Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 13
18
Niðurlagsorðin eru þessi:
»Þennan fund vorn væri vel að vjer slitum með því,
að hvetja hver annan til að vanrækja ekki náðarmeðulin,
guðsorð, ■bænina og sakramentin. Gætum að þörfinni
fyrir þau, trúmn nytsemi þeirra og reynum þau með al-
úð og ástundun, reynum, hvort þau ekki styrkja trúna
og efla guðhræðsluna. Biðjum, að sönn trú á Jesú Krist
megi eflast og styrkjast í hjörtum vorum, hann er sá
eini, sem vjer höfum á að treysta í lífinu, í dauðanum
og í dóminum.
Frá hjerabsfundum 1891.
Hjeraðsfund Byfirðiiig-a, 10. sept., sóttu 6 prestar af 8 og
14 safnaðaríúlltrúar af 21.
Út af safnaðarfundargjörðunum urðu nokkrar umræður um
barnafræðslu og var samþykkt:
1. að sá siðnr verði almennt upptekinn, að prestar spyrðu
börn í messu, eða eptir messu, frá föstubyrjun til veturnótta.
2. að skora á presta, að fylgja meira í barnafræðslu sinni skýr-
ingum yíir bifliuna og biflíusögur, en að binda sig við, að börnin
lesi upp kverið orðrjett.
8. að prestar með hjálp sóknarnefnda taki upp þann sið, ?að
halda próf yíir börnum um krossmessuleyti ár bvert, á aldrinum
frá 11 til 16 ára.
Fundurinn óskaði að iá þrennar textaraðir, að minnsts kosti,
til allra belgidaga; vildi gjöra inngangsorðin til skírnarinnar skilj-
anlegri og bjartnæmari og breyta áminningunni til guðfeðgina í
sömu átt og farið er fram á í öðru nr. Kirkjublaðsins; vildi — þó með
litlum atkvæðamun—sieppa afneituninni úr skírnarsáttmálanum og
við iermingu; vildi sleppa orðunum »sannur« og »sannarlegt« úr
útdeilingaroröunum; vildi sleppa lýsingum til bjónabands og breyta
spurningunum eptir tillögunum í Kirkjubl.
Fundurinn samþykkti, að Lögmannsblíðar söfnuður tæki að
sjer umsjón og fjárhald kirkjunnar.
Loks var það ákveðið, að hjeraðsfundurinn byrjaði með guðs-
þjónustugjörð framvegis.
Hjeraðsfund Suður-Þingeyinga, 12. sept., sóttu 6 prestar
af 8, binir tveir bötðu báðir tilkynnt forfö'l, lasleika, og 6 safnað-
arfulltrúar af 18. Af þessum 12, sem vantaði, böfðu 7 tilkynnt
forföll.
Fundurinn vildi halda binum somu guðspjöllum sem eru, en
fjölga pistlum. Samþykkt var með meiri bluta atkvæða, að orða
skírnarsáttmálann »á þessa leið eða því um líkac