Lögberg - 16.02.1950, Síða 10

Lögberg - 16.02.1950, Síða 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — LjóOin i þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. „Guð blessi hana, elskuna!“ hróp- aði frú Flynn. — „En ég segi, að hún meinti að vernda minningu mannsins, með því sem hún gjörði — máske á kostnað sálarheillar hans“. „Að því er monsieur snertir, að taka á móti þessum áverka með þögn, og leyna honum, var drengskapur sagði signorinn. „Það er það sem presturinn okkar mundi kalla að bera krossinn með hugrekki“. „Signor“, sagði presturinn í ásök- unarrómi. „Signor, þetta er ekki atriði, til þess að hæðast að“. „Skraddarinn sjálfur, hefir hæðst að því“, prestur minn. „Látum hann sýna brjóstið á sér, þá sjáum við hvað satt hann segir“, sagði matsalinn, sem á bak við vara- brosið var illa innrættur. Það var ekki oft, að fólk sá presti sínum sinnast, en það sá það nú. Hann snéri sér hvatlega að matsalanum og sagði: „Hver ert þú. Batiste Maxime, að hinni fyrirlitlegu forvitni þinni skyldi vera fullnægt — þú, sem með nöktu blygðunarleysi berð slúðursögur frá einum manni til annars, og hlakkar yfir hverri svívirðing. Eigum við öll að leggja ber atriði lífs okkar, gleði okkar, sorg og synd fyrir augu eins og þín til að stara á. Hugsaðu um allt það illa, sem að þú mundir hylja — já, allir okk- ar sem hér erum!“ hann hélt áfram og hækkaði röddina. „Veitið þið öll eftir- tekt, hjartaþeli þessara tveggja per- sóna gagnvart þessum vonda manni, er kom þeim til að halda atburðunum, sem hún gamla Margot tók með sér í gröfina, leyndum. Þegar þið farið heim til ykkar þá biðjið Guð, að veita ykkur eins mikinn góðvilja, eins og þssi mað- ur, sem hvorki er trúmaður né kirkju- maður getur sýnt. Að því er þessa yngismey snertir, — hann sneri sér að Rósalie — „heiðrið hana! Farið þið nú — farið í friði!“ „Eina mínútu sagði signorinn. „Ég dæmi Battiste Maxime í tuttugu dollara sekt fyrir álygar. Fé það gangi til fá- tækra“. „Heyrirðu þetta, fleðubárðurinn þinn!“ sagði frú Flynn hátt og snjallt. „Má ég kyssa þig, elskan?“ bætti hún við og vappaði þangað sem Rósalie var og rétti fram hendina. Rósalie kysti gömlu konuna, með tárvotum augum og á milli þeirra var vinátta staðfest, sem aldrei slitnaði. Signorinn rak fólkið út úr pósthús- inu og lokaði dyrunum. Presturinn gekk til Charley og sagði: „Mig bresta orð, þegar ég minnist* kvalanna, §em þú leiðst, þegar þetta kom fyrir og með hve mikilli hugprýði að þú barst þær. — „Ó, monsieur!“ bætti hann við og vökn- aði um augu. „Mér finnst alltaf að þú eért ekki langt í burtu frá ríki Guðs“. Það varð þögn, því að presturinn, signorinn og Rósalie voru að hugsa um rauða krossmarkið á brjóstinu á skradd aranum. Þögnin hafði sín áhrif á Char- ley. Hann brosti raunalega. „Á ég að sýna ykkur sönnunina?“ spurði hann og bjóst til að hneppa frá sér treyjunni. „Monsieur!" sagði signorinn og rétti fram hendina. „Monsieur, við erum all- ir drengskaparmenn!“ XLIII. KAPÍTULI Jó Portugais segir sögu Charley gekk hugsandi og niðurlút- ur, eftir veginum til Vadrómefjallanna, því hann vissi að Jó Portugais var kom- inn heim úr ferð sinni. Hann fann sárt til einstæðingsskapar síns og þráði sam hygð og samfygld, einhverrar persónu, sem skildi einstæðingsþunga þann, sem lagst hafði yfir hann, eftir að atburð- irnir í pósthúsinu skeðu. Það var ný og nístandi einstæðingskend og aðskiln- aður sem hann haféi vaknað til þá um daginn. Einu sinni áður, í kofanum á Vad- róme fjöllunum, hafði hann risið upp úr votri gröf sinni og til nýs lífs. Kvöld- ið áður hafði önnur slík endurfæðing komið til hans þegar samband þeirra varð báðum ljóst. Þessi nýja aðstaða hafði vakið ótta og ánægju hjá Rósalie, en ótta, vanvirðu og lífsgleði, sem skyndilega hafði snúist upp í vonleysis- sorg hjá honum. Með ylríki kærleikans, sem sál hans nú var vöknuð til, vaknaði meðvitund hans um, að hann væri á leiðinni til fleiri uppgötvana. Þegar að hann leit í áttina til kofa Jó Portugais, sem stóð á meðal trjánna á Vadróme fjöllunum, mundi Charley eftir deginum, þegar að Rósalie fyrst kom þangað með bréfið, sem var sent til veika mannsins á Vadróme fjöllun- um, og hann sá aftur í huga sér hin hreinu spurulu augu Rósalie þegar að hún kom inn til þeirra. „En ef að þ úaðeins vissir“, hann snéri sér við og horfði til þorpsins fyrir neðan. — „Ef að þú aðeins vissir!“ sagði hann eins og hann væri að ávarpa allan heiminn. — „Ég hefi tákn frá himni — ég veit það nú. í dag vakna ég til lífsins og ég sé Rósalie! Ég veit það núna — en hvernig? Með því að taka allt sem hún á til að gefa. En hvað gef ég í staðinn? Ekkert — aldeilis ekk- ert. Sökum þess, að ég elska hana, og veröldin öll, er einskis virði án hennar, né heldur lífið, eða tuttugu líf ef ég ætti yfir þeim að ráða, þá verð ég að segja við hana nú: „Rósalie, það var einlæg ást, sem dróg þig í faðm mér, og það er ást líka sem segir, hingað en ekki lengra. Aldrei framar — aldrei — aldrei — aldrei. í gærdag hefði ég getað skilið við hana — dáið, eða horfið, án þess að vinna henni mikið mein. Hún hefði hryggst og hugarangrið hefði sært hana og skorið, en svo hefði það smá saman horfið og hjaðnað, og ég hefði aðeins lifað í minningunni. Svo hefði hún gifst og öll sárin út af hvarfi mínu hefðu gró- ið. Hún hefði notið ánægju, og ég los- ast við örvæntingu og vanvirðu . . . . í dag er þetta orðið alltof seint. Við höf- um drukkið of mikið úr bikarnum — Já of mikið. Hún getur ekki gifst öðrum manni, því andar ljúga ekki, þó þeir séu beðnir um það. Mér getur hún ekki gifst, því það sem ég átti einu sinni, á ég enn, eftir hringsins og laganna á- kvæði. Ég yrði alltaf í níðandi ótta. Kathleen á réttinn, Rósalie ekki. Ó, Rósalie, ég dirfist ekki að draga þig á tálar lengur. En að giftast þér, eins og á stendur, ef það væri mögulegt! Og búa hér í útlegð óþektur! Ég er ekki mik ið líkur því sem að ég var, og láta skegg- ið vaxa ár frá ári og verða ólíkari Char- ley Steele með ári hverju . . . Nei, það er óhugsanlegt!“ Hann stansaði þess- ar hugsanir sínar, og þrýsti vörunum saman. „Guð minn, hvílíkt ástand!“ sagði hann upphátt. Það varð hreyfing í skóg inum rétt hjá honum og maður stóð upp af tré, sem hann hafði setið á við veginn rétt ofan við Charley. Það var Jó Portugais, sem hafði séð hann koma og beið þar eftir honum, og hafði heyrt það sem Charley sagði. „Kallarðu mig ástand, monseur?“ Charley tók fast í hendina á honum. „Hvað hefir komið fyrir, monsieur?“ spurði Jó órólegur. Það varð stutt þögn, svo sagði Char- ley honum hvað fyrir hafði komið um morguninn. „Þú veist um markið hérna“, sagði Charley og benti á brjóstið á sér. Jó kinkaði kolli. „Ég sá það, þegar að þú varst veikur“. „Þú spurðir mig samt aldrei um það!“ „Ég þóttist vita það. — Ég þekkti Louis Trudel, og ég sá líka þegar ung- frúin negldi krossinn á kirkjuhurðina. Tveir og tveir í huga mér réðu gátuna. Ég hélt að Paulette Dubois mundi ekki segja frá því. Ég varaði hana við því“. Hún varð saupsátt við Rósalie, og var að hefna sín á henni. Hún hefði ekki þurft að vera svona heiftug. Henni hefir gengið margt í vil upp á síðkastið. „Hvað hefir henni gengið í vil, Mon- sieur?“ Charley sagði Jó allt um friðdómar- ann, konuna og barnið. Jó svaraði því engu, svo þeir þögn- uðu. Þegar að þeir komu að húsinu fóru þeir inn. Jó tók pípu sína og reykti um tíma, án þess að segja orð og sjálf- sagt þungt hugsandi, en Charley stóð í dyrunum og horfði á þorpið fyrir neð- an. Að síðustu sneri hann sér við. „Hvar hefurðu verið í síðastliðnar vikur, Jó?“ „í Quebec fyrst, monsieur“. Charley leit alvarlega á Jó, því í svari hans var hulin meining. „Og hvar svo?“ „í Montreal“. Charley fölnaði mjög í framan og néri saman höndunum, því hann sá á augnaráði Jó, að hann hefði verið á fornum slóðum — og séð menn, sem hann hafði sjálfur umgengist daglega o gséð Kathleen. „Haltu áfram“, sagði hann, „segðu mér allt“. Portugais talaði á ensku, annarlegt tungumál sýndist hylja nekt hlutanna betur, að því sem honum fanst. Hann hafði alvarlega sögu að segja. „Það þarf ekki að gera grein fyrir ' því, hversvegna ég fór til Montreal“, byrjaði hann. „Það er nóg að segja, að ég fór þangað. Ég hafði eyrun opin og augu mín voru ekki lokuð. Það þekti mig enginn, og ég var ekki eftirtektar- verður. Allir höfðu gleymt manninum Joseph Nadsau, sem stóð þar fyrir rétti, kærður um morð. Og það má vera, að málafærslumaðurinn, sem hreif mig úr snömnni sé gleymdur líka — máske? Ég stansaði á götunni, og sagði við mann sem þar var, eftir að huga að nafnspjaldinu. „Hvar er skrifstofa mon sieur Charley Steele og annara?“ „Hann er dauður fyrir löngu síðan“, sagði maðurinn, og bætti við „sem bet- ur fór, því hann var mesti fjandans ó- þokki“. „Ég skil það ekki, segi ég. Ég held, að monsieur Steele hafi verið ágætlega gáfaður maður.“ „Hann fallegi Steele var gáfaðasti maðurinn í heila landinu, sagði maður- inn. Hann dáleiddi kviðdómarana í hvert einasta skipti. Hann fór þó illa“. Charley rétti upp hendina í öngum sínum og óróa. „Hvar hefurðu verið?“ spurði þessi maður mig, „allan þennan tíma og ekki heyrt getið um Charley Steele“. „Úti í óbygðum“, sagði ég. „Hvers vegna ertu hingað kominn nú?“ spurði hann. „Ég er að hefja mál á móti manni, sem lét annan mann líða fyrir sig“, sagði ég. „Það er ekki verk- efni fyrir Charley Steele, sagði hann og hlóg. Það var enginn honum líkur í því, að grafast eftir hlutunum. Þið getið ekki glapið Charley Steele sýn, vorum við vanir að segja. Hann fór illa á endanum“. „Hvað var það, sem að honum var?“ spurði ég. „Hann drakk of mikið, sóaði fé sínu og elti stelpu, dóttir gestgjafans í Cóte Dorion, svo að áarflutningsmennirnir réðu honum aldurtila eitt kveldið. Þeir segja reynd- ar að það hafi verið slys, en sérðu nokk uð grænt í augum mér? En hann dó hraustlega — eins og við mátti búast; því hann óttaðist hvorki menn, né djöfla", sagði hann. „Eln Guð?“ spurði ég. „Hann var guðleysingi“, sagði hann, „og það var aðalorsökin, sem olli þessu öllu. Hann var í öllu óheiðarlegur. Hann stal fé ekkna og rændi munaðarleys- ingja“. „Ég held, að hann hefði átt að vera of skynsamur til að gjöra slíkt“, sagði ég. „Ég býst við að það hafi verið vínið“, sagði hann, „sem spilti honum. Hann var hæfileika maður, sem mundi koma ykkur til að athuga hlutina, ef að hann kæmi hingað aftur“. Maðurinn hló einkennilega að þeirri hugmynd. „Ef að hann kæmi til baka þá mundi nú fyrst kasta tólfunum“. „Hvers vegna?“ spui’ði ég. „Líttu yfir götuna“. hvíslaði hann að mér. „Hún var konan hans!“ Charley bældi niður angistarstunu. En Jó var ekki á því að þagna fyrri en sögu hans var lokið. Hann hafði víst takmark fyrir augum. „Ég leit yfir göt- una ,og þar stóð hún. Hún var sannar- lega glæsileg kona til að sjá, svo, að ég hefi enga aðra glæsilegri séð, að undantekinni einni hér í Chaudiere, sem ekki aðeins jafnast á við hana heldur er henni fremri. Maðurinn sagði, að hún hefði gifst peningum í fyrra skiptið, og það hefði orðið henni hið mesta sorgarefni, svo hefði hún gifst öðrum manni sem hún unni. Ef fagri Steele kæmi til baka — já, þá fyrst kæmist nú skörin upp í bekkinn! En hann er á botni St. Lawrence fljótsins — dómstólarnir og kirkjan segja það að minsta kosti — og hér eru engir draugar á ferðinni. En ef þessi fagri Steele kæmi til baka bráðlifandi, hvað kæmi þá fyrir? spurði ég. „Konan hans er gift asninn þinn“, sagði hann. „Kon- an tilheyrir honum“, sagði ég. „Heldur þú, að hún mundi fai’a til baka til þjófs, sem henni þótti aldrei vænt um?“ svar- aði hann. Hann kinkaði kollinum í átt- ina yfir götuna og sagði: „Sérðu mann- inn þarna. Það er Billy“. „Hver er Billy?“ spurði ég. „Bróðir, hennai-“, sagði hann. „Charley eyðilagði Billy og Billy hefir verið öðruvísi, en hann var síðan að Charley dó — hann skamm- ast sín svo mikið fyrir Charley, þegar að hann verður drukkinn, að hann get- ur ekki um annað talað. Við munum öll eftir hvernig að Charley eyðilagði hann og það kemur okkur öllum til að vorkenna honum. „Fyrirgefðu“, sagði ég. „Ég held að Billy sé fjandi gáfaður — eins gáfaður og Charley Steeje'L

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.