Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 11

Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. 1 11 STERKASTA VÍGI EVRÓPU Framhald af bls. 9 Vestfirði, þar sem er syðri inn- siglingin til Narvik. Þar við inn siglinguna eru tvö stærstu vígin, margar stórar fallbyssur og með kölluð Svovlvær-vígi. Þar eru þeim er hægt að hafa vald á öll- um Vestfirði, alveg út í fjarðar- kjaft að Bodö, sem er 60 mílur í burtu. Þó eru enn stærri og sterkari vígin fyrir norðan Trondenes. Þau eru tvö, og þeim er ætlað að Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fyrsta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1950. W. F. LANGRILL Licensed, Embalmer AMBULANCE SERVICE HangriU’ð Jfunrral Hotne 345 EVELINE STREET SELKIRK, MAN. Hugheilar ámaðaróskir til Vestur-íslendinga á þrítugasta og fyrsta þjóðæknisþingi þeirra í Winnipeg 20 febrúar 1950 ★ Þökk fyrir drengileg við- skipti á liðinni tið, og ósk, um sameiginlega hagkvæmt viðskiptasamband á kom- andi árum. ★ BOOTH FISHERIES Canadian Co. Ltd. 804 Trust & Loan Building PHONE 922 101 WINNIPEG, MAN. Heilhuga árnaðaróskir til íslendinga á þrítugasta og fyrsta t þjóðræknisþingi þeirra í Winnipeg, 1950. Western Engraving Bureau Ltd. A R T w ORK PHDTnr. RAPUC D u A T n r u r D * II ■ u /• e D I H E C rTolí K PHOTOGRAPHS PHOTO ENCRAVINGS Ressure m a t s STEREOS nichcued STEREOS OFFSET PLATES MOULOED RUBBER PLATES 1375 Portage Avenue Phonc 722-481 verja hina þrengri innsiglingu til Narvik að norðan. Þarna hafa nazistar bygt miklu sterkara vígi heldur en hið nafntogaða vígi, sem Hitler lét byggja handa sér í Bayerns- fjöllum. Svo var mikill viðbún- aður þarna og svo leynt fóru Þjóðverjar með framkvæmdir sínar, að sá orðrómur barst um endilangan Noreg, að Hitler væri þarna að gera vígi handa sjálf- um sér og ætlaði að setjast þar að og verjast þaðan, eftir að hann hefði tapað stríðinu á meg inlandinu. Og margar af neðan- jarðar hvelfingum þeim, sem þar eru, eru útbúnar með svo mikl- um þægindum, að hernaðarfróð- ir menn halda að eitthvað sé til í þessu. LEIKAR fóru þó svo, að Þjóð- verjar urðu að yfirgefa víggirð- ingar þessar af skyndingu árið 1945. — Setuliðið, sem þarna var, óttaðist árásir af hálfu banda- manna og Rússa, og fyrirskipan- ir þær, er það fékk frá herstjórn inni í Þýzkalandi, voru svo rugl- ingslegar og sitt á hvað, að það hafði sig á brott og gaf sér ekki tíma til þess að sprengja vígin og eyðileggja fallbyssurnar og skotfærabirgðirnar. Og þegar að var komið var meira að segja alt símakerfið innan þessara víg- girðinga óskemt. Fyrst í stað fanst Norðmönn- um hálf gaman að því að hafa erft þessi miklu mannvirki. Þeir litu á þau sem sýnilegt tákn þeirrar villimensku, er nú var lokið, en settu þau ekki í sam- band við framtíðarhorfurnar. En svo vöknuðu þeir upp við vondan draum. Rússneskt herlið var á næstu grösum við þessar miklu víggirðingar, og enginn vissi hvað Rússar ætluðust fyrir. Brezkir herforingjar, sem kómn- ir voru til Noregs, fóru ekki dult með það að sér stæði stuggur af Rússum. Það var viðbúið að þeir mundu ágirnast þau her- gögn, sem Þjóðverjar höfðu hlaupið frá í Noregi, fallbyssur, skotfæri, skriðdreka, flugvélar, herskip — og þá ekki sízt þetta mikla vígi, sem var öflugra en sjálft Gíbraltar-vígið. Hermálaráðuneyti Breta skip- aði svo fyrir að ekkert af þessu mætti falla í hendur Rússum. Og Norðmönnum var skipað að eyðileggja alt, sem þeir hefðu ekki þörf fyrir, og margt, sem þeir þurftu á að halda. Og svo voru fallbyssur brotnar og þús- undum smálesta af skotfærum sökt í sjó. Um 40% af hergögnun um höfðu þeir eyðilagt, þegar afturkippur kom í alt saman og aftur var byrjað að færa í lag, það sem skemt hafði verið. Fall- byssurnar voru bæði af þýzkum og frönskum uppruna, margar þeirra úr hinni frægu Maginot- línu Frakka. En þýzku og frönsku verksmiðjurnar, sem höfðu smíðað þessar fallbyssur, voru nú í rústum. Þess vegna var ekki hægt að fá neina vara- hluta til þess að endurnýja það, sem úr sér gekk. Það var því safnað saman öllum hinum skemdu fallbyssum til þess að STYRK OO STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir frá fyrsta ftrs frœi; auöræktuð, sterk og varanleg; þroskaat kgætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgóö og llkjast safarlkum, villijarC- berjum; þau eru mjög íalleg útlits, engu siöur en nytsöm, og prí’Ba hvaða staB sem er, pó þau séu smærri en aigeng jarBarber, sein höfB eru aB verzlunarvöru, eru þau þó stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garBa, Vegna þess hve fræsýnlshorn eru takmörkuB, er vissara aB panta snemma, (Pakki 25d) (3 pakkar — 60c) púst frttt, GRASMAÐKUR Fáheyrt var það hér um sveit- ir að grasmaðkur gjöreyddi gróðri (1841) í Langadal, frá Buðlungsnesi að Arnúlfsstaðaá, svo skepnur flúðu á háfjöll, en Hlíðarfjall varð frítt, en skaði varð að þessu í Svartárdal og Blöndudal mót vestri, og mjög víða í Skagafirði, einkum í Djúpadal. Maðkadyngjan færð- ist yfir í þykkum röstum og varð hvít jörð eftir hann, færðist að túnum og þar mátti merja það mesta með fótum eins og mola röst á túni. Spratt þar fljótt gras aftur af fitu hans? sem er ljósefni. Ei fór hann í velgróið tún, heldur jaðra og ræktarlitla bletti. Tíminn var milli fardaga og Jónsmessu. Á því maðkétna svæði varð dáðlaust hey og hag- ar til mjólkurnota. Lítið varð vart við hann á hríslendinu. (Brandstaðaannáll). Lesb. Mbl. nota þær síðar til viðhalds þeim, er eftir voru, svo að vígin væri til taks, ef eitthvað skyldi upp koma. TSONDENES-VIGIN eru með öllu óskemd. Um skeið voru þau notuð til hernaðarkenslu. Undir liðsforingjar voru sendir þang- að til þess að læra virkjagerð og hernaðartækni. Og nú eru vígin tilbúin til varnar á hvaða stund sem er. Norðmenn hafa ekki farið neitt dult með þetta. Þeir vita sem er, að ekki þýðir að reyna að halda því leyndu fyrir Rúss- um, að þessi vígi eru til. Þau voru aðallega gerð af rússnesk- um herföngum, og margir þeirra eru komnir heim til Rússlands aftur. Það þarf því ekki að efa að Sovétstjórninni ér vel kunn- ugt um vígin og hvernig þau eru. Ef stríð skellur á, gera menn ráð fyrir að Rússar vaði yfir meg inhluta Evrópu. Frakkland muni falla, eigi vegna árásar utan frá, heldur vegna innbyrðis sundur- þykkju. En Vesturveldin ætla sér þó að halda fótfestu á tveim- ur stöðum — í Gíbraltar og í Trondenes. Menn vita ekki hvað Rússar ætlast fyrir, en giska á að þeir muni fyrst og fremst reyna að verða á undan Vestur- veldunum að taka Norður-Nor- eg. Þeir eiga þar hægt um vik, því að þeir geta farið á landi. Þeim er í lófa lagið að taka Kirkenes, Vardö og Vadsö, því að þar er engin vörn fyrir. Það er jafnvel búist við að fyrsta herhlaup þeirra verði suður á Tromsö og jafnvel til Narvík. Það yrði þeim til mikils gagns, því að þá gætu hérskip banda- manna ekki notað firðina í Norð- ur-Noregi og gert þaðan loft- árásir á Rússa, en það óttast þeir einna mest. Það er Rússum í hag að Þjóðverjar eyðilögðu hafnarmannvirki á þessum slóð- um og ekki hefir unnist tími til að gera við þau. Á landamærum Rússlands og Noregs hjá Elve- nes hafa Norðmenn aðeins 10 hermenn. Og á öllu þessu stóra svæði er aðeins ein herdeild til varnar. Mótspyrnu er því ekki að vænta fyr en við Trondenes. (Úr Magazine Digest) Lesbók Mbl. VINARKVEÐJUR FRÁ . . . Rumford Laundry LAUNDERERS AND DRY CLEANERS • Home St. and Wellington Ave. WINNIPEG. MANITOBA PHONE 21 374 Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fyrsta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1950. ☆ BARBER SHOP 643 PORTAGE AVENUE. Phone 31 469 Stjórn og starfsfólk Safeway búðanna... býður erindreka, sem koma M á hið þrítugasta og fyrsta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, vel- komna til Winnipeg og væntir að þeir njóti mikillar ánægju M af heimsókninni. Íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ SAFEWAY CANADIAN SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.