Alþýðublaðið - 04.08.1960, Síða 16
V-Þýzkaland-ísland 5:0 (2:0-3:0):
Verðskuldaður sigur
í drengilegum leik
Lið íslands: Helgi Daníelsson,
Kristinn Gunnlaugsson, Kúnar
GuSmannsson, Svein Teitsson,
fyrirliði, Hörður Felixson, Guð
jón Jónsson, Örn Steinsen,
Sveinn Jónsson, Þórólfur
Beck, Guðmundur Óskarsson
og Steingrímur Björnsson.
JLið V-Þýzkalands; Tilkowski,
Lutz, Schnelinger, Schulz, Er-
hardt, Szymaniak, Reitgassl,
Briills, Seeler, Haller og Dör-
fel.
Völlur; Laugardalsleikvangur-
inn. Áhorfendafjöldi um
12000.
Dómari: T. Wharton, Skotlandi.
Línuverðir: Guðjón Jónsson og
Þorlákur Þórðarson.
Veður: Norðaustan gola, bjart-
viðri.
EKKI verður annað sagt en
íslenzka landsliðið hafi staðið
sig vonum framar gegn hinum
vestur-þýzku atvinnumönnum.
Fimm mörk gegn engu er alls
ekki svo slæm útkoma, þegar
allt kemur til alls.
Fyrstu mínútur leiksins eða
allt fram að þeim tíma að Þjóð
verjarnir skoruðu fyrsta mark
:ð, sem kom á 13. mínútu, var
frammistaða landanna mjög
vel við unandi.
Á þeim tíma fengu þeir
hornspyrnu og áttu að minnsta
kosti tvívegis skot rétt fram
hjá marki. ^
SEELER SKOKAÐI ' ' '
FYRST.
Það var Seeler, sem skoraði
fyrsta markið úr sendingu frá
hægri innherja, Brúlls, sem
komist hafði inn fyrir vörnvna.
Var hann þá einn og óvaldað-
ur og átti því næsta auðvelt
með að skora. Við þetta mark
Sniðglíma á lofti!
Framhald á 10. síðu.
Leikurinn / tölum
ísland V-Þýzkal.
Útspyrnur frá marki 10 5
Hornspyrnur 11 6
Aaukaspyrnur 5 8
Skot á mark 8 16
Mörk 0 5
Vítaspyrnur 0 0
Helgi Daníelsson stóð sig vel í
markinu og hér er hann að
kljást við liinn heimsfræga
þýzka miðherja, Uwe Seeler.
Helgi virðist hafa betur í þess-
ari viðureign. — J,. Vilhevg tók
allar myndirnar.
Almennt álit eftir leikinn:
fSLAND HEFÐI
ÁTT AÐ SKORA
Þegar tíðindamaður Íþróttasíð-
unnar opnaði dyrniar á búnings
klefa Þjóðverjanna rakst hann
fyrst á Sepp Herb-erger, hinn
víðkunna landsþjálfara þýzka
landsliðsins, sem Varð heims-
frægur við sigur Þjóðverja í
heimsmeistarakeppninni 1954.
HERBERGER
sagðist vera ánægður með leik-
inn. Keppnistímabil okkar er að
byrja og drengirnir léku alveg
eins vel eða jafnvel betur en ég
hjóst við. — íslenzka liðið er
nokkuð gott, en skortir ná-
kvæmni í sendingum og stað-
setningum. Ég tel úrslitin sann-
gjörn, en þið hefðuð getað skor
að með örlítilli heppni. — Næsti
landsleikur okkar er 26. októ-
ber gegn N-frlandi í undanrás-
um heimsmeistarakeppninnar í
Chile,
’ ...... r . ■
ERHARDT fyrirliði
var einnig mjög- ánægður og
Sagði, að leikurinn hefði verið
Liðin hafa stillt sér upp og þjóðsöngvarnir eru leiknir.
Framhald á 2. síðu.