengileg viðskipti ARM STR0NG-GIMII FISHERIES LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.