Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 15
15 Það er hinn óbrjálaði skírnarsáttmáli frá fornkirkjunni í beinu spurningarformi. Breytingin bjer var tekin epfir Mynster. »Jólablíiðið er málgagn Iijátrúarinnar«, segja sumir, en þeir binir sömu bæta þó reyndar allir við: Jeg misskil það ekki, en aðrir geta gjört það. Mjer íinnst reyndar óbugsanlegt, að nokk- ur geti fengið það út úr binni skemtilegu ritgjörð Sæmundar Eyj- ólfssonar. Þjóðsögustýllinn ætti þó nú að vera orðinn öllum góð- kunnur. I annan stað vil jeg minna menn á það, að falleg æíin- týri eru bvað helzt valin börnum til lesturs. Sæmundur lýsir líka þjóðtrúnni eins og bún var, þegar fólk »fór til tíða«, alveg eins og í Þjóðsögunum. Þegar þær komu út, var líka kvartað undan því, að þær mundu auka bjátrú meðal almennings, en ekkert rit hefur jafn-mikið stuðlað að því að eyða bjátrú bjer á landi og þær. Fæstir munu nú hugsa eins og kerlingin, þegar bún fyrst heyrði lesnar Þjóðsögurnar: »Þarna sjáið þið, bvort þaö er ekki sannleik- ur, það stendur á prenti«. Þeir sögðu líka um miðbik aldarinnar, þegar bugvekjur Svein- bjarnar Hallgrímssonar voru prentaðar með latnesku letri: »Nú eru þeir farnir að prenta guðsorðið eins og tröllasögur«. Almenn- ingi var nefnilega þá kunnast latínuletrið frá Eornaldarsögum Norð- urlanda. Aðrir bafa skrifað mjer og sagt mjer munnlega, að ritgjörðin væri ekki nógu »andleg« fyrir Kirkjublaðið. En jeg bið þá að, minnast þess, að Jólablaðið er sjerstakt í sinni röð, ætlað til skemt- unar, alveg aukreitis, gjöf handa börnunum, og í annan stað vill Kirkjublaðið láta skoða sig sem »blað«. »Færösk Klrketidende« heitir kirkjublað Færeyinga, og er það 9 mánuðum eldra en bið íslenzka. Ritstjórinn er sjera Emil Bruun, prestur þar á eyjunum. Blaöið er á dönsku, enda eru flestallir prestarnir á Færeyjum danskir að ætt og kunna. eigi færeysku. Kitstjórinn vill t. d. koma á guðsþjónustu fyrir börn á sunnudagakvöldum, »sunnudagaskólum«, en telur þau vandkvæði á, að það sje hreinasta undantekning, að prestarnir skilji móðurmál barnanna og eins liitt, að börnin skilji svo mikið í dönsku, að þau bafi nokkuð gagn af því, sem prestur- inn fer með. Það er því ekki að furöa, þó að einhver ónefndur í ^Föringatíðindum* spyrji: »hví prestar okkara ikki fáa í lag at virka eftirbesum orðum apostulins«, sem sje orðum Páls postula i 1- Kor. XIV. 18, að betra sje að tala fimm orð skiljanlegM söfnuð- inum, en tíu þúsund á framandi tungu; og Færeyingurinn befur góö rök fyrir spurningunni: »bjartamálið er ikki meiri enn eitt — nióðurmálið*. Kirkjutíðindin f'æreysku koma út mánaðarlega, á stærð við blaðið »Ileykvíking«. og kosta 1 kr.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.