Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 2
2 Eptir ósk ýmsra verður seinna skýrt frá útbreiðslu blaðsins í hinum einstöku landshlutum; hún kemur enn þá töluvert misjafnt niður. Fram yfir hið fasta upplag, 1000, til kaupenda af þess- um 1. árg., hafa af hinum 7 blöðum alls verið prentuð 3000 eintök aukreitis, mest til útbýtingar og sýnis; helmingurinn afþví kemur á jólablaðið; með því áframhaldi vinnast fljótt upp heimilin. Jeg hef trú á slíkri útbýtingu, hún spillir eigi fyrir sölunni; nema ef til vill í stað og stað og rjett í bili. Jeg segi með einum bezta styrktarmanni blaðsins: »Það er strax betra en ekki neitt, að þeireru sumir, og það jafnvel velstandandi menn, að spekúlera í því að fá blaðið gefins«. — En vjer verðum að reyna að gjöra blaðið þannig úr garði, að heimilin vilji sjá það optar en einu sinni. Reykjavík, 31. desember 1891. Iiit8tj órinn. Kvöldsálmur. (Eptir Mattbias Claudius). Á himni hefst upp máni og herinn stjarnafráni á blálopts blikar veg; á múla myrkrið leiðir og mjög sig þokan breiðir um engið hvít og undarleg. IIve hljóð nú veröld virðist, þá vafin rökkri kyrðist; hve friðarljúf um leið, sem hljóðust hvílustofa, þar hægt vjer skulum sofa og gleyma dagsins gremju og neyð. Sjá tungl á himni háum, það hálft vjer að eins sjáum, sem frítt og alfult er; eins mjög svo margt með röngu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.