Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 7
7 því, en þó muni gremjan yfir því, að slíkt lag heyrist í Guðs húsi, gjörspilla öllum sönnum guðræknisanda. Hann minnir á að ætlazt sje tii þess, að þegar þessi veraldlegu lög sje sungin við sálrna, heima eða í kirkju, skuli menn gjör- samlega gleyma sambandi því, sein þau eru í við hina veraldlegu texta sína; en sönglagið hafi meira vald yfir hugsunum og tilfinningum mannsins en svo, að þannig verði leyst og að alls engu gjörð samböndin, sem einu sinni eru á komin milii þess og þeirra; eigi að síður haidi menn að hneykslislaust sje og reynist, að syngja eitt og sama lagið annan daginn á gaman- og gáska-fundum eða í ýmsum solli, en hinn daginn í Drottins húsi. Hann minnir á sanna sögu um forsöngvarann danska, sem valdi veraldlegt uppáhaldslag sitt til sálms, er hann átti að syngja, en þegar hann byrjaði sönginn, er veraldlega kvæðið svo ríkt f huga hans, að hann byrjar kvæðið í stað sálmsins. Hann segir einnig frá því, að í Kaup- mannahöfn sjálfri hafi fyrir skömmu forsöngvari nokkur haft við sálm lag við mjög dónalega götustráka-vísu, en að presturinn hafi svikalaust sett ofan í við hann á eptir, og beðið hann að gjöra svo vel, og valda hvorki þessu nje áþekku hneyksli framvegis. Jeg vona að öðru leyti, að enginn skilji svo það, sem hjer hefur sagt verið, að jafnframt hinu ljelega og óhæfilega hafi ekki einnig á þessari öld bætzt kirkjunum mörg sannarlega góð og sálmsleg lög, bæði þau, sem komin voru í gleymsku, og önnur lög ný, mjög svo un- aðsleg og þess megnug, að glæða líf trúar, vonar og kærleika. Mörg slík lög eru i sálmasöngsbókum hins á- hugasama eljumanns, organista Jónasar Helgasonar, sem sannarlega hefur ekkivantað viljann til umbóta ákirkju- söng vorum. Flest eru þau dönsk (eða þýzk), tekin úr hinum danska kirkjusöng. En einnig" víðar en í Dan- mörku eru um hönd höfð unaðsleg sálmalög, gömul og ný, t. d. í hinum enskutalandi kristnu söfnuðum, sem telja ^nndi mega mikinn ávinning að eiga í kirkjum vorum við viðeigandi sálma1. 1) Þab er eitt aðaleinkermi enskra sálma yíir höfuð, að þeir eru mjög svo einfaldir, innilegirog hjartanlegir,— trúarinnar sálmar,—

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.