Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 6
6 en naumast er ráð fyrir því að gjöra, að fje fáist til hvorstveggja í senn, svo nokkru muni. Jeg vona að þeir, sem helzt gangast fyrir íslenzku kristniboði, taki þessa bendingu vel upp og taki hana til ihugunar. Jeg þarf varla að taka það fram, að þetta er ekki ritað til þess á nokkurn hátt að spilla fyrir kristni- boðshugmyndinni; til þess getur mjer ekkert gengið, enda virði jeg mikils hinn góða tilgang þeirra heiðursmanna, sem hafa hafizt máls á þessu mikilvæga og fagra fyrir- tæki. Að eins vildi jeg með linum þessum benda á, í hvert horf mjer sýnist rjettast að beina kristniboðinu fyrst um sinn. Þegar landar vorir í Vesturheimi eru búnir að koma kirkjumálum í gott efni, sem vonandi er að verði áður en mjög langt um líður, sjer í lagi ef þeir yrðu styrktir að mun, þá fyrst finnst mjer tími til kominn fyr- ir oss, að fara að sinna kristniboði heiðingja í eiginlegum skilningi. v. B. -----3S6---- Um sálmalög og sálmasöng. Eptir Sjera Stefán Tliorarensen. (Framh.). En svo voðalegt sem það er, að velja lög til sálma svona af handahófi, demba yfir þá hverju sem fyrir verður af »þægilegum« eða »fjörugum«, en gjörsam- lega ókirkjulegum lögum hins veraldlega söngs, þá kast- ar þó fyrst tólfunum, þegar meðal þeirra birtast lög frá alkunnum slarkaraljóðum. Berggren minnir á sannleika skáldorðsins, að »ekkert megnar eins töfrandi að endur- vekja tilfinningar liðinna tíma og blómilmur og gömul lög«, ekkert sje máttugra en hin alkunnu gömlu kirkju- lög, að vekja guðrækilegar endurminningar og hugará- stand; en allt eins hljóti veraldleg lög að vekja hjá oss hugsanir og Ivndisástand, sem ekki eigi heima í kirkju, hversu hreinar og meinlausar sem þessar hugsanir ann- ars kunni að vera; hugarstefnan verði ef til vill eigi hin sama, sem höfundur hins veraldlega lags hugsaði sjer, með því að hinar helgu kirkjustöðvar varðveiti þó frá

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.