Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 10
10 og skólameistarinn segði við drengina: »Segi nú sá seki til sín, því að hann skal reyndar fá það«. Jeg hef ekki ■minnstu ástæðu til að ætla ritstjóra Fjallkonunnar, að hann feðri greinarnar ranglega, eða leyfi að það sje gjört. Og jeg er þá jafnframt fullkomlega samþykkur Samein- ingunni í ályktun hennar út af þessu, að það er ódrengi- legt af þjóni kirkjunnar, hvort sem hann er talinn að vera hinn merkasti eða ómerkasti, að gefa kirkju og kristindómi slík olnbogaskot, falinn inni í hóp stjettarbræðra sinna. Innilega vildi jeg óska, að jeg færi hjer alveg villt, aðþessar prestkendu Fjalikonu-greinar væru rangfeðr- aðar, og þessi áfellisorð mín væru markleysuorð, sem hvergi kenndu staðar. Því miður þori jeg eigi að vona það, en hugga mig við það, að hjer sje eigi að ræða nema um sára-örlítið brot hinnar íslenzku prestastjettar, og að þetta sára-örlitla brot sjái að sjer og kjósi það heldur framvegis, að bera upp sín vandkvæði yfir kirkj- unni einarðlega í vinahóp. Yjer stjettarbræðurnir ættum að vera þeir bræður í anda og sannleika, að vjer leituð- um fyrst og fremst hver til annars innbyrðis með athuga- semdir vorar og efasemdir, með aðflnningar vorar og um- bótarkröfur. Kærir bræður! Villum eigi liðsmennina með því að kalla á þá með herlúðri óvinanna. »Eina blaðið hjer á landi, sem hingað til hefur flutt ritgjörðir um kirkjuleg mál«. Það eru ekki svo miklar ýkjur, en þær ritgjörðir hafa viljað fella, ekki reisa. Vit- anlega, það þarf opt fyrst að rífa til þess að byggja á eptir. En þegar haldið er áfram bara að rífa og rífa, þá verður síðast ekkert annað eptir en rústir, og rúst- irnar hafa blasað við vonarsjónuni Fjallkonunnar, sem fyrirheitna landið,— kirkjurústir, — og að því leyti hefur Fjallkonan frá fyrstu verið »kirkjulegt málgagn«. Fjallkonan rífur, en hún byggir ekki upp. Því var það orð í tíma talað, sem sjera Olafur Olafsson á Lundi sagði í sumar í synodusræðu sinni — brot úr henni stend- ur í 1. nr. Kirkjublaðsins, og má, ef vill, jafnframt skoða sem inngangsorð ritstjórans—, að vjer gætum eigi lengur hlutlausir setið, þegar það hús, sem vjer erum kallaðir til að uppbyggja, er rifið niður fyrir augum vorum. Þeg-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.