Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. FJAÐRAFOK 18 listar. Með lögum 22. nóv. 1907 var gerð breyting á tilskipun um bæjarstjórn Reykjavíkur og svo ákveðið að kjósa skyldi alla bæj- arfulltrúana í einu. — Næsta bæjarstjórnarkosning fór fram 24. jan. 1908 og skyldi þá kjósa 15 menn. Var svo mikið kapp í kosningum þessum, að fram komu 18 listar, sem teknir voru gildir, eða fleiri en þeir menn, sem kjósa átti. Konur komu þá fram með lista og unnu frægan sigur, komu að fjórum fulltrú- um: Katrínu Magnússon, Þór- unni Jónasson, Briet Bjarnhéð- insdóttur og Guðrúnu Björns- dóttur frá Prestshólum. — Voru Minnist CETEL í erfðaskrám yðar það fyrstu konurnar, sem sæti áttu í bæjarstjórn. Skriðuhalup Eggert Ólafsson segir svo frá því er þeir félagar gistu að Dröngum á Ströndum: Þarna lentum við í stórmikilli hættu. Veður var bálhvasst með helli- rigningu og einkum blésu snögg- ir svipvindar með hlíðinni, þar sem bærin stendur og við höfð- um tjaldið. Vindar þessir ollu hruni úr fjallinu, því að þeir rifu steina úr hlíðirini. Fólkið sagði okkur frá að stundum féllu stóreflis björg niður úr hlíð- inni og fygldi þeim mikið skriðu hrun. Rétt þegar verið var að segja frá þessu, heyrðust ægi- legir skruðningar úr fjallinu líkt og ótal fallbyssuskot. Fjalls- hlíðin var hulin reyk eða réttar sagt rykmekki, sem gaus upp af fallandi skriðum. Allir þustu út á bersvæði, og fólkið, sem allan daginn hafði verið slegið skelf- ingu, sá, að klettur hafði losnað úr hlíðinni. Fyrst í stað sást ekk- ert fyrir rykmekkinum, en frá hljóðinu af bjarghruninu heyrð- Heilhuga Kveðjur til Vestur-íslendinga á þrítugasta og fyrsta ársþingi þeirra í Winnipeg, 1950 □ Einlœgur Vilji og Ákveöin Framsókn Mega sín Mikils VELKOMIN A ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ! Keystone Fisheries Limited G. F. JÓNASSON, forstjóri Scott Block, Winnipeg Phone 925 227 & um við, að það var mjög nærri. Gagnslaust var að flýja, því að enginn vissi, hvar örugt hæli væri að finna. Loks sást bjargið hendast fram úr þoku mekkin- um. Þær fáu skepnur, sem voru þar og einkum hestar okkar tryltust og hlupu fram og aftur. En til allrar hamingju rakst bjarg þetta í einu loftkasti á jarðfastan klett skamt fyrir ofan tjald okkar og brotnaði þar í mola. Skemtun fyrir fólkið Mér hefir ævinlega fundist að Reykjavíkurbær eigi Þorláki Ó. Johnson mikið að þakka. Það var hann, sem setti líf og fjör í bæinn með því að stofna Sjó- mannaklúbbinn. Hann fékk séra Matthías til aðstoðar, og Árni landfógeti var víst með í því. Þessar samkomur voru fyrst haldnar í Glasgow. Þar sýndi Þorlákur skuggamyndir af nafn frægum stöðum erlendis og skýrði sjálfur svo ljómandi vel hverja mynd. Þegar hlé varð á, lét hann Guðbrand í Stöðlakoti spila á harmoniku, eða " Bensa sótara kveða rímur. Séra Matt- hías las upp kvæði eða sögur. Seinna var þetta kallað skemt- un fyrir fólkið. Það var það líka áreiðanlega. Það sótti vel þess- ar samkomur, enda voru pen- ingaútlátin ekki mikil, 25 aur- ar inngangurinn. Svo var nú auð vitað dansað. Þarna kom fólk af öllum stéttum, og kom því mæta vel saman. Marga skemtilega stund á ég Þorláki að þakka. Maður lifnaði við, þegar hann kom inn, fínn og fágaður í svört um flauelsjakka og með rauða nelliku í hnappagatinu. Hann vantaði aldrei, hvaða tíma árs sem var. Ég gleymi aldrei þegar hann sýndi í fyrsta skipti skakka turninn í Písa, hvað fólkið hló hjartanlega, já, svo dátt að mað- ur varð að taka undir. Svo kom: „Einn vals, Brandur!“ Brandur spilaði og lagði undir flatt. Stundum kallaði hann: „Einn galoppaði!“ — (Guðrún Borg- fjörð). Brúðkaup Eggerts Ólafssonar. skálds var í Reykholti haustið 1767 hjá séra Þorleifi Bjarna- syni, sem var móðurbróðir brúð- árinnar. „Brúðkaupsveizla Egg- erts er á efa lang merkilegasta samkoma, sem haldin hefir ver- ið í Borgarfirði á 18. öldinni. Þar var alt í senn: veizlufagnaður, búnaðarnámskeið og íþróttamót. Hvatningarræður Eggerts um um það að elska ísland og riota sér hin mörgu gæði þess, liðu gestum hans ekki úr minni alla ævi. Veizlan stóð frá föstudegi til mánudags. Síðasti veizludag- urinn varð eftirminnilegastur, af því að þá hélt Eggert ræðu í Sturlungareit í kirkjugarðin- um og talaði hvatningarorð til bændanna og skoraði á þá að hagnýta hina hollu innlendu fæðu og auka innlendan iðnað. Var að síðustu drukkið bænda- minni þar í kirkjugarðinum, og taldi Eggert sér það vegsauka að eiga það í vændum að heita íslenzkur bóndi. Yngstur veizlu gesta var Jakob Snorrason, afi minn. Reið hann þangað með föður sínum, þá ellefu ára gam- all. Mundi hann glöggt alla at- burði úr þessari veizlu og sagði þá föður mínum“. (Kristleifur Þorsteinsson). Lesb. Mbl. FERÐASÖGUÞÆTTIR (Framhald af bls. 3) Nokkrum sinnum fórum við í dómkirkjuna. Þótt dómkirkjan sé ekki skrautleg þá er einhver dularfull töfrandi tign þar yfir öllu svo að maður getur orðið snortinn af því, og fundist að hún vera kirkja kirkjanna. Á meðan að við dvöldum heima fór fram útför frú Theódóru Sveinsdóttur. Var hún afar vin- sæl kona, enda átti hún margt til síns ágætis. Var útförin mjög virðuleg á allan hátt. Reykvík- ingar eru góðir ekki sízt á sorg- ar og gleðistundunum. Við fórum á söngsamkomu frú Maríu Markan Östlund í Gamla Bíó, vorum við tuttugu saman. Eftir samkomuna fórum við og höfðum eftirmiðdagskaffi í Sjálf Profitable Barley Production There are many factors involved in the profitable production of barley. Theses may be summarized under yield per acre and quality. The yield per acre is the most important item in the cost of production. It costs nearly as much to produce 20 bushels per acre as it does 40 bushels per acre and, in the latter case, the returns per acre are almost twice as great. The yield per acre depends, among other things, upon the variety, the seed, the cultural practices, disease control, weed control, insect control, the soil fertility, and weather. The first seven are under the control of the barley grower. The quality of the barley is the controlling item in the comparative price of the grain. A few cents per bushel may • mean the difference between profit and loss. The quality also depends upon the variety, seed, cultural practices, disease and weed control, harvesting technique, the soil, and weather. It has been decided that the sponsors of these advertisements will make available this space for the barley scientists to place before the growers some up-to-date information on various phases of barley production. The first seven advertisements will include: 1. Announcement of lhe Campaign. 2. The value of Quality in Malting Barley Production. 3. The Importance of Variety in Quality Production. 4. Seed Seleclion and the Comparative Value of the Different Classes of Seed. 5. Cleaning the Farmers' Seed. 6. Seed Treatment. 7. Good Cultural Practices, i.e.. date, depth and amount of seed to be sown. Clip this series of seven advertisements for your scrapbook. They will prove valuable to you. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-249 stæðishúsinu. Virðist frú Öst- lund eiga miklum vinsældum að fagna í Reykjavík, bæði sem söngkona og að öðru leyti, og mega þeir engu síður heima á íslandi, en við hér vestan hafs, vera stoltir af henni. í Reykjavík mætti ég einu sinni á förnum vegi séra Eiríki Brynjólfssyni frá Útskálum og vildi hann endilega að við kæm um til sín í heimsókn, en þar sem að amma mín Ólöf Gísla- dóttir er jörðuð á Útskálum og tvö börn hennar, Ásta María og Þórarin sömuleiðis, vildi ég taka þessu boði, ekki sízt þar sem að við áttum heimboð í Keflavík hjá Jóni Erlendssyni. Jón var í fimm ár vinnumaður hjá for- eldrum mínum, og nærri því sem eldri bróðir okkar systkinanna. Á sunnudegi í húðarigningu keyrði Þorvaldur Guðmundsson með okkur til Keflavíkur. Með í förinni voru Guðlaug systir konu minnar og Skúli sonur Þor valdar. I Keflavík áttum við á- gætan dag með þessu góða fólki, en Jón hafði ég ekki séð í fimtíu ár. Til Útskála komustum við alla leið, en fundum engan heima. í Keflavík mætti ég séra Sveinbirni Ólafssyni frá Minneapolis, sem var að fara flugleiðis til Ameríku þennan sama dag, en systir hans, frú Halldóru Thorsteinsson frá Win- nipeg, sáum við í Reykjavík nokkrum sinnum. Always Ask Your Grocer for “Butter-Nut Bread” Rich As Butter — Sweefr As a Nut “Canada’s Finest Loaf’’ Phone 37 144 CANADA BREAD CO. LTD. FRANK HANNIBAL, Manager PIES - D'NUTS - ROLLS - RECEPTION CAKES :«í}5íí{íí4í$íí{í{íííí5íí{44í{ííí$íí$í$íí$}{íí{${{$ííí{${«$5ííí}í{${$;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.