Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.02.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 A * S A Complele Cleaning Insliíution a 64. ÁRGANGUR PHONE 21 374 U t^e< t[ox& ereT* jerei * _^o'P-r LaU f'Ö'fr S A Complete Cleaning Tnstitution LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. FEBRÚAR, 1950. NÚMER 7 Látið ekki undir höfuð leggjast að fjölmenna á ársþing þjóðræknisfélagsins Einn æðsti atomfræðingur Breta kommúnista njósnari Síðastliðna viku var einn af fremstu atomfræðingum Breta, Dr. Klaus Fuchs tekinn fastur, fyrir það að láta Rússum í té, í mörg undanfarin ár, mikilvægar upplýsingar um aðferðir við til- búning atom og hydrogen sprengjanna. Fucks hefir haft aðgang að öllum leyndustu upp- götvunum varðandi þessar ægi- legu sprengjur, bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi síðan 1943, en nú hefir það uppljóstr- ast að hann hefir tilheyrt kom- múnistaflokknum leynilega í átta ár. Leynilögregla Bandaríkjanna komst á snoðir um landráð Fucks, og svo er starfsemi hans talin hættuleg öryggi landsins, að ráðuneytið hélt þegar fund til að ræða málið. Klaus Fuchs er 38 ára að aldri, fæddur á Þýzkalandi; hann var ofsóttur af nzistum fyrir sósíal- istískar skoðanir sínar; flúði til Bretlands og gerðist brezkur borgari 1942 og gekk þá í komm- únistaflokkinn, en hann varaðist að sækja fundi flokksins, hafa samneyti við þekkta kommún- ista eða láta skoðanir sínar í ljósi. Hann fékk orð á sig fyrir að vera einn allra hæfasti atom- fræðingur Breta og var einn í hóp hinna brezku efnafræðinga, er fór til Bandaríkjanna 1943 að aðstoða við atomsprengjuna; brezka stjórnin ábyrgðist trú- mensku hans. Nú er það orðið upplýst að meðan að hann var þar lét hann rússneskum njósn- urum upplýsingar í té. Hann var skipaður yfirmaður við efnafræðisdeildina í Har- well á Bretlandi 1946, einn af níu fremstu vísindamönnum þar. í nokkra síðustu mánuði hefir lögreglunni þar leikið grun ur á því, að kommúnistar fengju vitneskju um ýmislegt, sem væri að gerast í Harwell varð- andi sprengjurannsóknirnar, að síðustu voru menn frá F. B. I. fengnir og þeir komust að því að einhver meðal lærðustu efna- fræðinganna hlaut að vera svik- ari; böndin bárust að Fuchs og nú hefir hann játað á sig sektina, að hann hafi verið í stöðugu sambandi við kommúnista í sjö ar og látið njósnurum þeirra í té ekki einungis sínar eigin efnafræðilegu uppgötvanir, held nr og félaga sinna og allar aðr- ar upplýsingar, er hann hélt að gasti komið þeim að gagni. í hinni skriflegu játningu sinni kveðst Fucks vera kominn að raun um hve starfsemi hans hafði verið siðferðislega rög og hann aðhyllist ekki lengur sfefnu kommúnista og sagðist hafa verið hættur að gefa þeim uPPlýsingar. Hann kvaðst ekki vita nöfn rússnesku njósnaranna, sem fengu upplýsingar hans, en þekkja þá í sjón. Lögreglulið Bretlands og Bandaríkjanna gera nú alt sem í þeirra valdi stendur til þess að hafa upp á þeim. Langfcrðabíll koll- veltist 37 mílur vestur af Winnipeg Þann 8. þ. m. veltist langferða bíll Greyhoundfélagsins út af No. 1 bílveginum um 37 mílur vestan við Winnipeg og festist í snjóskafli eitthvað tólf fet fyrir neðan; um leið kviknaði í hon- um og hann brann til ösku inn- an tveggja klukkustunda; því er viðbrugðið hve bílstjórinn gekk rösklega fram í að bjarga l'arþegunum; tuttugu og sjö far- jegar sluppu óskaddaðir, en ellefu voru fluttir á sjúkrahús til læknisaðgerða; þar, sem slys- ið vildi til, var slík flughálka á akveginum, að bílstjórinn fékk eigi rönd við reist. Manitobaþingið sett Síðastliðinn þriðjudag var fylkisþingið í Manitoba sett með venjulegri viðhöfn og að mikl- um mannfjölda viðstöddum; nú eiga sæti á þingi 57 þingmenn eða tveimur fleiri en í fyrra; til forseta var kjörinn W. G. Miller fyrverandi fylkisritari. I boðskap stjórnarinnar til þingsins, er gert ráð fyrir mikl- um vegalagningum, svo og víð- tækri útfærslu raforkukerfisins út um sveitir. Liberalframbjóðandi vinnur aukakosningu í Saskatchewan J. TH. BECK, jorstjóri J. Th. Beck forstjóri ó fimtugsafmæli Þann 9. þ. m. átti hr. J. Th. Beck forstjóri The Columbia Press Limited fimtugsafmæli hann er fæddur á Svínaskála- stekk í Reyðarfirði 9. febrúar ár- ið 1900, sonur þeirra Hans Kjart- ans Beck og eftirlifandi ekkju hans Vigfúsínu Vigfúsdóttur, sem búsett er í þessari borg. Mr. Beck er frábær starfsmaður eins og Dr. Richard bróðir hans þó starfsí'erill þeirra hafi legið á mismunandi sviðum. Mr. Beck er kvæntur Svan- hvít Thorsteinsdóttur, hinni mestu dugnaðarkonu; þau eiga fjögur börn, þrjá sonu og eina dóttur, er þau hafa komið til æðri menta. Lögberg flytur Mr. Beck inni- legar hamingjuóskir i tilefni af þessum merka áfanga í ævi hans. Samningar um skuldgreiðslu Mr. James Sinclair, Liberal þingmaður fyrir Coast Capilano kjördæmið í sambandsþinginu, dvelur í Evrópu um þessar mund ir að tilhlutan sambandsstjórn- ar; hann var um tíma í Júgó- slavíu til þess að semja um greiðslu á skuld, að upphæð $225,000, er Júgóslavía stóð í við Canada; samningum lauk með því, að Canada gaf eftir $75,000 skuldarinnar. Mr. Sinclair hitti Tito að máli, er tók honum með virktum; frá Júgóslavíu fór Mr. Sinclair flugleiðis til Rómaborg- ar til að semja um skuldalukn- ingu ítala við Canada; þess er vænst, að Mr. Sinclair verði kom inn til Ottawa fyrir þinsetningu. Njosnarar að verki í Canada Að því er dómsmálaráðherr- anum Stuart S. Garson segist frá, eru engin smáræðis brögð að njósnarastarfseminni í þessu landi; eru með þessu tilraunir gerðar til að lítilsvirða stjórnar- háttu landsins, en gylla rúss- neskt einræði. Mr. Garson kvað stjórnina við því búna að vinna á móti slíkum óvinafagnaði, þótt hún vegna ör- yggisástæðna léti ekkert uppi um þær aðferðir, sem beitt kynni að verða. Við nýlega afstaðna aukakosn- ingu til fylkisþingsins í Saskat- chewan, sem fram fór í North Battlefordkjördæminu, urðu úr- slit á þann veg, að frambjóðandi Liberalflokksins, James Maher, gekk sigrandi af hólmi. Þingsæti þetta losnaði við fráfall Paul Prince, er lézt á öndverðum vetri; en hann var í vor sem leið, kosinn af hálfu Liberala. Þrír frambjóðendur voru í kjöri í áminstu kjördæmi. Mr. Maher var kosinn með 147 atkvæða- meirihluta umfram frambjóð- anda C. C. F.-sinna; frambjóð- andi íhaldsins tapaði tryggingar- fé sínu. Kosning þessi var sótt af geisilegu kappi, einkum af hálfu Douglas forsætisráðherra' og Mr. Coldwells, er ferðUðust um kjördæmið nótt sem nýtan dag og fluttu ógrynni af ræðum. Mr. Gardiner heimsótti og kjördæm- ið, auk þess sem foringi Liberala í Saskatchewan, Mr. Walter Tucker, gekk fram fyrir fylking- ar. Sambandsþing- maður látinn Á miðvikudaginn hinn 8. þ. m., lézt á sjúkrahúsi í Toronto, Thomas Langdon Church, einn hinna mikilhæfustu þingmanna íhaldsflokksins á sambands- þingi, maður hraðmælskur og mikill fyrir sér; var í mörg ár borgarstjóri í Toronto, og átti í aldarfjórðung sæti í sambands- þinginu; hann var 77 ára að aldri og ókvæntur alla ævi. Never Dies The Dream By R. A. THORGRIMSON Never dies the dream when you are winter old, Of viewing another Spring, the joys untold, The slow ripening hud, new grass so green, Peeping through melted snow, fragrance unseen. Never dies the dream of ripening fields of corn, The happiness shared in a life new horn, Autumn leaves are falling, the earth and I content, Together we have shared a dream well spent. Mr. Samuel Freedman, K.C. who will speak an „Half a Cen- tury for Canada" at the Iceland- ic Canadian club concert, Mon- day evening at the First Luther- an church. in Auk blýframleiðsla Að því er nýjustu fregnir herma jókst blýframleiðslan í Júgóslavíu árið, sem leið um freklega 15 af hundraði; innflutt ur vélakostur, þar á meðal frá Bandaríkjunum, stuðlaði mjög að hinni auknu framleiðslu úr blýnámum landsins. Úr borg og bygð Mr. John Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., var stadd- ur í borginni seinnipart fyrri viku; kom hann hingað í kynnis för til systur sinnar, Mrs. J. J. Thorvardson. Mr. Freysteinsson var glaður og gunnreifur að vanda og lét vel af högum al- mennings í bygðarlagi sínu; lann hélt heimleiðis á föstudags kvöldið. ☆ Fimtudaginn, 9. feb., voru þau Kristján Allan Backman og Ivy Moriel Sigurdson, bæði til heimilis að Oak Point, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 80.0 Mr. og Mrs. Kirt von Trostorff Á fimtudaginn þann 9. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju þau Miss Barabara Johnson héðan úr borg og Mr. Kirt von Trostorff frá Los Angeles, Californiu; þessi ungu hjón eru víðkunn vegna frækni á vettvangi skautaíþróttarinnar. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. J. Johnson 634 Simcoe Street hér í borg og hefir unnið Canadian Figure Skating fyrir dans og íþróttir á skautum. Hraðfrétt af íslandi I bréfi frá Reykjavík er þess getið, að við nýafstaðnar prests- kosningar í Reykjavík í Frí kirkjusöfnuðinum þar í borginni hafi séra Þorsteinn Björnsson, prestur á Þingeyri, verið kosinn eftirmaður séra Árna heitins Sig urðssonar, sem lézt s.l. haust. Séra Þorsteinn er fæddur ár- ið 1909 í Miðhúsum í Garði; var vígður 1936, en hefir þjónað Þingeyri síðan 1944. Prestsembætti þetta er talið meðal hinna glæsilegustu á ís- landi, og hefir að undanförnu verið skipað miklum hæfileika- mönnum. Margir prestar sóttu um það í þetta sinn, og mun miklu kappi hafa verið beitt frá ýmsum hliðum. Er þess getið einnig í bréfinu að söfnuðurinn hafi klofnað við kosninguna, og að nýr söfnuður sé myndaður um einn umsækjendanna, sem beið lægra hlut, cand. theol. Emil Björnsson, starfsmann Rík- isútvarpsins. Eftir því að dæma verða framvegis tveir fríkirkju- söfnuðir í Reykjavík. Lipton St.. Þau voru aðstoðuð af Andrey Katie Sigurdson, systur brúðarinnar, og George Geviris Scharf. — Heimili brúð- hjónanna verður að Oak Point. ☆ Þann 9. janúar síðastliðinn lézt að heimili sonar síns í Blaine, Wash., Rósa Ingibjörg Johnson 82 ára að aldri; hún átti lengi heima í Winnipeg, en var nokkur síðustu ár búsett hjá E. S. Johnson syni sínum í Blaine; hennar verður nánar minst síðar hér í blaðinu. ☆ Dont miss the Annuál Concert of the Icelandic Canadian club, First Lutheran church, Monday, Feb. 20, at 8,15 p.m. It will certainly be one of our best ever! Samuel Freedman, K. C. one of Western Canada’s most bril- liant and entertaining speakers, will give an address on: „Half a Century for Canada“. A fine variety of musical numbers will be heard: Ken- neth Brown, accordion; Miss Corrine Day, piano solos. You will hear the delightful Daniel Mclntyre Operette group, bigger and better than ever, in two groups of song from, their gay repertoire of operettas. Admission only 50 c. ☆ Venju samkvæmt efnir Kven félag Fyrsta lúterska safnaðar til afmælisfagnaðar Betels, og fer samkoman fram í kirkju safn aðarins þann 1. marz næstkom andi; þetta er fagur siður, og verður það seint fullþakkað, hversu Kvenfélagið hefir jafnan hlúð að þessari þörfu og mikil- vægu stofnun sólsetursbarnanna á Gimli; undirbúin hefir verið vönduð skemtiskrá, sem aug- lýst verður í næstu viku. Úr borg og bygð Hr. Helgi Ingólfur Gíslason, kaupsýslumaður frá Reykjavík, var staddur hér í borginni nokkra daga í fyrri viku; hann kom flugleiðis frá Keflavík til New York; hann lét Lögbergi þær dapurlegu fréttir í té, að þann 30. janúar síðastliðinn hefði farist á leið frá íslandi til Englands togarinn Vörður, eign þeirra Jóhannessonsbræðra á Patreksfirði; fimm menn fórust en fjórtán varð bjargað. ☆ Leiðrétting 1 minningarorðunum um frú Valgerði J. Erlendson, sem birt- ust í Lögbergi þann 2. þ. m., urðu eftirfarandi skekkjur: Elzti sonur hennar heitir Gustav en ekki Gestur. Fimta lína að neðan í þriðja dálki, átti heima í næsta dálki og er á þessa leið: Eftir því sem árin liðu urðu breytingar, járnbraut austan Manitobavatns o. s. frv. ☆ f greininni um lestrarfélagið Vestri í Seattle, sem birt var í fyrri viku hér í blaðinu, eru frá- sagnar villur, sem Lögbergi er ekki um að kenna, því þær stöf- uðu frá frumritinu, en þar er sagt að Jón Magnússon sé for- seti félagsins. H. E. Magnússon er forseti þess, en Jón Magnús- son bókavörður þess og ritstjóri blaðsins Geysir, er það gefur út. ☆ Síðastliðinn fimtudag lézt á St. Boniface sjúkrahúsinu Mrs. Guðrún Gunnlaugsson frá Bald- ur, 75 ára að aldri, ekkja eftir Sigvalda B. Gunnlaugsson, sem látinn er fyrir rúmu ári; hún var ættuð úr Kræklingahlíð í Eyja- fjarðarsýslu, vinsæl kona og vel metin, er lætur eftir sig átta mannvænleg börn. Útförin fór fram á Baldur á laugardaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarð- söng. ☆ The Womens Association of The First Lutheran Church Victor St., will hold a regular meeting in the Church parlor Tuesday Feb. 21st at 2 p.m. followed by a handicraft shower. Málshöföun fyrirskipuð Dómsmálaráðherra sambands- stjórnar, Stuart S. Garson, hefir lýst yfir því, að málsókn verði hafin gegn gleriðnaðarfélögun- um*í Quebec og Ontario, er liggi undir grun um að hafa stofnað til innbyrðisverðlagssamtaka, er komið hafi í veg fyrir heilbrigða verzlunarsamkepni varðandi sölu glerframleiðslunnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.