Kirkjublaðið - 01.01.1892, Blaðsíða 5
5
ekki þarlenda tungu. Það er alkunnugt, að íslenzka
kirkjufjelagið þar, sem enn má heita frumbýlingur, á við
ákafiega mikla erfiðleika að berjast, þar sem það er að
reyna að mynda söfnuði og halda þeim saman, svo að
fólkið lendi ekki í villudómi eða algjörðu guðleysi, og er
auk þess að brjótast í því að stofna skóla, en á hins vegar
að stríða við andróður andstæðra trúarflokka og mótþróa
margra einstakra manna. Hjer er því verulega hjálpar þörf.
Aðrar Norðurlandaþjóðir styrkja þó kirkjulegan fjelagsskap
meðal útfluttra landa sinna vestan hafs á ýmsan hátt;
en vjer höfum til þessa ekkert gjört í þessa átt; og þó
er þörfin ekki hvað minnst meðal íslendinga þar vestur.
Bezta hjálpin í þessu tilliti væri raunar það, að senda
þangað hæfa presta; en allar tilraunir í þá átt hafa mis-
heppnast til þessa, og er lítil von til þess, að þaðheppn-
ist betur framvegis. Það er varla við því að búast, að
prestar hjer, þótt þeir sjeu vel vaxnir stöðu sinni hjer
heima, treysti sjer til að takast þar prestþjónustu á hend-
ur, með því að þar hagar svo ólíkt til og hjer að mörgu
leyti; svo að það er varla af því, að þá vanti vilja að
hjálpa, að þeir íást ekki þangað. En úr því að vjer ekki
getum stutt kirkjulegan fjelagsskap íslendinga vestan
hafs á þann hátt, höfum vjer naumast annað ráð til að
styrkja þá, en að hjálpa þeim um fjárstyrk til að reisa
kirkjur, mennta prestaefni, kaupa guðsorðabækur, eða
eitthvað af þessu, sem mest þörf væri á í svipinn, og
eptir því sem fjeð hrykki til. Það er enginn efl á því,
að slíku fje mundi verða vel varið, meðan sá maður
stýrir málefnum hinnar lútersku kirkju landa vorra vest-
an hafs, sem nú gjörir það; og þó að hans missti við, mun
þar varla góðra forstjóra vant; enda fengjum vjer þaðan jafn-
óðum skýrslu um það, hvernig fjenu yrði varið. Ef vjer
því á annað borð höfum ráð á að styrkja kristniboð í út-
löndum, — og um það getur enginn efi verið, meðan vjer
leggjum svo mikið í munaðarvörukaup, sem vjer gjör-
um, — þá sýnist liggja neest, að styðja að því, að vorir
eigin landar ekki lendi/í flokki heiðingja og guðleysingja.
Bezt væri auðvitað, að hvorutveggja yrði sinnt jafnframt,