Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 12
12
araldur, færði sjer í nyt þetta náðarmeðal, en hvernig er
þetta nú ? Hvernig mun þessu konríð að 40—50 árum
hjer frá?«
Eptirfarandi orð leikm. eru sjerstaklega eptirtekta-
verð:
»Það má optlega heyra það fært til afsökunar liinni
vaxandi vanrækt kvöldmáltíðarinnar, að maður finni sig
ekki svo hæfan sem skyldl til að neyta hennar, og þá
sje betra að gjöra það ekki. Þetta mega nú bæði jeg
og fleiri játa, en ætli það verði metin nægafsökun þetta?
Mundi eigi þörf að reyna með Guðs hjálp að ráða bót á
vandkvæðum þessum á annan hátt en þennan? Jeg finn
það vel um sjálfan mig, að jeg meðhöndla ekki heldur
hin náðarmeðulin svo vel og verðuglega sem vera ber
og vera þarf, en jeg get ekki trúað því, að það væri þó
rjettar gjört, eða mjer betra, að forðast þess vegna að
snerta þau. Nei, jeg vil reyna að nota þau sem bezt, í
von um, að Guðs góða náð smám saman vinni með þeim
svig á sjúkleika mínum, og sama er að segja um kvöld-
máltíðina. Finni maðurinn hjá sjer nokkra löngun til að
neyta kvöldmáltiðarinnar, og að verða aðnjótandi náðar-
gjafa þeirra, er með henni veitast, held jeg honum óhætt
að koma, og það því fremur, sem hann sárar finnur til
óverðleika sins. Ihugum dæmi hinnar blóðfallssjúku konu,
ekki var henni frávisað, þótt hún fyriryrði sig«.
Þetta er mikilsverður sannleiki. Nawwkristnum manni
mun sjaldnast — eða rjettara sagt, aldrei — finnast að
hann sje orðinn sawmiðrandi, sawraauðmjúkur, sarawelskandi,
.vawMtrúaöur. Hitt er nær í huga hans: Jeg trúi, herra,
en hjálpa þú trúarleysi mínu.
Siðar í hugvekjunni segir leikm.:
»Þegar vjer vorum á barnsaldri, lásum vjer það og
lærðum, að með því að neyta opinberlega þessarar mál-
tíðar ættum vjer frelsaranum til vegsemdar að sýna, að
hann sje frelsari vor og sáluhjálpari. Er þessu nú gleymt,
eða könnumst vjer eigi lengur við hjálp hans. Játum
þessu nú, eða neitum því, roeð því að vera til altaris,
eða vera það ekki«.