Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 16
16
Sent tll umtals. Þrjú kver hafa borizt blabinu nýskeb:
1. Hvernig erfarið með þarfasta þjóninn? Þai) er fyrirlest-
ur eptir sjera Ólaf ólafsson í Guttormshaga. Þarfasti þjónninn er
bestuiúnn, og með hann er svo opt farið miskunnarlaust. Fyrirlesturinn
er skörulegur og skemtilegur, vinnur að fögru mannúðarverki, og það
því betur, sem fieiri eignast hann og lesa. — Sig. Kristjánsson sel-
ur á 25 a.
2. Til hugsandi manna, eptir Jón Ólafsson. Það er árás á
♦Winnipeg-lúterskunac, semjón nefnir svo. Hann vill sýna og sanna
það, að íslendingar haíi aldrei um dagana verið trúræknir menn.
Þess vegna gengu siðaskiptin, hæði hin fyrri og hin seinni svo
undur greitt. Alyktunin þar af eflaust sú, að únítarakenningin eigi
vel við Islendinga. Pjesinn gæti geíið tilefni til sögulegra hugleið-
inga ; og sýna má töluvert aðra hlið á siðaskiptunum hvorumtveggj-
um, en höfundurinn gjörir. Sigf. Eymundsson selur á 50 a.
3. Kóngurinn i Gullá, eptir John Ruskin í ísl. þýð. eptir Ein-
ar Hjörleifsson. Það er lofsöngur kærleikans í fallega sögðu æíin-
týri, og vel þýddu, og er bezta barnakver. Sigf. Eymundsson sel-
ur á 50 aura.
»Sæbjörg« á hjargráðablað sjera O. V. Gislasonar að heita;
það á að byrja með árinu og koma út mánaðarlega.
Sálmabókin, þriðja prentun, kemur í næsta mánuði. Útgef.
sami og áður. Brotið sama, en frágangur að öðru leyti eins og á
síðustu útg. Passíusálmanna.
Bitgjörð sjera Stefáns, sem verður bæði í 1. og 2. árg., geta
nýir kaupendur fengið meðan endist, tölubl. 5. og 6. í 1. árg. á 30 a.
Jólablaðið fá nýir kaupendur, er þess óska, meðan endist.
Inn á hvert einasta heimili á landinu, sjá 1. árg. 1. hl.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjelags ísl. í
Vesturheimi, 12 arkir á ári, 6. árg. Ritstj. sjera Jón Bjarnason í
Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík
o. fl. víðsvegar um land.
Kirkjublaðið, 2. árg. 1892, 12—16 arkir, verð 1 kr. 60 a., fæst
hjá flestöllum prestum og bóksölum.
Útbýtbl. Af Jólablaðinu fjekk próf. sra Bjarni Þórarinsson á
Prestbakka í Vestur-Skaptafellssýslu 30, og sra Þorvaldur Bjarnar-
son á Melstað 30. At' þessu blaði tekur sra Benedikt próf. Krist-
jánsson á Grenjaðarstað 67 og herra Páll Jóakimsson í Arbót 33 og
faktor Eggert Benediktsson á Papós 30; fl. rninna.
KITSTJÓEI: ÞÓBIIALLUR BJARNARSON.
Prentad i ísafoldar prentsmiðju. Reykjavik. iSSti.