Kirkjublaðið - 01.05.1892, Page 3

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Page 3
88 sem hjer hafið setið áður marga guðræknisstund, þjer sem hingað hafið komið til að leita nœringar fyrir sálir yðar og hvíldar fyrir hjörtu yðar; þjer hafið ekki leitað til einkis, þjer hafið án efa opt reynt, að kirkjugangan færði yður sanna blessun, sem var þess verð, að hennar væri leitað með alvöru. Fannst yður ekki mörgum sinn- um, að þjer færuð úr Drottins liúsi bæði vitrari, betri og glaðari, en þjer komuð þangað! Funduð þjer ekki tíð- um á þessum stað, hvernig Guðs líknandi náð svalaði sem himindögg mæddum sálum yðar og veitti yður þá bót við meinum yðrum, sem ekki var að finna eða fá annarstaðar á jörðunni. — Sem kristin manneskja veiztu, á hvern þú átt að trúa, en þú ert samt jafnan undirorp- inn árásum efasemdanna, bæði máskeafþví að þú heyrir vantrúaða menn fara háðgjörnum orðum um hið heilaga, og af því að svo margt kemur bæði fyrir þig og aðra, sem þú ekki skilur og sem þjer finnst ekki koma heim við rjettlæti og kærleika Drottins. En þegar þú í Drott- ins húsi mitt á meðal samkristinna bræðra þinna og systra lyptir sálu þinni til hæða í sannri lofgjörð og til- beiðslu, sökktir þjer niður i alvarlegar hugleiðingar og hlýddir Guðs orði með sannarlegri eptirtekt, birti þá ekki í sálu þinni, hvarf þá ekki þoka efasemdanna fyrir ljós- geislum hins himneska sannleika, og fannst þjer þá ekki styrkleikur og gleði trúarinnar gagntaka sálu þína! Skeð getur líka, að þú hafir komið í kirkjuna svo á þig kom- inn, að þú hafir verið veikur og óstöðugur í hinum góðn áformum og ásetningum; en þegar sál þín í liúsi Drottins hóf sig til Guðs; þegar allt umhverfis þig knúði þig til andaktar og vakti hjá þjer lifandi tilfinningu fyrir kær- leika Guðs, þegar liið heilaga orð hljómaði til þín áminn- andi og aðvarandi, vekjandi og leiðbeinandi; var það þá ekki svo, að vond áform og hugsanir hurfu úr sálu þinni, að hinn veiki vilji þinn styrktist og að þú hugsaðir á þessa leið: Jeg vil halda fast við Drottin og þjóna hon- um einum; jeg vil einungis gjöra það, sem rjett er fyrir augliti hans. Skeð getur að þú liafir komið í kirkjuna með biturleika í hjartanu til annara manna; menn höfðu máske gjört þjer rangt til, ekki breytt svo við þig sem

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.